Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 4
ar getið, en þð átti hún I rlkum mæli í blöði simi þær forsendur, sem Giímur Thomsen dró af mikilsverðar ályktan- ir. Guðmundur G. Hagalín hefur sjálf- ur skýrt frá því, hver væri siðferðileg- ur grundvöllur skáldsögunnar um Krástrúnu I Hamravik. Hann segist ungur hafa gert sér grein fyrir þvi „að mótstöðuafl þjóðarinnar væri spunnið úr tveim aðalþáttum: Trúnni á æðri máttarvöld og á eigin manndöm, annað nátengt Biblíu og kristindömi, hitt manndómsanda íslenzkra fombók- mennta. f>etta varð mér siðan með auk- inní þekkingu og athugun óhagganleg staðreynd." f»á getur hann þess einnig, að honum hafi fundizt þessar gömlu konur vinna úr lífsreynslu sinni „þeirri fátæklegu fræðslu. sem þær höfðu feng ið í kristindómi og fábreyttum kvæð- nm, ævintýrum og sögum verðmæti sem veittu þeim allt í senn: festu, ró og yf- irsýn, sem gerði þær að mjög sérstæð- um persónuleikum. Karlmennimir fengu útiausn sinnar innri þrár og órðr í svaðilförum á sjó og landi, þar sem þeir háðu baráttu við höfuðskepnumar fyrir lífsafkomu sinni og sinna, en kon- umar sátu heima, og hlutverk þeirra var að sjá á margvíslegan hátt um heimilið, miðla börnunum fyrstu hug- myndum þeirra um máttarvöldin, um- hverfið og hina víðu, ókunnu og í senn ógnandi og heillandi veröld — og enn- fremur fyrsta skerfinum af menningar- arfi þjóðarinnar í formi sagnabrota, rímna og kvaeða.“ Síðan bendir hann á, að því meir uxu þær flestar sem meira var á þær lagt: „Ekki fleygðu þær fyrir ofurborð trú sinni á Guð, — þær strik- uðu ekki boð hans né bönn út úr sinni lífsbók, þó að lífið kæmi óþægilega við þær, en þær lutu honum ekki nema að vissu marki. Þær neituðu að fórna hon- um manndómi sínum og ást sinni á líf- inu, gerðu uppreisn, ef þær héldu slíks af þeim krafizt.“ Andspænis hræsni og útsmognum yfirdrepsskap Ölafs sonar Kristrúnar, sem fór að heiman eins og arkarkrummi, en kom aftur frelsaður vottur Jehova, birtist kjaminn í per- sónuleika hennar og um leið það ein- kenni, sem skáldið ætlaði þjóð sinni öðru fremur: „Með henni bjó einlæg guðstrú og djúp þrá til að lifa og starfa í eins nánu samræmi við boð hans og bönn og brostfeldugri mannkind er unnt, en einnig átti hún sér ósveigjanlega og ómútanlega réttlætistilfinningu, sem engin takmörk voru sett, þessa heims eða annars," segir Guðmundur G. Hagalín um Kristrúnu gömlu. Stefán Einarsson getur þess í grein I Skáldaþingi að Kristrún gamla sé „laundrjúg af sér og sínu“. En þessi drýgindi kann hún vel að hylja, m.a. með því að tala um sjálfa sig í þriðju persónu, eða jafnvel fyTstu persónu fleirtölu: „Við erum nú ekki fæddar í gær, ég og hún Kristrún gamla Símon- ardóttir . . .“ Slíkur talsmáti er eitt helzta stíleinkenni sögunnar. Þessi drýgindi Kristrúnar gömlu koma fram „svo að segja í hverri setn- ingu í sýndarlítillæti hennar,“ segir Stefán. „Hún nefnir naumast svo hlut, að hún hnýti ekki við hann lítilsvirð- ingarorði eða verknað, að hún velji honum ekki háðulega sögn. En oftast nálgast þessi smánaryrði það að vera gæluorð, sem gamla konan velur mönn- um, dýrum, hlutum og handtökum." Guðni Jónsson minnist einnig á þetta í grein í Morgunblaðinu, 8. des. 1933, undir heitinu Sigrún í Hamravík (Guð- mundsdóttir I Smiðjuvík?) og segir „að aftan við nafnorð er mjög oft skeytt eins konar smækkunarorði eða orði sem setur auðmýktarblæ á aðalorðið; hús- móðurnefnan, læðugreyið, kattarkvik- indið, Anítutetur, stúlkukindin, móður- myndin, pilsgopL" Síðan bendir Guðni á notkun persónufomafna og ábend- xngarfornafna og segir að stíll þessi haíi „eitthvað einkennilega töfrandi við sig og hæfir efninu prýðilega . . . Tel jeg að höfundur hafi hjer innt af hendi afrek í íslenzkum stH, sem er ein- stakt í sinni röð“. Og Ámi Hallgríms- son segir í Iðunni að „ég hygg, að stór- brotnari, heilli eða lifrænni persóna bafi ekki verið mörkuð í íslenzkum bók menntum á þessari öld en þessi frum- stæða alþýðukona (Kristrún) frá yzta útskaga landsins" (1933). Allt má þetta til sanns vegar færa og þá einnig, að Kristrún gamla er raunsærri en bókmenntafræðingunum er ljóst og snýr á þá með þvi að sjá sjálfa sig í réttara ljósi en þeir halda við fljóta athugun. Hún talar að vísu um Anítu greyið, Fal skepnuna, hurð- arkornið, maskínusmánina, hróið, tetr- ið, skinnið, hræið mitt, hugmyndaróveru o.s.frv., en hún kann líka þá list að hjálpa sér i orðræðum við yfirvald og talar um baðstofuhróið sitt til að vekja samúð á örlagastund og sjálfa sig sem húsmóð- urómynd. Og áreiðanlega sér hún sjálfa sig i spaugilegra ljósi en margur hygg- ur og er t.a.m. bláköld alvara, þegar hún talar um sjálfa sig sem „eldgamla og skeggjaða kerlingarhrotu". Aftur á móti gætir hún þess vandlega að vera ávallt varkár í orðum við guð sinn, þó að hún hafi sterkar meiningar, og beygir sig imdir vald hans og viija, þegar svo ber undir. „Hann veit trú- lega hvað hann syngur, himnafaðirinn". Og óhætt að sigla eftir hans kompási. 2. KAFLI ÓÐALSBÓNDINN Kristrún gamla lifði eíns og kerlingin í Gullna hliðinu með þá staðreynd efsta í huga „að mannkynsóvinurinn var í vitund þessara kvenna veruleiki, en ekki þjóðsagnaskrípi, sem oftast léti á sig leika á hinn háðulegasta hátt,“ seg- ir Guðmundur G. Hagalín um Kristrúnu gömlu. Ég hef annars staðar bent á nokkur tengsl milli Kristrúnar i Hamravik og Gullna hliðsins, þó að fátt sð samelgfn- legt með þessum verkum við fyrstu sýn. Frá því ég skrifaði um Gullna hliðið, hafa mér borizt til eyma orð Áma Hallgrímssonar, ritstjóra Iðunnar, sem ávallt skrifaði um bækur af ást og skilningi svo að ávinningur var að dóm um hans. Hann segir eitthvað svipað um Kristrúnu og ég hafði gert um kerlinguna í Gullna hliðinu: „fyrir hennar munn er sagan sögð, þótt í þriðju persónu sé, og atburðir allir séðir með hennar augum“ (leturbr. M.J.). Og hugarheimurinn, andrúmið, er ekki alveg ósvipað. Kerlingin og Kristrún í Hamravík þykjast hafa ástæðu til þess að vera á verði gegn mannkynsóvininum og báðar reyna þær að leika á þann sem á hæstum situr tróninum, en þó betra en ekki að hafa himnaföðurinn á sínu bandi. En ólíkar eru þær samt að allri gerð, og „veru- leikinn" langt frá því að vera hinn sami í hugskoti þeirra. Allt á þetta sér dýpri rætur en islenzkan jarðveg ein- an. í ritgerð um Gullna hliðið (Helga- fell 1966) leyfði ég mér að benda á, hvernig Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes átti sér eins konar vasaútgáfu í íslenzkri þjóðtrú og hugmyndaheimi kerlingarinnar í Gullna hliðinu, en auð- vitað var sú tillaga eins og annað í rit- gerðinni afgreitt sem fánýti af þeim eina gagnrýnanda hérlendis, sem þótti taka því að geta hennar í einni setningu, en próf. Einar Haugen tók mið af henni í formála sínum fyrir bandarisku útgáf- unni af leikritinu. Óhikað veg ég því í sama knérunn og leyfi mér að benda á, að það eru fleiri en hún Kristrún gamla í Hamravík, sem ávarpa sinn háa himn- anna kóng, hvort sem mikið liggur við eða lítið. Og ef í ramman rekur, er betra að hafa hann á sínu bandi: „Hann hafði mikinn máttinn og gat mikið gert, ef hann tók það í sig að meintaka manneskjuna." íslenzkar bækur eru ekki einangrað- ar innansveitarfrásagnir, heldur oftast með andblæ erlendra viðhorfa, þó að ræturnar kvíslist um íslenzka mold. Eins og Márus á Valshamri á sér i senn