Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Side 14
finíforml: „Vlta munt þú það, skaparl minn og herra, að þess vegna hef ég djarft teflt að þessu sinni og trúlega syndgað stórt, að mér þykir sem mann- dómur minn og frelsi sé í veði, að ég fái heim flutt þá veiði, sem ég hef hlotið í dag. Ég bið þig ekki forláts, heldur fararheillar, en stýra mun ég svo, að það megi vera sjálfum skapara mínum tii sóma“.“ Á þessu andartaki sameinast tvær ólíkar persónur fyrr nefndra skáldsagna Guðmundar G. Hagalíns, Márus á Valshamri og Kristrún í Hamravík, í einni manngerð og hugsan- ir þeirra renna í einum farvegi að ósi síns herra. Svo áieitnar forsendur eru Guðbrandsbiblía, Vídalinspostilla og Passíusálmarnir og aðrar guðsorðabæk ur lífi þess fólks, sem skáldið kynntist í æsku eða hafði spurnir af, svo mikils- verðar máttarstoðir. Selveiðikaflinn í Márusi minnir á margan hátt á Moby Dick. Þó er hann rammislenzkur, og kjarnmikil lýsing á seladrápinu, veðurlýsingum, samtöl- um og viðhorfum persóna. Kaflinn er í bókinni tákn þeirra ör- laga, sem sagan fjallar um. Þrátt fyrir allt þetta, leiðir hann óhjákvæmilega hugann að hinni miklu skáldsögu Mel- vills, Moby Dick, þó að hún hafi frem- ur hvatt Guðmund G. Hagalín til átaka, en að hún sé honum beinlínis fyrir- mynd, enda af nógu að taka af reynslu hans sjálfs, frá því hann stundaði sjóinn forðum daga. Guðmundur G. Hagalín hefur ekki þurft að sækja efniviðinn í skáldverk sin í reynslu annarra, þó að hún hafi orðið honum örvun til list- rænna átaka, eins og ævisögur hans sýna. Ekki er úr vegi að minna hér á ummæli hans um það, hver var kveikj- an í smásöguna Konan að austan, þó að hún eigi raunar fátt sameiginlegt með Kristrúnu i Hamravík, þrátt fyrir orð skáldsirrs hér að framan: „Stór skúr fylgdi húsinu Lindarbrekku við Ný- býlaveg, en það hús keypti ég vorið 1951,“ segir hann i eftirmála Þrettán sagna, 1958. „Dag einn um haustið stóð ég í dyrunum á þessum skúr og var að brjóta spýtur í eldinn. Þá heyrði ég, að kvenmaður bauð mér góðan dag. Ég tók undir og vatt mér við. Sá ég þá, að skammt frá mér stóð kona með á að gizka sex ára dreng við hönd sér. „Get- ur maðurinn sagt mér, hvar hún Anna, systir mín býr?“ spurði konan. „Hún býr þarna,“ sagði ég og benti á hús rétt hjá. „Ég hélt það nú líka,“ mælti konan. „En það var enginn heima." „Hún fór í bæinn áðan, þóttist ég sjá,“ sagði ég ennfremur. Nú var drengur- inn tekinn að fitla við gaddavír, sem strengdur var úr skúrhorninu í staur á malarfyllingunni. „Vertu eltki að þessu fikti, barn,“ sagði konan. „Ég held hann geti nú ekki skemmt vírinn, dreng urinn,“ sagði ég. „Nei,“ mælti konan, „en hann gæti meitt sig á honum, hélt ég.