Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Qupperneq 11
Á mán'Udaginn mun Hásköla- ibiö frumsýna myndina „Ma Nuit Chez Maiud“ eftir íranska leikstjórann Eric Rohmer. Áð- ur hefur mynd eftir Rohimer, „La Ooillectioneuse,“ (Safnar- irm), verið sýnd sem mánudags mynd. Rohmer, sem nú stendur á fummtugu, lagði í fyrstu stund á bökmenntasögu en gerðist sið ar kv ikmyndagagnrýn andi hjá Cahiers diu Cinema oig fleiri blöðum. Var hann um tíma aðal ritstjóri Cahiers og 1957 gaf hann út, ásamt Claude Ohabrol bök um Hitöhcook. Fyrstu stuttu 16mm kvikmynd sina gerði Rohmer 1949‘—50 (Joum al d‘un scólérat), með Paul Gégaufif oig við gerð næstu myndar sinnar vann hann með Godard. Godard kom einnig við sögu i fyrstu löngu mynd Rohm ers, Le Signe du Lion (1959), þar sem hanin lék smáhlutverk. Mynd þessi hlaut reyndar mjög lélegar móttökur, alls staðar nema í Afríku, þar sem áhorf- endur héldu, vegna nafnsins, Ljónsmerkið, að þeir fengju nú að sjá einhverja frumskóga- stórmynd. En í stað æpandi villimanna birtist þeim á tjald ianu saga hollenziks fiðluleikara, sem er neyddur til að eyða 'heilu sumri í Paris, meðan hann biður eftir arfi. Hann er yfirgefinn þar af vinum sínum og vinkonu og verður brátt peningalaus, missir húsnæðið og endar sem umrenningur á Signubökkum, þar sem hann sJæst í félagsskap við annan fflaðking. 1 sameinimgu setja þeir á svið aumkunarvert sýn- ingaratriði, sem þeir flytja svo fyrir frarnan helztu ferða- mannastaðina á Saint-Germain. 1 drykkjuölátum þar rekast tveir af beztu vinum hans á hann og honum er nú borgið. Sumrinu er lokið og hann er orðinn rikur. Mynd þessi minn ir i mörgum atriðum á Renoir og mynd hans „Roudu bjargað frá druhknun," en Rohmer leit á Renoir (og Hitchcock) sem meistara kvikmyndanna. Eftir þessa peningalega mis- heppnuðu mynd sneri Rohm- er sér aiftur að skrifunium — hann skrifaði þá undir staímar nafni sinu, Maurice Scherr — og reit þá meðal annars grein- ina „Oelluloid and Marble“, 1954, þar sem hann varpar fram spurningunni um stöðu kvikmyndanna meðal annarra listgreina. 11 árum síðar varð þessi grein tileflni til sjónvarps kvikmyndar með sama nafni, þar sem Rohmer biður tónlist- armenn, arkitelkta og aðra lista menn að bera kvikmyndir sam- an við sínar tilsvarandi list- greinar. Rohmer höf starf sitt við franska sjónvarpið 1964. Þar hefur hann gert heimildartavik- myndir um sundurleitustu efni, eins og iðnbyOitinguna, kven- stúdenta i Paris og heimspek- inginn Pascal. Aðtferð Rohmers við gerð þessara rniynda verður bezt lýst með hans eigin orð- um: „6g þekki ekki mikið inn á málvísindi, en hins vegar mundi ég gera það, ef ég gerði kvikmynd um það efni.“ Svo ná kvæm og samvizkusamlieg er efnisöflun Rohmers, að hann eyddi heilu ári í að gera heim- ildarlcvikmyndina La Fermiére de Montfaucon (Bóndakonan frá Montfaucon). Flest viðfangsefnin í heim- ildarkvikmyndum Rohmers hefðu af öðrum verið dæmd óhæf til kvikmyndunar; bund- ið og óbundið mál, sem ógerlegt væri að gera sýnilegt: „Það verkaði fráhrindandi á mig, en um leið féikk ég áhuga á þvi að reyna að setja fram i rnynd- um, eitthvað sem annars var alls ekki sýnilegt. 