Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 10
úttlenzkur er það að segja, að höfund-
ur mun rita það með tveimur t-um til
þess að sýna á því sérstæðan framburð,
einkum á Vestur- og Austurlandi.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, eru
takmörkin milli þeirra orða, sem kalla
má vestfirzk eða eru staðbundin á
Vestfjörðum og hinna, sem heyra þeim
fiokki ekki til, mjög óglögg. Þó má
ætla að orðið hafgarður sé vestfirzkt,
því að ekki fara sögur af því nema á
Vestfjörðum; það kemur fyrir í sókn-
arlýsingum Vestfjarða (um 1840) og
síðar í Vestfirzkum þjóðsögum (útg.
1054—59)
Rétt er einnig að geta, að sum þeirra
orða og orðasambanda í Kristrúnu í
Hamravík, sem ég hef hvergi fundið
annars (s.s. tala utan í e-n) geta vel
verið vestfirzk, án þess ég sé dómbær
um það.
En fyrst og síðast eru ýmis stílbrigði
sögunnar vestfirzk eða að minnsta kosti
tíðnotaðri á Vestfjörðum en annars
staðar á landinu, og þá einkum á
Ströndum norður, eins og fyrr getur:
„en ekki grét hún ég“, „ekki var hann
veðragnýrinn núna“, „í fyrra lenti þar
í, að hann x x hrapaði", „ég læt mér
nú ekki svo“, „hún (Kristrún gamla)
hefur rétt ekki getað numið þig (Anítu)
nefi“, „þar nær engum orðræðum", og
„ég held ég hristi mig þá, Falur skepn-
an“, svo að eitthvað sé nefnt.
Að siðustu má svo geta þess, að tíðni
þeirra orða, sem nefnd hafa verið í
þessum kafia, er mjög lítil í sögunni.
8. KAFLI
ORÐIN MANNKYNSTREYJA
OG PRAKSKÍS
Áður en lengra er haldið, er rétt að
staldra ofurlítið við tvö orð í sögunni,
sem hafa þá sérstöðu, að annað er af-
bökun, en hitt hefur myndazt við það,
sem á fræðimáli er nefnt alþýðuskýring
eða folkeetymoiogi. Orð þau, sem hér
um ræðir, eru prakskís og mannkyns-
treyja.
Orðið prakskís er vafalítið afbökun
úr danska orðinu praksis, sem uppruna
lega er komið úr grisku. Hef ég hvergi
fundið þessa afbökun annars staðar, og
er hún vafalítið mjög fágæt. í
Kristrúnu í Hamravík segir: „sem ekki
hafði komið fyrir í mínum prakskís".
Þess má geta að í síðari útgáfu sögunn-
ar er þessu orði breytt í praktís og er
það prentvilla, að sögn höfundar.
Orðið mannkynstreyja er vafalaust
alþýðuskýring. Hefur það myndazt úr
danska orðinu nankin (baðmuilardúk-
ur, sbr. Sigfús Blöndal) vegna mis-
skilnings fólksins. Um þetta gegnir
sama máli og orðið prakskís að því leyti
að ég hef hvergi fundið það nema i
Kristrúnu í Hamravík.
Þessi orð eru bæði af erlendum toga
spunnin, elns og sjá má ar þvl, sem aB
framan greinir og lægi því ef til vill
beinast við að geta þeirra hér, á eftir,
þar sem rætt verður um slettur og töku
orð. En vegna þeirrar sérstöðu, sem þau
hafa, er rétt að minnast á þau ein sér.
9. KAFLI
ORÐ AF ERLENDUM
UPPRUNA
Nú verður gerð grein fyrir þeim er-
lendu slettum og tökuorðum, sem koma
fyrir í Kristrúnu í Hamravík og þau
skýrð eftir því, sem þurfa þykir. En
áður en lengra er haldið, er rétt að
taka fram eftírfarandi: I nútímais-
lenzku eru notuð fjölmörg orð, sem hafa
fest svo djúpar rætur í málinu, að eng-
um lifandi manni dettur í hug án frek-
ari rannsókna, að þau séu erlend töku-
orð. Má nefna kynstrin öll af slíkum
orðum, t.a,m. glas, yfirgefa, eyðileggja,
kápa, manneskja, prjónn, gáfa, sápa,
flaska, klukka, pils o.fl. o.fl. Flest þess-
ara orða hafa unnið sér svo rik-
an þegnrétt í íslenzkri málvitund, að
varia eru notuð önnur orð í þeirra
stað og því raunar fáránlegt að minn-
ast á þessi orð hér. Slíks er aðeins get-
ið til gamans — og kannski einnig til
áminningar þeim sem lengst vilja ganga
í svo nefndri málhreinsun. Um þetta
allt má bezt sannfærast með því að lesa
bækur Fr. Fischers og Ch. W. Nielsens,
Die Lehnwörter des Altwest-
nordischen og Láneordene.