“ Svo horfði hún á mig, móleitum spurnaraugum, eins og hún vildi mér eitthvað frekar. „Það er gott veðrið," sagði ég. „Já, það sér til við verkin sin,“ sagði konan. Og enn horfði hún á mig, eins og hún vildi gjarnan segja við mig eitthvað, sem einhverju varðaði. En svo vék hún sér við og mælti: „Veri maðurinn sæll. Ég þakka honum fyrir“. „Sæl ekkert að þakka“. Ég stóð góða stund og horfðl á ertlr henm, langaðl tll að kalla og spyrja, hvort hún vildi ekki bíða heima hjá mér eftir því, að systir hennar kæmi heim. En ég gerði það ekki, heldur tók á ný til við spýt- urnar. Hún var þó síður en svo búin að yfirgefa mig, konan sú arna. Hún vék varla frá mér, ef ég vakandi var, og stundum dreymdi mig, að ég var að rabba við hana og drenginn, vorum eina nóttina stödd á hlaði bæjar, sem stóð á miklu flatlendi — mér fannst, að það mundi vera i Landeyjunum. Loks kom þar, að dag einn snemma i nóvember settist ég við ritvélina upp úr nóni, og um miðnætti var ég búinn að skrifa þrisvar söguna Konan að austan, — og las hana fyrir konu mína, áður en ég gekk til sængur . . 1 smásögunni býður skáldið konunni auðvitað inn, hellir upp á könnuna og kemst þá eins nálægt hjarta hennar og unnt er, því að hún er auðvitað utan af landi, varkár kona, en opnar sig yfir kaffibollanum. Hann hlustar á sögu hennar, slitrótt, tragikómísk samtölin mynda smám saman harla sérkennilega lífsreynslu. Svo stutt er bilið milli skáldskapar og veruleika, ekki einung- is í verkum Guðmundar G. Hagalíns, heldur flestra þeirra höfunda, sem ein- hverjar sögur fara af. „Hráefni í skáld- skap liggur í hvers manns götu. Hitt skilur milli feigs og ófeigs, hvað úr því er unnið — hvort það verður eins og bögglað roð fyrir brjósti skáldanna, dautt og ómelt, eða listræn næring og vaki eigin sköpunar," segir Sigurður Nordal í riti sínu Hallgrímur Péturs- son og Passíusálmarnir (Helgafell, 1970). í þeim skáldsögum Guðmundar G. Hagalíns, sem hér eru gerðar að um- talsefni, verður „hráefnið" persónulegri reynslu skáldsins i senn lífræn næring og vaki eigin sköpunar. Enda þótt stíll og orðfæri á Kristrúnu í Hamravík og Márusi á Valshamri beri sterkan keim af Vída- línspostillu og Passíusálmunum og þeim guðsorðabókum öðrum, sem höfðu áhrif á persónur sagnanna og mótuðu þær, hafa fá dæmi verið tekin úr þessum bókum um einstök sérkennileg orð eða orðasambönd, sem höfundurinn not- ar eða hefur hliðsjón af, t.a.m. þau sem eru af erlendum uppruna. Þó er þar um auðugan garð að gresja. Sá sem hyggst leita fyrirmynda að stíl, orð- færi og einstökum orðum í Kristrúnu í Hamravík og Márusi á Valshamri í guðsorðabókunum, fer ekki í geitarhús að leita ullar. Þar úir og grúir af orð- um, orðatiltækjum, líkingum og stíl- brigðum, sem einkenna frásögnina í Kristrúnu í Hamravík og tungutak ein- stakra persóna í Márusi á Valshamri. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þessara tengsla nokkru nánar. í formála sínum fyrir Vídalínspost- illu, sem dagsettur er í Skálholti 7. ágúst 1717, talar meistari Jón um kristi- lega kirkju guðs, „i ísland.i", sem sína „hjartkæru móður“ og óskar henni „friðar og heilla af sínum unnusta", þ.e. þeim sem ann henni, því að núverandi merking orðsins unnusti væri í hróp- legri andstöðu við nákvæmar líkingar Jóns Vídalíns. í formála þessum koma m.a. fyrir orðin skenkur og þénari og í formálanum „til