Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 15
ætt skotið, ef tungutakið væri ekW sæmilega bragðmikið.......fátækur og umkomulaus vil ég reka erindi þess höfðingja, sem sjálfur átti aldrei neitt og laust staf sínum á stein sálar minn- ar, svo þar streymir út lífsins vatn I stað syndarinnar vessa“. Hann hafði svo sem tekið þann rétta kósinn, hann Ólafur Betúelsson, sú lífsins lind! Mörg fleiri dæmi mætti nefna úr Passíusálmunum, sem renna stoðum undir þá fullyrðingu, að Kristrún í Hamravík og Márus á Valshamri nærist á þessum jarðvegi gamalla guðsorðarita, en þetta verður látið nægja, Aftur á móti er rétt að geta nokk- urra líkinga úr Postillu Jóns Vldalins til að sýna þessi tengsi enn betur, því að fáir eru jafnokar meistara Jóns i því að fara með tákn og líkingar og er hann þá bæði hnyttinn og rökvís, eins o'g Páll Þorleifsson bendir á í fyrr- nefndum formála sínum. Eftirfarandi dæmi úr postillunni gæti alveg eins ver- ið sótt í hugskot og tungutak Kristrúnar gömlu í Hamravík: „Þegar dæma á milli bróður og bróður, á milli blóðs og blóðs, en hinn voldugi ber fé í dóminn eða óttinn kvelur eða vinátt- an kitlar þá hönd, sem á sverðinu heldur, mun þá ei andskotinn setja brilhir (leturbr. min M.J.) upp á réttar- ans nasir, svo að hann ekki fái rammað þann höggstað, sem hann ætli?“ (föstud. langa). 1 Bæn fyrir prédikun segir svo I Vídalínspostillu: „Og ef vér, sem erum heystrá, megum ekki snerta þig, sem ert einn fortærandi eldur, þá leyf oss að skríða að sonarins fótum, sem er hold af voru holdi, og þvo þá I tárum vorrar iðranar. En æ, vor guð, vér vitum, að hann er í heiminn kom- inn til að lækna það, sem kramið er. Hvað kann það oss að gagna, ef vort hjarta er heilt, ef það er harðara en nokkur steinn? Því grátbænum vér þig fyrir hans dýru kvöl og blóðugar und- ir: Slá þú, ó, herra, á þennan harða klett með Móises sprota, svo að vatns- straumarnir, já, eitt brennandi vatns- flóð megi spretta þar út af til að þvo vorar óhreinar samvizkur. Lát einn gló- andi anda brenna upp allt sorp annar- legra þanka úr voru hjarta, sem er þitt musteri, svo þín orð fái rúm þar inni.‘ Mundi ekki þessi kafli hafa átt hljóm- grunn í hjarta Kristrúnar gömlu i Hamravik? Eða — þessi orð Jóns Vídalins í Bæn eftir prédikun: „En æ oss, drottinn vér erum svo kaldir i bæn inni, að vér óttast megum, að þú viljir skyrpa oss út af þínum munni . . . , sbr. fyrrgreint dæmi um lát Betúels sæla Hallssonar, þegar hann hrapaði fyrir björg og var fluttur heim í Hamra- vik. Meistari Jón talar um, að það þyki indælt að sofa á „kodda athugaleysis- ins“ (exordium, annan sunnudag í að- ventu). Og í útleggingunni fyrsta sunnudag í föstu, segir hann: „Það, sem einhver við þarf, það brúkar Satan til að lokka manninn til vondra verka, og svo sem einn klókur veiðimaður, hann leggur það agn fyrir dýrið, sem hann veit þvi lostugast þykir, og þá, þegar hann hyggur það hafa mesta eftirlöng- un, svo fiskar og Satan með þörf- inni og kryddar agnið með vellysting- unni.“ Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna skyldleika stils og orðfæris skáldsagn- anna og guðsorðaritanna. Þó að hin síð- ar nefndu og þá ekki sízt Passíusálm- arnir og Vídalínspostilla, hafi borizt um allt landið, er enginn vafi á þvi, að áhrif þeirra hafi verið meiri og lengri í einangruðum sveitum Hornstranda en annars staðar á landinu. Guðmundur G. Hagalín hefur ekki búið til eða upp- diktað tungutak persóna sinna. En hann hefur myndað ýmis orð, sem falla að talsmáta þeirra og stil sagnanna. Áður hefur verið minnzt á nokkur þess ara orða, en erfitt er að henda reiður á, hver er höfundur nýyrða í málinu, meðan söguleg orðabók er ekki fyrir hendi. Þessu viðvikjandi má einungis benda á til viðbótar þvi, sem fyrr get- ur, að fírspýta, sem notuð er í loka- kafla Kristrúnar I Hamravik, er ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals, en orðið hef ur vafalaust verið notað víða um land. Aftur á móti er líklegt, að Guðmundur G. Hagalín hafi myndað orðið ónota- svimbur, en siðari liður orðsins, svimb- ur, er samkvæmt orðabók Sigfúsar Blöndals, arnfirzkt, þ.e. vestfirzkt. 