Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 3
1. KAFLI TRÚ OG MANNDÓMUK Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín kom fyrst út á prenti 1933, sjötta bókin frá hans hendi. Þá var höf- undur hálffertugur og hafði þegar skipað sér öruggan sess meðal þeirra sagnaskálda íslenzkra, sem mestar von- lr voru bundnar við. Af ritgerð, sem Einar Ólafur Sveinsson skrifar um samtíðarbókmenntir í tímaritið Iðunni tveimur árum áður en Kristrún í Hamravik kom út, má ráða að hann bindur hvað mestar vonir við Halldór Laxness og Guðmund G. Hagalín, þeg- ar um er að rœða þá skáldsagnahöf- unda sem mest láta að sér kveða í ís- lenzkum bókmenntum á þriðja áratugi aldarinnar. Slikir spádómar eru að vísu sjaldnast annað en óskhyggja eða smekkur þess, sem um fjallar, en þó kemur einstaka sinnum fyrir, að spáð er rétt í lófa þeirrar framtiðar sem óhjákvæmilega breytist úr spádómi í veruleik einn góðan veðurdag. 1 bók- menntum eiga orð Nietzsches ekki sízt við: lífið allt er barátta um smekk. Þegar Kristrún í Hamravík kom út haustið 1933, hafði skáldið unnið að henni í tvö ár. Þá voru liðin fjögur ár frá því Guðmundur G. Hagalin sendi frá sér frumsamda bók, hin síðasta var Guð og lukkan 1929. í formála fyrir útgáfu Almenna bóka- félagsins á Kristrúnu í Hamravík 1966 sem skáldið nefnir: Fylgt úr hlaði, skýr- ir hann m.a. frá því, að hann hafi haft nógu að sinna frá þvi hann fluttist til Isafjarðar i septembermánuði 1928. Stundaði hann þar kennslu, en tók einnig við vörzlu bókasafns ísafjarð- ar, „og frá áramótum 1928 til ’29 og fram til vorsins 1931 lagði ég skáld- skapinn svo algerlega á hilluna, að ég skrifaði ekki einu sinni smásögu. Hins vegar las ég mikið og næstum eingöngu bandariskar bókmenntir.“ Á árunum 1924—’27 ferðaðist Guðmundur G. Hagalín um Noreg og kynntist þá m.a. verkum Olavs Duuns, en einu þeirra sneri hann löngu síðar á íslenzku af mikilli og inngróinni iþrótt (Maðurinn og máttarvöldin). Er enginn vafi að kynni Guðmundar af þessum sér- kennilegu mállýzkubókmenntum Norð- Guðný Guðmundsdóttir, nióðir Guðinundar G. Iíagalíns, í hlutverki Kristrúnar í Hamra\ik. þegar leikritið var sýnt í Iðnó 1985. manna hafa veitt honum áræði og ýtt undir að hann samdi Kristrúnu í Hamravik og jafnvel ráðið úrslitum um aðferð hans og efnistök. Því má bæta við, að til Noregs sækir hann m.a. frum- kjarnann í eðlisþætti einnar helztu per- sónunnar í Kristrúnu í Hamravík, Ólafs Betúelssonar, öðru nafni Arkarkrumma, sem þóttist ganga erinda Krists, en á færra sameiginlegt með honum en nokkur önnur persóna sögunnar. Þá getur höfundur þess einnig í for- málanum að hann hafi veitt forstöðu kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins á ísafirði vorið 1931 og hafði þá ekki sízt i huga að kynnast væntanlegum kjós- endum sem bezt, talsmáta þeirra, sem hann þekkti ekki áður, hugarheimi og viðhorfum. Og svo fór að þessi afskipti skáldsins af vestfirzkri nesjapólitík urðu örlagarikari fyrir menningu okk- ar og bókmenntir en þróun íslenzkra stjórnmála. Þessi kynni áttu eftir að blása skáld- inu í brjóst anda þeirra þersóna, sem lifa og hrærast í einni frumlegustu og merkustu skáldsögu okkar daga á Is- landi, móta umgjörð þeirra, skapa þeim örlög og ekki hvað sízt — varðveita málfar þeirrar góðu gömlu konu, Kristrúnar Símonardóttur í Hamravík. Að vísu er hlutur persónanna í sög- unni æði misjafn og víst er um það, að skáldið hefur hneigzt fremur að einni en annarri, en svo einrátt eða áleitið umhugsunar- og skáldskaparefni verð- ur Kristrún gamla skáldi sínu aldrei sjálf, að hann gleymi með öllu því