Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Qupperneq 8
Séð yfir Látravík. Siniðjuvíkurbjarff tif vinstri, Áxarfjall tií Jiæffri. höfundar sjálfs er aftur á móti á ein- földu og eðlilegu bókmáli. Ein persónan sker sig úr á margan hátt, skemmtilega skrítin og ólíkindaleg. Það er Bessi skytta í Parti, sem á sér íyrirmynd í bónda fyrir vestan, en slíkt er undantekning í Márusi á Valshamri eins og fyrr getur, því að persónurnar eru sóttar í ýmsar áttir. Samtöl Bessa við Guðnýju húsfreyju og Márus eru full af kímni og útsmoginni eða öllu heldur áleitinni sálarlýsingu. Dæmi um tungutak Bessa bónda: „Humm, satt segir þú, vinur minn og velunnari. En hvað gerir ekki bönnað ei þó tóbaks- leysi. Humm, ef ég hefði átt tóbaksblað til að seyða ofan í kálfskvikindið, sem veiktist hjá mér í vetur eftir þriggja vikna mjólkureldi, þá hefði hann ekki einn morguninn, þegar Jerri spá (þ.e. sonur Bessa) kom í fjóskytruna, legið klárlega stikk mort í básnum“. Hann talar líka um „kjöfturnar" og „helvíturnar þær arna, sem maktina hafa" . . . Um Bessa er annars það að segja, að sá maður, sem hann er fyrir- mynd að, var í senn svo sérkennilega einfaldur á yfirborðinu og undarlega margslunginn að vitsmunum undir niðri, að hann hefur orðið Guðmundi G. Hagalín ekki einungis fyrirmynd um gerð Bessa í Parti, heldur líka að nokkru leyti Gunnars á Mávabergi í Guð og lukkan og Einars gamla í hinni löngu smásögu Einn af postulunum, sem að stíl og frásagnarhætti minnir einna mest allra sagna Guðmundar G. Hagalíns á Kristrúnu í Hamravík og er forvitni- leg um margt — en þó fyrst og fremst um tilhneigingu sanntrúaðrar alþýðu til að líta öðrum augum á lífsins meist- ara og herra og væntanlega himnavist en kirkju- og klerklegur rétttrúnaður krafðist. Guðmundur G. Hagalín segir að ýms- ir hafi talið, að hann hafi búið til margt af þeim orðum, sem hann noti i Krist- rúnu í Hamravík. En sannleikurinn er sá, að mikinn meginhluta orðanna hafi hann heyxt vestra, „en ekki af munni neins eins manns, karls eða konu. Nokkur orð eru í bókinni, sem mér duttu í hug, þegar ég skrifaði hana, og fannst sem þau væru sprottin úr hugarkynnum Kristrúnar Símonardótt- ur. En það eru ekki orðin, sem eru af erlendum stofni, heldur nokkur hinna." í því sambandi bendir hann bæði í sam- talinu og innganginum á orðið nánasar- ódýr. „Ger þú ekki Kristrúnu Símon- ardóttur," segir hún við Jón hrepp- stjóra, „að því nánasaródýri, að hún beri Jóni Tímóteussyni, hreppstjóra i þeim hreppi Grundarhreppi, blátt vatn eða volgan skolpsopa, þegar guð hefur forsýnað hana með öðru betra." „Ég hef orðið þess vís, að furðu margt hinna sérkennilegu orða, sem ég nota í Kristrúnu, hafa verið til ekki aðeins á Vestfjörðum, heldur viða um land, —- t.d. heyrði doktor Stefán Einarsson mörg þeirra austur í Breiðdal," segir skáldið ennfremur. Þessari staðhæfingu má finna örugg- ar forsendur. Mjög hefur það verið almenn skoð- un manna á meðal, að hér sé einungis um að ræða vestfirzka mállýzku, serr höfundur noti til að gefa persónum sin um ákveðið svipmót og marka þær mál farseinkennum ibúa hinna vestfirzku byggðarlaga, þar sem