Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 5
Dagur í lífi
Ivans
Denisovichs
Bókarkafli eftir
Alexander Solzhenitsyn
Steingrímur Sigurðsson þýddi.
mætti. Það hrikti í anddyrinu,
iugtartýran iskraði af þessu of
boði.
„Þú hér aftur, úrþvættið
þitt?“ öskraði Skakkiöpp,
hamslaus af bræði. Nú lét
hann lurkinn dynja á bak og
herðar, hratt mönnum áfram og
feildi þá um koll livem um
annan þveran.
Aftur hreinsaði hann tröpp-
urnar.
Ivan sá að neðan Pavlo við
hlið Skakklappar. Það var
hann sem stýrði vinnuflokkn-
um inn í matskálann — Tyurin
mundi ekki gera svo lítið úr sér
að taka þátt í svona látum.
„1 flimmfaldair raöir hundrað
asti og fjórði" hrópaði Pavio
úr dyruinum. „Vikið fyrir
þeirn félagar."
„Félagar", sagði hann, „gam-
an að sjá þá bann.setla víkja
fyrir einhverjum."
„Hleypið mér áfram þú
þarna fremst. Þetta er vinnu-
flokkurinn minn“ stundi ívan
og ýtti viþ einhverjum.
Maðurinn hefði vikið með
glöðu geði en hinir þrýstu á
hann frá öllum hliðum.
Fylkingin valt fram og
tróðst, svo menn áttu erfitt um
andardrátt, til þess að fá súp-
una sina, sina löglegu súpu.
ívan reyndi aðra leið: Hann
náði í handrið anddyrisins á
vinstri hönd, greip báðum
höndum um súlu og hóf á loft.
Hann sparkaði í hnéð á ein-
hverjum, fékk högg á bring-
spalirnar, nokkrar formæling
ar dundu á honum, en hann
komst í gegn. Hann náði fót
festu yzt á anddyrisgólfinu,
rétt við efsta þrepið, þar beið
hann. Nokkrir félagar hans
voru þar þegar komnir, og
réttu honum hjálparhönd.
Yfirmaður matsalarins gekk
til dyranna og leit aftur fyrir
sig:
„Áfram, Skakklöpp, sendu
inn tvo flokka í viðbót."
„Hundraðasti og fjórði,"
öskraði Skakklöpp. Hann sló
mann úr öðrum vinnuflokki á
háisinn með lurkinum.
„Hvert heldurðu, að þú sért
að skríða, skitseiðið þitt?"
„Hundraðasti og fjórði,“
öskraði Pavlo, og hleypti inn
mönnum sínum.
„Úff!“ stundi ívan inni í
matskálanum. Hann beið ekki
eftir fyrirmælum Pavios, en
íeit í kringum sig eftir iausum
bökkum.
Matskálinn var eins og vant
var. Gufumekkir þyrluðust
gegnum dyrnar, mennirnir
sátu þétt saman við borðin,
eins og frækorn á sóiey. —
Aðrir tróðust á miiii borðanna
og nokkrir með staflaða
bakka.
Ivan var farinn að venjast
þessari sjón, eftir öll árin, og
frán augu hans greindu að S-
208 var aðeins með fimm skál-
ar á bakkanum, sem hann bar.
Það þýddi, að þetta var siðasti
bakkinn fyrir flokkinn. Elia
mundi bakkinn hafa verið full-
ur.
Hann gekk til mannsins og
hvíslaði að honum:
„Ég fæ þennan bakka á eft-
ir þér.“
„Það bíður maður eftir hon-
um í anddyrinu. Ég lofaði ...“
„Við skulum láta svalann
leika um þann letidrumb."
Þeir urðu ásáttir um það.
S-208 bar bakkann að borð-
inu og tók af honum skálarn-
ar. Ivan þreif bakkann. 1 sama
vetfangi kom maðurinn, sem
átti hann lofaðan, og þreif í
hinn endann á honum. Ivan
ý.tti honum frá með bakkanum.
— „Hvern fjandann ertu að
toga?“ sagði hann og hrinti
honum á súlu. Ivan setti bakk-
ann undir handlegginn og
þrammaði að lúgugatinu.
