Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 1
15. tbl. 18. apríl 1971, 46. árg.
UNDIR
HARÐ-
STJÓRN
Samantekt á ýmsum atriðum úr
endurminningabókum Alberts
Speer og Krúséffs, sem sýnir
samband einræðisherranna
Jósefs Stalin og Adolfs Hitler
við nánustu samstarfsmenn
sína. Gísli Sigurðsson tók saman
TVEIR illræmdustu einræð-
isherrar aldarinnar, Adolf
Hitler og Jósep Stalín, eiga
margt sameiginlegt, sem
fróðlegt er að bera saman.
Báðir höfðu lilotið í vöggu-
gjöf áhrifamikinn persónu-
leika, báðir voru komnir af
alls óþekktu alþýðufólki en
gegndarlaus metnaður rak
þá áfram, unz takmarkinu
var náð. Báðir urðu oddvitar
ómannúðlegustu stjórnmála-
hreyfinga, sem sagan greinir
frá: Nasistaflokksins í Þýzka
landi og kommúnistaflokks-
ins í Rússlandi. Báðir höfðu
um sig hirð dyggra fylgis-
maniia, sem framkvæmdu
fáránlegustu skipanir út í
æsar og báðir réðu örlögum
og dauða milljóna manna.
fcoiif sýna það báðir og
sanna, hvað þessar stríð-
andi "stjórnmálahreyfingar,
kommúnisminn og nasism-
inn voru í rauninni skyldar.
Hjá báðum helgar tilgang-
urinn meðalið. Hjá báðum
tíðkaðist sama mannfyrir-
litningin og lágt mat á
mannslífum. Og síðast en
ekki sízt: Bæði hjá Hitler og
Stalín fór að verða vart geð-
veilu, þegar líða tók á ævi
þeirra og á köflum birtist
þetta hjá þeim báðum í
hreinni brjálsemi.
En hvað var það í fari manna
eins og Hitlers og Stalins, sem
fleytti þeim alla leið á topp-
inn í grimmúðugri samkeppni,
þar sem f jöldi valdaþyrstra ein-
staklinga stóö tilbúinn með rýt
inginn, hver við annars bak.
Tvær nýlega útkomnar bækur
skýra það að nokkru leyti.
Annars vegar eru endurminn-
ingar Nikita Krúséffs, sem að
visu er umdeiid bók og menn
engan veginn á eitt sáttir um,
hvort Krúséff sé sjálfur höf-
undurinn. Allt um það hefur
bókin vakið mikla athygli á
Vesturlöndum. Þó hún leiði ef
til vill ekki beinlínis neitt
nýtt i ijós, bregður hún birtu
á vissa hluti, sem fróðlegt er
að kynnast, til dæmis samband
inu á milli þeirra Stalíns
og Krúséffs. Hinsvegar er sú
bók, sem um nokkurt skeið hef
ur verið ofarlega á metsölu-
iistum, bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. Hún heitir „Innan
þriðja ríkisins“ og er endur-
minningar Alberts Speer, sem
framan af var arkitekt Hitlers
en síðar ráðherra hervæðing-
armála og hefur nú afplánað
20 ára fangelsisdóm í
Spandaufangelsinu samkvæmt
Niirnbergdómi frá 1945. Þar
gafst honum góður timi til að
íhuga fortiðina; hann segir frá
fyrstu kynnum þeirra Hitlers
og hvernig hann smám saman
lenti i þeim þrönga hópi, sem
svo til daglegt samneyti hafði
við foringjann. Að njóta náðar
Hitlers og vera í þessum
þrönga hópi var virðingar-
staða, sem næstum yfirskyggði
allt annað í Þýzkalandi fjórða
áratugarins. Hins vegar var
ekkert sældarlíf að umgangast
foringjann og veröur vikið að
þvi síðar.
Mörgum sem vel þekktu tii,
þótti tveggja áratuga fangels-
isdómur yfir Speer ósann-
gjam, en um leið var sannað
likt og löngum áður, að sekur
er sá einn sem tapar. Speer
dregur enga dul á hrifningu
sína á Hitler og fullkomna
hlýðni við boð hans og bönn.
En hann leit ekki á sig sem
stjórnmálamann, heldur fyrst
og fremst listamann, enda þótt
nútiminn hafi komizt að þeirri
niðurstöðu, að byggingarverk
hans hafi verið meðalmennsk-
an uppmáluð. En Hitler hreifst
af þeim og það réð úrslitum
fyrir Albert Speer. Hitt er aug
Ijóst, að Albert Speer hefur
haft frábæra skipulagsgáfu,
sem oft kom að góðum notum,
þegar Hitler heimtaði stórbygg
ingar, fuilbúnar eftir tiltölu-
lega skamman tíma. Og Speer
notaðist að sjálfsögðu vel að
þeim hæfileika, þegar hann
var orðinn hervæðingarráð-
herra Hitlers. Honum var í
rauninni mjög á móti skapi að
taka það embætti að sér; hug-
ur hans var allur bundinn
byggingarlistinni. En foring-
inn hét því, að Speer fengi að
nýju margföld tækifæri á vett-
vangi byggingarlistarinnar,
þegar hann væri búinn að
vinna stríðið. Og þess gat ekki
orðið langt að bíða.
Að öðru leyti er bókin skrif-
uð sem vamarræða; Speer get-
ur um, að hann hafi vitað um
fangabúðir, þar sem Gyðing-
um, frímúrurum og kommúnist-
um hafi verið smalað saman.
En honum fannst hann ekki
bera ábyrgð á því, vegna þess
að hann kom ekki nærri því
sjálfur. Dómararnir í Núm-
berg litu öðruvisi á það. Hvað
sem því liður, er athyglisverð-
ast við bókina, það sem Albert
Speer segir af daglegu lifi með
foringjanum.