Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Page 16
tH að láta hann hungra á hinni vondu
tíð, en feitir sjálfan sig þar með, sá,
eð inniheldur sveita þess, er erfiðar,
sá, eð svíkur þann í sínu erfiði, sem
hann elur, klæðir og launar honum, —
munu ekki allir þessir og þeir, eð þeim
líkir eru, munu þeir ekki, segi ég, gera
steina að brauðum?"
Það er ekki fyrr en kemur að setn-
ingunni: „En þegar Satan finnur, að
hann ekki neitt orkar með efasemdinni
eður oftraustinu með hverjum hann
plagar almennilega að pretta mennina
í heiminum ( og eru hans daglegar veiði
brellur), þá tekur hann til þess (sem
hann vissi, að sterkast var) sem er
óleyfileg girnd til auðæfa og metorða."
Það var hér, sem Márusi svelgdist
fyrst alvarlega á.
Þess má geta, að í texta sögunnar
vantar þessar setningar postillunnar: og
eru hans daglegar veiðibrellur, og: sem
hann vissi, að sterkast var, — og virð-
ist engin sérstök ástæða fyrir þvi,
nema þá, að Márus hafi hlaupið yfir
þær i geðshræringu og tilfinningahita.
Fleiri breytingar hefur höfundur gert
á orðum postillunnar, án þess þó að þær
breyti efninu á nokkurn hátt.
Þrjú ris eru i Márusi á Valshamri
auk þessara fyrstu átaka við meistara
Jón:
Þegar Márus og hálsverjar hans
standa í lok 21. kafla í fjörunni, eftir
lífshættuna í Músasundi, segir svo:
„Þegar út dró, öslaði Márus til lands
og upp í fjöruna. Honum var stirt um
gang, en stefnan örugg. Þarna stóð
Guðný Reimarsdóttir — var næst bátn-
um af þeim, sem héldu í fangalínuna.
Skyndilega sleppti hún festinni. Nú
horfðust þau í augu, hjónin — og ekk-
ert heyrðist nema þytur stormsins, dyn-
ur regnsins og svarrandi endurtekning-
ar öldunnar. Siðan steig Guðný Reim-
arsdóttir þetta skref, sem var á milli
hennar og Márusar Magnússonar, lagði
regnvota handleggina um háls honum,
hans faðmur sjóblautur. Faðmlagið var
langt . . .
Svo var þetta ekki meira — ekkert
orð sagt, ekkert minnzt á lífshættu,
ekkert á ótta, ekkert á veiði. ..“
Annað ris sögunnar verður svo í 25.
kafla hennar, þegar Márus bóndi hef-
ur gert það upp við sig og samvizku
sína, að Guðný Reimarsdóttir og meist-
ari Jón Vídalín hafi haft rétt fyrir sér:
„Þú skalt ekkert vera að þakka mér
þetta, Þórarinn. Ástæðan til þess, að ég
hef ákveðið að lækka verðið, er bara
sú, að ég hef komizt að þeirri niður-
stöðu, að Guðný mín og meistari .lón
hafa haft að mestu leyti rétt fyrir sér
— og samvizka min í rauninni verið á
þeirra bandi, — það hefur sem sé hlánað
I mér núna — eins og í blessaðri nátt-
úrunni."
Deila má um það, hvort sögunni af
Márusi á Vaishamri hefði ekki getað
lokið, þar sem þau stóðu í fjörunni
hann og Guðný Reimarsdóttir. En lög-
mál sögunnar og tilgangur krefst fram-
halds. Það verður að loka hringnum,
uppgjörið við meistara Jón verður að
vera algert. Annað risið er liður
I þessu uppgjöri, en þriðja risið bind-
ur svo endahnút á það. Það kemur und-
ir lok sögunnar, þegar Márus á Vals-
hamri les aftur í Vídalínspostillu. Fyrst
blaðaði hann litið eitt í henni, sá að
þar var enginn miði og las freistingar-
söguna „hátt og skýrt og strax með
alimiklum áherzlum" (Matth. 4. kap.):
„1 þann tíma: þá var Jesús leiddur af
anda á eyðimörk upp á það, að hann
yrði freistaður af djöflinum . . .“ Nú
var hlustað af athygli. „Ajá, þar mundu
þeir þá sáttir, kempurnar. Þetta vill nú
hún ég sjá og heyra . . . Hii eitthvað
mundi meistari Jón hafa Orðið að slaka
á — svona til að koma til móts við
þann mann, Márus Magnússon!" verður
Þórdísi tengdamóður hans að orði.
