Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 7
Hallgrumir Pétursson stelling svo að nokkur þessara orða séu nefnd. Sum þeirra koma nokkuð oft fyrir í Márusar sögu, einkum bregður Márus sjálfur þeim fyrir sig, þegar mik- ið liggur við, Eyjólfur og fleiri persónur. Márus hefur heyrt kammerráðið tala og sér hvað yfirvaldi sómir. Hann grípur t.a.m. til úttlenzkunnar, þegar hann þarf að hafa virðingu manna, s.s. í samtaiinu við Þórarin i Mýrarholti og við önnur tækifæri. Þá notar hann einnig orð og orðalag sem kemur ekki fyrir í Krist- rúnu í Hamravík: „regera að sinni vild“, „kannski hefur þér verið fortalið", „og ekki krafið þá um betaling". Þá kemur orðið rykti nokkrum sinnum fyrir í Márusar sögu, en finnst ekki í Kristrúnu, enda fjallar sagan fyrst og síðast um rykti eða orðstír Márusar og þeirra hjóna. Fleiri dæmi mætti nefna úr Márusar sögu, sem eru ekki i Kristrúnu í Hamravík: bedrífa, tyft(ari), forgefins, fortelja, forláta, forsmekkur, ansvar, ein- gang („að ekki hefur eingang þótt mega ljúga á þig“; sbr. „Margan ganginn", „þennan ganginn" — og tvígangur í Kristrúnu), antigna, forbjóða, „fund- era . . . út í tilveruna" og omtrent en auðvitað væri hægt að taka fleiri dæmi og þá ekki síður um sérkennilegt tungu- tak og sjaldgæf orð af rammíslenzkum stofni, sem ekki er að finna í Kristrúnu í Hamravík, þó ekki sérstaklega „vest- fírzk“. Þá notar Þórdís smækkunarorð með svipuðum hætti og Kristrún gamla: telpukorn, telpuskjátan, barnkorn, karl- mannskindin o.s.frv. Og Tangakaupstað ur er nefndur i báðum sögunum. 1 Márusi á Valshamri er ekki séð með augum einnar persónu, eins og I Kristrúnu í Hamravík. Þar er vegið og metið af mörgum sjónarhólum. Marg- ræði bókarinnar er styrkur hennar, en einkum þó átökin milli Márusar bónda og meistara Jóns, eða öllu held- ur orða hans I Vídalínspostillu, sem auðvitað er miklu nýstárlegra og fersk- ara viðfangsefni. Það er eins og höfuð- Jón Vidalín skepnurnar sjálfar eigist við. En þar á einnig Guðný húsfreyja ekki minnstan hlut og Þórdís, móðir hennar, þótt hún sé raunar aukapersóna í sögunni. Hún er áhorfandi, en slíkt hlutverk gat Kristrún gamla i Hamravik ekki leik- ið eins og á stóð. Þegar Márus bóndi, grandvar maður og gegn, hefur freistazt til að selja Þórarni bónda í Mýrarholti hey á hærra verði en Guðný, kona hans, tel- ur svo góðum manni samboðið, hefst sálrænt stríð milli þeirra og gengur á ýmsu, þótt allt sé hljótt á yfirborðinu. f þessum átökum skýrast þau bæði, og þá ekki sízt kjarni sögunnar: átök Márusar við eigin samvizku, þrjózka hans og metnaður. Og þá einnig afstað- an til trúar og forsjónar. Þórdís gamla er lík Ki'istrúnu í Hamravík og stend- ur með tengdasyni sínum án þess að leggjast flöt fyrir sínum herra, dýrkar hann jafnvel og líkar honum það allvel, enda má segja að litlu muni, að það ófremdarástand verði á Valshamri að bóndinn sé hrifnari af tengdamóður sinni en eiginkonu. Guðný kona hans lætur ekki undan þrjózku hans, það lík- ar honum illa. Hún er sjálf Dísin dýr í lifi hans. En ást þeirra er undir niðri hrein og flærðarlaus, eflist raunar við hverja glímu, þótt Guðný sé