Pavlo stóð í biðröðinni við
lúgugatið, armæddur yfir þvi
að hafa engan lausan bakka.
Hann varð glaður við að sjá
Ivan. Hann ýtti manninum frá,
sem stóð fyrir framan hann.
„Farðu frá! Hvers vegna
stendurðu þama eins og glóp-
ur? Sérðu ekki, að ég er með
bakka."
„Sko, þarna er Gopchik —
með annan bakka.“
„Þeir voru að rífast,“ sagði
hann hlæjandi, „svo að ég
greip hann.“
„Það verður allt í lagi með
Gopchik hér. Látið hann fá
önnur þrjú ár í viðbót, svo
hann verði fullorðinn og hann
mun standa sig sízt lakar en
brauðskerinn."
Pavlo sagði honum að láta
Yermolayev fá bakkann — jöt-
unvaxinn Síberíumann, sem
var að afplána tíu ára dóm
eins og Ivan fyrir að vera tek-
inn til fanga af Þjóðverjunum.
Hann sendi Gopehik til þess að
skyggnast eftir borðum, þar
sem menn voru að ljúka kvöld-
verðinum. ívan lagði frá sér
bakkann og beið.
„Hundraðasti og fjórði," til-
kynnti Pavlo við lúguna.
Alls voru fimm svona lúgur:
þrjár til þess að úthluta venju
legri fæðu, ein fyrir fanga á
sérstöku mataræði (vegna
magasárs — auk þess fyrir
skrifstofumcnnina, sem var sér
stök umbun) og ein til þess að
afhenda óhreina diska (þar
söfnuðust diskjasleikjumar,
tróðust hver um annan þver-
an). Lúgurnar voru lágar — í
mittishæð. Kokkarnir sáust
ekki, aðeins hendurnar og aus-
urnar sáust.
Hendur kokksins vora hvit-
ar og vel hirtar, en griðarstór-
ar og loðnar: Hendur hnefa-
leikamanns, en ekki mat-
reiðslumanns. Hann tók blý-
ant og merkti við nafnalistann
á veggnum.
„Hundraðasti og fjórði —
tuttugu og f jórir skammtar."
Panteleyev luilumbullaðist
inn í matskálann. Ekkert að
homum, tíkarsyndinum þeim.
Kokkurinn tók griðar-
stóra sleif og tók að hræra,
marghræra í súpunni. Pottur-
inn hafði nýlega verið fylltur
aftur, næstum upp á barma.
Guían sté upp úr honum.
Hann skipti á stóru sleifínni
og annarri minni og byrjaði að
skammta súpuna. Hann kafaði
ekki djúpt.
„Einn, tveir, þrir, fjórir . . .“
Sumar skálarnar höfðu verið
fylltar, áður en gumsið hafði
setzt aftur á botninn, eftir að
hrært hafði verið í pottinum —
og sumar súpuskálarnar voru
bara lap — ekkert nema vatns-
gutl. Ivan setti vel á sig hvað
var hvað. Hann setti tiu skál-
ar á bakkann sinn og bar þær
burt. Gopchik veifaði til hans
frá næstu súlnaröð.
„Hingað, ívan Denisovich,
komdu hingað."
Engin fíflalæti með fanga-
skálar. Ivan gætti þess að troð-
ast ekki. Hann varð líka að
beita talfærunum í sífellu.
„Heyrðu, H-920. Taktu það
rólega, gamli frændi. Farðu frá,
kunningi."
Það var nógu erfitt að bera
eina skál í svona mannmergð,
án þess að helltist niður —
hvað þá tíu eins og hann bar.
Engu að síður setti hann bakk-
ann frá sér slysalaust á borðs-
endánn, sem Gopchik hafði
hreinsað. Ekkert skvettist nið-
ur. Honum tókst ennfremur að
snúa bakkanum þannig, að
homið, þar sem voru tvær skál
ar af þykkustu súpunni, vissi
að staðnum, þar sem hann var
að setjast.
