Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 1
Dr. Jón Gíslason ANTÍGÓNA SÓFÓKLESAR Nokkrar athugasemdir um sígildar bókmenntir, einkum gríska harmleiki leikritið Antígónu og höfund þess i Þá er rætt er um miklar og góðar bókmenntir, kemur mér oft í hug þetta erindi úr X. passíusálmi séra Hallgríms Pét- urssonar: „Jesús vill, að þín kenning klár kröptug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurs hljómi.” Hinir miklu meistarar, sem hlýtt hafa ósjálfrátt þessu heil- ræði sálmaskáldsins, hafa náð svo kröftugum og hreinum tón- um, að enn í dag hljómar lúð- ur þeirra jafnskært og þegar þeir þeyttu hann fyrst, jafnvel fyrir þrjú eða fjögur þúsund árum. Tökum t.a.m. lýsingu Hómers á skilnaði þeirra Hektors og Andromökku í VI. þætti Ilions- kviðu: „Þá hinn frægi Hektor hafði sagt þetta, rétti hann hendur sínar eftir sveininum, en sveinninn hljóðaði og hall- aði sér að brjósti hinnar fag- urbeltuðu fóstru sinnar, varð hann skelkaður, er hann leit föður sinn, og hræddist, er hann sá eirvopnin og hross- hársskúfinn, er grúfði geigvæn- lega ofan af hjálminum. Þá hló faðir hans dátt og hans heið- virða móðir . . . Að því mæltu lét hann son sinn í fang sinn- ar kaeru konu, en hún tók hann í sinn ilmandi faðm, og hló með tárin í augum. En er maður hennar tók eftir því, viknaði hann, klappaði henni með hendinni, tók til orða og mælti: „Góða kona, gerðu það fyrir mig vertu ekki of hrygg í huga, því engi mun mig til Hadesar semda fyrir örlög fram, en það hygg eg, að engi maður, þegar hann eitt sinn er fædd- ur, megi forðast skapadægur sitt, hvort sem hann er huglaus eða hraustmenni.” (Þýð. Svein- bjarnar Egilssonar). Hér stendur ekkart á milli skáldsins og atburðanna, sem það er að lýsa. Það er sem vér stöndum undir handarkrika á ófreskum manni og sjáum ljós- lifandi, það sem hann sér. Tökum annað dæmi úr ann- arri mikiili bók: „Hún hélt þá af stað og reik- aði um eyðimörkina Beerseba. En er vatnið var þrotið á legl- inum, lagði hún sveininn inn undir einn runninn. Því næst gekk hún burt og settist þar gegnt við, svo ssm í örskots fjarlægð því að hún sagði: „Eg get ekki horft á að barnið deyi. Og hún settist þar gegnt við og tók að gráta hástöfum”. (I. Mosebók, 21.14.). — Einn- ig þessi orð eru íklædd krafti sannleikans. Móðurástin glóir í þessari látlausu umgerð eins og fegursti gimsteinn. Er annars þurfum vér ekki að fara út fyrir vorar eigin bókmenntir til að finna svipuð dæmi um skáld, sem með list sinni hafa gefið einu augna- bliki eilíft líf: Hann mælti til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvá ór hári þínu, ok snúið þit móð- ir mín saman til bogastrengs mér”. „Liggr þér nökkut við?” segir hon. „Líf mitt liggr við,” segir hann, „því at þeir munu mik aldri fá sóttan, meðan ek kem boganum við“. „Þá skal ek nú”, segir hon, „muna þér kinnhestinn, ok hirði ek aldri, hvárt þú verr þik lengr eða skemr.” „Hefir hverr til síns ágætis nökkut“, eegir Gunnar, „ok skal þik þessa eigi lengi biðja.” Engum íslendingi þarf að segja, hvaðan þessi frásögn er tekin. Þó að orðaskipti þessi séu ekki löng, þá eru þau svo hnitmiðuð og hlaðin slíkum ör- lagamætti, að þess vegna gætu þau alveg eins staðið í grísk- um harmleik. Ef vér ættum að skilgreina þá skáldtöfira, sem lýsa sér í framangreindum dæmum, í sem allra stytztu máli, þá væri ef til vill ekki fjarri lagi að segja: látleysi og tign. n. En þegar stundir liðu fram, tóku skáldin að skapa sér nýja og nýja hami til að bregða sér í, ef svo mætti að orði kveða. I þessum efnum, sem fleiri, hafa Grikkir orðið öðrum til fyrirmyndar. Þeir mótuðu fyrstir þau bókmenntaform, sem síðan hafa tíðkazt, og gérðu sér grein fyrir þeim lög- málum, er hvert þeirra um sig var háð. Skal sú saga eigi nán- ar rakin hér, en vikið nánar að einu þeirra, harmleiknum, tragódía. Þessi bókmenntagrein var sprottin upp úr guðsþjón- ustunni, var upphaflega og lengi framan af í raun og veru guðsþjónusta, í tengslum við dýrkun Díonýsosar, vínguðs. Díonýsos mun upphaflega ver- ið hafa ein hinna fjölmörgu gróðrarvætta, sem mikið kvað að í trúarbrögðum fornþjóð- anna við Miðjarðarhaf. Móðir jörð er frjó, en allt, sem lifn- ar og grær, hverfur aftur til síns upphafs í hennar dimma skauti. Þessi hverfulleiki lífs- ins eða hringrás birtist oft í fornum trúarbrögðum í gervi gróðrarvættanna eða árgoð- anna, sem feigðin kallar til sín árlega, en rísa síðan upp og ganga fram í endurnýjung líf- daganna á vori hverju. Dauði þeirra harmaði gervallur lýð- urinn með kveinstöfum og saknaðarljóðum, en upprisu þeirra var hinis vegar fagnað að sama skapi með miklum gleði- trag, dönsum og söngvum. Því má ætla að dansflötur og altari hafi verið fyrsti vísir að leik- húsi. Á altarinu var guðinum færð fórn og honum til dýrðar var sungið og dansað fyrir augliti hans. Sennilega hafa Dionýsosi verið færðir geit- hafrar að fórn, því að orðið „tragódía” merkir „hafurssöng- ur“, dregið af orðinu „tragos", sem þýðir „geithafur’. „Tragó- dían” eða harmleikurinn á því sennilega rætur að rekja til fórnarathafnarinnar. En örð- ugt er nú að nekja hina löngu þróunarsögu grískra harmleika frá upphafi og allt til blóma- skeiðs þeirra á 5. öld f. Kr. b. Við rætur Akropolishæðar stendur enn leikhús Díonýsos- ar í skeifulaga hvilft inn í hæðina, með hækkandi sæta röðum eins og þrepum upp frá dansfletinum, sem er hringlaga. Á miðjum dansfletinum stóð altan Díonýsonsar og sér enn móta fyrir undirstöðunum. Hann fyrst og fremst var á- horfandinn. Prestar hans skip- uðu heiðurssess. Enn stendur í neðstu sætaröðinni miðri marmarastóll með áletruninni „Prestur Díonýsosar’, en út í frá, sitt á hvora hönd, sæti annarra prtesta og embættis- manna. Þetta leikhús, sem nú hefur lýst verið, er frá síðara hluta 4. aldar f. Kr. b. Upp- haflega sátu menn bara í brekkunni upp frá dansfletin- um. Á dögum Períklesar var komið þar fyrir sætaröðum úr timbri. Einnig var þá reist sviðsbygging og pallur úr timbri bak við dansflötinn, v Sófókles 'jjSjn W S f i' 111 llpfl öp m \ §sb|&i | .b'V ¥ S • '•;_ Jf IjKgj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.