Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Síða 12
Á g-önguferðum var einn valinn til að ganga sanihliða for-
ingjanum og ræða við hann. llér er það Albert Speer, iklaedd-
ur einkennisbúningi samkvæmt ákvörðun Hitlers.
Undir
harðstjórn__
Framh. af bls. 3
ur um Þýzkaland, en tal hans
og framkoma virtist hitta nagl
ann á höfuðið í vonleysi eftir-
stríðsáranna. Þessi maður átti
eftir að ná sömu tökum á
Albert Speer og dávaldnr nær
yfir dáleiddri persónu og af
hálfu Speers var það hrifning
við fyrstu sýn. Dm það segir
hann svo:
„Dm þetta leyti hélt Hitler
ræðu á samkomu hjá stúdent-
um við háskólann í Berlín og
tekníska háskólann. Stúdentar
lögðu fast að mér að koma og
það varð úr. Salurinn var yf-
Srfiillur líkt og allir stúdentar
Berlínar vildu sjá og heyra
þennan mann, sem var svo
ákaflega iimdeildur. Þarna
voru auk stúdentanna allmarg-
ir prófessorar, sem ásamt
Speer sátu á góðum stað stutt
frá ræðustólnum.
Mikil hrifning greip um sig,
þegar Hitler birtist. Þessi
hrifning hafði strax áhrif á
mig. En einnig framkoma Hitl-
ers kom mér á óvart. Af plak-
ötum og skrípateikningum
þekkti ég hann I einskonar
einkennisskyrtu með haka-
hrossborða um upphand-
legginn og óstýrilátan lokk á
ská yfir ennið. En hér var
hann kominn í bláum jakkaföt-
nm, sem fóru vel, allt svo borg-
aralega rétt og slétt. Seinna
komst ég að raun um, að Hitler
kunni meðvitað eða ómeðvitað
að laga sig eftir aðstæðunum
svo það varð naumast betur
gert.“
Um ræðu Hitlers segir Speer
eftirfarandi:
„Hitler lýsti áhyggjum sin-
um af framtíðinni á frjálsleg-
an og hreinskilinn hátt að því
er virtist. Hann mildaði háðs-
glósur sínar með léttu gamni
og mér fannst suður-þýzkir
persónutöfrar hans hafa góð
áhrif á mig. Það var óhugsandi
að kaldur Prússi hefði hrifið
mig svo. Smám saman jók
Hitler raddstyrk sinn og talaði
með sannfæringarkrafti dá-
valdsins. Þessi áhrif urðu
langtum minnisstæðari en sjálf
ræðan; af henni mundi ég ekki
mikið eftir á.“
Albert Speer var breyttur
maður eftir þennan fund. 1
stemningu sem líktist geðshrær
ingu, ók hann næturlangt í bíl
sínum og rankaði Ioks við sér
fótgangandi í furuskógi.
Siðar fór hann ásamt nokkr-
um vinum sínum á fund í
íþróttahöllinni, þar sem
„gauleiter" Berlinar talaði.
Hann hét Göbbels. Speer
minnist mælskunnar, sem
flæddi af vörum Göbbels og
ástríðuhitans sem fyrst og
íremst mótaðist þó af hatri.
Þessi ræða hafði þveröfug
áhrif á hann og ræða Hitlers.
Svo gerðist það einn marz-
dag árið 1933 að þessi
ungi arkitekt, Albert Speer
fékk upphringingu frá Berlín.
Einn af flokksleiðtogunum var
þar kominn og sagði, að í
Berlín væri sannarlega nóg að
gera fyrir ungan arkitekt.
Þess var vænzt, að hann gæti
hjálpað þar til við aðkallandi
verkefni. Og þannig atvikað-
ist það, að Göbbels fékk
Speer það verkefni að breyta
ráðuneyti sínu og búa hús-
gögnum ýmsa þýðingarmikla
sali, þar á meðal skrifstofu
Göbbels og íbúð. Þegar að
því kom að skreyta ibúðina,
fór Speer á listasafnið í
Berlín og fékk lánaðar nokkr-
ar vatnslitamyndir eftir Emil
Nolde. Göbbels og kona hans
urðu bæði mjög hrifin, að
minnsta kosti þar til sjálfur
Adolf Hitler kom í skoðunar-
ferð og varð strax ljótur í and
litinu við það eitt að sjá þess-
ar myndir. Ráðherrann kallaði
undir eins í arkitektinn og
sagði: „Þessar myndir verða að
fara héðan burtu á slaginu;
þær eru einfaldlega óþolandi."
Þannig birtist hin skilyrðis-
lausa undirgefni við Hitler.