fólki, sem brá lit á líf hennar og lifnaðar- hætti, dýpkaði og leiddi í ljós eðlisþætt ina i athöfn hennar og skapgerð. Les- endur sjá gömlu konuna á rétt lýstu leiksviði þeirrar baðstofu, sem var í senn athvarf hennar, viðmiðun og stytzta leiðin að hinum háa tróni. Kristrún í Hamravík er ekki öll þar sem hún er séð, en það er himnafað- irinn ekki heldur. Þó að það sé í hans verkahring að hafa í öllum höndum við líf og örlög allrar mannskepnu, ætlar hún sér einnig þó nokkurn hlut í þeim leik, gamla konan í Hamravik. Einkum og sér í lagi þykir henni rétt að hafa gott stjórnmálasamband við iilveru- meistarann, þótt ágreiningsefni séu all mörg, og ómútanlegu eðli hennar þyk- ir ekki rétt, ef svo ber undir, að láta það liggja í láginni. En aldrei dettur henni i hug að kveina eða kvarta, þvi síður að gefast upp, þó að á móti blási. Skilningur hennar á sér rætur í móður- ástinni og langri og fjölbreytilegri reynslu, þótt hún hafi alið allan sinn aldur í afkima útskagasveitar. Hún þekkir ekki þann guð, sem frelsaður sonur hennar, Ólafur Betúelsson, boð- ar í baðstofukytrunni i Hamravík, skil- ur hann ekki eða vill ekki skilja hann sem krefst „þess af sínum börnum, að þau væru sem ein flatskríðandi hund- tík fyrir hans fótum". Hnakkakerrt skyldi hún mæta honum á þeim mikla degi. Henni sinnast jafnvel við hann eins og Márusi á Valshamri við Jón sinn Vídalín, þó að það verði aukaatriði í sögu Kristrúnar, en höfuðþema Márusar-sögu. En auðvitað sættist hún við sr. Hallgrím og Passíusálmana, þeg- ar smáræði ber á milli. ,,Nú, úr því að hann lét sér segjast, þá ætlaði hún ekki að vera að erfa neitt við hann.“ Haltrandi gekk hún ávallt upplitsdjörf fyrir þann sem telur öll höfuðhárin (kemur tvisvar fyrir I sögunni). Enda þótt Kristrún í Hamravik sé öguð og alin upp við guðsorðabækur, þekki Passiusálmana út í æsar, geymi þá und- ir koddanum sínum og leiti til þeirra eins og annað fólk, hefur hún aldrei tileinkað sér auðsveipni séra Hallgríms eða takmarkalausa auðmýkt: kalla þú þræl þinn aftur mig. Sr. Hallgrímur leitar sinni mildu reisn skjóls og at- hvarfs í eigin verkum. Þau voi’u stolt hans og sáluhjálparleið. Kristrún í Hamravík bar einnig höfuðið hátt fyrir hönd síns herra, en ekki síður ættar sinnar og óðals. Hún ætlaðist til hins sama af honum og hann af henni. Hún krafðist eins konar jafnréttis með þeim: t.d., að hann refsaði henni ekki fyrir „að kasta ekki allri sinni áhyggju upp á hann, heldur taka til sinna ráða og venda út þeirri hliðinni, sem honum þótti ekki sem stásslegust . . .“ For- mæður hennar voru engir aukvisar og hún átti ekki síður fyrirmyndir í ís- lenzkum fornsögum en Biblíunni og öðr um guðsorðaritum. Og hver veit nema hún hafi einhvern tíma lesið hetjuljóð Gríms Thomsens um islenzkar eða norr- ænar fornkonur og heillazt af fram- göngu þeirra og tiginni djörfung. Þegar Kristrún í Hamravík var að alast upp, dró Grímur Thomsen að sér þó nokkra athygli þeirra, sem létu sér lynda lífið í íslenzkum sveitum, þó að hann sjálfur kysi að hleypa heimdrag- anum. Og svo nálægt hjarta Gríms Thomsens stóð hin eilifa ímynd norr- ænnar konu, að hann lætur sig ekki muna um í einni ritgerða sinna að sýna fram á, að sizt af öllu þyrftu konurnar i íslenzkum fornsögum að bera kinnroða fyrir sitt hlutskipti andspænis kven- hetjum grískrar og klassískrar menn- ingar, og þá ekki sízt vegna þeirra áhrifa og þeirrar virðingar, sem var aðal þeirra og umgjörð i lífi og sög- um. Auðvitað hefur Kristrún gamla í Hamravik aldrei heyrt þessarar ritgerð- 21. íebrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.