Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 9
Bæði hér og í nágrannalöndun-
um er talsverð verðbólga, en
hún er hreinn hégómi hjá
verðbólgunni frægu, sem geisaði
í Þýzkalandi eftir 1920
SKÓREIMAR
FYRIR TVÆR
MILLJÓNIR MARKA
gefn.u uppreisnarmenn. Me8-
an þeir bjuggiu sig undir að
taka á móti árásinni, se»m gat
komið á hverri stundu, bjtugg-
usit aðrir fyrir á víggirtum
stöðum víðs vegar í Du'Min,
Forinigjar uppreisnarmanna
gengu þess ei duldir að tekið
yrði snarplega á rnóti af Bret-
um og að þeim mundi ekki líð-
ast lengi að ögra Irum með gá-
lausum skyndiáhlaupum ridd-
araliðs niður götuna. Brezku
hermennina furðaði á sárum
og mannfalli eins og þeir átt-
uðu sig ekki á alvörunni.
Á hinn bóginn komu spaugi-
(Leg atvik fyrir, mjög ínsk að
lyndiseinkunn. Hópur lýðveld-
isverkamanna kom að miáli við
foringja sinn, James Oonnolly,
og baðst leyfis að fá að fara út
úr byggingunni.
„Og hvert seltið þið?“ spurði
hann.
„Úr því fridagamir eru liðn
ir,“ sagði talsmaður uppreisn-
armannanna, „finnst m»ér rétt
að við snúum okkur að vinn-
unni aftur,“ sagði hinn hrekk-
lausi maður.
Foringjunum var Ijóst að út-
koman gœti ekki orðið önnur
en ósigur og dauðinn vis ann-
að hvort fyrir kúlum Breta í
sóknarhug á vigin eða aftöku-
sveita upp við fanigelsismúr.
„Þegar þeir hafa þurrkað
okkur alla út,“ sagði Pearse,
„mun fólkið halda áfram að
áfellast okkur og fordæma fyr-
ir hvað eina. En eftir örfá ár
mun ljós renna upp fyrir því
og það mun skiija, hvað við
reyndar vorum að gera“.“
AÐDBAGANDI
Sjáifsævisagan byrjar ekki
fyrr en á öndverðu ári 1922 og
annar þáttur ævisögunnar, sem
þykir langtum merkastur, íýk-
ur með heimsstyrjaildarárunum
siðari.
Fyrsti þáttur sem segir af
ætt og uppeldi og fyrstu af-
skipbum af fre.lsismálum og
póiitiskri baráttu lauk frá höf
unda hendi 1966 og telkur til
tímans framundir borgara-
styrjöldina i Irlandi (1922). Á
árinu 1966 kom einnig ensikur
úrdráttur i „Irish Ti»mes“ í
Dublin. Aðdragandi meginsög-
unnar er hér byggður á þess-
um úrdrætti.
Eamon de Valera fæddist 14.
október 1882 í íæðingarheimMi
og barnaspítala New York
borgar. Að föður hans, Vivion
de Valera, 'látnum fór móður-
bróðir hans, Ned CoM, með
hann til írlands til Bruree i
Limeriok héraði.
Þar bjó fjölskyldan í nýleg-
um vinnumannsskála og hann
varð að sækja skóla er hann
hafði alduir til 1888 í bama-
skóla ag framhaidsskóla 1896 í
nágrannaþorpið Charleville
en það var 7 mílna leið fram
og til baka. Skólanámið sótt-
iist honum vel, lagði hann fyr-
ir sig stærðfræði og ástundaði
klassíls'k fræði svo prestsnámið
virtist liggja vel fyrir honum.
íþróttir stundaði hann af
kappi og komst i landsliðið í
Munster í Rugby. Á f.rama-
braut sinni vann 'hann tvenn
skólaverðlaun önnur í stærð-
fræði og gerði þetta hon-
um kleift að stunda mennta-
skólanám í Blaökrook í Dubl-
in. Fram til þessa hafði hann
sýnt 'lítinn áhuga fyrir írsku
tunigumáli og engan 'fyrir
stjórnmálum, en þetta átti eft-
ir að breytast. 1905 lauk hann
fraimhald'snámi í Roökwell
Oollege og árið eftir var hann
skipaður stærðfræðikennari
við kennaraskólann í Carys-
ifort í Dublin. Jafnframt
kennslunni tók hann nú að
stunda írskt tungumál af kappi,
1908 igekik hann í Ard-Craobh
innan Gaelistou Klíkunnair
(Gaelic League). Þar varð
kennari hans ungfrú Sinéad
Flanagan, sem hann kvæntist
1910. (Annar læiiingur henn-
ar og áhrifamaður var fyrrum
tfjármáJaráðherra í ifiríríkis-
S'tjóm Cos'graves, Earnan De
Blaghd (Ernest Blythe) nú
þjóðleikhússtjöri í Abbey-leik-
húsinu. — Ath. L.S.)
Eins og að likum lét ýtti þátt
taka de Valera í Gaeiic
League (nökkru meir, og alls
ekki í niðrandi merkingu:
gelMska klilkan •—• Ath. L.S.)
mjög undir áhuga hans fyrir
stjórnmálum og þar eð
heimastjómarstrandið bar að
um þetta leyti 1912 var hann
viðstaddur á Robundafundinum
li Dublin þegar Eoin MacNeiil
stofnaði Heimavarnarliðið
(Volunteers) í nóvember og
'gerðist sjiálfur ötull liðsimaður
og bráðlega hækkaður i tign
undirliðsforingja. Eftir stofn-
un Donnybrook-sveitarinnar,
tilnefndur kapteinn.
