Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Side 10
Hannes Pétursson Sigurðarregistur Enn um Staðarbræður — Athugasemdir 1 Mér þykir óneitanlega skrýt- ið að eiga í löngum stælum við Sigurð Ólason lögfræðing út af Reynistaðarmólum, tvö hundr- uð ára gömlum atburðum. Munu og margir telja, að nær væri að ígrunda „líkamál“ sam tíðarinnar: alls konar brall og dularfullar sjónhverfingar í þjóðfélaginu. Ég get vel fallizt á það og hélt satt bezt að segja að Staðarbræður væru komnir af dagskrá um sinn, en þá birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins stutt hugleiðing eftir Hjört kunningja minn Benediktsson frá Marbæli á Langholti, er hann sendi blaðinu eftir lest- ur frásöguþáttar Sigurðar Óla- sonar. Með nokkrum hólsyrð- um kveikti hann í þrætugirni lögfræðingsins, er hafði hugs- að sér að láta slag standa, og hann spratt upp til andsvara 'þeim athugasemdum er ég gerði í nóvember síðastliðnum við endurskoðun hans á Reynistað armálum. Nu er því allt kom- ið aftur í bál og brand. Svargrein Sigurðar Ólasonar í Lesbók Morgunblaðsins 25. janúar næstliðinn er víst fullt eins löng, ef ekki lengri en athugasemdir mínar voru. Þó sé ég ekki að hann hreki þær röksemdir er ég tefldi fram. Þess er á hinn bóginn von að tognað hafi úr greininni, því hann sólundar miklu rúmi á mig persónulega. Hann er marg orður um það sem kunni að hafa stýrt pennanum þegar ég ritaði athugasemdirnar, einnig um ýmsa vankanta er séu mér til bölvunar. Nokkuð er um út- úrdúra og hártoganir, eins og gerist og gengur, og þvætti- tuggur. Allt þess konar læt ég afskiptalaust. Um ástæðuna fyrir athugasemdunum má hver halda það sem honum sýn ist, en ég mun þó útskýra hana síðar nokkrum orðum, ef ein- hver kysi að hafa það til hlið- sjónar. í bili vek ég athygli á því, að Sigurði Ólasyni virð- ist ókunnugt að menn geti hneykslazt á lesefni sem þeim er boðið og leitar helzt skýr- ingar á viðbrögðum mínum í óart sem hann eignar mér, því þáttur hans birtist, eins og hann segir, „í sunnudagsblaði og fyriir það fólk einkum sem ánægju hefir og áhuga á göml- um sögulegum fróðleik." Ég telst bersýnilega ekki til þess fólks, og því kom þátturinn mér eiginlega ekkert við. Mér er afar óljúft að kyngja þessu. Ég hef lengi haft þjóðlegan fróðleik í miklum metum og leit því svo á, að ég mætti lesa þerenan líkamáls-þátt eins og aðrir, mynda mér skoðanir _ á honum og setja þær fram. Ég vissi ekki heldur um hitt, sem ráða má af greinarupphafi Sig- urðar ólasonar, í tengslum við tilvitnuð orð, að ástæðulaust hafi verið að gagnrýna þátt- inn af því hann birtist í „sunnudagsblaði". Á þetta að jafngilda því, að lesefni „sunnudagsblaðanna“ sé fyrir „neðan alla krítikk", þau séu skjólshús fyrir lesefni sem lítið eða ekkert sé að marka? Auð- vitað ekki, heldur er þama blá ber fyrirsláttur, kominn til eft- ir að sýnt hafði verið að þátt- urinn er meingallaður. Ég veit reyndar ekki, hvað þeir segja um þetta á Morgunblaðinu og Tímanum, en mér hefur sýnzt þeir leggja mikið upp úr „sunnudagsblöðunum" og birta þar gnótt efnis sem einmitt á að vera gott og gilt og til íhug- unar í ró og næði hvildardag- anina. Með fram af þeirri ástæðu fannst mér ekkert óhæversklegt við birtingu at- hugasemdanna og biðst síður en svo afsökunar á henni. Rit- smíðin var sprottin af áhuga mínum á „gömlum sögulegum fróðleik“ og engu öðra. Ég á ekkert sökótt við Sigurð Óla- son og hef aldrei átt. Kynni okkar hafa verið lítil en vin- samleg. 2 Áður en ég hverf að megin- efni þrætunnar er skyldugt að svana þeim aðfinnslum Sigurð- ar Ólasonar við grein mína sem máli skipta, ef þær skyldu reynast einhvers verðar. Sumu hefur hann hliðnað sér hjá að andmæla ellegar skýra á ann- an veg en þar er gert og kall- ar sér til hægðarauka „minni háttar atriði“. 1) Hann nefnir að ég hafi ekki gefið neifct „heildaryfirlit" yfir Reynistaðarmál (það þykist hann hins vegar sjálfur hafa gert), ég hafi sett út á einstök afcriði í þætti hans. Þetta er laukrétt. I undirfyrir- sögn stóð skýrum stöfum hvers eðlis greinin væri, þ.e. „athuga semdir við þáitt Sigurðar Óla- sonar“ um Reynistaðarbræður. Það var allt og sumt og yfrið nóg. Kyndugt er að geta ekki lesið fyrirsagnir. Það vakti sem sagt aldrei fyrir mér að semja einn þáttinn enn af Staðar- bræðram, nóg komið af því. Ég hef ekki fundið neina lausn líkamálsins og gæti því ekki sett atburðarásina í nýtt heild- arsamhengi, og það hefur eng- um tekizt þeirra manna sem skrifað hafa um efnið. Helztu tilraun í þá veru virtist mér Sigurður Ólason gera í þætti sínum, en hún var að mínum dómi svo langt frá sanni að ég gat ekki á mér setið. Greinin var athugasemdir við þessa til- raun. Ég reyndi að komast fyrir efnisrætur þáttarins eft- ir bezitu getu. Það var seinlegt, því allt var sem límgrauturúr „heppilegum" glefsum héðan og handan: úr vitnaleiðslunum, þætti Gísla Konráðssonar, munnmælum, bábiljum o.fl., að viðbættum margs konar alhæf- ingum og sleggjudómum höf- undarins sjálfs. 