Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 6
skrifaði skáldsöguna á Melgraseyri i
Nauteyrarhreppi af slíku ofurkappi og
innblæstri, að höndin harðkrepptist svo
utan um sjálfblekunginn, að hann átti
fullt i fangi með að rétta úr fingrun-
um aftur. Og varð að kaupa sér rit-
vél! En hitt er svo annað mál, að mann-
lífið á Ströndum varð endingarminna
en ætla mátti af svo djúpum og sterk-
um rótum.
4. KAFLI
FJALLKONAN OG AÐRAR
PERSÓNUR
Um aðrar persónur sögunnar segir
skáldið, að hann vilji ekki synja fyrir,
að hann hafi haft góðkunningja sinn,
séra Magnús Jónsson á Stað í Aðalvík,
í huga, þegar hann mótaði prestinn, sem
hann bætti inn í, þegar hann samdi leik-
ritið, en hreppstjórinn eigi sér fyrir-
myndir, sem honum eru líkastar, aðrar
ekki. Þar er vafalaust um allauðugan
garð að gresja í því fjölbreytta mannlífi,
sem skáldið hrærðist í norður við Djúp
og annars staðar. Aftur á móti eiga
hvorki Falur né Aníta sér sérstakar
fyrirmyndir, frekar en persónurnar i
Márusi á Valshamri. „Falur er fulltrúi
einangrunar og fásinnis, en að innviðum
að nokkru gæddur eigindum sins foreldr-
is og ekki óiíklegur til að reynast maður,
sem stendur fyrir sínu, þegar hann hefur
fengið þénanlega meðhjálp". Anita og ör-
lög hennar eiga sér stoð í margvíslegri
reynslu ungra stúlkna á öllum tímum,
þótt skemmtileg tilviljun sé, að hún leiti
sér skjóis í afskekktri sveit, þegar borg
in var nærtækara liassis eins og á stóð.
En Arkarkrummi, öðru nafni Ólafur
Betúelsson, — eða eigum við að segja
Kristrúnarson í Hamravík — átti sér
m.a. fyrirmynd í illa þokkuðum hræsn-
ara, sem ýmsir þekktu af afspurn og
öllum kom saman um að ætti ekki auð-
veldan leik á borði, þegar að því kæmi
að troða sér gegnum nálaraugað: „Hjá
honum voru trúarbrögðin fyrst og
fremst eiginhagsmunaatriði og æsilyf.
Fals og lygi voru honum dagleg við-
brigði við öllu og öllum og ábyrgðar-
og alvöruleysi grófu meira og meira um
sig innra með honum — svo sem „fú-
inn í lifandi tré“. Hann varð mér svo
fyrirmynd Arkarkrumma, en sögurnar,
sem hann segir, hef ég að nokkru frá
eldri Vestfirðingi, sem flæktist út í
heim og var eftir heimkomu sína og alit
til æviloka sígortandi og síýkjandi,
fiæktist rótiaust frá einum til annars,
en var í rauninni hvorki illa geröur
til sálar né líkama.“
Það er Ólafur Betúelsson raunar
ekki heldur, þegar á allt er litið. Hann
er uppflosnaður og rótlaus uppskafn-
ingur, og útsmognari en erkióvinurinn,
ef því er að skipta. En sögur hans frá
Hollandi lýsa vel kímni skáldsins
og eru þægilegt innskot í fábreytt hvers
dagslífið. Auðvitað allt lygisögur í stíl
Jónasar, þegar hann segir frá erlendu
kóngafólki, eða Gröndals. Þessi frá
sagnarmáti, þar sem smækkunarorðin
eru ekki lengur einkenni stílsins, held-
ur verður sagan öil smækkuð mynd af
íslenzku þjóðlífi, er einkennandi fyrir-
brigði í ísienzkum sögum og þó einkum
áður fyrr, meðan allt var séð út um
baðstofugluggann. Allt er þetta í sam-
ræmi við alþýðutrúna, eins og hún birt-
ist t.a.m. í Guilna hliðinu. Frægð Ólafs
Betúelssonar, eða Arkarkrumma, kom
að utan. Og raunar er það ósköp sak-
laus frægð. Hann læknaði auðvitað eig-
inmann meykóngsins í Hollandi, þegar
aðrir höfðu gefizt upp. „Meykóngurinn
heitir auðvitað Vilhelmína, eins og
hún systir mín sálaða", bætir Kristrún
gamla við og eflist mjög í trúnni á þenn
an fortapaða son sinn, fyrst hann hef-
ur séð „þá miklu búkonu á því hol-
lenzka búi“. Og auðvitað hlaut hún að
vera „þjóðleg og gestrisin", sú góða
kona. Allt ber þetta að sama brunni:
einu helzta einkenni íslenzks skop-
skyns, sem þolir ekki manngreiningar-
álit. En þótt frásögn eða lygisaga Ark-
arkrumma sé nýr sjónarhóll og æsi-
spennandi þarna í baðstofukytrunni, er
hún aðeins skammgóður vermir, áður
en Kristrún gamia sér þetta rótlausa
afkvæmi sitt í réttu ljósi. En Ólafur
Betúelsson kann þó að segja sögu, svo
að honum kiþpir í kynið, þar sem Falur
skepnan er þurr og þegjandlegur og
eins hrekklaus og fyrirferðarlítill og
unnt er. Þegar Kristrún gamla særir
hann til að festa sér Anítu „til tugtugra
samvista, eins og þinni framtíð bezt
hentar og þínu óðali“, svarar hann eft-
ir langa mæðu: „Ég held ég fái mér nú
í nefið fyrst. Ég læt mér nú ekki svo.“
Þó drattast hann til að kitla hana
Anítu. Það er þá sem sú góða, gamla
kona sættist við Passíusálmana. Fram-
hald ættarinnar er fyrir öllu.