Yermolayev kom með aðrar
tiu skálar. Gopchik hljóp burt
og kom aftur með Pavlo. Þeir
báru síðustu fjórar.
Kilgas kom með brauðbakk-
ann. 1 kvöld fengu þeir kost
með tilliti til vinnunnar yfir
daginn. Sumir fengu 200
grömm, aðrir 300, en Ivan íékk
400. Hann tók skorpu til þess
að geyma handa sjálfum sér, og
200 grömm tók hann úr miðjum
brauðhleifnum handa Tsezari.
Nú byrjuðu vinnufélagar
ívans að streyma alls staðar að
í matskálanum tid þess að hirða
kvöldmatinn og borða hann,
hvar sem þeir gátu komið því
við. Hann varð að gæta tvenns,
þegar hann afhenti skálarnar:
Hann varð að muna, þvern
hann hafði látið fá, og hann
varð líka að gæta bakkans —
og ennfremur varð hann að
gæta horns síns á bonum.
Hann stakk skeiðinni i aðra
„þykku“ súpuskálina. Sýndi,
að hún var frátekin. Fetyukov
var einn af þeim fyrstu á vett-
vang. En hann hvarf fljótlega,
reiknaði með þvi, að það væri
ekki hægt að hnupla neinu frá
vinnuflokknum í kvöld. I>ess
vegna hyggilegra að reika um
matskálann og krækja sér í
leifar (ef einhver lýkur ekki
við súpuna og ýtir skálinni frá
sér, ráðast allmargir á hana í
einu eins og hræfuglar á bráð).
Ivan taldi skammtana með
Pavlo. Laukrétt — ekki varð
betur séð. Ivan ýtti einni skál
til Tyurins — einni af þeim
„þykku". Pavlo hellti sinni
súpu í mjóa þýzka niðursuðu-
dós; það var hægt að bera hana
þétt við brjóst sér undir
frakkanum.
Tómu bökkunum var skilað.
Pavlo sat þar með tvöfalda
skammtinn sinn, ívan með tvær
skálar sínar. Og nú þurftu
þeir ekki að segja meira hvor
við annan — þessar heilögu
mínútur voru komnar.
Ivan tók af sér hattinn og
lagði hann á kné sér. Hann
bragðaði á annarri skálinni;
hann bragðaði líka á hinni.
Ekki svo bölvað, það var svo-
lítið af fiski í þessu. Yfirleitt
var kvöldsúpan mun þynnri en
súpan við morgunverðinn: Ef á
að láta fangana vinna, verður
að gefa þeim meira að éta á
morgnana. Þeir fara hvort eð
er að sofa á kvöldin.
Hann tók til við máltíðina.
Fyrst drakk hann aðeins væt-
uina, drakk og drakk. Þegax
hún rann niður og hitaði allan
likama hans, byrjuðu öll líffæri
hans að titra af ákefð við að
njóta súpunnar. Go-o-tt!
Þarna kemur stundin, þessi
stutta stund, sem þrælkunar-
fangi lifir fyrir.
Nú kvartaði Ivan ekki yíir
neinu: Hvorki yfir því, hvað
fangavist hans væri löng, né yf
ir þvi, hvað dagurinn væri
langur, né yfir þvi, að þeir
stælu enn einu sinni sunnudegi
af þeim. Sú eina hugsun komst
að: Ég lifi þetta af! Ég skal
halda þetta út, ef Guð lofar,
þar til yfir lýkur.
Hann sötraði súpuna úr báð-
um skálunum og hellti svo því,
sem eftir var, yfir í aðra skál-
ina og hreinskóf hana með
skeiðinni. Þá var honum rórra.
Nú þurfti hann ekki að huga
að hinni skálinni, hvorki að
líta á hana né halda um hana.
Nú hafði hann frjálsar
hendur og gat því horft á skál-
ar nágranna sinna. Þessi á
vinstri hönd var lítið meira en
vatnsgutl. Þessir óþverra eitur
Framh. á bls. 12
Xréskurðarmynd eflir Baltasar. — Dúkskurðarmyndín á forsíðunni er einnig eftir hann.
29. nóvemiber 1970
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5