6g varð að brjöta undirstöðureglur kvikmyndanna, jafnvel þótt þeirra eðlilegasta form sé einmitt heimildarmyndin." Þessi persónulega ástriða til að kvikmynda hið ósýnilega leiddi Rohmer yfir í „siðfræði frásagnirnar.“ 6g vildi sýna í kvikmynd, það sem virtist vera fjarlægast þessu listformi, koma á framfæri þeim tilfinn- ingum, sem liggja djúpt graifn- ar í vitund okkar. Þess vegna verður að segja þessar sögur í fyrstu persónu eintölu og þess vegna þarf að fylgja talaður texti. Höfuðpersónan ræðir um sjálfa siig og dæmir sinar eig- in gerðir. 6g krvikmynda að- eins atburðarásina.“ „Siðfræði-frásagnirnar" (eða sögurnar), „contes moraux", eru sex að tölu og Rohmer hef- ur nú þegar lokið við að fcviik- mynda fimm þeirra, en handrit in að þeim öllum hafa verið til búin um noktaurt skeið. Fyrsta frásögnin er sett fram í stuttri mynd er nefnist La Boulangére de Monceau (1962) (Bakarataonan í Monceau), og segir frá ungum iðjulausum manni, sem eyðir um klukku- stund í að tæla unga stúlku, sem vinnur í bakaríi til fyígi- lags við sig. 1 frásögn nr. 2, La Carriére de Suzanne (1963) (Ferill Súsönnu), eru aðstæð- ur nokkuð breyttar. Piltinum finnst stúlfcan vera óaðlaðandi þanigað til hann sér hana með öðrum pilti. Þriðja frásögnin er svo Ma Nuit Chez Maud, en þegar Rohmer hafði löks tíma til að byrja á henni, var aðal- leikarinn, Jean-Louis Trintiign ant, svo önnum kafinn annars staðar, að Rohmer ákvað að taka tiil við frásögn nr. 4, La Oollectioneuse (Safnarinn), og lauk þess vegna við hana á undan, 1967. Nótt min hjá Maud er síðan fullgerð 1969, og fimrntu frásögnina, Le Genou de Claire, kvikmyndaði Rohm- er á síðasta ári. Frá upphafi gerði hann ráð fyrir þvl, að fyrstu þrjár myndirnar yrðu í svart-hvitu og síðustu þrjár 1 lit, og hefur það staðizt hing- að til. La Collectioneuse segir frá þremur ungmennum, höfuðpers ónunni og sögumanninum Adrien, karlmannasafnaranum Haydée og myndlistarmannin- urn Daniel. Þau dvelja saman sumarlangt í afskekktu hiúsi, þó ekki mjög langt írá þoiT)i nokkru, þar sem Haydée getur náð sér í nýja pilta í safnið sitt. Að lokum tetast henni að bæta Daniel í hópinn en Adri- en streitist á móti ástríðu sinni til hennar. Þessi undanbrögð Adriens gagnvart Haydée —og afneit- un söguhetjunnar á Maud í næstu mynd — má ekki túlka sem afneitun Rohmers á ástríðu eða sem afsökun fyrir Kynaeyfð og aðgerðarleysi. í rauninni er um að ræða afne'.t- un á þeirri ást, sem skapast vegna ákveðins staðar og Eric Rohmer og sioiræði- frásagn- irnar Ma Nult Cliez Maud. Francoise Fabian — Jean-Louis Trhit- ignant. ákveðins tíma; afskekkta hús- ið og sumarið í La Collectione use; vetur og þorpslíifið í „Maud“. Auk þess sem Adrien flórnar ástriðunni fyrir grund- vallarhugmyndir sínar, afneit- ar hann einnig „ást vegna að- gerðarleysis" (l’amour par dé soeu\Tement taemiur fyrir í sam tali í Maud, en einnig bregður leikstjórinn þessu gjaman fyr ir sig í samtölum) og velur „ást vegna innri samnfæriingar“, en hér er Rohmer einmitt kominn að kjarnanum í verkum sinum, vandanum að velja. „Val getur verið mjög sárs- aukafult," segir Francoise, við tavæma Ijóshærða stúlkan í „Maud“, sem hefur hafnað sin- um gifta elskhuga vegna þess að hún getur ekki haldið bæði í hann