1 Márusi á Valshamri er talað um að bjarga e-m „úr gleypitólunum á kon- unni og krakkavörgunum" og að ekk- ert sé að henda reiður á því „sem fram gengur úr glamurholunni á þvi ólík- indatóli". Gleypitól og glamurhola hef ég ekki fundið annars staðar í rituðu máli. Ennfremur er talað um gaphús þótt ekki sé það myndað af höfundi: „i blautu skegginu (á Eyjólfi) opnaðist rautt gaphús" (= munnur). Oftast notað i þeirri merkingu fyrir vestan, en Sigfús Blöndal merkir það austfirzkt í merking unni gimaid. Þá notar ein sögupersónan, Eyjólfur, orðið omtrent og ennfremur kemur fyrir eins og fyrr segir, orðið hel- viturnar, sem ekki er að finna i orðabók Sigfúsar Blöndals, frekar en gleypitól eða glamurholur. Aftur á mót er orðið gleypilegur í orðabók Sigfúsar Blöndals (gráðugur) og glamurholur eru auðvit- að ekkert annað en þvaðurholurnar þ.e. munnurinn. Slik orð og samsetning orða renna inn í stil sagnanna með fullkom- lega eðlilegum hætti og má þvi ætla, að þarna hafi skáldlegt hugmyndaflug höf- undar ráðið ferðinni, ekki siður en þegar hann myndaði orðið nánasaródýr og fleiri orð, sem fyrr eru nefnd. 1 Kristrúnu I Hamravik segir hann m.a.: „franskt og furðulegt“, „af kvenkindar- innar náttúrulegu forvitni og frenju- tilhneigingu", (frenja var notað um ó- þekkar ær fyrir vestan og stúlkur sem létu illa; að frenjast í var notað um kýr sem voru að hnusa af þessu og hinu), „og smeygði sér í gataverkið", „og starði sínum grátsjónum í augun á þeirri gömlu“, (í seðlasafni Orðabókar Háskól- ans er aðeins eitt dæmi um grátsjónir, yngra “en Kristrún í Hamravik), „að leggja veltivölur á þínar götur“, „við hana versu og hennar brellisveina", „þessar líka dónsaralegu buxur", (donsi eða dónsi var algengt smækkunarorð af dóni), „en það er meiri billuskollinn", (billa merkti leiður, smitandi, en ekki alvarlegur sjúkdómur; G. G. Hagalín heyrði tvær konur nota þetta orð, önn- ur var amma hans sem sagði: „Það er þessi billuskolli sem er að stinga sér niður“), „og margvíslega blekkitakta", „befatta sig með“, (þ. e. skipta sér af e-u, fást (eiga við e-ð), „ekki hefði verið tjaldað til því skamm- skásta“, (líklega myndað úr: skömminni skárra), „agnaróvera“, „agnarnóru- hnoðri" og „andagtarháttelsi", svo að nefnd séu dæmi um orð og orðasam- bönd, sem a.m.k. vantar í orðabók Sigfúsar Blöndals. 11. KAFLI LOKAORÐ OG NIÐURSTÖÐUR f sögunni af Kristrúnu í Hamravík eru tvö ris, þar sem frásögnin rís sam- kvæmt eðli og hrynjandi þess lögmáls, sem farið er eftir. Fyrra risið í sög- unni eru sættirnar við Passíusálmana í niðurlagi þess kafla, sem skáldið nefn- ir: „Falur reynist ekki allur, þar sem hann er séður — Og gamla konan flyt- ur Passíusálmana." Ekki er gott að vita, hvað hún fór með úr sálmunum, gamla konan, þegar hún sættist við skapara sinn og herra og svo auðvitað sr. Hallgrím. En kannski hefur það ver- ið 12. versið í Fimmtánda sálminum, þar sem segir svo: „Víst er eg veikur að trúa, veiztu það, Jesú bezt, frá syndum seinn að snúa, svoddan mig angrar mest; þó framast það eg megna þínum orðum eg vil treysta og gjarnan gegna. Gef þú mér ráð þar til." Siðara risið í Kristrúnu í Hamravík verður svo í lok sögunnar, þegar gamla konan gerir upp við Ólaf Betúelsson, eða Arkarkrumma, son sinn, og þá ekki sízt með lykilsetningu sögunnar að orð brandi sínum, að hann ríði „net vél- ræðisins á riða guðrækninnar og með herrans orð fyrir netnál", eins og hún kemst að orði. Og auðvitað eins og tal- að út úr brjósti Jóns Vidalins. Og þó að þess sé ekki sérstaklega getið