rætur og fyrirmyndir í Vídalíns- postillu, Biblíunni og Moby Dick, þar sem barizt er við forsjón og furðu- kraft í bókstaflegum og ekki bókstaf- legum skilningL þannig á „veruleiki" Kristrúnar í Hamravík og kerlingar- innar í Gullna hliðinu sér hliðstæður, eða öllu heldur glæsilegar fyrirmynd- ir í kaþólskri miðaldamenningu og þó að lengra væri leitað aftur í aldir. Kristrún í Hamravík talar við himna- föðurinn á sinn hátt, með sínu sérkenni lega tungutaki og eins og reynslan hef- ur kennt henni. Nærtækt dæmi ekki ósvipað, má til gamans tilfæra úr Fiðl- aranum á þakinu, sem leikhúsgestir hér þekkja vel, þó að þeim sé að öðru leyti með öllu ókunnur hugarheimur og guðs trú þeirra Gyðinga, sem verið hafa landflötta eða landlausir árum og öld- um saman. „I dag er ég hestur," segir Tevye í Fiðlaranum á þakinu. „Góði gu8. ffvers vegna þurftlrðu aB láta gömlu merina missa skeifuna rétt fyrir hvíldardaginn ? Það var ekki fallega gert. Ég segi ekki neitt við því, þótt þú mismunir mér, verðlaunir mig með fimm dætrum og örbirgðarlífi. En hvað hefur þú á móti merinni minni? Stund- um dettur mér i hug, að þegar þér leið- ist, þarna uppi, þá segir þú við sjálfan þig: „Hvernig er það, er það ekki eitt- hvað sem ég get strítt honum Tevye gamla, vini mínum með?“ En hann verð- ur að sinna veraldlegri hlutum, svo að hann „lítur til himins" og segir, nánast í sömu andránni: „Ég skal tala við þig seinna“.“ Og í inngangi annars þáttar segir svo: „Tevye (við guð): Það var aldeilis náðargjöf, sem þú gafst henni Tzeitel dóttur minni á brúðkaupsdaginn henn- ar. Var þetta nauðsynlegt? Sleppum því. Nú hafa þau Tzeitel og Motel ver- ið gift í næstum tvo mánuði. Þau vinna mikið og eru eins fátæk og íkomi í vetrarharðindum . . . Ég veit að þú hef- ur í mörgu að snúast, — það eru stríð og uppreisnir, flóð og plágur og — allt þetta sem sendir fólkið upp til þín — en gætirðu ekki gefið þér svolít- inn tíma frá þessum hörmungum þín- um, til þess að fórna á hann . . - Ó, — en fyrst þú ert nú þarna á næstu grös- um, — það er vinstri fóturinn á mer- inni minni — er ég nú að verða of til- ætlunarsamur? Þú verður að fyrirgefa. Eins og segir í góðu bókinni, — en hvers vegna ætti ég að fara að segja þér hvað stendur í þeirri góðu bók?“ Svo létt er raunar ekki yfir samtöl- um Kristrúnar gömlu í Hamravík við þann sem á hæstum sat tróninum og eru slíkar bollaleggingar kerlingunni líkari. En Kristrún talar við hann eigi að síður, þó að ekki sé efni þeirra orðræðna haft í flimtingum. Hugsanir hennar nægja þama í Hamravíkinni, því að þaðan er beint samband milli guðs og manna. Þar þurfti enga milli- liði, baðstofan var hennar kirkja. Orð hennar komast til skila, þó að þau séu ekki alitaf hugsuð upphátt og oft- ast með öðrum og alvöruþyngri brag en í Gullna hliðinu: „O, jæja, jamm. Hann ætlaði að hafa það upp á þennan mát- ann, sá, sem hafa mundi töglin og hagldirnar," segir hún í bezta kafla sög- unnar, Hún Kristrún í Hamravík deilir við dómarann. „Hún, breysk og vanskileg manneskjan, hafði ekki sagt svo mikið sem aukatekið orð í hans garð, þó að hann tæki það, sem hann hafði henni gefið hér á hennar dugg- arabandsárum — og sliti af þvi lífið á landi og í sjó — eða spilaði því þar, sem honum gott þótti á þessari jörð. En þegar hann svo rausnaðist til að skikka henni umbun, henni og hennar syni til velþéntrar aðstoðar í þeirra amstri og einstæðingsbardúsi — og hún í sinni brýnu nauðsyn venti út annarri hlið en þeirri, sem hreinastan hafði farfann — þá lét hann sér sæma að skella á hana skensi og skolíónum . . . En hann skaut þá laust, sá hái herra, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.