Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 7
Ólafur Haukur Símonarson Islandia Insula Est allajafna var hann glaðlyndur og hafði löngum hnyttyrðd á hraðbergi. Hann var ávalilt æðrulaus í hverri raun og úr ræðamikiH ’jegar vanda bar að höndum, sem oft var í póstferð um hans. I Galtarholti var veg legt timburhús; þar var söngur og spil á kvöldum þegar gest- kvæmt var, sem oft bar til, og ekki skorti góðar veitingar. Stóra húsið í Gal'tarholti stend- ur ennþá, að því er ég ætla, en þar mun nú vera hljótt í höll hjá því sem áður var. Við Ólafur Halldórsson fór- um með flóabátnum til Reykja víkur og tókum okkur nokkra daga heimavist hjá Guðmundi Ámundasyni og Kristínu konu hans, sem þá höfðu greiðasölu og gistihús fyrir ferðamenn á Lauigavegi 70. Þar var gott að vera. Þau hjón voru bæði veg- lynd og vinsæl, svo hvergi vissi ég þá betur gert við ferða- mienm en í þeirra húsi. Á þessum dögum sátu al- þingismenn að störfum i þing- húsinu. Fall Hannesar Haf- stein úr ráðherrasessi var af- ráðið með kosningunum 1908. Margt var rætt um stjórnmál við borðhald hjá Guðmundi Ámundasyni. Hann lagði sjálf ur fátt til mála, en borðgestir þeim mun meira. Umræður urðu oft snarpheitar, en ekki tókum við Ólafur félagi minn mikinn þátt í þeim hjaðninga- vígum, en bárum þó ákveðnar skoðanir í brjósti, sem líklega voru þó meira tilfinningalegs eðlis en rökrænnar hugsunar. Einn dag hittum við á götu Jón Sigurðsson frá Haukagili, sem þá var þingmaður Mýra- manna. Við vorum honum lítið eitt kunnugir frá réttarferðum okkar í Borgarfjörð. Jón gekk með okkur langa stund. Hann spurði okkur frétta úr Húna- vatnssýslu og margt fleira barst í tai. Við Óliafur vökt- um máls á þvi við Jón, að okk ur fýsti mjög að koma á þing palla og hlusta á ræður þing- manna. Jón þagnaði við litla stund, en sagði svo: „Loftið er þrungið af pólitískum hita, sem nálgast suðumark og á hverjum degi, sem þingfundir Jón Ólafsson eru, fyliast áheyrnarpaliar af fólki og þar er löngum troðn- ingur og lítið næði. Nú vil ég ráðleggja ykkur að fara til Hannesar Þorsteinssonar, rit- stjóra, sem er forseti neðri deildar þingsins, og biðja hann um aðgönguleyfi að hliðarher- bergjum deilídairinnar.“ Heldur fannst okkur við hækka á lofti við það, að ganga með slíkri höfuðkempu, sem Jón á Hauka gili var. Hann var mikill á velli og auðkenndur hverjum manni. Jón var fluggáfaður, skáldmæltur og ljóðelskur mjög. Hann kom því til leiðar á Alþingi, að skáldalaun Þor- steins Erlingssonar voru hækk uð um helming. Ég kynntist Jóni betur síðar. Hann var manna alþýðlegastur og þótti sér enginn vansi að ganga með smámennum. Síðla þessa dags lögiðum við Ólafur leið okkar til ritstjórn arskrifstofu Hannesar Þor- steinssonar. Við báðum hann um leyfi til þess aö sitja í hlið- arherbergi við neðri deiildar- sal, er fundur hæfist þar næsta dag. Hannes var fremur þurr í viðmóti og fámæltur. Hann spurði okkur þó hvaðan við værum og nokkuð um ætt- menn okkar. Svo skrifaði hann leyfi fyrir þingherbergi á lít- inn miða. Næsta dag vildum við Ólaf- ur vera í fyrra falli og geng- um í þinghúsið pokkru fyrr en fundur átti að byrja. Við tók- um sæti á bekk í anddyrinu. Þingmenn tóku bráðlega að streyma inn í ganginn. Enginn virtist taka eftir okkur, nema Hainnes Hafstein ráðherra. Hann leit til okkar ljúfmann- lega og lyfti lítið eitt hatti í kveðjuskyni. „Þó veldi og ham ingju hallaði af, var höfðingja bragurinn sami.