Allar gegna persónurnar auðvitað
sínu hlutverki í sögunni og lúta lög-
málum þeirrar frásagnar og þess hug-
arheims, sem skáldið hafði að takmarki.
Jafnvel Arkarkrummi hefur sitt hlut-
verk: „Sumum hefur virzt að trúboðinn
i sögunni eigi ekki erindi í hana, hann
sé ekki sérkennandi fyrir íslenzkt þjóð-
líf og menningu og eigi í rauninni ekki
heima í þessari bók. En hann er þarna
fuiltrúi hins uppflosnaða og rótiausa
-— og um leið einstrengingslegra trú-
arbragða, sem eru í algeru ósamræmi
við þann kristindóm, sem hefur verið
stoð og stytta alþýðunnar í þessu landi
um aldaraðir. Hann er alger andstæða
þeirra kotunga, sem hugsuðu eins og
höfðingjar, en þeir voru margir — svo
var anda fornra sagna fyrir að þakka
— og það er einmitt sá andi sem bjarg-
aði þjóðinni og menningu hennar,"
sagði Guðmundur G. Hagalin i samtali,
sem ég átti við hann og birtist í Moi'g-
unblaðinu 3. ágúst 1957. Og þar minn-
ist hann einnig á umgjörð sögunnar,
Strandirnar. Hann lýsir því svo, að
vestfirzkir sjómenn hafi oft komið á
Strandirnar, sagt þaðan margt frá lifn-
aðarháttum og baráttu við brim og
björg. Sagt sérkennilegar sögur af
fólki, hermt ýmisleg orðtæki, breytt
Ströndunum i furðustrandir. Seinna
sigldi skáldið sjálft á þessar norðlægu
slóðir og sá hamravíkurnar eigin aug-
um meira og minna snævi drifnar kom-
ið fram á sumar, og undraðist mjög,
þótt hann væri sjálfur uppalinn i hrika-
legu umhverfi, að þarna skyldi búa
fólk. Eitt vorið gerðist atburður, sem
hafði aiimikil áhrif á söguna. Skip, sem
hann var á, sigldi í austan stórhríðar-
byl inn að Hornvík og lagðist þar fyr-
ir akkeri ásamt fleiri skipum. „Þegar
við höfðum legið þarna um hríð, gekk
vindur til útnorðurs. Inn á víkina dreif
hafís, og bjuggust nú allir við, að ís-
inn mundi reka skipin upp á sandinn
fyrir víkurbotninum. Við di'ógum upp
akkeri og fluttum okkur innst í víkina,
og þá gerðist það, að hafísinn var svo
djúpskreiður, að skipin flutu fyrir inn-
an hann, þegar ísinn tók botn. Svo dróg
um við upp akkerin og fluttum þau
upp á skörina á ísnum. Daginn eftir
var komið logn og sólskin, og þannig
héizt veðrið í nokkra daga, snjóinn
leysti úr hlíðunum, og grasið virtist
koma grænt undan honum, en á aðra
hönd höfðum við ísinn. Þessar andstæð-
ur höfðu ævintýraleg áhrif á hug minn
og urðu mér á einhvern undursamleg-
an hátt ímynd þess, sem fólkið hefur
þurft að búa við þarna á hjara verald-
ar, strítt og blítt, ís og gróður." Þetta
varð umgjörðin um Kristrúnu í Hamra-
vík, líf hennar og skapgerð. Guðmund-
ur G. Hagalín segir ennfremur í sam-
talinu, að hann hafi aldrei getað fellt
sig við ímynd fjallkonunnar, þessa
prúðbúnu konu á skauti, eins og hann
kallar hana. Hann sá fjallkonuna fyrir
sér gamla konu, sem situr og starir í
glæðurnar með barn við kné sér. Ein-
hvern tíma á árunum milli 1930 og ‘40,
sá hann málverkasýningu eftir
Gunnlaug Scheving. Þar var mynd,
sem dró að sér athygli hans framar
öllum öðrum: ríðandi kona á ferð yfir
hjarnvetur, alein, loft skýjað og aug-
sýnilega allra veðra von. 1 svip henn-
ar var mörkuð seigla og einhver und-
arlegur þróttur, yfirlætislaus en
ógleymanlegur. Þetta fannst honum
vera íslenzka þjóðin á ferð sinni yfir
hjarnnauð aldanna. Um þessa þjóð hef
ur hann hugsað og skrifað. Hún hefur
aldrei horfið úr hugskoti hans eða
hjarta. Og hann hefur aldrei efazt um
bakhjall þessarar þjóðar, þann kraft og
þá ratvísi, sem þarf til að komast milli
ósýnilegra varða á leið til þeirra staða
sem við köllum fortíð, nútíð eða fram-
tíð.