En snúum okkur nú að þeim orðum,
sem Guðmundur G. Hagalín notar með
hliðsjón af tungutaki helztu fyrir-
mynda persóna sinna, en hafa ekki unn
ið sér þegnrétt í íslenzku máli, þrátt
fyrir langa notkun.
ORö, SEM BÆÖI ERU f BÓK FR.
FISCHERS OG CH. W. NIELSENS.
Fyrst verður getið þeirra tökuorða,
sem bæði eru í bók Fr. Fischers og Ch.
W. Nielsens. Eru þau því mjög gömul
orðin í málinu. Þess ber þó að geta, að
eftirtalin orð eru einungis hjá Fr.
Fischer: emaleraður (=amalera), farfa
(ritað með v hjá Fr. Fischer), farfi,
feila (= „entgehen“ hjá Fr. Fischer, en
sú merking sagnarinnar er ekki í sög-
unni) forkláraður (= forkiára), kvartil,
legáti, partur, pell, pústur, salteríum og
stoppa (,=, „stopfen").
Eftirtalin orð telur Fr. Fischer kom-
in úr þessum málum: Lágþýzku (farfa,
hofferðugur og pústur), miðaldalatínu
(legáti, kvartil og salteríum), rómönsk-
um málum (feila og partur), ensk-lat.
(pell) og lágþý. — lat, (stoppa).
Þau orð, sem bæði eru í bók Fr.
Fisehers og Ch. W. Nielsens eru: Brúka
(brúk), fordjörfun (= fordjarfa, v er
hjá Fr. Fischer), hofmóður, hymna
(= hymni), agta (ritað með k hjá Fr.
Fischer og Ch. W. Nielsen), höndlun
(höndla), konfirmering (= konfirmera
hjá Fr. Fischer, en konfirmatia hjá Ch.
W. Nielsen), kram, lukka (lukkuleg-
ur), makt, meining (= meina hjá Fr.
Fischer og Ch. W. Nielsen) , mektugur,
par, prakt, réttferðugur, (reisa), reisa
(og víðreistur), ske, skikka („ordnen“,
„bestimmen" hjá Fr. Fischer), spís(s)a,
spariak, straff (straffa hjá Fr. Fischer),
traktera, traktiment (= traktera, bæði
hjá Fr. Fischer og Ch. W. Nielsen),
turniment (turnement hjá Ch. W. Niel-
sen), þénari og þénanlegur (sbr. þéna).
Um uppruna þessara orða er þetta
að segja: Lágþýzk eru: agta, fordjörf-
un, hofmóður, kram, lukka, makt, mekt-
ugur, prakt, ske, skikka, sparlak. Enn-
fremur eru eftirfarandi orð af lágþýzk-
um uppruna, en sennilegt er, að þau
séu komin inn í íslenzku úr norsku, því
að samsvarandi myndir eru til í því
máli: brúk(a), meining, réttferðugur,
reisa og þénari.
Orðið spísa segir Fr. Fischer, að sé
lágþý. — lat., en Ch. W. Nielsen segir,
að það sé danskt tökuorð, sem komið
hafi óbreytt inn í málið.
Orðið hymni, (hymna, -ur eins og seg-
ir í Kristrúnu í Hamravík, enda alltaf
þannig notað í heimasveitum höfundar;
sbr. hymnalag í Passíusálmunum og:
allt i hymnalagi), konfirmatia og trakt-
era segir Ch. W. Nielsen, að séu komin úr
latínu, en Fr. Fischer segir, að kon-
firmera sé komið úr rómönskum málum
og eigi sér lágþýzka fyrirmynd. Enn-
íremur segir Fr. Fischer, að orðið turni-
ment sé rómanskt að uppruna.
ORö, SEM ERU í RIXI
CH. W. NIELSENS, LÁNEORDENE
Nú verður vikið að þeim er-
lendu tökuorðum í Kristrúnu í Hamra-
vík, sem eru í bók Ch. W. Nielsens,
Láneordene. Þau eru því öll mjög göm-
ul orðín í málinu og ekki yngri en frá
16. öld.
