Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 5
Var I>að kannskl vingjarn- leg framkoma, þegar ég settist við skrifborðið, tók til við vinnu mína og sagði yfir öxl- ina á mér: lestu nú, þó að ég vissi ofurvel, að ókunna bamið vildi ekki lesa? Og þama sat ég og hugðist skrifa, en kom engu í verk. Mér var órótt, eins og þeim, sem á að skynja eitt- hvað, sem hann skynjar ekki, og á meðan honum er vamað að skynja það, getur ekkert orðið eins og þegar allt lék í lyndi. Nokkra stund stóðst ég þessi óþægindi, en svo varð ég að láta undan, sneri mér við, fitjaði upp á samtali, og mér komu ekki í hug nema heimsku legustu spumingar. Áttu nokkur systkini? spurði ég. Já, sagði bamið. Er gaman í skólanum? Já. Að hver ju er mest gaman? Ha? Að hvaða námsgrein þykir þér mest gaman? Ég veit það ekki. Þýzku ef til vill? Ég veit ekki. Ég sneri blýantinum milli fingranna og það vaknaði í huga mér skelfing, sem var miklu meiri en barnið hefði get að valdið. Áttu vinkonur? spurði ég titr andi. Ójájá. Þér þykir sjálfsagt vænst um eina þeirra? Ég veit það ekki, sagði barn- ið. Það sat þarna í loðnu vetrar kápunni sinni og líktist feitri lirfu, eins og lirfa hafði það líka borðað og eins og lirfa snuðraði það aftur um herberg ið. Nú færðu ekki meira, iiugs- aði ég full einkennilegrar liefni gimi. Þó gekk ég fram í eldhús og sótti brauð og pylsu, barnið starði á það sljóum augum, byrj aði svo að borða, eins og lirfa, hægt og jafnt eins og það væri neytt til þess. Ég virti það fyrir mér þögul og afundin. Þegar hér var komið sögu, gramdist mér allt, sem ég sá í fari barnsins. En hvað þetta er afkáralegur, hvítur kjóll og hlægilegur strandkragi, hugsaði ég, þegar barnið hneppti frá sér kápunni eftir matinn. Ég sett- ist aftur við vinnu mína, en þá heyrði ég bamið smjatta að baki mér. Þetta hljóð var eins og letilegt skamp svartrar fiski tjarnar langt inni í skógi, það minnti mig á allt hið vatns- kennda, hljómlausa, drungalega og óskýra í eðli mannsins og gerði mig mjög dapra. Hvað viltu mér, hugsaði ég, farðu, farðu burtu. Og ég fékk löng- un til að reka barnið á dyr, eins og maður rekur burtu hvim leiða skepnu. En ekki rak ég það út, heldur fór að tala við það, jafnkaldranalega og áður. Ætlarðu niður á svell? Já, sagði barnið. Ertu dugleg á skautum? spurði ég og benti á skautana, sem liéngu enn á handlegg barnsins. S ystir mín er dugleg á skautum, sagði barnið, aftur kom sársauka- og sorgarsvip ur á andlit þess, og aftur skeytti ég því engu. Hvernig lítur systir þín út? spurði ég, er hún lík þér? Nei, sagði sú feita. Systir mín er grönn, hún hefur svart, lið- að hár. A sumrin, þegar við er- um uppi í sveit, fer hún á fæt- ur að nóttunni, þegar þmmu- veður er, og sezt á handriðið uppi á efstu svölum og syngur. En þú? spurði ég. Ég ligg kyrr í rúminu, ég er hrædd. Systir þín er ekkert hrædd? Nei, hún er aldrei hrædd. Hún stingur sér líka frá efsta stökkbrettinu, höfuðið á undan, og svo syndir hún langt út. Hvað syngur systir þín? spurði ég forvitin. Það sem henni dettur í liug, sagði feita barnið dapurlega. Hún yrkir líka. 