Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Blaðsíða 9
um leyfðist sumsé ekki að flytja mjólk frá Akureyri handa þeim á Ólafsfirði. Kaupfélagið bannaði allt slíkt. Ójá, lengi lifi frjáls samkeppni og allt það. En Ólafsfjörður er ekki ein ungis þyrping bárujárnshúsa kringum höfnina og kaupfélag ið. Á sandflesju innan við bæ inn og uppi í hlíðinni standa allmörg ný xbúðarhús á mis munandi byggingarstigum. Þar eru þeir, sem hafa trú á staðn um og hafa fest sína aura í steinsteypu. Meðal þeirra er skólastjórinn, Kristinn Jó hannsson, ungur maður með listrænt skegg. Það er því líkast, sem hús inu hans hafi verið tyllt nið ur í sandinn; það stendur yzt á rifinu og á lognkyrru sið kvöldi speglast það í lóninu likt og fjöllin. Og þetta er hús með heimsborgaralegu yfir bragði. Það er auðsjáanlega ekki upp úr skúffunum hjá hús næðismálastjórn eða teikni stofu landbúnaðai'ins. Höfund ar þess eru bræðurnir Vil hjálmur og Helgi Hjálmarssyn ir, arkitektar, og kannski hef ur Kristinn sjálfur lagt til ein staka hugmynd. Út um stofu gluggann að sjá er lónið líkt og svissneskt fjallavatn, en stofan er um leið vinnustofa Kristins; þar stendur málverk á trönum, stilfærð mynd af Ó1 afsfirði, húsunum, bátunum og kirkjunum. Þarna er bjart og vistlegt og umfram allt listi'ænt andrúmsloft. Þakhallinn er ekki klæddur af, en sterklegir svartir bitar ganga langs og þvers gegnum húsið. — Þú sérð að ég á ýmislegt eftir. Við vitum ekki einu sinni hvað gatan á að heita, segir Kristinn. Ég skrifa mig i Æg isbyggð, en næsti maður ski’if ar sig í Ránarbyggð. Þetta hús er byggt á sandi í orðsins fyllstu merkingu. Á þessum slóð um var blautur mýrarfláki og svo var dælt sandi upp úr höfn inni á allmikið flæmi, og hér hefur heilt íbúðarhverfi verið byggt á því. -— Ég byrjaði að byggja hér fyrstur manna, en við fluttum í húsið fyrir ári, þótt margt sé ógert. Nú er einkum eftir að sá i sandinn og gera þetta grænt yfirlitum. Þá verður um hverfið ögn þekkilegra. Flestir Ólafsfirðingar eru trúlega fæddir hér og upp aldir. Er ekki fremur lítið um, að aðkomumenn setjist að á Ólafsfirði? — Aðkomumenn eru að vísu ekki ýkja margir, en ég er þó einn af þeim, og ber ekki á öðru en að maður uni sér vel. Ég er Akureyringur og hafði ekki komið hingað, þegar ég réðst kennai’i hingað fyrir átta árum. Ég þekkti því hvorki staðinn né fólkið og vissi ekki að hverju ég gekk. — Sem sýnir vel, hvað Ó1 afsfjörður hefur verið af skekktur. Þú ert Akureyring ur, en samt hafðir þú ekki einu sinni komið hingað út eftir. — Jú, það er rétt, Ólafs fjörður var að minnsta kosti ekki í alfaraleið áður en veg urinn kom. — Er þá ekki annað líf að búa hér síðan hann kom ? — Æ nei, ég kann vel við af skekktina. Mér líður alltaf vel, þegar vegurinn lokast og mað ur veit að ekkert verður kom izt, nema þá á sjó. Ég er svona einkennilega gerður. — Þú gætir kannski eins hugsað þér að setjast að í Grímsey? — Já, því ekki það. - En hvei’nig lá leiðin hing- að til Ólafsfjarðar? — Fyrst varð ég kennari í tvo vetur á Patreksfirði, en strax að afloknu námi í stúdentadeild Kennaraskólans, réðst ég hingað. Og á öðrum vetri tók ég við stjói’n mið skólans hér, sem síðar varð gagnfræðaskóli fyrir fjórum ár um — Er það heimangönguskóli? — 1 vetur var heimavist í fyrsta sinn og þar bjuggu 90 nemendur. Fjórðungur nem enda var aðkomufólk. — Þarf ekki mikið eftirlit með níutíu nemendum í heima vist? — Agavandamál er ekki til í skólanum sjálfum, en fremur utan hans. Við gerum þær kröfur, að allir nemendur skól ans búi við sömu reglur, hvort heldur þeir búa utan hans eða í heimavistinni. Við viljum hafa eftirlit með nemendum og þá einnig þeim, sem búa heima hjá sér. Bær, sem ekki er stærri en Ólafsfjörður hefur þann kost í för með sér fyrir skólastjóra, að hann getur haft gott sam band við alla foreldra. Og ég held ég megi segja, að ég þekki alla á Ólafsfirði að einhverju marki. Ég er mjög ánægður með þau samskipti. Ég tel að hér búi yfirleitt ágætt fólk. einangrunin á vetrum hefur líka sína kosti; hún bætir fé- lagslífið og það er gott. Leik Byggt á sandi i orðsins fyllstu mei’kingu, segir Kristinn um nýja íbúðarhúsið sitt, sem þeir bræð- ur, Vilhjálmur og Helgi Hjámarssynir, arkitektar, hafa teiknað. A torginu framan við kaupfélagsbúðina. 18. otetóber 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.