Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 15
Jafnvel gamlar konur verða spilafíkn.nni að bráð. LAS VEGAS Framhald af bls. 5. hinna dansandi kvenna svo það líkist helzt kjöti, sem nýbúið er að taka upp úr niðursuðudós. Allir Bandaríkjamenn klappa af hrifningu, þegar höfðað er til föður- landsástar þeirra. Það atriði, sem mesta ánægju vakti í revíunni „Hallo America 11“ var lokaatriðið, þar sem lítill hund- ur, búinn út sem hinn bandaríski örn, hoppaði á afturfótunum yfir sviðið. Skortur á velsæmi nær hámarki í atriði sem byggt er á „Hindenburg“ slysinu 1938. En þrátt fyrir þetta smekkleysi eiga menn þess einnig kost að njóta ágætra skemmtiatriða eins og tii dæmis „New Orleans 1880“ „Hooray for Hollywood" eða „The Fifth Avenue Easter Parade“ og er það „krystalsalur" Desert Inn hótelsins, sem býður upp á þessi skemmti atriði. H ótelin inni í miðborginni eru ekki eins lokkandi, en milljónir ljósa frá Fremontstræti lýsa miðhluta borgarinn ar svo vel upp, að það er bezt upp- lýsti staður í heimi. — Sá, sem flýr inn í hin vel loftræstu hótel undan hinum mikla hita úti, þarf ekki að vera mikill áhættuspilari. Ef hann vill ekki hætta á að nálgast hin mörgu spilaborð, þá standa honum til boða tuttugu þúsund sjálfvirkar spila- maskínur og lokka með háum vinningi. Það er víst óþarft að taka það fram, að þann vinning fá menn sárasjaldan. Þegar við sólarupprás stendur fjöldi áfjáðra „spilamanna“ — einkum hús- mæður — við „autómötin" og stingur peningum í þau. Fólk þetta stendur oft klukkutímum saman við sama autómatið í þeirri von, að heppnin verði því skyndi lega hliðholl. Hinar snotru „Money Purses“ — en það eru stúlkur með stóra poka fulla af skiptimynt — skipta hverj- um dollaraseðlinum á fætur öðrum. Jafnvel úti fyrir hótelunum og spila- sölunum er erfitt að sniðganga hinar áteljandi spilavélar eða sjálfsala. Þeir kosta 1000 dollara, og stór félagssam- tök leigja þau út fyrir 450—600 dollara á mánuði. Hvert sem farið er, leggja þessir sjálfsalar snörur fyrir smápeninga manns. Á veitingahúsum, póststofum og strætisvagnablðstöðum, hjá tannlækn- um og rökurum, við flugvöllinn, já meira a'ð segja á salernum kemst mað- ur ekki hjá návist þeirra. essir einhentu vasaþjófar og spila borðin hafa það í för með sér að pen- ingar skipta hraðar um eigendur í Las Vegas en í nokkurri annarri banda- rískri iðngrein. Agóðinn af spilaautó- mötunum og hinum grænu spilaborðum hverfur að sjálfsögðu mjög fljótt inn í einkaskrifstofur hóteleigendanna, þar sem peningarnir eru taldir, án þess nokkur forvitin augu trufli þá athöfn. Hinn afskaplegi gróði leiðir hins vegar bandarísku skattayfirvöldin stundum til þess að senda leynilögreglumenn út af örkinni, til að kanna nánar tekjumögu- leikana. Og það er full ástæða til þess. Nýlega hefur „Desert Inn“ verið forsíðuefni í dagblöðunum. Einn meðeigandi hótelsins var viðriðinn svikamál í Wall Street, og bandaríska leyniþjónustan fékk fang- stað á eftirmönnum Wilbur Clarks. Fyrir tveimur árum gengu tveir síma- viðgerðarmenn inn í lyftuna, beint fyrir framan nefið á einkanjósnara hótelsins. Þeir brunuðu upp á fyrstu hæð, þar sem þeir tilkynntu, að þeir ættu að gera við galla í símaleiðslunni. í raun og veru voru þeir ekki sendir frá síma- viðgerðarþjónustunni, og í stað þess að gera við símaleiðslu, þá komu þeir fyrir nokkrum örlitlum segulupptöku- tækjum í veggjunum. ” næstu tvö ár gat því leynilög- reglan fylgzt með öllu, sem gerðist í Desert Inn, og fyrir nokkrum mánuðum gátu bandarísku blöðin flutt risafréttir um það, að spilatekjur Las Vegas hótel- anna hyrfu í vasa glæpamanna. — Enginn sem nokkuð þekkti til í Nevada, hafði nokkru sinni dregið í efa, að eitt- hvað væri gruggugt við ástandið í Las Vegas. Eftirfarandi atvik er enn ein sönnun þess: Þegar Toni Cornero ætlaði að hefja rekstur Stardust hótelsins fyrir nokkr um árum, þá var honum boðið til Desert Inn, til að halda upp á þann merka at- burð. En hátíðahöldin fengu óvæntan endi. Toni Cornero dó af hjartaslagi. Og nú rekur sami félagsskapurinn bæði hótelin. „Þessi borg er ekkert frábrugðin öðr- um“, sagði Oran Gragson, borgarstjóri Las Vegas, ekki alls fyrir löngu í við- tali við blaðamann. Hann hefur verið þar borgarstjóri