lesarans", sem dag- settur er í Skálholtl 9. marz 1718, koma fyrir orðin langsamur (hægur) og befal andi. í bæn eftir prédikun: að offra, eigindómur, yfirfall, makt, þenkja, und- irsátar, forláta og dauðans port; í fyrsta inngangi, eða exordium, (fyrsta sunnu- dag í aðventu) koma fyrir orð eins og forkostulegur og brúka, en í útlegging- unni orðin forþénusta, straffa, lukka, ektakvinna, forakta, forbrenndur, for- djarfast, sérdeilis, aðskiljanlegur, akta, forgengilegur, höndla og prís, svo að dæmi séu tekin. Þá notar Jón Vídalín á öðrum stöðum orð eins og forganga, meina, réttferðugur, blífa, fortaka, for- eyðsla, mótstanda, mektugur, betala, for klára, forláta, prísa, dýrðardiktur, skikka, stiftagóss, forsorgun, óskikkan- lega, spekt, lokka, hofmóður, stand, snart (fljótt, bráðum), forgefins, van- brúka, undirvísa, uppdikta, kauphöndl- an, offra, uppþenkja og tilgefa, svo að enn séu nokkur dæmi nefnd. 1 inngangi Passíusálmanna nefnir Hallgrímur Pétursson orðin: umþenk- ing, sérdeilis, befala og meining. í sálm- unum sjálfum koma fyrir, eins og í Vída línspostillu, ótrúlega mörg orð, sem byrja á forskcytinu for- og hefur sumra þeirra verið getið hér að framan. Nokkur dæmi um þessi orð og önnur í svipuðum anda í Passíusálmunum fara hér á eftir og eru þau ekki tekin í stafrófsröð frekar en þau orð, sem val- in voru úr Postillu Jóns Vídalíns, held- ur verður þeirra getið eftir því sem þau koma fyrir i sálmunum: forlíka, uppteikna, bevara, þenkja, tilskikka, angistar(sveita), forhindra, forráða, forhöndla, fomema, (guð- dóms)magt, ígen (aftur), frí (frjáls), agta, skenkja, forsóma, forgefins, forláta, forskulda, straff(a), hast, (guðspjalls)historia, snart, spottyrði, spenna („syndin mjög sárt hann spenti"), áklaga, eðalborinn, eðla („orð Jesú eðal sætt“), formerkja, uppdikta, lukka, fríun (frelsi), spott, forsmá, partur, skapa, fall („í Adams falli það skeði"), foragt, prakt, hofmóðugur, klaga, höndla, áklögun, par („ei par“), undirsátar, forsvar(a), herlegt („háðir eitt herlegt stríð"), umvenda, skikkun (skikkan), forlíkast („forlíkast gjörðu fjandmenn tveir"), angist, for- blinda(ður), trónn („lamb guðs á hæsta trón“), grunda, sannferðugt, þéna, inn til (þangað til; d. indtil: „Réttlætis all- an ávöxt bar / inn til krossdauða hlýðinn var“), óforþént, forprís, for- þénuð, (verka)betaling, forundrast, sorgarskikk, blífa, meðkenna („hann þig guðs son meðkenndi"), selskap og forgár („slægðin dramblátra slétt for- gár“; d. forgár), svo að nokkurra orða sé getið. Sum þessara orða eru tíðnot- uð í Passíusálmunum. Mörg fleiri orð, bæði úr Vídalínspostillu og Passíusálm- unum, mætti nefna, sem eru af svip- uðum uppruna og þau erlendu orð, sem svo mjög koma við sögu í Kristrúnu í Hamravík og talsmáta sumra persón- anna í Márusi á Valshamri. Líkingarnar sverja sig einnig í ætt- ina. Þær eiga margar hverjar rætur sínar og uppruna í Biblíunni sjálfri. Sr. Hallgrimur Pétursson segir í Öðrum sálminum, að herrann hafi verið olíu- tréð rétta („olíutréð rétta herrann