eldheit á bandi meistara Jóns. Alltaf hafði Márus lesið sjálfur úr Vídalínspostillu, en skömmu eftir viðskiptin við Þórarin, hafði miðinn lent inni í bókinni á röng- um stað. Fyrst hafði Márus konu sína grunaða, en hún hefur hreinan skjöld. Þetta er engu líkara en almættisverki. Og Márus hefur eignazt óvin í postill- unni, neitar að lesa sjálfur. Styrjöld- in er hörð og lætur hvorugur undan. f þessum eldi skýrist skapgerð og ein- kenni allra höfuðpersónanna. Þegar Márus ias þann ranga kafla I postill- unni, lenti hann auðvitað á orðum meist ara Jóns um holdsins, heimsins og and- skotans freistingar, og þær snörur, sem Satan leggur fyrir mennina með óleyfi- legri girnd til auðæfa og metorða. Ekki verður lýsingin á lestri Márusar í það sinn rakin nánar hér, enda lauk henni með ásökunum húsbóndans á hendur meistara Jóni fyrir ágii'nd, en á hitt að- eins minnt, hvernig kempan bítur á jaxl inn í harðnandi viðureign og talar jafn- vel um „þann brennivínssósaða meist- ara Jón“, þegar átökin eru hvað hörð- ust síðar í sögunni. Á þetta allt er minnzt hér vegna þess að það leiðir hugann að Kristrúnu í Hamravík. Aðalatriðið og undirstaða litríkrar frásagnar Márusar á Vals- hamri á rætur í Kristrúnu í Hamravík, jafnvel svo að Ólafur Betúelsson, sú refkeila sem hann þá var orðinn í aug- um móður sinnar, lendir á óheppileg- um kafla, þegar hann hyggst flytja mál sitt með tilvitnun í Bibliuna, er móð- ir hans gerir upp við hann yfirdreps- skap hans og hræsni undir lokin. Það er eins og einhver ósýnileg hönd hafi sett ,,miðann“ inn í bókina á röngum stað — en ekki gat það verið hún Kristrún eða neinn annar, svona óund- irbúið þarna í baðstofumyrkrinu í Hamravik: Sætt er svikabrauðið, en á eftir fyllist munnurinn möl, les Arkar- krummi og er ekki að undra, þótt hann hósti og honum svelgist á. Hann mann- ar sig upp, en engu er líkara en gamla konan magni á hann drauginn Hamra- víkur-Koll. Ólafi Betúelssyni verður sýnt í eggina, því að nú hefur hún ég meira en nasasjón af því, að hann ætl- ar sér að ná kotinu undan kerlingunni móður sinni og flytja hana og þau Anitu og Fal á bera mölina. Og það jafn- vel með guðs orð að vopni! Enn bítur hann á sinn guðdómsjaxl, en ekki vill betur til. Hann lendir enn á röngum stað eins og Márus bóndi: Sá sem formælir föður og móður, á hans lampa slokknar í niðamyrkri. Arfur sem í upphafi var skjótfenginn, blessast ekki að lokum, les Ólafur arkarkrummi, eða Ólafs- pilturinn, eins og gamla konan kallar hann gjarna. Það var ekki furða, þótt refkeilunni yrði á að segja sem fyrst amen eftir efninu. Daginn eftir fór Arkarkrummi aftur út í hana veröld. Gamla konan hafði sigrað. Hún hafði ekki misbrúkað „þann frívilja, sem þú stakkst í þeirra mal, um leið og þú skauzt þeim inn í þennan heim, þar sem hvort tveggja er svo sem til, gráturinn og hún gleðin“. En hún hafði upplifað þá þungu raun — að þurfa að sjá í gegnum sitt eigið blóð. Guðmundur G. Hagalín segir einnig, að hann hafi hrifizt mjög af máli og stíl Reisubókar Jóns Indíafara og Píslar- sögu Jóns þumlungs, sem talar um all- ar Fjörður eins og sagt er I Kristrúnu í Hamravík, enda