Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR HVER VAR RUNÓLFUR? Gripið á þrem stöðum niður í nýja bók, sem út kemur í haust eftir Hilmar Jónsson. Bókin heitir „Kannske verður þú...“, en þar ræðir Hilmar við frænda sinn, Runólf Pétursson, lífs og liðinn i. í öðrum bekk D. Það verður þó hlutskipti pilts ins að flytja úr birtunni í dimm una. Nœsta vetur er hann far inn úr Vesturbænum og kom inn á Bergstaðastræti. Þar hef ur frænka hans í föðurætt, Sigrún Pétursdóttir, matsölu. Þarna kynnist pilturinn furðu legum og að ýmsu leyti annar legum heimi. Frænka hans býr þarna með manni, sem kallaður er Leifi. Hann er góður skák maður og listaskrifari. En þar með eru líka taldir hans kost ir. 1 hvert sinn er hann á að fara að vinna, fær hann eitt hvert ógurlegt innanmein eða annar fóturinn verður styttri en hinn. Eina ráðið við þessu er að fara sem oftast á fyllirí. Þá man hann eftir sínum miklu sönghæfileikum. Þannig voru oft á boðstólum ókeypis kon sertar langt fram á nætur. Eitt sinn eftir langt fyllirí hefur samvizka Leifa ef til vill rumskað, því Rúna á bágt með svefn og vinnudagur hennar byrjar snemma á hverjum morgni, nema Leifi hefur skyndilega fengið slag. Leggst á stofugólfið og tiikynnir piltinum að hann sé að deyja. Rúna, sem alltaf er tilbúin að stumra yfir honum, lætur standa á svari. — Sæktu vatn, sæktu vatn, segir Leifi. Pilturinn flýtir sér hægt, en nær i vatnið. Hvað skyldi þessi komedía standa lengi hugsar hann. -— Sæktu vatn, ég er að deyja, kallar Leifi. Að korteri liðnu er Leifi sofnaður svefni hinna réttlátu, svo hroturnar heyrast um allt hús. Hann virð ist þá hafa hætt við að deyja hugsar pilturinn og fer með vatnið fram í eldhús. Meirihluti þeirra, sem borða á Bergstaðastræti eru verka menn. Margir mjög róttækir. Það verður hins vegar ekki sagt um Runólf Pétursson, bróð ur Sigrúnar. Hann kemur þarna einn daginn eins og hvirfilvindur. — Sæl Rúna. Ég er svangur. Og hefur þú eignazt son í ell- inni? — Ekki það. Svo þú ert frændi okkar, sonur Nonna í Fögruhlíð. Piltinum verður starsýnt á þennan frænda sinn. Andlitið er mikilúðlegt, röddin há. Grín og alvara stöðugt á takteinum. Runólfur lendir fljótt í harða deilu við þá róttæku. — Blessaðir verið þið ekki að þessu fjasi, ég þekki ís lenzka verkalýðspólitík eins og tittlinginn á mér eða heldurðu það ekki? spyr Runólfur og snýr sér að uppvartingardöm unni, sem gengur undir nafn inu Landeyjarplágan. Aldrei þessu vant verður henni orð fall. Hún bara hlær. — Vissi ég ekki láfa litla að við værum sammála. Meiri graut í Jesú nafni. .. Landeyjarplágan er þotin af stað áður en Runólfur hefur endað setninguna. — Þetta er vinnugleði, sem glæpahundur á borð við Stalín gæti lært ýmislegt af. Þeir róttæku geta ekki hleg IB að svona fyndnl. Elnn þeirra kemur með skýringu á aftur haldssemi Runólfs. — Ert þú ekki stórútgerðar maður ennþá? — Ég veit ekki hvað það er, sem þú kallar stórt eða lítið, segir Runólfur, en hitt veit ég, að þeir sem lifa á því að ljúga í ykkur um íslenzka verkalýðs pólitík, búa við miklu meira fjárhagslegt öryggi en sumir okkar, sem höfum verið að bagsa í útgerð. —- Þeir eru svona þessir kratar, segir maðurinn. Þeir eru verkalýðnum hættulegastir. — Nú, svo þig hefur dagað uppi á tímum sósíalfasismans. Þegar Alþýðuflokkurinn var höfuðstoð auðvaldsins og kommar lögðu aðaláherzlu á að sverta krata í stað þess að berj ast við íhaldið, segir Runólfur. Þetta er í fyrsta skipti, sem pilturinn heyrir orðið krati. Hann hefur drukkið í sig kenn ingar hinna róttæku en hann hefur gaman af þessum frænda sínum. Þótt pilturinn haldi áfram að vera honum i höfuð atriðum ósammála, getur hann ekki annað en viðurkennt yfir burði hans í viðræðunum. Námið þennan vetur, fer að mestu fyrir ofan garð og neð an hjá piltinum. Hann hefur lent í hálfgerðri ruslakistu. Það er meðal annars spilaður handbolti í tímanum hjá einum kennaranum. Þarna eru strák ar og stelpur, sem eru 2—3 ár um eldri en pilturihn og hafa önnur áhugamál en námið. Þrjár lifsreyndar stúlkur, sem sitja fyrir aftan piltinn og eru honum innan handar í tungu málum, hafa gleymt að slökkva í sígarettu, þegar kennslu stund byrjar. Þegar