var“); hann talar um grasgarðinn guðs kristni („Guðs kristni er grasgarð- ur einn"); í Sjöunda sálminum segir hann: „Blóð skaltu ei því banna, / burt sníddu grein lastanna"); í Tíunda sálmi óskar hann eftir þvi, að hjarta sitt og hús sé heimili Krists og talar um „reyrinn brotna" í Ellefta sálmi og á þá við sjálfan sig; í Seytjánda sálmi kallar hann miskunnina drottins akur, minnist nokkru síðar á „holdsins hreysi", segist í Tuttugasta og fjórða sálmi hafa verið færður í synd- anna flík („syndanna flík eg færðist í“; sbr. „forsmánar flíkur" í næsta sálmi á eftir), og talar jafnvel um „hjartans kné“, svo undarlegt sem það mundi þykja, jafnvel i líkingamáli á atómöld! („beygðu holdsins og hjartans kné“, segir í 9. erindi 24. sálms); í Þrítugasta sálmi talar hann um „samvizkunnar sár“ (7. erindi) og segir í Þrítugasta og öðr- um sálmi, að mannkynið sé visnað tré („Þú skalt vita, að visnað tré / var mannkyn allt á jarðriki", sbr. 9. erindi) og líkir sjálfum sér einnig við slíkt tré nokkru síðar í sama sálmi; í Fertugasta og fyrsta sálmi kallar hann Krist rétt- lætissól og eru líkingar af þvi tagi bæði gamalgrónar og algengar. Loks er að geta þeirrar líkingar, sem nýstárleg- ust er, þótt hún eigi sér ekki hlið- stæðu í Kristrúnu i Hamravík né Márusi á Valshamri, fremur en ýmsar aðrar sem setja svip á Passíusálmana, þó að líkingamál Kristrúnar gömlu og fjeiri persóna I skáldsögunni sé af svipuðum toga og vaxið úr sama jarð- vegi; í Fertugasta og áttunda sálmin- um, þar sem skáldleg tilþrif sr. Hall- gríms ná hvað hæst, enda er lokaerindi þeirra eins konar hámessa í Márusi á Valshamri („Hjartans innstu æðar mín- ar . . .“ o.s.frv.), er talað um að skepn- urnar hafi bjargazt inn um opnar dyrnar á örk Nóa („Opnar dyr á arkar síðu / inn um gengu skepnurnar . . . 11. erindi) og likingunni haldið í næsta versi, þegar skáldið talar um fyrirheitið mikla í einhverjum eftirminnilegustu orðum íslenzks trúarskáldskapar: „Lífsins dyr á síðu sinni setur Jesús opnar hér svo angruð sála aðstoð finni öll þá mannleg hjálpin þver Hver sem hefir þar athvarf inni frá eilífum dauða leystur er.“ í framhaldi þessara orða kemur svo er- indið: „Gegnum Jesú helgast hjarta . . .“ o.s.frv. (16. erindi). Allt eru þetta stór- merki í íslenzkum skáldskap, svo vel sem með efnið er farið, en hinu má samt ekki gleyma, að hér á sr. Hallgrímur ekki einn hlut að máli, þvi að sr. Jón Magnússon líkir arkarglugga Nóa einnig við siðusár Krists í Píslar- saltaranum. Aðra líkingu hefur sr. Hallgrímur (og meistari Jón) fengið úr annarri átt, Eintali sálarinnar, en lyft- ir henni einnig í æðra veldi (sbr. Sig Nordal um sr. Hallgrím): „Drottinn Jesú, þú ert sú rétta hella, sem Móses sló í eyðimörkinni, af hverri vatns- straumur rann . . .“ („Ot rann svala- lindin skæi' / sálin við þann brunninn bjarta / blessun og nýja krafta fær“). Skáldið kann góð skil á þessari lík- ingu og leggur hana á tungu Ólafs arkarkrumma, enda væri honum illa úr AJ 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.