'En þú? Ég geri ekkert. Telpan stóð upp og sagði: Ég verð að fara. Ég rétti hemii höndina, og hún snerti lófa minn með þykkri hendi sinni. Mér fannst þetta handtak vera eins konar áskomn, hljóðlaus brýn fyrir- skipun. Komdu aftur í heimsókn, sagði ég, en hugur fylgdi ekki máli. Barnið sagði ekkert og horfði kuldalega á mig. Svo fór það, og ég hefði eiginlega átt að finna til léttis. En varla var ég búin að heyra smellinn í for stofuhurðinni, er ég þaut af stað eftir ganginum um leið og ég fór í kápuna. Ég hljóp á spretti niður stigana og komst Pranruhald á blis. 10. stœða v:ð spurningu íslenzka heiðarbóndans. Og samlíking in auðveldar okkur að gera okkur grein fyrir því ástandi, sem verið hefur í Kína síð- ustu árin og á eftir að hafa ófyrirsjáanleg áhrif. Alberto Moravia lagði leið sína til Kína af því hann grun aði, að það sem skrifað hafði verið um menningarbylting- una segði ekki alla sögu um það sem þarna vœri að gerast. Einkum dró hann í efa að myndrœnn þáttur menningar- byltingarinnar hefði komizt til skila. Úr þessu reynir hann að bœta eftir beztu getu í bók þeirri, er hann skrifaði um för ina: Alberto Moravia: Röda boken och kinesiska muren. Albert Bonniers förlag. Stockholm 1968. Verður ekki annað sagt en þetta tak- ist mætavel. f lifandi mynd- um dregur stórskáldið upp á nœrfœrinn og trúveröugan hátt það sem liann sá og skynjaði í Kína á dögum menningarbyltingarinnar. Bók Moravia hefst á inn- gangi, sem er tvírœða milli A og B. Upphafið er á þessa leið: „B. Þú hefur þá verið í Kína? A. Já. B. Hvað var það, sem hafði mest áhrif á þig í Kína? A. Fátœktin. B. Fátœktin? A. Já, einmitt. B. Eru Kínverjar fátækir? A. Já, samkvœmt skilningi Vesturlanda um velmegun eru þeir mjög fátœlcir. B. Hvaða áhrif hafði fátœkt þeirra á þig? A. Mér létti. B. Hvað er að heyra! Eftir því sem ég bezt veit felur fá- tæktin í sér niðurlægingu og vonbrigði. Og þér fannst létt- ir að henni. Hvernig getur það verið? A. Mér fannst það, það er ég viss um. Maður getur ekld villzt á tilfinningum sínum. Mér fannst það allan tímann sem ég var í Kína. En þú spyrð mig hvers vegna mér hafi fundizt þetta þannig. Það hef ég ekki hugsað um enn- þá. Ég skal reyna að hugsa Alberto Moravia um það núna og gefa þér sv ar.“ Fyrsti kaflinn í bók Mora- via fjallar um þetta svar. Er fátœktin í Kína þar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum og seilzt til jnnarra landa og tið- innar sögu til samanburðar. Dregið er fram hvernig Kína leysir vandamál fólksfjölgun- ar og of lítillar framleiðslu með því að einbeita þjóðinni allri að marki lágmarks- neyzlu. Annar kafli bókarinnar heitir: Það sem maður sér. Lýsir höfundur þar komu sinni til landsins og því sem fyrir augu ber og vekur mesta athygli hans. Það sem fyrst verður fyrir, er að gestirnir eru fœrðir inn í stóran sal í flugstöðiinni í Kanton þar sem nokkrar ungar stúlkur koma inn og dansa og syngja. Atferli þeirra og framferði minnir Moravia á þjóðvxsna- söngva í gömlum stíl á trúar- hátíðum í ítölskum sveitum. Að baíci stúlknanna er grið- arstór mynd af Maó og þœr halda allar á bók hans og veifa henni og blaka á ýmsan hátt meðan á dansinxim stend ur. í flugvélinni frá Kanton til Pek'ng er þessi söngur og datis endurtekinn og þegar honum lýkur gengur flug- freyjan um vélina og falbýð- ur myndir af Maó: „Þar er um að rœða helgar myndir, helga dóma og tákn, um það er ekki að villast. Og enn er að nefna, að meðan dansinn fer fram syngja allir kín- versku farþegarnir i kór sama söng og ihxgfreyjan. Hlcej- andi, hrifnir, gagnteknir og snortnir. Alveg eins og í kirkju. FlugvéVn er í raun og veru fljúgandi kapella, þar sem helgiathöfn fer fram við vélardyn og fall í lofttómi.“ Annað atriði sem fljótt sker i augu eru veggblöðin. Mora- via segir, að þau séxi til marks um að fólksmergðin hrœrist enn í andrúmslofti byltingar- 4. j'ainiúar 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.