vestfirzkt tungutak. Skáldið bætir við, að málfar Jönanna hafi sprottið af innri kjarna, eins og hann kemst að orði „og sú staðreynd greiddi mér leið til skilnings á eðli orð- færisins hjá þeim konum, sem ég hef hér nefnt. Ég geri mér fyllilega ljóst, að þessi mikla þrenning átti sinn þátt i mótun máls og stíls á Kristrúnu í Hamravík — og að nokkru Jón Thor- oddsen, sá mikli meistari um mótun samtala." Hér ætti að vera óþarfi að skjóta því inn í, að Kristrún í Hamra- vik er að því er stíl snertir og málfar einhver sérstæðasta bók, sem skrifuð hefur verið á íslenzka tungu. Stein- grímur J. Þorsteinsson, prófessor, seg- ir í bók sinni um Jón Thoroddsen, að hann, höfundur þáttarins af Hreiðari heimska og Guðmundur G. Hagalín, séu þeir höfundar íslenzkir, sem lengst hafi komizt í því að láta persónurnar lýsa sér með orðalagi sínu, og mundu vafalaust margir vilja taka undir það. Stíllinn á Kristrúnu i Hamravik er með eindæmum auðugur, myndhverfur, full- ur af líkingum og jafnvel ljóðrænn á stundum. Má til viðbótar öðrum dæmum, sem nefnd hafa verið, benda á setningar eins og: „En þegar betur var skoðað, þá þurfti nú þessi útúrboruskapur hreint ekki að vera neinn vígahnöttur á þeim stirnda framtiðarhimni", . . . „þau héldu, að hún assa gamla (þ.e. Kristrún) mundi veifa nokkuð hvatskeytlega vængjun- um, þegar byrja skyldi tvíbýli í henn- ar gamla hreiðri“, „þó að hann tæki jarðneskan kós“, „og laust staf sínum á stein sálar minnar, svo þar streymir út lífsins vatn“, „þá væri hann ekki leng- ur neitt fjúkandi fis á veraldarinnar hjarnfönn", „ef hann hefði ekki snúið skutnum í þessa heims góss og gæði“, „þegar hann Dauði riði í hlaðið og dræpi brandinum á bæjarþilið," (hann) „var borinn heim í þessa baðstofu eins og hvert annað hrat, sem hún veröld skyrpir út úr sínum rnunni," (segir Kristrún gamla um dauða manns síns). Falur „teygði fram sinn karlmannlega og loðna háls eins og lundi, sem gægist út úr holu sinni“, „Ég hristist þarna eins og sinustrá í hafgarði", „skað- brunnið hold og klessti það og kramdi eins og deig í trogi", „Brýrnar voru eins og hengja, sem er að því komin að hlaupa, augun eins og gljáandi svell og munnurinn likt og samansigin sprunga í kulnaðri gróf undir klettaskúta," segir um Kristrúnu gömlu, þegar örlögin og Arkarkrummi eru að snúast gegn fyr- irheitum þeirrar framtíðar, sem hún ætlaði koti sínu. Ef persónurnar í Kristrúnu lýsa sér vel með tungutaki sínu, á það þó enn betur við um fólkið í Márusi á Vals- hamri. Sjálfur talar hann yfii'leitt ein- falt og kjarngott mál, eins Guðný kona hans, en grípur til „útlenzkunnar" eða „vestfirzkunnar“, þegar hann reiðist, eða er mikið niðri fyrir. Þá ieynir sér ekki uppruninn. í Kristrúnu segja fáir neitt nema hún sjálf og þá helzt Ólafur son- ur hennar, sem sker sig úr frásögninni með sínum talsmáta. Falur segir lltið og lýsir það honum bezt, en tungutak Anítu Iiansen er af öðrum heimi en þeim sem er umgjörð sögunnar. 1 Márusi á Valshamri á hver maður sitt eigið tungutak og málfæri og er það einkar vel stilfært söguna á enda. Frásögn 21. febrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.