og sína kaþólsku trú. Val Adriens í fyrri myndinni er ekki eins sársaukafullt hann er aðeins bundinn af fag urfræðilegum spurningum sjálfs sin, en hugmyndafræði- legar kennisetningar koma þar hvergi nærri. Höfuðpersónum- ar fjórar í Maud eru hins veg- ar allar fyllilega mótaðar af trúarlegum og hugmyndafræði- legum grundvallaratriðum. „Maud“ er í rauninni byggð í kringum „veðmál" Pascals — staðhæfinguna, að það sé þess virði að trúa á tilvist Guðs, vegna þess að ef hann er til, muntu öðlast eilíft líf, en ef hann er etaki til, þá hefur þú engu tapað. Einnig er komið inn á það, hvort allt sé fyrir- fram ákveðið eða hvort ein- staklingurinn hafi valfrelsi og þá að hve miklu leyti ytri að- stæður (flimi og rúm) hafa áhrif á valið. En sjón er sögu rikari og líklega er fæstum greiði gerð- ur með þvi að fara að fjöl- yrða um innihald myndar, sem enn er óséð. En ef marka má af þeim viðtökum, sem „Maud“ hefur hlotið hjá flestum gagn- rýnendum, mætti ætla að mik- ill fengur sé i myndinni. Garðar og gróður Framh. af bls. 10 þvi að ef hnausinn nær að springa eða bresta, losnar moldin frá fíngerðu rótarhár- unum og verkið er unnið fyrir gýg. Að þessu loknu má skera undir hnausinn, ef hann er mjög stór má nota vír til þess sem tengdur er aftan í drátt- arvél. Ferhyrndur segldúk- ur er síðan rúllaður upp til hálfs, trénu hallað þannig að hnausinn lyftist öðrum megin, upprúlluðum segldúknum brugðið undir, trénu hallað yf- ir á hina hliðina á þann hluta segldúksins sem ekki hefur verið rúllað upp, og rúllað úr segldúknum undan þeim hluta hnaussins sem nú er á lofti. Horn segldúksins má svo binda upp utan um hnausinn eða nota þau, ef segldúkurinn er nógu sterkur til þess að lyfta hnausnum eða draga hann til. 1 sandkenndri jörð, sem vill hrynja frá rótunum, má hafa hnausinn ferhyrndan, slá utan um hann fjórum borðum í hálf- gerðan kassa, grafa síðan und- an smátt og smátt og koma síð- an fyrir borði og borði þar til kassinn er fullgerður. Sigræn tré eru flutt á sama hátt og lauftré með hnaus, þó oftast meigi hnausinn vera nokkru minni. Bezt er að byrja á þvi að binda upp greinarn- ar áður en farið er að grafa. FLUTNINGUR: Lítil tré er auðvelt að flytja. Undir stærri tré má nota fleka úr borðum sem eru krosslögð þannig, að flekinn verður úr tvöföldu borðalagi. Við mjög stór tré hefur mér reynzt vel að nota gamlar stálplötur úr skipaklæðningu, á þeim eru alls staðar göt sem hægt er að festa í víra. Ef tekið er skarð i rásina umhverfis hnausinn, trénu hallað, flekanum brugð- ið undir, má nota stroffu, sem brugðið er utan um hnausinn og tengd aftan i dráttarvél, til þess að draga hnausinn upp á flekann. Slika fleka má síðan draga nokkra vegalengd, en efl um lengri vegalengdir er að ræða má draga flekann eftir sliskjum upp á flutningatæki eða lyfta með krana. Varast ber að lyfta trénu með bönd- um, sem brugðið er utan um stofninn, nema stofninn sé vel varinn, þvi böi'kurinn getur auðveldlega fletzt af, sérstak- lega á vorin enda hnausinn ótrúlega þungur. Erlendis eru notuð sérbyggð tæki til trjá- ílutninga en með þeim er auð- velt að flytja stór tré i láréttri stöðu. 18. apiil 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.