Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 6
AKALL til allra góðra manna frá bróður Tito Rómversk-kaþólskur guðfræðistúdent skýrir frá, hvernig hann var f angelsaður og pyndaður á hryllilegan hátt, en sérstakir menn hafa slíkt að atvinnu á vegum ríkisstjórnar Brazilíu Fyrir sex árum riðaði Brazilía á barmi stjórnleysis. Gegndarlaus verðbólga riki í landinu og þjóðin var að missa allt traust á vanmáttugri rikis- stjórn, þegar hervöldin steyptu forsetanum, Joao „Jango“ Gou- lart, frá völdum. Braziiiubúar dönsuðu á götunum af hrifn- ingu. Hrifningin er löngu slokkn- uð. Núna ríkir einræði i Brazilíu. Herstjómin hefur komið á harðstjórn i nafni and- kommúnisma. 1 nafni lýðræðis, hefur hún gengið að lýðræði dauðu. 1 nafni kristindóms, hefur hún komið á fót hinum hryllilegasta rannsóknarétti. Á siðastldðnu vori, neitaði Brazilíustjórn því, að nokkuð væri hæft i hinum víðtæku ásökunum um pyndingar á föng um, en áætlað er, að tala þeirra fari allt upp í 12 þús- und manns. Hugsanlegt er, að pyndingar hafi nú verið aflagð ar vegna hinna alþjóðlegu mót- mæla. En á því leikur enginn vafi að þær hafa átt sér stað í rikum mæli. Samband brazil- ískra lögfræðinga, Alþjóðasam band lýðræðissinnaðra lögfræð inga, Amnesty Intemational, Alkirkjuráðið og Páfastóllinn hafa samþykkt harðorð mót- mæli gegn þessum pyndingum. LOOK á yfirlýsingar margra fórnarlamba í fórum sínum. Þessum skýrslum var smyglað út úr Brazilíu. Frásagnimar eru í öllum smáatriðum jafn hræðilegar og sú sem birt er hér á eftir. En saga Titos de Alencars Limas skipar sér- stöðu að því leyti, að þar leiddu pyndingarnar til óvenju legs verknaðar. Lima er dóm- iniikanamunkur, sem er að læra til prests, en ofsóknarmennirn- ir ráku hann út i tilraun til sjálfsimorðs — til að fórna eig- in lífi, sem er dauðasynd. Ritstjórar LOOK hafa nægi- legar sannanir undir höndum til þess að fullyrða að þessi saga er sönn, en í varnaðar- skyni er ekki hægt að láta upp- skátt eftir hvaða leiðum, hún er til þeirra komin. Svo mikið má fullyrða, að bróðir Tito rit- aði niður frásögn sína í fanga- klefa, þar sem hann dvelst ásamt fimmtíu öðrum. Bróðir Tito er lágvaxinn, þrekinn, 24ra ára gamall klaust urnýliði frá Fortaleza. Hann var, ásamt sjö öðrum dóminí anamunkum, sakaður um lið- sinni við unga skæruliða, sem störfuðu undir stjórn kommún- ísks skæruliðaleiðtoga, en sá féll fyrir hendi lögreglunnar i nóvember s.l. Herstjórnin hef- ur lýst því yfdr, að hart skuli mæta hörðu í baráttunni við skæruliðana. En hún hefur lát- ið hjá líða að lýsa því yfir, að hún hefur sjálf skapað þessar aðstæður. Fyrir fimm árum, varaði LOOK við því að banna vínstri hreyfingu í landinu, þar eð við það mundi henni aðeins váxa ásmegin. Og.einmitt þetta hefur gerzt. Einn af fyrri stuðn ingsmönnum stjórnarinnar orð- ar vonbrigði sín og viðbjóð á þessa leið: „Skæruhernaður varð eina leiðin til andmæla." Hefði herstjórnin efnt til lög- mætra kosninga strax eftir valdatökuna, hefði hinn frið- samlegi braziliski meirihluti kosið breytingar, sem horfðu í átt til lýðræðis. En, eins og mál um er nú háttað, er þessi meiri- hlutahópur sleginn of mikilli skelfingu til að láta í ljós nokkra skoðun. Hér fer á eftir frásögn bróð- ur Titós, eins og hann sagði hana sjálfur. Leonard Cross. Þriðjudaginn, 17. febrúar, klukkan 2 e.h., var ég sóttur í fangaklefann í Tiradentes-fang elsinu og fluttur til höfuð- stöðva skæruhernaðardeildar lögreglunnar. Mauricio, höfuðs- maður, sótti mig ásamt tveim lögregluþjónum. Hann sagði: „Nú færðu að kenna á Viti.“ Þeir bundu hendur mínar fyr- ir aftan bak og fleygðu mér upp í sendiferðabíl. Pynding- arnar byrjuðu á leiðinni. Þeir slógu mig hvað eftir annað og skáru mig í andlit og brjóst meðan þeir ógnuðu mér allan tímann með skammbyssum. Ég hafði verið handtekinn í nóvember, og hafði þegar orðið fyrir pyndingum af hálfu DOPS (Stjórnmála- og þjóðfé- lagsdeildin). 