Það var eins og allir hlustuðu, eins
og þeir heyrðu nú í fyrsta sinn. „Márus
las af vaxandi hita og móði, eftir því
sem lengra leið á lesturinn og jók
áherzlurnar þegar hann kom að því
sem hafði sunnudaginn í föstuinngangi
ergt hann og að lokum gert hann svo
hamstola af reiði, að hann fleygði post-
illunni, svo gott, sem sjálfum meistara
Jóni, af hendi í loftsgatið — og að segja
mátti fyrir hunda þessa heimilis . . . og
á þessum orðum — undir lok lestrar-
ins —• herti hann mjög og sló hnefa
vinstri handar á kné sér: „Vík frá mér
Satan, þvi að skrifað er: Drottinn guð
þinn skalt þú tilbiðja og honum ein-
um þjóna. Nú er það öldungis ómögu-
legt undir eins Guði að þjóna og
Mammoni. Viljir þú þar fyrir að þitt
hjarta sé Guðs musteri, þá rek þú
Satan út þaðan með hans bölvaðri aura-
elsku . . .“ Síðan var sættargjörðin inn-
sigluð með því að Márus hóf sönginn
og söng nú allt fólkið fullum rómi 19.
versið i Fertugasta og áttunda Passiu-
sálminum:
„Hjartans innstu æðar mínar
elski, lofi, prísi þig,
en hjartablóð og benjar þínar
blessi, hressi og styrki mig;
hjartans þýðar þakkir finar
þér sé gæzkan eilíflig."
Að vísu stendur í Passíusálmunum
„græði mig“, en ekki „og styrki mig",
og er ekki annað hægt að segja en
þau frávik verði dálitill blettur á sátt-
argjörðinni, einkum og sér í lagi þeg-
ar höfð eru í huga þessi orð séra
Hallgríms í formála hans: „Guðhrædd-
um lesara: heilsun!“: „En þess er eg
af guðhræddum mönnum óskandi, að
eigi úr iagi færi né mínum orðum
breyti . . .“ Og eftir átökin í sögunni
hefði orðið „græði“ átt betur við en
„styrki", eins og á stóð. En hitt vegur
samt þyngra á metaskálunum, að svo
vel og skemmtilega vill til, að einmitt
þetta erindi Passíusálmanna á sér ræt-
ur og fyrirmyndir í sjálfri Liiju, 50.
erindi.
Ræturnar í þessum tveimur höfuðrit-
um Guðmundar G. Hagalins eru því
djúpar, sterkar og rammíslenzkar. Þær
hafa sogið næringu úr ýmsum áttum,
jafnvel klassiskri hámenningu
kaþólskrar kirkju. En það sem kannski
vekur mesta athygli, þrátt fyrir allt, er
sú staðreynd, að trú Kristrúnar gömlu
í Hamravík, lifsviðhorf hennar og
styrkur eru í raun og veru fyrir ofan
og utan guðfræðilegar útlistanir lær-
dómsmanna, eins og sr. Hallgrims
Péturssonar og Jóns Vidalíns, þó að
þeir séu tindarnir í lúþerskri kristni á
íslandi, hvor með sinum hætti. Að
þessu leyti er hún ósköp venjuleg is-
lenzk sveitakona, án þess sálarstriðs og
þeirrar kvalar sem oft eru fylgifiskar
lærdóms og þekkingar. Hún er óbrot-
in kona, lifir og hrærist í einfaldri
heimsmynd íslenzkrar alþýðutrúar, og
hefur orð meistaranna að undirstöðu
persónulegu sjálfstæði og inngróinni
guðstrú, ef henni sjálfri sýnist svo. Og
þó að gamla konan sé ekki alveg laus
við hjátrú og hindurvitni, eins og
draugatrú hennar sýnir, er raunsæi
hennar farsælli forsenda heilbrigðum
iifsháttum en sjálfsvirðing og þver-
móðska Márusar stórbónda á Valshamri,
sem er líkari meistara Jóni og afslátt-
arlausri lífsstefnu hans. Ef Kristrún er
íslenzk alþýða holdi klædd, má sú
sama alþýða vel við una. Kristrún í
Hamravík, sú góða gamla kona, hefur
litlar áhyggjur af syndinni, sem var sr.
Hallgrími í senn innblástur og örlaga-
þraut, og a.m.k. minni áhyggjur af
freistingunni en guðsmennirnir, enda
hefur hún vafalaust ónáðað þá meira.
Trú hennar var sízt af öllu byggð á
ótta, hvorki vegna sjálfrar sín né ann-
arra. Orðið sálarháski var t.a.m. ekki í
orðasafni hennar, heldur frí og frívilji.
Hún gerir upp við guð sinn, sættist
við hann með þessum orðum í sögulok:
„Og þar sem þú lézt mig nú, fría og
óhindraða, greiða þessa flækjuna eftir
beztu getu, og hefur kveikt nýtt lif í
þessu baðstofukorni, þá mundi geta
svo heitið, að við værum nú loksins
fyrir alvöru klár og kvitt. Minnsta
kosti mun hún ég ekki setja í mig neinn
hofmóð, þegar hlutaskiptin eiga fram að
fara. Og þó . . . Yrðir þú með eitthvert
rex eða vesen út af mínu áralagi, þá
er hætt við, að ég legði kollhúfur . . .“
Hún frelsaðist ekki vegna iðr-
unar, þrælsótta, ofstækis né hræsni,
heldur vegna eigin gerða og þess
hjartalags, sem var aðal hennar og óðal.
Á Hornbjargi.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
21. febrúar 1971