Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 13
ðon (daten) i miðlágþýzku). Fundát. („— Þá fór hann þetta a3 taka út eitt og annað funðát I höndluninni."). 10. KAFLI PASSÍUSÁLMARNIR OG YÍDALÍNSPOSTILLA Við hðfum orð Guðmundar G. Hagalíns sjálfs fyrir því, að guðsorða- bækur, einkum Passíusálmarnir og Vldalínspostilla, hafi haft mikil áhrif á stílinn í Kristrúnu í Hamravik. Engum blöðum er um það að fletta, að þessi áhrif einkenna einnig Márus á Vals- hamri í rikum mæh. Þessi höfuðrit skáldsins eru því bæði í góðum félags- skap. Bakhjall þeirra er hinn sami, þó að þau séu ólík bæði að gerð og efn- ismeðferð. Hér verður hvorki minnzt á út- breiðslu né áhrif Passíusálmanna, svo vel sem hvort tveggja er kunnugt, og um þá gegnír sama máii og postillu Jóns Vídalins, að þeir urðu órjúfanleg- ur tengiliður miili kynslóða, efldu ólíkt fólk áð trú og siðgæðisþreki, glæddu vonir með íslenzkri alþýðu langt út fyr- ir þann gráa veruleika, sem var hlut- skipti hennar fyrr á öldum. Jafnvel þrengstu og dimmustu baðstofukytrur breyttust í bjart musteri með útsýni til allra átta, þegar lesið var úr þessum tveimur öndvegisritum íslenzkrar kristnl Bæði eru þessi rit I nánum tengslum við Guðbrandsbiblíu. En þó að fleiri eintök af henni og ýmsum öðrum guðrækniritum hafi hafnað vest- ur á fjörðum en annars staðar, og þá ekki sizt Passíusálmarnir og Postilla Jóns Vídalíns, eignuðust þau lesendur og áheyrendur í öllum landshlutum og áhrif þeirra á viðhorf og tungutak fólksins því meiri en svo, að þeim verði gerð skil í yfirliti sem þessu. En vafa- laust er það rétt, sem Páll Þorleifs- son segir í formála fyrir Vidalínspost- illu (1945), að langlífi sitt eigi hún „með al annars þvi að þakka, hversu skyggn höfundurinn er á séreðli þjóðar sinnar og hversu djúpum og föstum rótum hann stendur í rammíslenzkum jarð- vegi." Án efa gildir hið sama um VikuUuE fiafo!4. 82. Arg., 253. tbl. Sunnudaglnn 3. névembcr 1035. liafoldarprentsmi6J» h.f. LEIIFJELUIETU1M1I ,Kristrún í Hamravík og Himnafaðirinn1 eftir GuSm. G. Hagalín. 1- sýning á þriðjudags- kvölcl kl. 8. AðsÖnfíumiðar að Jieirri sýninjru vevða seldir á l.fiorgun (mánudag) kl. 4—7 oft' á þriðjudag eftir kl. 1. Síini WWl. Kristriín í Hiimravík frumsýnd í Iðnó haustið 1935. Auclýsinc á forsíðu Morgunblaðsins frá þeim tima. Passiusálmana. Þeir urðu Jóni Vídalín ekki síður innblástur og auðsupp- spretta en Guðbrandsbiblía. Guð- spjallagreinar og tilvitnanir tók hann einkum úr Guðbrandsbiblíu, en sækir þó stundum orðalag í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540 og her sig nokkrum sinnum saman við Þor- láksbiblíu frá 1644. Vídalínspostilla var fyrst prentuð á Hólum 1718. Þá höfðu Passíusálmarnir unnið spöl í landi íslenzkrar kristni, þótt erfitt hefðu átt uppdráttar, enda vitnar Jón Vídalin til þeirra, þegar í fyrstu útleggingu sinni, fyrsta sunnu- dag í aðventu: „Muntu neita hon- um þinnar þénustu, er því líka smán hefur liðið þér til frelsis, þar þó Kristí þræll að vera er eintómis frelsi og hans þénusta er öllu herradæmi æðri, svo það er sannkveðið, er sá guðsmaður orti forðum: „Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig, herratign öngva að heimsins sið held ég þar mega jafnast við“.