Eftir spremginguna í Heima-
vamanliðinu 1914 út af iþátt-
töku i styrjöldinni lagðist
hann gegn Redmond og meiri-
hlutanum. Bfitir endiurskipu-
lagning'Una, sem nú kallaði að,
varð hann liðsforingi í marz
1915 d sama mund og Thomas
McDonagh, Eamon Ceannt og
Edward Daly.
AnnatJími fór í hönd með her-
æfingum og hergöngum og
undirbúningi fyrir uppreisn-
ina. Hann leit miklu fremur á
sig sem hermann en stjórnmála
mann. Fyrirmælin fyrir Páska-
vikuna fékk hann siðasta mið-
vikudag í Löngufösbu á heim-
leið frá herbúðuim á hjóli
Heimavamariiðsins og tygjaði
sig til bardaga þegar í stað.
Gagnskipanir MacNeills
(afturköllun herútboðsins)
trufluðu áætlanir hans alvar-
lega og á annan í páskum sá
hann sér til skeMimgar, að liðs-
styrkur hans var til muna
skertur. Fyrir hann hafði ver-
ið lagt að 'gæta leiðarinnar frá
austri til miðbæjarins, hann
átti að hertaka Bolands bakar-
íin. Þátttaka hans og liðs
hans, var einn af Ijósu punkt-
unum i atburðum páskavilk-
unnar og þeir voru enn i varn
arstöðu á iföstudag, þó heita
mætti, að varnarstaðan væri
vonlaus orðin og Bretar hefðu
náð helztu samgönguieiðum
upp með öllu Litffey-ifljíóti á sitt
vald. Stuttu fyrir k'l. 4 á iaug-
ardag gatfst Pearse upp skil-
yrðislaust og ödlu var þar með
Framh. á bls. 13
En sú tegund verðbólgu, sem
menn hér og nú óttast, ellegar
eiga við að striða, er blátt
áfram hlægileg í samanburði
við verðbólgu, þá er hún ger-
ist ægilegust, eins og varð i
Þýzkalandi á þriðja tug þess-
arar aldar.
Peningar eru í rauninni ekk-
ert annað en loforð úr pappír,
pappírsloforð. Og þegar það
bregzt, getur svo farið, að mað-
ur, sem kemur inn í tóbaks-
vörubúð og réttir fram fimm-
tíu milljóna sterlingspunda seð
il megi prísa sig sælan að fá
fyrir hann tuttugu sígarettur.
Þannig varð ástandið i
Þýzkalandi eftir ósigur þess í
heimsstyrjöldinni fyrri. Samt
sem áður gæti það gerzt, hvar
sem væri annars staðar, að
peningar yrðu skyndilega að
hreinni og beinni „pappírs-
skrýtlu".
Eftir fáeinar vikur af þess
háttar hryllingi eru menn
farnir að sofa á gólfinu ásamt
með f jölskyldum sínum, því það
er búið að selja rúmin og flest-
öll rúmfötin, ellegar láta þau
beint i skiptum fyrir mat. Lit-
um ögn nánar á hina þýzku
hrollvekju:
Menn vakna árla morguns,
af því börnin eru soltin og
gráta. Þeir hysja upp um sig
buxurnar og rjúka af stað út í
brauðbúð með ferðatösku fulla
af peningum. Taskan er tvö-
falt þyngri, en hún var í gær.
Vöruverðið hefur tvöfaldazt.
I vinnunni fá menn kaup-
hækkun einu sinni eða tvisvar
á dag. Og svo er þotið út í búð
I kaffitímanum til að festa
hönd á hverju því, sem íalt er
við fé.
Gengið fellur allt að þvl
einu sinni á klukkustund
hverri og laun og prísar þjóta
upp úr, hraðar en fylgzt verði
með. Menn átta sig allt í einu
á því, að fyrir laun þau, sem
þeir drógu upp úr umslaginu
sínu í dag, mundu þeir
hafa getað keypt hús fyrir fá-
um mánuðum, í stað þess að
mega nú telja sig heppna að
fá fyrir þau eina máltíð.
Staðið var í biðröðum eftir
meira brauði — hálfum brauð-
hleifi, því langt var nú umlið-
ið frá því siðast var til fyrir
heilum. Bakarinn var búinn
að járnstengja glugga sína til
að bægja burt þjófum. Nóg var
til af mjólk og eggjum, en þau
stóðu almenningi ekki til boða
nema í smáskömmtum, því rika
fólkið hamstraði þau og notaði
til vöruskipta.
Það gat verið að nágranninn
kæmi aðvífandi með píanóið
sitt á handvagni í þeirri von
að geta látið það mæta ný-
lenduvörureikningnum sínum.
Einstaka maður gat verið
svo heppinn að rekast á fullt
brotajárnsport á heimleiðinni.
Þá var um að gera að kaupa
eins mikið og efni stóðu til.
Jafnvel gamalt járn var gjald-
gengt í vöruskiptum á slíkum
stundum, þegar peningar
hjöðnuðu eins og snjór fyrir
sólu.
Daginn eftir fór maður ef til
vill með fjölskyldu sína í bank
ann (væri bankinn ennþá starf
andi) og bar með sér heim
þann hestburð af seðlum, sem
hann fékk afhentan. Fjöl-
skyldubíllinn var löngu farinn
Framh. á bls. 14
18. apríil 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9