2) Höfundur finnur að því, að ég skuli hvergi geta bókar Guðlaugs Guðmundssonar um Reynistaðarbræður (Rvík 1968), sem varð tilefni þáttar hans. Því er fljótsvarað: Sú bók var alls ekki til umræðu af minni hálfu, sér í lagi vegna þess að hún snertif svo til ekk- ert rannsókn líkamálsins, henni lýkur áður en eftirmálin hefjasit, hún snýst aðeins um sjálfa fjárkaupaferðina. Bókin gengur að vísu í berhögg við þingfhöldin í málinu, þótt með öðru móti sé en þáttur Sig- urðar, og athugasemdir mínar beindust að sjálfsögðu óbeint gegn bókinni, þar eð ég stóð fast á því, að friamburður Tóm- asar á Flugumýri og manna hans yrði ekki vefengdur. Guðlaugur Guðmundsson er að því leyti samskipa Sigurði Ólasyni og fleiri kenningasmið- um (þeir era innbyrðis hver upp á móti öðrum), að hann virðir ekki þann framburð og býr til „skýringu" sem á að taka honum fram. í þætti sín- um gerir Sigurður Ólason heldur lítið úr henni, og er hún þó vart óburðugri hans eigin „skýringú'. 3) Vísuna „TvíllauSt þetta tel ég stál“, sem Sigurð- ur Ólason notaði til sanninda- merkis um lundarfar Bjarna Reynistaðarbróður, sagði ég rangfeðnaða og Bjarna óvið- komandi með öllu. f svargrein- inni neitar Sigurður því ekki að svo geti verið, en telur að sér hafi verið vorkunn, því vísan sé fengin úr útgáfu Sögufélags Skagfirðinga á þætti Gísla Konráðssonar (Glóðafeykir, 1945j og er rogg- inn yfir, því sumpart feitletr- ar hann þetta; úr því enginn þeirra skagfirzku fræðimanna, er sáu um útgáfuna, hafi gert athugasemd við faðermi vís- unnar, sé skiljanlegt að hann varaði sig ekki. Og hann spyr, hví ég hafi ekki leiðrétt mis- sögnina fyrir löngu, í stað þess að „ráðast á“ sig „fyrir að taka þessa ágætu fræðimenn, félaga hans (þ.e. mína) og sýslunga, trúanlega." Þessu er einmig fljótsvarað: Enginn hinna skagfirzku fræðimanna né heldur ég hafði tök á að réttfeðra vísuna í nefndri út- gáfu, því vísan er þar hreint ekki, né í útigáfu dr. Jóns Þor- kelssonar á Söguþáttum Gísla Konráðssonar (Rvík 1915—20), enda getur Gísli þess hvergi í þætti sínum að Bjarni Halldórs- son hafi kastað fram vísuparti sunnanlands (S.ó. segir að það standi í þættinum og því „eng- in ástæða til að rengja" það!). Ég læt mér í hug koma að Sig- urður hafi vísuna úr bók Guð- laugs Guðmundssonar, en þar er Bjami látinn dveljast í Reykjadal hjá sr. Guðmundi Guðmundssyni, sem þeir vilja að kveðið hafi seinni partinn, enda þótt Bjarni væri búinn að liggja marga mánuði dauð- ur undir fönn í Kjalhrauni þegar sá prestur fékk staðinn. Einnig er viðbúið að Sigurður hafi vísuna úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þó er bezt að segja hér sem fæst. Það er einhver draugagangur í þessu líkt og ýmsu fleira sem Sigurður Óla- son hefur lagt til Reynistaðar- mála. 4) í athugasemdum mínum fann ég að því, hvernig Sig- urður las frásögn Gísla Kon- ráðssonar af viðureign Reyni- staðarfeðga (Halldórs klaust- urhaldara og Bjama) og Jóns prests Gunnlaugssonar í Holts- múla. Þar skekktist allt á grunni. Hann lét þá feðga báða hánreyta og misþyrma prest- inum, í því skyni að sanna fautaskap Bjarna, enda þótt Gísli segi skilmerkilega að Bjami hafi ekki lagt hendur á hann, en verið með ertingar og uppskorið formælingu prests. Sleit Halldór „mjög hár af presti“ ritar Gísli, en það nægði ekki Sigurði og því jók hann „misþyrmingum" við, þ.e. verknaði sem hlýtur að hafa gengið lengra en hiitt, fyrst þeir bæði hárreyttu og mis- þyrmdu. Hann bögglaet við að skýra þefcta i svargreininnd og er kominn með „hárfflyksur”. Griðkona á Reynistað, segir Gísli, „fcók hár það, er sUtnaði af presti, og fékk homim það, en hann bað hana fá það Bjarna; mætti hann hafa það í þairfaband ...”. Sigurðúr fcekiur mark á orðlum Gísla Konráðis- somar þegar það gagnast hon- um, en vill nú ekkert með þau hafa og segir, þvert otfan í frá- sögn hans, að þarna sé kom- Ln sönniun þess að það haifi einikum verið Bjarni sem lagði hendur á sr. Jón, a.m.k. hatfi prestur ,,álitið“(!) það. Höf- undi diuigar ekfkd tiil skýringar 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúair 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.