óslitið síðan 1959. í þetta umgetna skipti var hann reyndar tæplega vel til þess fallinn að eiga langt blaðaviðtal, því hann hafði greini lega tekið þátt í meiriháttar veizlu- höldum daginn áður og var ennþá undir áhrifum þeirra. Annars hefur ríkið (Nevadaríkið, þýð.) stofnsett sérstaka spilagæzlunefnd Dansmeyjar í cinum af hinum fjölmörgu næturklúbbum í Las Vegas. atvinnuleyfi sínu. Sagt er, að Sinatra hafi selt sinn hlut í hótelinu fyrir nokkr ar milljónir dollara. Eigi að síður giftist hann Míu Farrow á Sandshótelinu. F jöldi leynilögreglumanna vaktar hin fjölsóttu spilahótel og spilasali. Leynilegir speglar, sem er hugvitsam- lega komið fyrir í loftunum, gerir þeim kleift að sjá með kíkjum allt, sem ger- ist á spilaborðunum. Njósnarar njósna um aðra njósnara. En hættulegasti njósn arinn fyrir þá, sem leita eftir stórum vinningi, er sendur út af stjórninni í Wasliington, og er hann á veiðum eftir þeim, sem hátt spila, ef skattaframtal þeirra er ekki í samræmi við það, sem þeir kunna að vinna. Einkalögregluþjónar allra hótelanna hafa fengið sérstakar skipanir um að hafa eftirlit með hinum fræga stærð fræðiprófessor, Edward Thorp, en hon- um tókst með aðstoð reiknivélar að finna upp kerfi, sem gerði honum kleift að vinna 18 þúsund dollara á tveimur tímum við spilaborðin. Eigendur allra spilahúsa í Las Vegas sjá svo um, að þessum hugvitssama manni verði vísað út; hvar sem hann kann að birtast í þeirra húsakynnum, og er þetta ástæð- an til þess, að einkanjósnarar rannsaka nákvæmlega andlit hvers og eins ókunn ugs manns. Árlega koma 40,000 pör, til að láta pússa sig saman í það heilaga í Las Vegas, og fyrir það greiða þau meira en 20 milljónir dollara árlega til Ne- vada fylkis. Dag og nótt er verið að gefa saman óþolinmóð hjónaefni í þess- ari mestu hjónabandsparadís í Banda- ríkjunum. Það er ekkert afskaplega dýrt að láta gifta sig. Dómari tekur 5—15 doll- ara fyrir giftingarleyfið, eftir því á hvaða tíma sólarhringsins hann er ó- náðaður. Og giftingarkapellurnar taka í mesta lagi 30 dollara fyrir prest, organ- ista, blóm, ijósmyndir og hljómplötur, sem hefur að geyma jáyrði hjónanna. Finnist mönnum þetta hins vegar of dýrt þá geta menn látið ólöglærðan embættis mann (fredsdommer, þýð.) vígja sig borgaralegri vígslu. Þá er ökuskirteini það eina, sem menn þarfnast, til að sanna, að þeir gangi ekki undir fölsku nafni. En Las Vegas er ekki aðeins hjóna- bandsparadís, heldur fara hjónaskilnað- ir þar einnig fram á öllum tímum. Þó tekur skilnaður nokkru lengri tíma þar en gifting. Sá eða sú, sem ætlar að skilja við maka sinn, verður fyrst að búa sex vikur samfleytt í borginni. Sá biðtími er ákvarðaður í hagnaðarskyni, því að hinir 4500 óánægðu eiginmenn, og þá ekki síður konur, sem koma árlega til að fá skilnað, eru góðir hótelgestir og viðskiptavinir við spilaborðin og í skemmtisölunum. Það hefur jafnvel heyrzt, að sumar konur hafi svo mikla skemmtan af þessu að þær hafi þegar gifzt og skilið oftar en tíu sinnum í Las Vegas. sem S ah vernda gott mannorð Las Vegas búa. Leynilögreglumenn frá þess ari nefnd rannsaka nákvæmlega alla þá, sem ætla að vinna eða spila í borg- inni. Að því er blaðið Washington Post telur, þá er þægilegra fyrir kommúnista að komast inn á Kennedyhöfða, heldur en fyrir glæpamann að komast til Las Vegas. Nokkru sinnum á ári fer nefndin í skyndirannsóknarferðir, og gefa þær oft tilefni til stórra blaðafyrirsagna og bæjarslúðurs. í fyrra voru til dæmis tekin ljósin af „Silver Slipper" hótel- inu, en það hafði á sér ósvikinn „villta vesturs" stíl. Að því er sagt var, var notað blý í spilateningana þar. Það er mjög mikilvægt að hafa eftir- lit með útbúnaði þeim sem notaður er við áhættuspilin, en óvæntar heimsóknir eftirlitsnefndarinnar geta einnig stafað af öðrum orsökum. Þegar Frank Sinatra braut óskráð lög fyrir tveimur árum, með því að leyfa atvinnuþjófnum Sal- vatore Giancana að leita hælis í Sands hóteli, sem Sinatra átti í félagi við nokkra vini sína, þá var hann sviftur Ekki liafa allir efni á að spila við grænu borðin og þeir notast við spila- kassana. Ein af sextán „giftingarkapellum" í Las Vegas þar sem hægt er að fá skjóta þjónustu. 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.