enginn tekur eftir, fá þær sér smók á bak við gluggatjald. Þetta er í tíma hjá Sverri Kristjánssyni. Skyndilega nemur hann staðar og segir: — Fáið þið mér sigarett una, stelpur. Þið hagið ykkur eins og kanamellur. Þær verða rauðar út að eyr um. 1 næstu frímínútum segja strákarnir: — Helvíti var Sverrir töff við ykkur, stelpur. — Þetta er kommahelviti, segir ein þeirra. — Og fyllibytta, segir önn ur. — Lifi spillingin, segir feit ur og værukær náungi, sonur ríkra foreldra. Hann er drátt hagur mjög og áður en næsti tími, sem er teikning hefst, hef ur hann sviðsett þetta atvik á töflunni. Jóhann Briem, sem kennir teikningu, finnst ekki ástæða til að afmá þetta lista verk þegar í stað. Hann brosir, enda ýmsu vanur í þessari óróa deild. Um vorið falla flestir, þar á meðal sögumaður. Á Bergstaðastræti er lítið næði til lestrar. Hins vegar er Landsbókasafnið í næsta ná grenni. Þangað leggur piltur inn oft leið sína. Eitt kvöld, þegar mjög fáir eru í lestrar salnum kemur til hans maður með gleraugu, krullað hár og göngulag eins og kvenmaður. — Heyrið þér piltur góður. Hér er ekki ætlazt til að aðrir dvelji en fræðimenn, auk þess eruð þér alltof ungur til að vera hér. Pilturinn veit, að þetta er rétt, en hingað til hafði enginn amazt við honum. Pilturinn tek ur saman bækur sínar og fer niður. Hann er hálf niðurlút ur, þegar hann kemur í fata geymsluna. Þar er góðleg kona, sem hann er orðinn mál kunnugur. Hún sá strax að eitt hvað hafði komið fyrir. — Hvers vegna ert þú að fara svona snemma, spyr hún piltinn. — Mér var visað burtu, seg ir sá stutti og það er ekki laust við að röddin bresti. — Hver gerði það? — Sá með gleraugun. — Djöfuls skepnan hann Guðbrandur. — Nú er þetta doktor Guð brandur. Ég hef aldrei vitað hvað hann hét, sagði pilturinn. Konan bauð drengnum að sitja í forstofunni, ef hann vildi. Hann gæti lesið þar, unz lokað yrði. Pilturinn þáði það með þökkum. Litlu seinna bar þarna að Lárus Blöndal bóka vörð og spurði hann konuna hverju það sætti, að drengur inn sæti þarna við lestur. Kon an kvað doktor Guðbrand hafa visað honum út, þótt lestrarsal urinn væri svo til tómur. Ein hver fleiri orð hafði hún um þetta tiltæki Guðbrands og bætti við, að doktorinn væri snöggtum stimamýkri þegar „sumir aðrir“ kæmu til hans i heimsókn. Lárus sagði fátt en fór til landsbókavarðar. Kom að vörmu spori og sagði leyfi fengið. En alltaf stafaði drengn um beygur af Guðbrandi eftir þetta. II. Soldáninn gefur komplí- ment og Runólfur ræðir stjórnmál Eftir eitt og hálft ár er pilt urinn ráðinn bókavörður í Keflavik. Hann kemur oft í heimsókn í Reykjavíkursafnið. 1 kaffistofu Bæjarbókasafnsins er ákveðið að taka hann til bæna. — Okkur langar til að leggja fyrir þig smá próf, segir Herborg. — Ég vona að það verði ekki þungt. — Hér kom kona í gær og spurði um bækur eftir skáldið á Egilsá. Þann, sem var við af greiðslu rak í vörðurnar. Þá sagði konan: Skelfingar af greiðsla er þetta. Ég er viss um að bókavörðurinn í Kefla vík hefði vitað þetta á stund inni. Þetta er áður en skáldið á Egilsá er orðið alþjóð kunnugt eða sama árið og hin ágæta bók hans, Hinum megin við heiminn, kemur út. — Ég er hræddur um að ég falli á prófinu, segir Keflvík ingurinn. Hann rennir strax grun í hver konan sé. Bókavörðurinn fer í mat til Runólfs. Þeir verða brátt niðursokknir í umræður um Israela og Islendinga. Soldáninn kemur inn og trufl ar. Hún þarf að senda annan út í búð og hinn niður í Turn. Bókavörðurinn kemur eins og venjulega með helminginn af því, sem hann átti að kaupa. SoMáninn stekkur upp á nef sér. — Það vona ég, að þú fáir veruiega skapilla konu. — Engin hætta, Solla mín, ég hef beðið Drottinn að senda mér Benjamíníta fyrir konu. Ég trúi ekki öðru en hann verði við svo kristilegri ósk. Þetta var nú ekki beinlínis til þess fallið að milda skap soldánsins. Hún lítur á þetta Israelaskraf þeirra Runólfs, sem hálfgerða eða algera vit- leysu. — Heyrðu annars, Solla, þakka þér fyrir komplímentið, sem ég fékk frá þér niður á Bæjarbókasafni. — Hvað var það, spyr Run ólfur og verður ein forvitni. Bókavörðurinn segir söguna 18. október 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.