Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Page 5
Guðmundur G. Hagalín. Myndin er tekin, þegar Guðmundur var við upptöku sjónvarpsins á Kristrúnu í Hamravík í sumar. ef hann hélt, að soddan anstaltir væri rétta lagið til að halda henni Kristrúnu Símonardóttur á vekurðinni." Rætur Gullna hliðsins og Kristrúnar i Hamravík eru hinar sömu, þrátt fyr- ir margvísleg frávik í stil, efni og anda þessara einstæðu verka. Þar sem Para- dis Dantes var glsesileg Pétursborg, var ástandið fyrir innan hið gullna hlið í stil við íslenzka sveit og hugsunarhátt- urinn svipaður, hvorki stærri né minni. Þar ríkti eins konar óðalsbóndi, eins og í fornu sálmaversi segir: Er með hnútasvipu í hendi, hreinsað hafði ‘ann guðs hús. Upp á f jallið aftur vendi óðalsbóndinn Jesús. Hr þessum sama rammíslenzka jarð- vegi er sprottin þessi, að öðrum kosti óskiljanlega setning eða hugsun Kristrúnar gömlu í Hamravik, þegar hún bíður Ólafs Betúelssonar, arkar- krummans, sem kemur með guðsorðið úr þeim stóra heimi, en kallar ekki ann að en ólag yfir friðsæla Hamravíkina: „Öll mannkindin mundi þurfa mæðu- klakann að krafsa, áður en hún kæm- ist á garðann í þeim miklu beitarhús- um þess mektuga óðalsbónda, sem hvorki þurfti að svara sköttum né skyldum til kóngs eða klerks". 3. KAFLI FYRIRMYNDXR KRISTRÚNAR 1 fyrrnefndum inngangi Guðmundar G. Hagalíns seglr hann frá því, að kveikjan að Kristrúnu i Hamravik hafi verið öldruð kona sem bjó ein sins liðs ofarlega á Isafirði. Hún hét Lovisa Sturludóttir. Hún var sízt af öllu auð- sótt atkvæði, en samt fór hann af henn- ar fundi með það sem dýrmætara var, stíl og persónugerð í nýja jskáldsögu, sem síðan hefur fylgt islenzkri bók- menningu og mun vafalaust gera. Þar sem gamla konan sat með prjónana sína og reri fram í gráðið, þótti skáldinu „sem ég sæi hana ömmu mína, Sigríði Ólafsdóttur frá Auðkúlu í Arnarfirði, standa upp af rúminu sinu, kippa í pils- ið sitt og segja af móði: „Ég held ég hristi mig þá“!“ Og Kristrún á sér fleiri fyrirmyndir: Kristrúnu úr Grímsey, Guðbjörgu Bjarnadóttur eða Guggu gömlu, sem hann tileinkaði bókina Veð- ur öll válynd, og loks Margrétu, konu Odds, móðurbróður hans. En síðast en ekki sízt hafði móðir hans, Guðný Guð- mundsdóttir, áhrif á persónumótun Kristrúnar í Hamravík. Hún „var um margt að innviðum lík Kristrúnu minni í Hamravik og orðaði sitthvað æði per- sónulega, en forðaðist oftast sakir meiri og víðtækari menntunar en hinar kon- urnar höfðu fengið „brákað mál eða bögur að þiggja“.“ Guðný Guðmundsdóttir lék Krist- rúnu í Hamravík, þegar skáldið breytti sögunni í leikrit, sem flutt var í Iðnó í nóvember 1935, fyrir áeggjan Gunnars Hansens, Haralds Á. Sigurðs- sonar og ekki sízt Indriða Waage, sem var leikstjóri og lék auk þess hrepp- stjórann. Leikritið er í fjórum þáttum og hlaut nafnið: Kristrún í Hamravik og himnafaðirinn. Að vísu notaði skáld- ið einungis efnivið úr fyrra hluta sög- unnar í leikritið og lauk því, þegar Kristrún gamla hafði náð takmarki sinu: ,,að ota þeim saman til ástleitni, Anítu og Fal“, eins og Valtýr Stefáns- son segir i varfærnum leikdómi i Morg- unblaðinu. Hann hrósar Guðnýju fyrir leik hennar eins og raunar allir aðrir sem um sýninguna skrifuðu: Þó að Ieik- ritið sé, að dómi Valtýs, tilbreytinga- snautt, tekst Guðnýju að gefa sögunni „svo mikið líf og sannleiksgildi að leík- húsgestir hlustuðu á framsögn (leturbr. M.J.) hennar . . . af óskiptri athygli." Aðrir dómar telja sýninguna þokka- lega en langdregin eintöl Kristrúnar slævi áhrifin, þrátt fyrir frammistöðu Guðnýjar. Eftir Samuel Becket og fleiri nútímahöfunda mimdu slík eintöl áreið- anlega þykja hættulaus, jafnvel til ávinn- ings. Það skyldi þó aldrei vera, að það hafi átt fyrir Kristrúnu gömlu í Hamra- vík að liggja að lenda í framúrstefnuleik- riti, þegar hún loks kom til höfuðborgar- innar! Aðrir leikendur voru, ef marka má blaðadóma, sem enginn skyldi þó leggja til grundvallar visindalegri at- hugun, „undir fargi hins mikla hlut- verks (Kristrúnar) “, eins og einhver (G.J.) kemst að orði í langri umsögn í Vísi. Þeir voru Valur Gíslason, sem lék Fal, Amdis Bjömsdóttir í hlutverki Anítu og Brynjólfur Jóhannesson, sem lék prestinn. Annars er margt skrítið í þessum svokölluðu leikdómum, eins og oft vill verða, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Hitt er meira um vert, hvað höfundurinn og móðir hans hafa til málanna að leggja. Guðmundur G. Hagalín segir í Alþýðublaðinu 20. sept. 1935, að hann hafi eytt sumrinu í að semja Ieíkritið upp úr fyrra hluta sög- unnar og bætir við, að efnið sé alveg hið sama: ,,Ég hefi reynt að halda öllu þvi, sem persónurnar í sögunni segja . . . Einnig hefi ég vikið ýmsu við og bætt smávegis inn í, án þess að heildin hafi raskazt nokkuð. Þetta er gamanleikur, en þó með mikilli alvöru á bak við.