“ Ekki var Jón frá Haukagili í hópi þeirra þingmanna, sem inn í húsið gengu að þessu sinni. Við Ólafur höfðum tal af þingverði og réttum honum leyfismiða okkar. Hann opn aði herbergi að austanverðu við sal neðri deildar og vísaði þar til sætis. Hannes Þorsteins son sat í forsetastóli; hann horfði arnfránum augum yfir gleraugun um þingsalinn. Svo lýsti hann yfir dagskrármáli, sem var frumvarp til laga um aðflutningsbann á áfengi. Svo gaf hann aðaiflutningsmanni, Birni Jónssyni, þm. Barðstrend inga orðið. Björn var hvítur á hár og skegg. Andiitsfall og allt svipmót eins og meitlað út úr hörðu bergi, ræða hans var á hreinu og tæru máli, eins og hann ritaði það jafnan í blað sitt ísafold. Líklega var hann þá orðinn tannfár, því hann missti stundum sterkar áherzl- ur í skörðin. Hann mælti fagur lega fyrir aðflutningsbanni á áfengi og taldi að stórt gæfu- spor væri stigið, ef áfengir drykkir yrðu lögbannaðir í landinu. Næsti ræðumaður var Hann- es Hafstein, sem ennþá var ráð herra, þót't skamman feril ætti hann þá eftir til falls úr þeim tágnansitóli. Rödd hans var þung og hreimmikil eins og brimalda. Hann andmælti frum varpinu ákafalaust, en spáði því, að Spánverjar, sem væru stórir saltfiskkaupendur af fs- Fraanh. á bls. 13 Ég slengdi farángrinum upp á netið sem var yfir sætunum og geltk þannig frá honum að ugglaust væri um það að við fengjum liann eklá í höfuðið. Konan mín settist og ég settist og við önduðum léttar og ég strauk svitann af enninu. Drengur á gelgjuskeiðinu sat gegnt okkur en annars var klefinn auður. Það voru fimm mínútur til brottfarar. Við höfðum beðið um það bil tvær ctundir á brautarstöðinni vegna þess að við misstum af morgunlestinni. Við vorum lú- in á lieinunum og ég stundi ánægður. Hvenær ætli lestin verði í Strasbourg spurði konan mín drenginn á gelgjuskeiðinu. Hann hugsaði sig um stundar- korn og reiknaði xit í höfðinu. Ennið lirukkaðist Iétt milli augnanna. Hálf sjö tilkynnti liann síðan, hálf sjö nákvæm- lega. Dyrnar opnuðust og feit kona bakkaði inn í klefann. Hún dró á eftir sér stóra ferða tösku og barnsúnga. Hún var mikið brikk. Konan bauð góð- an daginn fallega og við buð- um lienni góðan daginn: Góð- an daginn sögðum við í kór ég, konan mín og drengurinn á gelgjuskeiðinu. Bétti konunni lijálparhönd, sagði konan mín, þegar sú feit- lagna reyndi árángurslaust að bisa töskunni uppí farángurs- netið. Með ánægju, lirópaði ég og réðst að töskunni ásamt feit- lögnu konunni. Fyrsta atlagan rann útí sandinn. Hún er þúng, sagði feitlagna konan. I>að er víst engin lygi, sagði ég og roðnaði af áreynslu. Hvern djöfulinn er hún með í þessari tösku sem er svona svívirðilega þúngt, hugsaði ég. Skyldi luín vera koparþjófur? Nei, það eru engir þjófir í frans. Einúngis