sagan á að ger- ast. Að minnsta kosti tveir ritdómar- ar orða söguna við vestfirzka mál lýzku, Árni Hallgrímsson og Böðvar frá Hnífsdal í Eimreiðinni, en bæta þó við að ekki sé málfar bókarinnar hið venju lega tungutak fyrir vestan. Mörg stílbrigði sögunnar eru að vísu vestfirzk að uppruna og eiga sér varla fyrirmyndir annars staðar í landinu en i afskekktum sveitum Vestfjarða, lifðu a.m.k. ekki annars staðar sem lifandi og eðlilegt tungutak en breiddust þaðan út án þess þó að festa rætur: Þegar hann Dauði riði í hlaðið og dræpi brandinum á bæjarþilið . . . Hún ég . . . Ekki held ég hún ég eða hann Falur . . . hann veðra- gnýrinn . . . undir hann vetur, svo að enn séu dæmi tekin. Þetta veit höfundurinn, þegar hann velur Hornstrandir að um- gjörð sögunnar. í það umhverfi er sótt tungutak Lovísu Sturludóttur, sem hann segir að hafi sagt við sig m.a., þegar þau hittust á fsafirði: „Hún ég veit sosum ekki . . . að hún ég muni hvorki blikna né blána frammi fyrir hans tróni . . . En þegi þú munnur . . . Ekki skal ég fortaka, að henni Lovisu minni . .. Og það er hún ég að þenkja . . .“ Ekki leynir sér að jarðvegurinn er sá sami og raunar eru tilsvörin svo lík, að þar verður ekki greint á milli í stíl og málfæri. En auk þess sver hugsunar- hátturinn sig i ættina. En orð og orðasambönd, sem sýna má fram á með fullri vissu að eru einung- is vestfirzk eða af Hornströndum og hvergi notuð nema þar, eru hverfandi fá. Hitt er annað mál, að mjög er lík- legt, að ýmis þessara orða og orðasam- banda hafi verið tiðari á Vestfjörðum en annars staðar, þar sem þau voru notuð og þá ekki sízt á Hornströndum. Skáldið segir skemmtilega sögu af því að Sigrún nokkur Guðmundsdóttir, ráðskona í Smiðjuvík, hafi fullyrt að hann hefði stælt hana þegar hann samdi Kristrúnu í Hamravik, og það hafi valdið sér óþægindum, m.a. væri hún aldrei kölluð sínu rétta nafni, heldur ævinlega Kristrún eða Kristrún í Hamravik. Skáldið benti gömlu konunni á, að hann hefði aldrei séð hana fyrr en hún fluttist til ísa- fjarðar eftir að bókin var samin. Hún hefði ruglað sér saman við Þórberg Þórðarson, sem komið hafði með Vilmundi Jónssyni í Smiðjuvík. Guðmundur orðfærir siðan samtal þeirra Sigrúnar um þetta og kemur þá í Ijós, að tungutak gömlu konunnar hefði eins vel getað gengið í viðræð- um Kristrúnar í Hamravík og annarra þeirra kvenpersóna, sem hann hafði að fyrirmynd, að eigin sögn. Svo lifandi hefur þetta tungutak verið þar norður frá. Vel má vera, að sérkennileg orð og merkingar orða hafi varðveitzt lengur á Vestfjörðum en annars staðar á landinu, fest þar dýpri rætur og verið mönnum þar tamari í daglegu tali en annars staðar á landinu, án þess hægt sé að tala um vestfirzka mállýzku. Má þar einkum til nefna ýmis þau tökuorð og slettur, sem fyrir koma bæði í Kristrúnu í Hamravik og Márusi á Valshamri, en slík orð eru mörg kom- in úr guðrælmimáli siðai’i alda. Skáld- ið notar þau óhikað, þó að „einhverj- um „púristum" meðal málfræðinga kunni að súrna sjáldur i augum yfir sumum orðum og talsháttum hennar Kristrúnar, sem höfundur gerðist svo djarfur að láta á þrykk út ganga,“ seg- ir Árni