Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 6
naumast lengur um þjóðríki að ræða hér á landi, heldur nán- ast borgríki Reykjavíkur og nágrennis. Mun nú fáum geta blandazt hugur um það, að bú- setuþróunin I landinu hefir einmitt stefnt i þá átt á síðustu áratugum. Ég hefi lengi horft á þessa framvindu með nokk- urri áhyggju og svo get ég bú- izt við, að fleiri hafi gert. Ég er því Sigurði Blöndal þakk- látur fyrir það, að hafa fært fram töluleg rök fyrir þessari varhugaverðu þróun. En hann drap ekki á neinar leiðir til leiðréttingar á því mis- ræmi, sem hér er um rætt, enda raunar ekki hægt um vik . . . Það er nú því miður oftlega ekki er hægt, að láta 30 þús- und Reykvíkinga gufa upp í snatri. Og það er líka tilgangs- laust, að ætlast til að þeir flytji út á land, svona alveg upp úr þurru, enda hreint ekki æskilegt. Hvað ættu þeir svo sem að gera þangað? Menn verða að gera sér ljóst, að mis- ræmið, sem er á milli búsetu manna í Reykjavík og nágrenni annars vegar og landsbyiggðarinnar hins vegar á sér langan aðdraganda, og mun taka langan tíma að jafna það. Samt er það eitt af brýn- ustu nauðsynjamálum þjóðar- innar, að strax verði hafizt handa um raunhæfar aðgerðir til þess að draga úr Reykjavík mun þvf vaxa og eflast. Borgarstæðið er viðlent og útsýni fagurt til allra átta. Og sá tími mun koma er höfn Reykjavíkur nær allt frá Hafnarfirði í suðri og til Kjalarness í norðri, en það verður varla fyrr en á 22. öld, en þá verður Reykjavik oi'ðin meðal mikilvægustu hafnar- borga við norðanvert Atlants- haf og mikil gullöld upprunn- in á Vesturlöndum. Enginn ætti í raun og veru, að ræða opinberlega um nauð- synina á jafnvægi í byggð landsins, nema sá hinn sami leggi eitthvað til mála, með hverjum hætti þvi markmiði verði náð. Ég mun því nú snúa og um lem ar pvt xa.gr sem rrt- inn mannafla þarf til að reka, af þeirri eðlilegu ástæðu, að mannafli til reksturs mann- frekra fyrirtækja er þar ekki tiltækur. Slík fyrirtæki eiga einmitt frekar við í Reykjavík og nágrenni og qf til vill, að einhverju leyti við Eyjafjörð. Stóriðja þessi þarf þvi einmitt að vera af sjólfvirkara taginu, en má vera mjög orkufrek. 2. Jafnframt þarf að gera gangskör að því, að virkja sem allra fyrst ef hægt er allar þær stórár I landinu, sem rann- sóknir og útreikningar hafa sýnt, að geta látið í té ódýr- asta orku. Engin héraða- togstreita má koma til greina Til vinstri: Stokkseyri. Þar hefur ekki orðið fjölgim og jafnvel öllu fremur brottflutningur. — Til hægri: I einu slíku háhúsi eru jafn margir íbúar og' i heilli sveit íiti á landi. Gunnlaugur Jónasson BORGRIKI EÐA ÞJÓÐRÍKI Sigurður Blöndal á Hallorms stað flutti mjög svo íhugunar- vert erindi fyrir nokkru í þættinum „Um daginn og veginn“ i hljóðvarpi. Sýndi Sigurður fram á það með skýrslum og tölum um búsetu í landinu, atvinnuskiptingu, út flutningsframleiðslu o.fl., sem hann hlýtur, að hafa haft mik- ið fyrir að afla sér, svo ýtar- legar sem þær voru, að mik- ið misræmi væri nú komið á, milli hins mikla mannfjölda, sem heima ætti í höfuð- borg vorri og fámennisins i hinum dreifðu byggðarlögum landsins. Á grundvelli áður nefndra skýrslna og tölulegra upplýsinga, kemst Sigurður að þeirri niðurstöðu, að miðað við tölu þeirra, sem utan Reykja- vikur búa, væru íbúar hennar nú a.m.k. 30 þúsundum fleiri en eðlilegt mætti teljast. Þetta er nú að vísu ekki nein kenning, þvi margur mun nú fyrr hafa þóttzt koma auga á þessa staðreynd, af brjóst- viti einu saman, að höfuðborg vor, sem nú telur 80 þúsund íbúa, væri of stórt og þungt höfuð á þjóð, sem telur aðeins 200 þúsund sálir, einkum þeg- ar þess er einnig gætt, að ef næsta nágrenni Reýkjavikur er talið með, þá mun um það bil helmingur þjöðarinnar búa á þessu svæði. Minnir mig, að ég hafi þegar fyrir liðlega tuttugu árum bent á það i tímaritinu „Gerpi“, sem þá var gefið út af Fjórðungsþingi Austfirðinga, að búsetuþróun- in í landinu, stefndi í þá átt, að er fram liðu stundir, yrði svo, að menn fara sjaldan að hugsa í alvöru um, að hefta skaðlega framvindu, fyir en hún hefir þegar gengið of langt. Ef mönnum hefði al- mennt skilizt það fyrir svo sem 30-40 árum hvert stefndi, þá hefði það kostað minni fyrir- höfn, að beina skipun búset- unnar í landinu á heppilegri braut. Kemur nú úr þessu til álita, hvort landsmenn vilja sætta sig við áframhald þessarar framvindu