Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 7
kerasmiðir bæði &á Austurlönd um og Evrópu, og þessir menn iðka þjóðlega list sína undir handleiðslu og í samráði við sér fræðinga sam laga hana að smekk nútímans og tryggja gæði vörunnar. Og Maskit hef- ur fæirt út kvíarnar — fyrirtæk ið er nú ekki síður orðið vett- vangur fyriir innlenda lista- menn, s'em allir stuðla að því að innlend listhefð skapist í landinu. Aðeins örfáum dögum eftir að fsiraelsmenn náðu allri Jerúsal- em á vald sitt, var frú Dayan farin að róðgast við arabíska handiðnaðarmenn í gamla borg arhlutanum, sem unnu fagra og einstæða muni úr silfri, ólífu- viði og perlusteini, til þess að fá þá til samstarfs við Maskit. Sömu erinda fór hún til Betle- hem og Gaza. Frú Dayan er þekkt fyrir friðsamlega afstöðu sína gagn- vairt Aröbum. Hún er sannfærð um, að þjóðirnar gætu búið við frið, ef einstakir Arabaleiðtog- ar gætu grafið stríðsöxina. Það eru þeir, sem eiga sök á skær- unum milli þjóðanna. Stjórn- málamennirnir þruma, segir hún en Arabar og Gyðingar geta vel búið við sátt og samlyndi hlið við hlið. Það eru engin ill- indi milli einstaklinga — við þekkjum hvert annað frá fornu tfiari og tungur oMaair eru svip- aðar. Margir Gyðingar, sem hafa flutzt hingað frá Norður- Afríku, tala arabísku heima hjá sér, ekki hebresku. Og Arabar eru einstaklega gestrisin þjóð, segir hún enn- fremur, ef þeir bjóða manni heim, verður maður að búa sig undir það að vera þar að mimnsta kosti í fimm klukku- tíma. Það er þeini-a háttur. R uth Dayan er sannfærð um, að sameiginlegur áhugi á list og menninigu Austurlanda muni stuðla að friðsamlegri sam búð þjóðanna í Jerúsalem. Og hún ^r óþreytandi að iðka frið- arboðskap sinn, hvenær sem færi gefst. Ein Arabafjölskylda í Betlehem varð svo hrifin af henni, að bún sendi henni eða „friðarkonunni frá stjórninni", eins og hún nefndi hana, for- kunnarfagran útsaumaðan kjól að gjöf fyrir brúðkaup Assafs, yngsta sonar Dayanhjónanna. Þau eiga þrjú börn. Assaf er að hefja leiklistarferil sinn með kvikmyndaleik, og hefur nýlok ið leik í kvikmyndinni „A Walk with Love and Death“ undir stjórn Johns Houstons. Assaf hyggst leggja leikstjórn fyrir sig með tímanum. Dóttirin, Yael, er þegar kunn fyrir ritstörf, og hefur ein skáldsaga hennar, „Sá á kvölina“, verið þýdd á íslenzku. Yael hefur gengt her þjónustu, en konur í ísrael eru herskyldar, svo sem kunnugt er. Hún tók þátt í sex daga stríðinu og hefur gert reynslu sina af hernaði að yrkisefni í sumum sögum sínum. Og hvernig er Moshe Dayan heima hjá sér? Hæglátur, segir kona hans. Tómstundagaman hans er fo*rnleifafiræði, en ann- ars eru tómstundir fáar. Þau búa í úthverfi Tel Aviv og verja laugardögunum saman. En daglegt líf með Moahe Dayan er miklu rólegr a en marg ur kynni að ímynda sér, segir kona hans. ■ §|||||P|ͧ Við upphaf byggðar hvítra manna í Ameríku voru um 40—60 milljónir buffalóa, en um síðustu aldamót lifðu aðeins 20. Dýrið sem nærri var útdautt er nú verndað BUFFALÓINN eir komu yfir hæðirnar úr vestri, eins og lýst er í sögu- bókunum, hóstandi, rymjandi og stangandi, á harðahl,aupum móti óþekktum örlögum sínum. Hófatökin dundu á jörðinni með samfelldum niði líkt og beljandi vatnsfall. Skuggi hinna níu riddara, sem ráku dýrin áfram bar við himin. Það v.ar réttardagur á banda ríska buffalóbúgarðinum, en