Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Side 2
Þegar Hitler sýndi sig í þýzk-
nm bæjum, stóð ekki á aðdá-
endaskaranum. Hér virða þýzk-
ar konur foringrjann fyrir sér
úr hæfilegri fjarlægð.
Undir
harðstjórn...
Nikita segir frá
■ |,; | fMlT4 ■r f
tV fwi IHWi f 11
*
Krúsjéff er fæddur árið 1894
Pólitískt uppeldi hars byrjaSi
þegar á barnsárunum; í skól-
anum naut hann tilsagnar
kennslukonu, sem var bylting
arsinni og guðleysimgi og hún
hóf þegar að brjóta roiður áhrif
in af ströngu, trúarlegu upp-
eldi Krúséffs. Árið 1925 hafði
Krúséff náð það langt i met-
orðastiganum, að hann var val
inn fulltrúi á 14. flokksþingið
í Moskvu. í endurminningun-
um er sagt frá þessari för;
Krúséff sleppti morgunmatn-
um til þess að ná í sæti fram-
arlega. Þá gat hann betur séð
þann mann, sem hann síðan
átti eftir að vinna með og til-
biðja. Og það var einmitt
þarna á þessu flokksbingi, að
Krúséff sá í fyrsta sinn Stalín
í eigin persónu. „Mér þótti
mikið tii hans koma,“ segir
hann.
Á þessu þingi bar það til tíð-
inda, að einhver sendinefnd
hafði fært forsætisnefndinni
að gjöf stálkústa. Alexei Ry-
kov, sem var formaður, hélt
ræðu og sagði; „Hér með af-
hendi ég félaga Stalín þenn-
an stálkúst, svo hann geti sóp
að fjandmönnum okkar í burt
með honum.“ Ekki vissi Rykov
það þá, að hann mundi sjálfur
verða meðal þeirra, sem Stalín
sópaði burtu. En þannig urðu
örlög hans; Rykov, sem þarna
var einn af æðstu mönnum rík-
isins, var einn þeirra sem skot-
inn var í hreinsunum Stalíns
1938.
Eins og frægt er orðið, fletti
Krúséff ofan af Stalín á 20.
flokksþinginu í Moskvu. Sum-
ir fögnuðu því, aðrir ekki. Um
það segir Krúséff:
„•lafnvel enn þann dag í
dag hitti ég fólk, sem segir við
mig: „ „Félagi Krúséff, kannski
Iiefðir þú ekki átt aö segja all-
ar liessar sögnr um Stalín.“ “
Fólk, sem þannig tekur til orða,
þarf ekki endilega aS haía tek-
ið þátt í óhæl'uverkum StaJíns.
I»að er einiakUega gamait
tóiií, rétt og sléifct, og orðið
vant að tilbiðja Stalín.“
1 lifi flestra manna ræður til
viljiumin míJd.u, eða svo virð-
ist. I.'Bpgangur Krúséffs byggð
ist að nokkru ievti á þeirri til-
viijun, að hann hafðí á yngri
árum sinum þekkt þá konu, er
siðar varð eiginkona Stalíns.
Krúséff segir;
„Þá var ég vanur að kalla
hana Nadja. Síðar hef ég oft
spurt sjáifan mig; Hvernig stóð
á því að ég slapp iifandi, þeg-
ar félagar mínir voru dæmdir
fjandmenn fólksins og urðu að
láta lífið. Hvers vegna var mér
hlíft? Ég held að svarið sé, að
Nad^a talaði um mig við Stalín
á jákvæðan hátt. Það var minn
hapodrættisvinningur. Á síðari
árum kom fyrir, að hann hellti
sér vfir mig og særði mig, en
það var augljóst að allt til síð-
asta dags féll honum vel við
mig. Það væri barnalegt að
segia um Stalín, að honum hafi
þótt vænt um nokkum mann,
en ég er ekki í neinum vafa
um. að hann bar einhvers kon-
ar v'rðingu fyrir mér.“
Lýsingar Krúséffs á dag-
legu samneyti við Stalín eru
að vísu á engan háfct eins ná-
kvæmar og lýsingar Alberts
Speer á daglegu lifi með Hitl-
er, en engu að síður eru nokk-
ur atriði hjá Krúséff, sem
ástæða er til að rifja upp í
þeirri von, að ekki sé um upp-
spuna einn að ræða. Krúséfl
segir frá þvi, að 1935 náði
hann þvi tignarþreoi að verða
fyrsti ritari í héraðs- og borg-
arnefnd Moskvu: IJndir yfir-
stjórn Stahns varð hann þar
með æðsti valdamaður flokks-
ins i höfuðborginni. Krúséff
segir: „Nú byrjaði ég að taka
reglulega þátt í fundum stjórn
málaráðsiiis. Það að eiga sæti í
stjórnmálaráðinu og geta verið
svo nærri Stalín, það virtist
vera sjálf krónan á starfsferli
minum. Nú fór ég að sjá Stalín
oftar á óformlegum fundum.
Oft var mér boðið til fjöl-
skyldumálsyerðar í ibúð Stal-
íns ásamt Bulganín Hann var
þá einn æðsti maður flokksins
i Moskvu. Staiin setti okkur
Búlganín alltaf sinn hvorum
megin við sig og hlustaði gaum
gæfilega á okkur meðan við
borðuðum. Hann sagði að
gamni sínu: „Jæia, hvernig
gengur það, borgarfeður?“ Ég
tilbað Stalín á þann hátt, að
ég gat ekki slappað af nálægt
honum: maðurinn var ekki af
þessum heimi, samt gerði hann
að gamni sínu og hló alveg
eins og við hinir.“
Hreinsanir Stalíns gengu
sinn gang, stríðið skall á og
það er þá fyrst, sem Krúséff
minnist á að Stalín sé að
verða eitthvað undariegur í
höfðinu. Brjálsemi einræðis-
herrans var að færast í vöxt.