1 desember hafði herréttur úrskurðað, að ég skyldi hafð- ur í haidi „í öryggisskyni“ og var ég þá settur undir umsjá borgarlegs dómara, Dr. Nel- sons Guimares að nafni. Þegar ég var kominn á leiðarenda til höfuðstöðva skæruhemaðar- deildarinnar, var ég settur i herbergið, þar sem yfirheyrsl- urnar fóru fram. Mauricio, • höfuðsmaður, og aðstoðarmenn hans, leiddu mig fyrir tvo aðra menn. Þeir ræddu um fund hjá U.N.E. (Landssambandi stúdenta), sem haldinn var í október 1968. Þeir fóru fram á, að ég upp- lýsti þá um nokkur atriði frá þessu tímabili. Þegar ég sagð- ist ekkert vita, kröfðust þeir þess, að ég „játaði“. Þeir fóru með mig að pau de arara (páfa- gauksstönginni). Þeir bundu á mér hendur og fætur og létu mig hanga allsnakinn með stöng ina í hnésbótunum. Ég fékk raílost úr þurr- hlöðu. Rafskaut voru tengd við hásinamar og höfuðið. Pynd- ararnir voru sex karlmenn, sem unnu verk sitt undir stjórn Mauricio, höfuðsmanns. Þeir byrjuðu á nokkrum „símhring- ingum“. Þær eru fólgnar í því að slegið er á bæði eyru sam- tímis með kúptum lófum. Allan timann hrópuðu þeir jafnframt að mér ókvæðisorð. Þetta fór fram i um það bil klukku- tíma. Ég var látinn hvilast í um það bil 15 mínútur og síð- an tekinn niður úr pau de arara. Yfirheyrslurnar byrjuðu á nýjan leik. Spurt var sömu spurninganna með hótunum, ó kvæðisorðum og barsmíð. Því eindregnari sem neitun mín varð, því harðari varð barsmíð in. Pyndingum og yfirheyrslum var haldið áfram til skiptis fram til klukkan 10 f.h. Ég var marinn og blár um ailan líkam- ann, þegar þessu linnti og ég fékk að fara út úr herberginu. Hermaður þurfti að bera mig aftur í fangaklefann, nr. 3, þar sem ég var hafður einn. Klefinn var þrír metrar á ann- an veginn, og tveir og hálfur á hinn, lyktin var viðbjóðsleg, þar var engin dýna né teppi, en fullt af kakkalö'kkum og flóm. Kaldur og óhreinn sofn- aði ég á köidu og óhreinu steingólfinu, án þess að hafa fengið mat. Á miðvikudaginn var ég vak inn klukkan átta um morgun- inn. Ég var fluttur í yfir- heyrsluherbergið, þar sem Homero, höfuðsmaður, og hans menn biðu mín. Þeir spurðu mig sömu spurninga og bornar höfðu verið fyrir mig daginn áður. í hvert skipti sem ég svar aði neitandi, var ég barinn í höfuðið, á brjóstið og á hand- leggina. Þetta hélt áfram við- stöðulaust til kvölds. Ég hafði verið matarlaus i 48 klukkutima, þegar ég fékk loks eina máltíð: hrísgrjón, baunir og kjötbita. Fangi í næsta klefa bauð mér vatn í bolla og teppi. Þegar ég sofn- aði loks, hljómuðu fyrir eyrum mér aðvörunarorð Homeros höf uðsmanns: „Á morgun áttu að mæta harða liðinu.“ Á fimmtudagsmorguninn var ég enn vakinn klukkan átta af þremur lögregluþjónum. Matar laus fór ég enn í sama her- bergið til yfirheyrslu. „Nú skaltu tala, að öðrum kosti ferðu ekki út úr þessu herbergi nema dauður,“ öskraði hann. Ég var látinn setjast í „dreka stólinn", sem er útbúinn málm- plötum og vírum. Þeir byrjuðu á raflostum, sem ég fékk í hend umar, fæturna, eyrun og höf- uðið. Við báðar hendur mínar voru festir rafmagnsvírar, og sá þriðji í vinstra eyrað. hvert sinn sem straumi var hleypt á, skókst ég svo og hristist um allan líkamann, að engu var líkara en hann væri að detta í sundur. Þeir létu mig vera í „dreka- stólnum" og „páfagauksstöng- inni“ til skiptis. Á stönginni fékk ég líka raflost, og þegar ég dró mig í kút til að lina þjáningarnar, slógu þeir á brjóst mitt og fætur. Að klukkutíma liðnum var líkami minn ekki annað en blóðidrif- ið sár, og ég missti meðvitund- ina. Þeir iosuðu mig og komu mér aftur til meðvitundar. Síðan báru þeir mig í annað herbergi, og létu þess getið, að nú ætti ég að fá 20 volta straum, og að ég mundi „taila áður en ég dæi.“ Þeir reyndust ekki sann- spáir. Yfirheyrslurnar byrjuðu aft- ur, og ég var sleginn á hend- urnar með stállistum. Hendum ar á mér voru rauðar og bólgn- ar og ég gat ekki kreppt þær. Hvað eftir annað slógu þedr mig með viðarbútum, og ég gat ekki lengur greint, á hvaða hluta líkamans höggin lentu, 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. október 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.