Hallgrímsson. Svo skemmtilega vill til, að við höf- um staðfestingu á því að Vestfirðingar létu sér annara um kaup guðræknirita á fyrstu öld lúthersks rétttrúnaðar en aðrir landsmenn. Þá staðhæfingu er að finna í formála Guðbrands biskups Þorlákssonar fyrir Catechismus, sem útgefin var á Hólum 1610. Verður að telja þennan formála örugga heimild fyrir þvi, að Vestfirðingar hafi keypt meira af guðrækilegum ritum en aðrir landsmenn, enda vafalaust margir haft vegna hlunninda meira fé milli hand- anna en almennt gerðist. Sizt af öllu er ástæða til að væna Guðbrand biskup um ósannsögli, ýkjur eða áróður í for- málanum. Þessi mikla útbreiðsla biblíurita á Vestfjörðum hefur auðvit- að orðið til þess, að mörg þeirra er- lendu orða, sem tíðkuðust svo mjög í öllum guðrælcniritum síðustu alda, hafa orðið þar útbreiddari en annars staðar í landinu, langlífari og tíðnotaðri af al- þýðu manna, enda er beinlínis til Guð- brands vitnað í sögunni og guðsorða- bóka hans. En undan þeirri stað- reynd verður þó eliki vikizt, að flest þessara orða hafa verið notuð meira og minna um allt land. í formála sínum segir Guðbrandur biskup m.a., með nú- tíma stafsetningu: „Og víðast í velflest- um stöðum eru þeir sem það (guðsorð- ið) elska og láta það í sínum húsum og hýbýlum lesið verða, þá ekki sízt á Vestfjörðum, því að í raun og sannleika má þeim sá vitnisburður gefa að þangað hafa fleiri kver og bækur borizt en i alla aðra fjórðunga þessa lands.“ En svo mjög var Biblían um hönd höfð í þvi umhverfi sem mótaði lífsviðhorf Kristrúnar gömlu í Hamravík, að henni verður á að segja, þegar hún fyrst heyr ir nafn Anitu: „Nú, Aníta. Á, aldeilis. Ekki hefur maður heyrt það nafn hér r.orður um. Ekki man ég eftir því í henni ritningu — og ekki hjá séra Hallgrími eða meistara Jóni mínum . . .“ 6. KAFLI NÝMYNDANIR HÖFUNDAR, MERKINGABREYTINGAR OG TÖKUMERKINGAR Nú verður lítillega vikið að einstök- um orðum, sem höfundurinn notar í Kristrúnu í I-Iamravík. Eftirtalin orð hef ég hvergi fundið, hvorki í orða- bókum né annars staðar, sem þau væri helzt að finna: Eftirvæntingarhlust, kvenstelpa, melborg, óþrífa sig. Nokkur dæmi eru um melborg í seðlasafni Orða- bókár Háskólans, en þau eru öll yngri en Kristrún i Hamravík. Orsakirnar til þess, að orð þessi og nokkur önnur finnast ekki annars stað- ar á prenti eru augljósar, þ.e. að höf- undur hafi myndað orðin sjálfur, eins og hann getur raunar um, þegar hann minnist á nánasaródýr. Erfitt er að full- yrða um, hvaða orð höfundur myndaði sjálfur við samningu skáldsögunnar og mætti til viðbótar geta nokkurra orða, sem eru ekki á hverju strái, hafa t.a.m. ekki komizt inn í orðabók Sigfúsar Blöndals: athyglisaugu koma oft fyrir, (er ekki í seölasafni Orðabókar Háskól- ans), talað er um að metta munnholurn- ar, (dæmi um munnholu er í Þulum Ól- afs Davíðssonar, ritaðar á 19. öld), hnykilfeita hringanóru og hnébuxna- kægla (niðrandi um menn), (hnébuxur köma fyrir hjá Jóni Trausta og i Manni og konu Jóns Thoroddsens), „barnanna hnýsni og hnotskógsnáttúra", blíðlegt viðlyndi, (i sjálfsævisögu Hallbjörns 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.