“ Og Guðný Guðmundsdótt- ir, sem Helgi Hjörvar segir í umsögn sinni í Alþýðublaðinu 10. nóv., að höf- undur hafi ef til vill haft að fyrirmynd Kristrúnar, „brotið Kristi-únu í Hamra- vik að allmildu ieyti af bergi sins móð- ernis," eins og hann kemst að orði, seg- ir í samtali við sama blað (3. nóv. 1935) um persónur verksins: „Mér finnst, að þarna sé komið gamla fólkið mitt. — Sumt þekki ég frá — ja, settu annars bara þankastrik, og svo þekki ég svo vel baðstofuna hennar; hún er bara svo- lítið minni en sú, sem ég átti að venj- ast,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um efnivið verksins og umgjörð þess. Skemmtilegt er að hafa orð skálds- ins sjálfs fyrir því, hverjar fyrirmynd- ir eru helztar að Kristrúnu i Hamravik. Málfar þeirra kemur einnig heim og saman við stil bókarinnar, t.a.m. Lovísu Sturludóttur. Skáldinu verður einnig minnisstæð Kristrún úr Grímsey, þar sem hún situr yfir prjónunum sín- um og hann heyrði hana „humma við sínu hugsanaflögri, brúnaþunga og all- mikilúðlega". Frásögn Kristrúnar gömlu úr Grímsey, þar sem hún sat á •rúminu í baðstofunni á Lokinhömrum og sagði frá því sem á daga hennar hafði drifið, ómaði fyrir eyrum hans, þegar hann hitti Lovísu Sturiudóttur og komst litt breytt inn í söguna, nema hvað Kristján hennar verður auðvitað að Betúel sæla Hallssyní, manni gömlu kon unnar. „Skildi hún Kristrún muna það, þegar hann Kristján hennar hrapaði úr bjarginu — og blóð — og heilaslett- urnar út um allt, — og það held ég!“ hefur skáldið eftir henni í formálan- um, þegar hún fortaldi móður hans óhappið. 1 sögunni er bætt við setn- ingu, sem lýsir jafnvel stil hennar og lundarfari Kristrúnar í Hamravík . . . „En ekki grét hún ég.“ Guðmundur G. Hagalín sagði mér að hann hefði eitt sinn sem oftar séð Kristrúnu gömlu úr Grímsey sitja uppi við bæjarvegginn með prjónana sina og sagði hún honum þá frá hrapi sonar síns þessum orðum. „Það held ég að hann Kristján hrapaði úr bjarginu, o það held ég nú.“ Hún átti það til, gamla konan, að þrifa upp um sig þarna við vegginn og spræna, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kristrún í Hamravík fór ekki oft úr baðstofunni sinni, hnykkti sér helzt til á rúminu sinu eins og Lovísa Sturlu- dóttir hafði gert eða haltraði að rúm- inu sínu eða yfir að glugganum, en þó kom fyrir að hún settist undir skemmu- vegg með pr jónana sína. Þegar dóttir Kristrúnar úr Grímsey trúlofaðist aftur, sagði hún: „Hún dóttir mín, hún var búin að prufa fínni sort- ina og nú ætlar hún að fara að prufa þá lakari.“ Ekká þarf að fara í graf- götur um tungutakið! Allt kemur þetta heim og saman við stninn og efnistök- in í Kristrúnu í Hamravík. Eða orðfæri og hugsun Lovisu Sturludóttur, og and- svar hertnar við þeim örlögum, sem féllu henni í skaut. Hún talar um snar- lcringlu eins og Kristrún i Hamravik, minnist á hom og stokk, eins og hún: ef dæmi skáldsirts eru rétt, er enginn vafi á að sérstakur talsmáti hefur dafn- að í skjóli vestfirzkrar einangrunar fram undir okkar daga. Tungutak, stíll skringilegheit, drýgindi og viðhorf Lovísu Sturludóttur, eins og Guðmund- ur G. Hagalín lýsir henni — allt á þetta heima í sögunni af Kristrúnu gömlu í Hamravik, án þess að stinga í stúf við stíl, orðfæri eða andrúm hennar. Kristrún í Hamr&vík hefur ekki ein- ungis lifað í skáldsögu Guðmundar G. Hagalins. Hún er ekki dauður bókstaf- ur, tilbúningur. Hún er ekki einungis stíll og fersk skynjun ungs skálds, sem andar að sér samtíð og veruleika, held- ur hefur hún lifað á meðal okkar með blóði sínu, holdi og hugsun. Það er þvi ekki að undra, þó að þessi sérkenni- lega bók hafi komið við kvikuna I sam- tíð skáldsins. Hún er ekkert einangrað fyrirbæri, því að hún á sér veruleika að forsendu. En henni hefur orðið lengra lífs auðið en þeim, sem urðu kveikjan að persónum Guðmundar G. HagaJíns og tendruðu orðin, sem streymdu úr penna hans, þegar hann 21. febrúar 1971 IjESBÓK morgunblaðsins 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.