5. KAFLI
KRISTRÚN í HAMRAVÍK
OG MÁRUS Á VALSHAMRI:
STÍLL OG EFNISTÖK
1 fyrrnefndum inngangi að Krist-
rúnu í Hamravík segir Guðmundur G.
Hagalín, að hann hafi snemma orðið
hrifinn af orðfæri Jóns Vídalins. Og
þegar hann var lesinn, „varð ég allur
að eyrum og lærði margar kjarngóðar
setningar", enda má sjá þessa glögg
merki, ekki aðeins í Kristrúnu í Hamra-
vík, heldur einnig og ekki síður
í Márusi á Valshamri tæpum fjórum
áratugum síðar, svo að dæmi séu tek-
in. Guðmundur G. Hagalín segir m.a. 1
fyrrnefndu samtali okkar, að smásag-
an Konan að austan sé náskyld
Kristrúnu í Hamravík, en Márus á
Valshamri og meistari Jón er þó það
skáldverk, sem næst stendur Kristrúnu
i Hamravik, bæði að stíl og efni. Per-
sónulýsingarnar í Márusi á Valshamrí
eru að vísu miklu fjölbreytilegri, tungu
takið og stíllinn tilbrigðaríkari, en þó
hófsamari og viðhorf önnur. En sögurn-
ar eru af sama stofni, boðskapur þeirra
um manndóm og heilindi sprottinn af
cbugandi iífsviðhorfi höfundar, þ.e.
runninn úr því bezta sem þjóðlegt
uppeldi æskustöðva hans hafði upp á
að bjóða. Við þetta uppeldi hefur hann
aldrei losnað. Það er í senn trú hans,
von og viðmiðun. Kerlingarnar sem
gáfu Kristrúnu i Hamravík lif og liti
eiga sinn fulltrúa í Márusi á Vals-
hamri, Þórdísi Lárusdóttur, tengda-
móður og aðdáanda Márusar, með svip-
aðan bakhjall lífi sínu og lífsviðhorfl
og Kristrún gamla: Hún og heimilis-
fólkið á Valshamri veit að „mikill er
andskotinn“, en samt vill hún jafnrétti
með guði og mönnum: „Það geta fleiri
verið stórir í stykkinu en þeir þar efra.
Ekki gerðist hún Þórdís mín nein vol-
andi ambátt máttarvaldanna . . .“ Það
er engu líkara en Kristrún gamla hafi
orðið. Eða þegar Þórdís bregður upp
þessari líkingu: „Það kembir rétt heizt
aftur af þér, eins og fjörhryssu . . .**
Og undir iok sögunnar segir hún:
„Þetta viil nú hún ég sjá og heyra . . .“
Þórdís er einkum fulltrúi þessa orð-
færis í sögunni, en þó bregður
„vestfirzkunni" viðar fyrir, þótt á
hitt sé að líta, að stíllinn á Márusi á
Valshamri er tærari en á Kristrúnu í
Hamravík og skáldið ekki lengur
bundið af honum, eins og sjá má af þvl
að frásagnir hans sjálfs eru mjög svo
ólíkar tungutaki aðalpersónanna. Er
það listrænn styrkur og framför, eða
öllu heldur fullkomnun á stílbrigðum
Kristrúnar í Hamravík. En margt fell-
ur þar þó saman og má t.a.m. benda
á að mörg sömu orðin koma fyrir
í báðum sögunum, sem sérkennileg
má telja: afmánarleg, um horn og
stokk, þjóðir, stobbaralega, tvil(laus),
íortapa, feila, úttlenzkur, dika, for-
merkja („Humm humm, — og þetta
er og! Skyldi maður ekki hafa íor-
merkt þetta hans spilverk hér í þessari
sveit,“ segir Þórdís gamla), brostfeldug-
ur, skolión(a) (tvö siðustu orðin notuð a.
m.k. þrisvar) andagt, forögtun og há-
ögtun (sbr. foragta í Kristrúnu) agt-
(elsi), eðla(vin), fri(lega), ektastand og
ektakvinna, rigtuglegar, art, forstand,
forundrun, forordring, beskyn, bístand,
skikkur, brodolia, þénari, velforþénaður,
jagt, fartau (dekkfartau), treggjaldi,
bevara, heilt („heilt inn í Lónbotn") og
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
21. febrúar 1971