Orðin eru þessi: aðskiljanlegur, al-
deilis, art (og artigur), balstýrugur,
besetinn (= bisetinn), bevara
(= bívara), bevís (= bevísa), bígerð
(= bígering bígera), bíleggja, blifanleg-
ur, dándismaður (= dándis)
(mennska), drífa, fáfengilegheit ( =
f áfengilegur), ferkantaður, formegun
(= formega og formegan), foragta, for-
stöndugur, forgylltur, fortapast (for-
tapa), forþenkja, forkastanlegur (= for-
kasta), forstand, forarganlegur (= for-
arga), forundran, forsorgari (= for-
sorga), fríheit, frivilji, historía, plag-
siður, pligt (= plikta, pliktugur), sér-
deilis, skaffa, skammheit (skamm),
skikkur, skorpion, slot, spila, stássa
(sig), stásslegur, stássmey og stássver-
elsí (stás = (státs), trónn, tugtugur
(= tukta), undirsáti, uppdikta, út-
grunda, útvalning, vanartaður (= van-
art) og þanki.
Um uppruna þessara orða er þessa
heizt an geta: Lágþýzk eru: Art, artug-
ur, balstýrugur, ferkantaður, skikkur,
spila, undirsáti og útgrunda. Ennfrem-
ur eru eftirfarandi orð af miðlágþýzk-
um uppruna, en þau eiga sér norskar
samsvaranir og þvi líklegt, að þau séu
þaðan komin inn í íslenzkuna: blífan-
legur (= blífa), fríheit og tuktugur
(= tukta).
Latnesk eru: Historía (sem líklega er
komið inn í íslenzku annaðhvort úr
dönsku eða norsku) og skorpíon.
Norsk eru: Dándismaður (sem þó er
e.t.v. danskt), forstöndugur og sér-
deilis.
Dönsk eru: Aðskiljanlegur, fáfengi-
legheit (og ef til vill dándismaður).
Orð með forskeytunum bi- og for-
(fyrir-) eru flest komin úr lágþýzku,
en orð með bi- forskeyti eru án efa
yfirleitt komin inn í íslenzku úr
norsku eða dönsku, að áliti Ch. W. Niel-
sens. Að lokum má geta þess að mörg
orð sem hafa forskeytið van- (s.s. van-
artaður) eru komin í íslenzku úr
dönsku og forskeytið yfir- í orðinu yf-
irleggja er komið úr miðlágþýzka for-
skeytinu over- og samræmingarmynd
við forskeytið ofur-.
ERLEND VIÖSKEYTI
Erlend viðskeyti, sem fyrir koma í
orðum í sögunni eru:
-elsi. Þetta viðskeyti kemur fyrir í
hvorugkyns orðunum: háttelsi, útstá-
elsi og verelsi. Miðlágþýzka mynd þess
er -else.
-era. Þetta viðskeyti kemur fyrir í orð-
unum: emalera, rambúnera, rapport-
era, spandera, spankúlera og traktera.
Latneska mynd þess er -are, miðlág-
þýzka myndin -eren og danska mynd-
in -ere. Flest -era orðin eru komin í
íslenzku úr latinu, en um þýzku og
Norðurlandamál.
-ferðugur. Þetta viðskeyti er að finna
í lýsingarorðunum hofferðugur, rétt-
ferðugur og sannferðugur.
-heit kemur fyrir I orðunum: fáfengi-
legheit, fárlegheit, ferðugheit, fríheit,
skammheit, trúverðugheit, uppástæðileg-
heit og vanskillegheit, allt hvorugkyns-
orð í fleirtölu. Miðlágþýzka myndin er
-heit og danska myndin -hed.
-ía. Þetta viðskeyti er í orðinu histor-
ía. Það er komið beint úr latneskri fyrir
mynd þess.
-ment kemur fyrir í hvorugkynsorðun-
i-m traktiment og tumimenL Latneska
mynd þessa viðskeytis er -mentum en
miðlágþýzka og danska myndin er
-ment, -mente.
SLETXUR OG TÖKUORD, SEM
YNGRI ERU EN FRÁ 16. ÖLD
í þessum kafla verður rætt um er-
lendar slettur og tökuorð i Kristrúnu
í Hamravík, sem hvorki eru hjá Fr.
Fischer né Ch. W. Nielsen. Því má gera
ráð fyrir, að þessi orð hafi ekki kom-
izt inn í íslenzku fyrr en á 16. öld
5 allra fyrsta lagi, þvi að ella væri þau
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
21. febrúar 1971