og stefna hreinlega að því, að stofnsetja borgríki á suðvesturhorni landsins, og gefast þar með upp við, að halda uppi þjóð- ríki á Islandi. Ég geri nú reyndar ráð fyrir þvi, að þeir landsmenn verði fáir, líka i Reykjavík, sem geðjist að þeim málalokum. En þá er líka ekki til set- unnar boðið og úrræði verður að finna, sem til leiðar geti komið meira jafnvægi í byggð landsins. Ekki verður að þvi fundið, að nóg hafi ekki verið talað, á fundum og á Alþingi og í blöðum um nauðsyn þessa máls, en varla nokkur hefir til þessa sett fram tillögur, sem lik legar væru til árangurs í þessu efni I tiltölulega náinni fram- tíð, enda ekkert gert, aðeins haft uppi meiningarlítið orða- gjálfur og þar við situr. Sigurður Blöndal segir, að Reykvikingar séu 30 þús- undum of margir og hættir sér að auki út á þann hála ís, að telja fram nokkra starfshópa þar I borg, sem mættu gjarnan vera svo um munar fámennari. En það segir sig nú sjálft, að þessu margnefnda misræmi, að einhverju marki. Sigurður Blöndal segir, eins og áður um getur, að Reykvíkingar séu of margir, svo muni 30 þúsundum. En það má líka líta á málið frá þvi sjónarmiði, að við sem heima eigum úti á landsbyggð- inni, séum of fáir, sem mætti segja að stafaði af því, að við hefðum þyrpzt í of miklum mæli til höfuðborgarinnar. En allt ber að sama brunni, þessa þróun þarf að stöðva sem fyrst og snúa henni við er tímar líða fram. — Annars þurfa fs- lendingar hreint ekki að skammast sín fyrir höfuðborg sína. Hún er bæði hrein og fögur og á henni er mikill menningarbragur. Ég hefi komið í sjö stórborgir í Evrópu og í engri þeirra vildi ég fremur eiga heima en í Reykjavík. Ég ætla ekki að halda því fram, að þar skorti ekkert á, varðandi mannlega velferð, eða að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Ef ein- hver slík borg er til á jarðar- kringlunni, þá hefi ég ekki heyrt hennar getið. Lega fs- lands á hnetti vorum er nú orðin alveg einstök, því landið liggur nær því mitt á milli tveggja þéttbýlustu og mestu menningarsvæða jarðarinnar. mér að því, með því, að greina nokkuð frá hugmyndum min- um um það efni . . . Grund- vallarsjónarmið mitt er það, að allar aðgerðir i því augnamiði að auka mannabyggð úti á landsbyggðinni, verða að vera þess eðlis, að þær þjóni jafn- framt velferð og menningu þjóðarinnar allrar, að höf- uðborginni ekki undanskilinni. Ef nokkur umtalsverður árang- ur á að nást, verða allar að- gerðir, að vera stórar í sniðum. Og mun lítt duga að líta i gaupnir sér, vola og vila og segja: „Við getum þetta ekki og lendum í ógöngum, sjálf- stæðið, þjóðernið og tungan verða í voða o.s.frv." Alla úr- tölumenn verður að kveða i kútinn. Þjóðin verður öll að standa saman um þessi mál, þvi annars er víst, að hún glat- ar hvort sem er öllum þeim þjóðlegu verðmætum, sem úr- tölumenn telja, að séu í hættu. Það er sem sé ekki annað að gera en „duga eða drepast”. Það sem ég tel, að þurfi að gera á næstu áratugum, er það sem hér segir:. 1. Stofnsetja skal á hæfilega mörgum stöðum úti á lands- byggðinni stóriðjufyrirtæki af þeirri tegund sem framleiða út- flutningsvörur í stórum stil um það, hivar orkuver verða reist, enda algerður óþarfi nú, að deila um slíkt, þvi framfar- ir í orkuflutniingstækni hafa orðið svo miklar, að orku er nú hægt að leiða hvert á land, sem með þarf, og er slilkt varla nokkurt vandamiál lengur í ekki stærra landi en ísland er, samfara þvi, að framifarir verða á þessu sviði næstum ár- lega. Þessa orku á siðan að selja áðurnefndum stóriðjufyr- irtækjum, á svo hagstæðu verði sem unnt er, hvort sem þau eru alinnlend, eða að einhverjiu leyti eða jafnvel að öllu leytí í erlendri eign. 3. Leggja verður mjög milkla áherzlu á, að stóriðja þessi verði rekin með góðum eða a.m.k. sæmiilegum hagnaði fyr- ir þá, sem í hana hafa lagt fé, samfara því, að hún greiði verkafólki sinu kaupgjald, er ekki sé að öðru jöfnu lægra en gerist og gengur við sams- konar stóriðju í sambærilegum menningarlöndum í h'inuim vestræna heimi. Menn mega ekki undir neinum kringuim- stæðum öfundast yfir þvi, þótt þessi fyrirtæki njóti álitlegs hagnaðar af starfsemi sinni, því upp á seinni tímann er ómetanlegt, að það orð komist á, meðal hinna fjárstertou þjóða á Vesturlöndum, að gobt 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. apríi 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.