það er 18.500 ekra landflæmi í vestanverðu Montanafylki. A þessum búgarði er árlega blás- ið lífi í banðaríska sögu. Hún er upplifuð þama eins og hún var í eina tíð. „Húa, húa og júha, júha“, hrópin gömlu heyr ast löngu áður ein fyrstu svörtu flykkin koma í ljós. Dýrin eru réttuð dæmd og flokkuð. Sum þeirra eru seld til slátrunar, önnur til undaneldis fyrir hjarð ir í einkacign hér og þar um landið, og þ,au sem eftir verða lifa emn eitt árið á búgarðinum. Það voru 150 dýr, sem þustu yfir hæðirnar og inn í réttina þennan fyrri réttardag. Álíka hjörð kom daginn eftir. Sjötíu og níu þessara dýra voru seld samkvæmt innsigluð um tilboðum og reyndist mcð.al- verðið 368,48 bandarikjadollar- ar. Þetta er mjög hættuleg at- vinna, sagði stjórnandi búgarðs ins — það er aldrei hægt að vita fyrirfram upp á hverju þessi dýr kunna að taka.“ Stærstu nautin vega hátt í tvö þúsund pund og Herford- naut lítur út eins og mýfluga við hliðina á stærstu buffaló- unum. Sum dýranna brutust út úr nautgripagirðingunni strax og byrjað var að flokka dýrin. Eitt dýranna ruddist í gegnum jám grindahlið og það varð að sækja trukk til að rétta þ.að við. „Þessi dýr verða manni ekki hættuleg,“ sagði réttarstjórinn. — Það er ekki eins og þú sért klemmdur milli kýr og kálfs hennar. Alvanur nautasmali, sagði meðan hestur hans n.agaði mél- in óþolinmóður og fnæsti, en svitinn draup af honum eftir hlaupin við hjörðina. „Ég hélt eitt sinn að hægt væri að reka buffala eins og venjulega naut gripi, ein það er nú ekki aldeilis. Þetta eru villt dýr“. Bandaríski þjóðgarður liinna villtu dýra er í skógi vöxnum dal, sem Flatheadáin rennur eftir. Þessi þjóðgarður var stofn aður 23. maí 1908 og var til- gangurinn með stofnun hans sá, ,að vernda ýmsar dýrategundir sem voru að deyja út í Banda- ríkjunum. Þar á meðal buffaló- inn. Það er talið að f jöldi buff- alóa hafi í upphafi hyggðiar hvítra manna í Bandaríkjunum verið 40—60 milljónir, en um aldamótin síðustu hafi þar ekki verið nema 20 villtir buffaló- ar. Fyrstu buffalóunum var sleppt á búgarðinum í október 1909 og þar áttu þeir að tímgast með ævifélögum sínum, elgnum, antilópunni, stórhyrndu sauð- kindinni, dádýrinu, gylltu ugl- unni og aragrúa fugla. Sumir buffalóann.a á búgarðinum ná allt að 25 ára aldri, þó að dýr- um væri fyrrum slátrað, þegar þau lvöfðu náð tíu ára aldri. Vetrarhárið getur orðið l1? þuml ungar á lengd undir kjálkum þessara dýra. Það er ærið verkefni margra manna að rétta dýrin en hitt er ekki síður erfitt að koma þeim aftur út úr réttinni, þar sem þau eru króuð af, svo ^ið hægt sé að brennimerkja þau. Það er gert með fimm þumlunga brenni marki, sem á er talan „9“, og er markinu þrýst á báðar lendar kálfanna. Hárið er klippt á bletti, en eldheitu brennimark- inu sið.an þrýst á þera húðina. Viðbrögð dýranna eru í sam- ræmi við aðferðina við merk- ingu þeirra. Dýralæknar klemma síðan merkta málm- plötu í eyra dýr;anna og einnig við lendar þeirra. Þetta er gert vegna dreifingar dýranna inn- anlands. Með slátrun og sölu er ekki látið fjölga í hjörðinni umfram 325 dýr, naut og kýr samtals, en kálfar eru 75 talsins. Hjörð- in gæti orðið miklu stærri, en er haldið í þessum skefjum til að beit sé örugglega nægi- leg. Buffalótarfur með myndarlegan haus. 4. jifir.úiair 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.