hefur hún einnig átt traust og hald i Passíu- sálmum sr. Hallgrims, þegar hún nánast fiæmir burt þetta afsprengi sitt. — Arkarkrummi hverfur sjónum gömlu konunnar, þar sem hann „lötraði úr garði á sínu ættaróðali", fulltrúi hræsni og yfirdrepskapar þeirrar sérkenni- legu, en þó engan veginn óalgengu ofsa trúar, sem var honum í senn sverð og skjöldur, en þó engan veginn ættar- arfur, þrátt fyrir margt, sem hann hef- ur vafalaust heyrt af vörum móður sinnar, sótt í heittrúarstefnu þeirra guðsorðabóka, sem var segl hennar og vindur i foráttu erfiðrar ævi. En gamla konan hvikaði ekki og á bak við hana stóð Biblian sjálf, guðs orð, (sbr. það sem Arkarkrummi les óvart: „Sætt er svika- brauðið," o.s.frv.) og þrátt fyrir allt Jón biskup Vídalín og sr. HáUgrímur — sá síðarnefndi I 19. versi Nitjánda sálmsins, sem vafalaust hefur vaknað í brjósti hennar, eftir uppgjörið við son- inn: „Rannsaka, sál min, orð það ört, að verður spurt: hvað hefir þú gjört? þá herrann heldur dóm; Jjálpar engum hræsnin tóm, hrein sé trú í verkunum fróm.“ Kristrún í Hamravík átti ekki í neinu trúárstríði eins og sr. Hallgrímur Pétursson. „Verkin fróm“ dugðu henni. Sálmarnir hafa áreiðanlega staðið ajarta hennar nær en postillan, a.m.k. í trúarlegum efnum: Meistari Jón vík- ur aldrei frá undanbragðalausum rétt- trúnaði sins tíma, sr. Hallgrimur á í baráttu. Og sú barátta færir orð hans nær hjarta gömlu konunnar, þau skilja hvort annað, þegar á reynir: „Hrittu ei frá þér herrans hönd hún þó þig tyfta vildi; legg heldur bæði líf og önd Ijúflega á drottins mildi“, bafði hann sagt, þegar hann átti hvað bágast og þurfti að snúa sér milliliða- laust til herrans sjálfs í Fertugasta og f jórða sálmi, talar jafnvel um að: „Góð- lyndur faðir guð þinn er.“ Þetta hefur hún ég kunnað að meta. Og ekki síður hitt, þegar sjálfur sr. Hallgrímur segir í blóra við margvíslegar útlistanir, lik- lega ekki sízt þeirra sem kenndu Ólafi Betúelssyni að beita fyrir sig Orðinu i Noregi: „herra minn guð og mann,“ stendur svart á hvitu í Þrítugasta og sjötta sálmi, 8. versi. Og hana nú, Ólafur Betúelsson, Arkarkrummi. Ætli þau hafi ekki átt það sameiginlegt, sálmaskáldið og hún Kristrún gamla „að rúma andstæður fremur en útiloka þær“ og ósamkvæmnin hafi þokað henni eins og guðsmanninum „hænufeti nær þvi en hinir rökvisu kerfasmiðir að óra fyrir leyndadómum þessarar óræðu tilveru og þverstæðum mannlegs hlutskiptis", svo að enn sé vitnað til orða Sigurðar Nordals um Hallgrím Pétursson. Orð meistara Jóns um ágirndina, sem urðu upphafið að stríðinu milli hans og Márusar á Valshamri, áttu sér svo sann arlega einnig stoð í sálmum séra Hall- gríms Péturssonar, eða hafði hann ekki sagt í upphafi 8. vers Sextánda Passiu- sálms: „undirrót allra lasta ágirndin kölluð er“? Áður hefur verið minnzt á forsend- ur átakanna í Márusi á Valshamri. Márus hyggst lesa sunnudaginn i föstu inngangi, en bókamerkið eða miðinn var á röngum stað, svo að hann lenti á fyrsta sunnudegi í föstu. Hann les fyrst :freistingarsöguna í exordium, átökin eða einvigið „millum þess allra bezta og hins allra versta". Þegar hann tók sér málhvild og hleypti brúnum, hvatti Þórdis tengdamóðir hans hann að halda áfram sem horfði, — „þó að þetta sé lesturinn á fyrsta sunnudag i föstu, — við fáum þá hinn á sunnudaginn kemur, sonur sæll“. Þá hóf Márus lestur út- leggingarinnar, las nú hægar, siðar með rykkjum, kemst jafnvel, að því er virð- ist, sæmilega klakklaust fram hjá eft- irfarandi áminningu, því að ekki er þessarar tilvitnunar sérstaklega getið i sögunni: „Hann, sem útsýgur hús ekkna og föðurlausra undir hilmingu laga og réttinda, hann, sem svíkur sinn náunga í kaupum og sölum, hann, sem leggur agn ónauðsynlegva og skaðsamlegra hluta fyrir hans óframsýni og fáfræði 21. febrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.