“ Næringu sína hafa bæði Kristrún í Hamravík og Márus á Valshamri eink- um sogið úr þessum tveimur guðsorða- ritum, þótt þar komi fleira til eins og fyrr getur. En Kristrún gamla í Hamra- vík hefur ekki tekið hvert orð bók- stafiega, sem meistari Jón hélt að söfn- uði sínum, þó að stíll hans og orðfæri hafi aukið henni orðgnótt og andagift. Kaldhæðni biskupsins feilur henni bet- ur en annað, sem hann setur fram í prédikunum sínum. Kaldhæðni er eitt helzta einkenni íslenzks þjóðareðlis. Hún á sér rætur og fyrirmyndir í Is- lendingasögum og meistari Jón er óspar á hana, þegar honum býður svo við að horfa: „Megi ég skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut, þá vildi ég segja, að þessi dári hefði gjört vislega, hefði hann tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði með sér til helvítis, hefði það mátt hlífa honum fyrir loganum, sem hann kvaldist L“ Ekki eru þessi orð langt frá lífsstíl og tungutaki þeirrar gömlu, góðu konu, Kristrúnar í Hamra- vík. Þau hafa áreiðanlega verið henni að skapi. Aftur á móti hefur gamla konan ekki tileinkað sér yfirbótar- og útskúfunarkenningu þess rétttrúnaðar, sem boðaður var á öld sr. HaUgríms Péturssonar og Jóns Vídalíns. Hún er andstæð eðli hennar og upplagi. Og hún er hvorki haldin lotningu né ótta sr. Hallgríms. Jafnrétti í viðskiptum við máttarvöldin er henni viðmiðun í lífi og störfum. Samt leitar hún trausts og halds í skapara allra hluta, hlustar á orð hans, en hefur stolt og sjálfstæði, en ekki undirgefni, að grundvelli hug- mynda sinna. Hún vill sjálf vega og meta hlutina, mynda sér eigin skoðun, eigin hugarheim, jafnvel eigin trú. Þess- um sömu einkennum bregður einnig fyr ir í persónulýsingu Márusar á Vals- hamri, þó að hann standi ekki ávallt jafnkeikur og Kristrún gamla. En bæði hafa þau — og þá ekki síður Guðný Reimarsdóttir — drulckið í sig mann- dómsanda Islendingasagna, sem var annar aðalþátturinn í uppeldi og mót- un fólks fyrr á tíðum. Sjálfstætt var þetta fólk, þrátt fyrir allt. En hjátrú og hindurvitni voru Islend- ingum runnin svo í merg og bein á dög- um Márusar á Valshamri og Kristrúnar í Hamravík, að í þeim efn- um er vart hægt að tala um miklar breytingar eða framfarir frá galdra- timum 17. aldar, enda setur hvort tveggja mark á allar persónur sagn- anna. Jafnvel Márus á Valshamri er haldinn hjátrú, svo að ekki sé talað um menn eins og Eyjólf, hálsverja hans. En Márus reynir að leyna þvi, reynir að láta þennan veikleika ekki hafa áhrif á athafnir sínar og afstöðu. I 21. kafla sögunnar, þar sem einna hezt má komast að kjama hennar, auðlegð máls og frásagnar nær hámarki og barizt er við höfuðskepnumar af miskunnar- lausri karlmennsku, skýtur hjátrúnni upp í hugskoti þessarar einstæðu kempu: „En meistari Jón gat vitaskuld verið þama í spilinu, því að auðvitað mundi hann vera sá valdamaður hjá himnakónginum, að hann gæti gert manni þá bródolíu að láta hlána, þegar manni gegndi verst, enda þess íleiri en eitt dæmi, hvað sem þessir lærðu menn nútíðarinnar sögðu, að galdramenn réðu veðri og ekki var ýkjaólíklegt, að meistari Jón þættist nú eiga sín í að hefna, þegar hann sá, að maður fór sínu fram um selafarið og sýndi, að vilji og geta manndómsmanns lutu þar ekki í lægra haldi fyrir klækilegu áfalli.“ Og Márus bóndi hefði ekki haft neitt á móti þvi „að eiga orðssverðið, sem hairn meistari Jón mundaði í sinum skammadembum." Og þá kemur að því að hann ávarpar guð sinn og herra, þegar hann stefnir fleyi sínu gegn hætt unni i Músasundi, áður en þeir ná landi eftir hættulega veiðiför. Márus Magnússon rétti úr bakinu, en laut þó höfði og gekk nú i fyrsta sinn af eig- in hvötum á eintal við þann „sem vera mundi þó mestur allra meístara og mátt arvalda í lífi og dauða, og hann mælti rólega og blátt áfram og ólíkt því, sem hann værí að tala við kammerráðið í 21. febrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.