morðingjar. Lík? Hananú, hrópaði ég með liryllíngi og skallaði töskuna uppí netið. Þar sat hún blý- föst og liaggaðist ekki. Þér hjálpið eftilvill henni litlu dótturdóttur minni viðað ná töskumii ofan, sagði feit- lagna konan, telpan stígur af i Nancy. Ég mun reyna mitt ýtrasta frú, sagði ég beiskur og brosti. Blessuð elsku litla hjartans krúsídúllan hennar ömmu sinn ar í París, veinaði feita kon- an og sló þybbnum handleggj- um utanum telpuna. Kyssa ömm una í París á kimiina, svona kyssa liana almennilega á munninn, segja bless við elsku ömmu. Mundu að lialla þér ekki útum gluggami og fara ekki útá gáng; stíga af í Nancy, þessi úngi maður ætl- ar að lijálpa þér með töskuna lieillin nún. Telpan var brostin í grát; liiin kyssti ömmuna örvæntíng arfull aftur og aftur einsog væri hún lostin. Þær kysstust tárvotar. Að endíngu slotaði kossaregninu því brottfarar- merki var gefið. Feitlagna konan vallioppaði út gánginn. Hún tók sér síðan stöðu á brautarpallinum og veifaði ótt. Lestin mjakaðist af stað. Það er indælt að við erum svona fá I klefanum, sagði kon- an mín. Hún tðk af sér skóna og tyllti tánum í sætið gegnt. Gættu þín efað einliver kem ur inn, sagði ég, lieilar tær eru fyrir öllu. Ég liafði varla sleppt orðinu er dyrnar opnuðust með skelli og hávaxin, holdgrömi kona hlúnkaði sér á sættð. Konan mín var fótum seinni að kippa til sín tánum. Vertu eklii að lilægja að mér asninn þhin, sagði lnin. I kjölfar konunnar sigldi lít- ill og pervisinn maður. Hann bar regnhlíf og dagblaðavönd ui. Einnig lítið yfirskegg, en það sá ég síðar. Konan stundi þúngan þótt liún væri hin vasklegasta. Ég liata að ferðast með lest- um, sagði hún. Að því er virt- ist ánþess að beina orðum að neinum sérstökum. Ég hata lest ir, sagði liún aftur, lestir eru farartæki fortíðarinnar, svo- seni nógi: góðar fyrir anakrón- ista, en það EB ekld hægt að bjóða siðmenntuðum FBAKKA uppá sleitulausar lestarferðir. Vilt þú sitja við dyrnar eða á ég að sitja þar? spurði mað- urinn. Konan svaraði ekki, en mjakaði sér nær dyrunum sem vissu útá gánginn. Hún lokaði augunum fast og að því er virt ist af einbeittum ásetníngi. Dwngurinn á gelgjuskeið- inu gaut augununi útundan sér á parið. Maðurinn krosslagði stuttar fætur, liristi mansétt- urnar snjólivítar frarnúr erm- unum og dró Franska Kvöld- blaðið úr vendlinum. Hann skók blaðið sem var í stærra lagi og hóf síðan gaumgæfileg- an lestur. Lesttn geysttst gegnuni út- liverfi Parísarliorgar. Við sjónum blöstu skítugar verksmiðjubyggingar sem ein- liverra hluta vegna þykir lienta að byggja ljótar og skít- ugar meðfram járnbrautum. Svo tók við landslag. Ávalar hæðir, smákjörr, vötn og sýkt. Liturinn var mórauður og gul- ur og vatnið var grátt enda snemma vors og varla það, vet- nrinn var ennþá ofaná. Öðru hvoru lágu sýkin sanúiliða brautarsporunum og það var byrjað að hellirigna og áliafn- ir fljótabátanna voru klæddar olíiifötum utanyfir. Það niinnti mig á amiað land. Bátarnir á sýkjunum voru vel hirtir, svartir og þumlúng- Framh. á bls. 12 29. nóvem'ber 1970 LESBOK MO.RGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.