Við stríðslokin var Krúséff
orðið ijóst, að yfirmaður hans
í Kreml var bæði ósanngjarn
og grimmur og þar að auki
trúlega sjúkur. Eftir stríð-
ið var landbúnaður Ukraínu í
rústum og mikil hungursneyð
geisaði þar 1946 og 1947.
Krúséff lét Stalin vita um
ástandið; lét hann hafa skýrsl-
ur um dauðsföll af sulti og
einnig fékk Stalin að vita um
þann mikla óhugnað, að
embættismenn höfðu orðið var-
ir við mannát. Sultarkvalirnar
höfðu þjarmað svo að fólki, að
það gekk af vitinu og myrti
jafnvel sína nánustu til matar.
Mannabein höfðu fundizt og
var auðséð, hvað hafði átt sér
stað. Stalín vildi helzt ekkert
um þetta heyra. Hann varð að-
eins reiður og sagði: „Þú ert
orðinn blauður. Það er ekkert
að marka þetta. Þeir eru bara
að vekja væmnar tilfinningar
hjá þér.“
„Persónueinkenni Stalíns
voru dýrsleg,“ segir Krúséff,
„og skap hans ofsafengið, en
hrottaskapur bans bar ekki
alltal' vott um niannvonzku.
Hins vegar var hann fullkom-
lega óheflaður. Og hann var
grófur gagnvart öllum. Síð-
ustu þrjú árin með Stalín
voru erfið. Það var 1950—1953.
Bíkisstjórnin var alls ekki
starfshæf þennan tíma. Stalín
var alltaf að refsa einliverjúm.
Hver og einn okkar gat verið
í náðinni í dag og fallinn á
morgun. Engir opinberir fund-
ir áttu sér stað.
Þegar Stalín kom til borgar-
innar frá sumardvalarstaðnum,
þar sem hann bjó, kallaði
hann okkur saman. Við hitt-
umst annað hvort í skrifstofu
hans í Kreml en oftar þó í
kvikmyndahúsinu í Kreml.
Venjulega valdi Stalín sjálfur
kvikmyndirnar. Einkum og sér
i lagi hafði hann unun að kú-
rekamyndum. Hann var vanur
að bölva þeim út í yztu myrkur
og fordæma þær frá hugmynda
fræðilegu sjónarmiði; síðan
pantaði hann að vörmu spori
nýja. Við sáum reyndar alls
konar kvikmyndir, þýzkar,
enskar, franskar, amerískar og
líka frá öðrum löndum.
Venjulega var enginn texti á
þessum mytndum, en ráðherra
sá, er kvikmyndir heyrðu und-
ir, I. Bolsjakov, þýddi jafnóð-
um. í rauninni kunni hann
ekki eitt einasta af þessum mál
um. Aðeins hafði einhver sagt
honum atburðarásina áður.
Þegar búið var að sýna
kvikmynd, var Stalín vanur
að segja: „Jæja, nú skulum
við fá okkur eitthvað að
borða.“ Venjulega var það
klukkan eitt eða tvö á nótt-
unni. Það var kominn hátta-
tími og við þurftum að vera
mættir til vinnu strax að
morgni. Samt sögðum við allir
sem einn, að við værum líka
svangir. Þessi lygi um að vera
svangur var eins og ósjálfrátt
viðbragð. Við fórum allir út í
bílana og ókum af stað til
datja Stalíns.
Venjulega óku Beria ög
Malenkov með Stalin. Ég ók
oftast með Búlganin. Bílalest-
in fór oft krókaleiðir um hlið-
argötur. Stalín hafði að því er
virtist með sér kort yfir götur
Moskvuborgar og svo ákvað
hann í hvert skipti nýja leið.
Þegar komið var á áfangastað,
vorum við vanir að piskra sam
an um, hvað mörgum lásum
hefði nú verið bætt við frá
því síðast. Hliðinu var lokað
með alls konar boltum, en um-
hverfis voru tveir múrveggir
og þar á miili gengu varð-
hundar. Rafstýrt viðvörunar-
kerfi hafði verið sett unp og
ýmísskonar annar öryggisbún-
aður. Kannski var það ekki
óeðlilegt. Stalin var vissulega
lokkandi bráð óvinum sovét-
stjórnarinnar eins og staða
hans var.
Stalín kvaldist af einmana-
leik. AHtaf varð liann að liafa
menn í kringnm sig. Um leið
og; hann vaknaði á morgnana,
liringdi hann til okkar, annað
hvort til að bjóða okknr í bíó
eða til að minnast á eitthvað,
sem hægt var að ljúka á tveim
niínútuni, en tilgangurinn var
oft sá að geta talað við okknr
eins lengi og mögulegt var. En
hann óttaðist eklti aðeins ein-
einmanaleikann og hngsan-
lega árás úr Iaunsátri. Þegar
við borðuðum hjá honum,
hreyfði hann hvorki við for-
rétti, mat eða flösku, fyrr en
einhver annar hafði smakkað á
undan. I»á sagði hann: „Sjáðu,
r
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. aprí'l 1971