Haustið 1933 lét Hitler gera
miklar breytingar á íbúð ríkis
kanslarans í Berlin. Þá mundi
Hitler, að ungur arkitekt hafði
unnið slíkt verk fyrir Göbb-
els á óvenjulega skömmum
tíma. Foringinn ákvað því, að
Albert Speer sæi um þetta
verk. Þannig lágu leiðir þeirra
saman. Meðan á verkinu stóð,
urðu kynni þeirra nánari og
svo kom þar, að foringinn
bauð arkitektinum að borða
morgunverð með sér. Speer
var mjög hamingjusamur;
hann var á leiðinni í innsta
hringinn. Hann segir í endur-
minningabók sinni:
„Eftir margra ára árangurs-
lausa viðleitni var ég fullur af
starfsorku og aðeins 28 ára
gamall. Ég var eins og Faust;
ég hefði selt sál mína fyrir það
eitt að fá að teikna stóra bygg-
ingu. Nú hafði ég fundið minn
Mefistófeles. Mér virtist hann
ekki áhrifaminni en Mefistófel-
es Göthes.“
í fangelsinu í Spandau
kveðst Speer oft liafa spurt
sjálfan sig þeirrar spurningar,
hvað hann hefði gert, ef hann
hefði í þá daga séð í gegnum
Hitler; séð Iivern mann Iiann i
rauninni hafði að geyma og
liina sönnu náttúru þess ein-
ræðis, sem honum hafði áskotn
azt. Svarið varð alltaf eins:
„Staða mín sem arkitekt Hitlers
var mér svo þýðingarmikil, að
ég hefði ekki getað verið án
Iiennar." Og liann bætir við:
„Aftur á móti hlýt ég að liafa
haft pata af, að Gyðingar, frí-
múrarar, sósíaldemókratar og
vitni Jehova voru álitin sem
liver önnur öæðri dýr, sem öll-
um væri frjálst að drepa. Mér
fannst að mér kæmi það ekki
við persónulega og að það
væri nóg, að ég tók ekki sjálf-
ur þátt í því.“
Hitler hafði fasta fylgi-
sveina; menn sem honum þótti
þægilegt að hafa i kringum
sig, en það voru ekki fortaks-
laust æðstu menn nazistaflokks
ins. Albert Speer varð brátt
einn af þeim, sem oftast var
boðið að morgunverðarborði
Hitlers eða i siðdegiskaffið.
Auk hans voru þá með foringj
anum bílstjórinn hans, doktor
Dietrich eftirlitsmaður blað-
anna, tveir aðstoðarmenn,
Bruckner og Sehaub og þar að
auki ljósmyndari Hitlers,
Hoffmann. Gamlir baráttufélag
ar frá Miinchen nutu litillar
hylli hjá foringjanum á þess-
um árum.
Likt og Stalin hafði Hitler
mikið dálæti á kvikmyndum;
þær voru eftirlætis afþreying
hans á síðkvöidum. Sama fá-
menna klíkan horfði ævinlega
á kvikmyndir með foringjan-
um. Þrátt fyrir makt Þriðja
rikisins, var kvikmyndasýn-
ingavélin næsta frumstæð og
ýmist stóðu myndirnar á höfði,
eða filman slitnaði. Venjulega
var það Göbbels sem útveg-
aði kvikmyndir í samráði við
Hitler. En Hitler vildi ekki sjá
góðar myndir. Hann vildi
einkum sjá ástarmyndir með
Emil Jannings og Heinz Riih-
mann og annað eftirlæti hans
voru revíumyndir með létt-
klæddum stúlkum. Einnig var
venja að sjá erlendar kvik-
myndir, sem bannað var að
sýna almenningi í Þýzkalandi.
Fræðslumyndir um önnur lönd
mátti hinsvegar ekki sýna;
þaðan af síður ýktar gaman-
myndir eins og til dæmis
Chaplin.
Speer segir: „Fljótlega eftir
1933 mynduöust nokkrar klík-
ur, sem stóðu hver annarri
f jarri; samt sem áður Iiáðu þær
samkeppni og fyrirlitu liver
aðra. Tilfinningar blandaðar
lítilsvirðingu og öfund urðu
útbreiddar. Hver stórvesír átti
sinn hóp. Hvað Himmler snerti,
voru það næstum eingöngu að-
dáendiir Iians úr Gestapo.
Göring hafði um sig aðdá-
endahóp, sem að siimu leyti
var úr fjölskyldu hans og að
siiinu leyti úr hópi samstarfs-
manna og flugher. Göbbels
kunni bezt við sig í aðdáenda-
hópi rithöfunda og kvikmynda
fólks. Hess átti marga forskrúf
aða ktinningja; hann dáði
kammermúsík og lagði stund á
hómópatisk læknavísindi. Póli-
tiskt séð, sameinaði Hitler þess
ar klíkur; vald hans var aldrei
dregið í efa.
Það kyndugasta við klíkurn
ar í kringum Hitler var fyrir-
litning þeirra hverrar á annarri.
Göbbels leit niður á smáborg-
arana frá Múnchen“ og þeir á
hinn bóginn gerðu grin að
menningaráhuga doktorsins.
Göring fann, að hann átti
hvorki samleið með Múnchen-
smáborgurunum eða mennta-
fölkinu i kringum Göbbels og
forðaðist það því allt. Aftur á
móti tahli Himmler sig yfir
alla hafinn sökum úrvalssveita
SS nianna, sem hann liafði í
kringum sig.
Albert Speer talar um þá
stóru drauma, sem Hitler
dreymdi á þessum tima; foring-
inn sat annars ekki á kontór
með mikið starfslið á þönum I
kringum sig. Tímanum vax eytt
á flandri milli nýbygginga og
veitingahúsa. Langtímum sam-
an var setið í vinnustofum
listamanna eða kaffihúsum og
foringinn hélt uppi löngum ein
ræðum, en sami áheyrendahóp-
urinn hlýddi alltaf á. Langtím-
um saman var dvalizt i bjálka-
kofa Hitlers á Obersalzberg,
sem bauð af sér smáborgaraleg
an þokka. En ekki höfðu menn
lengi dvalizt þar, þegar lítinn
Mercedesbíl bar að garði og út
steig friskleg ung stúlka,
feimnisleg og ekki beinlínis fal
leg. Að hún væri ástmær ein-
valds, sýndist næsta ósenni-
legt, en það var hún þó: Eva
Braun. Opinberlega varð hún
að halda sig í hæfilegri fjar-
lægð og bffl henrfor mátti ekki
sjást með bílalest Hitlers á op-
inberum leiðangri. Albert
Speer var hissa á þvi að þau
Eva Braun og Hitler sýndu
yfirleitt aldrei merki um náið
vinfengi, fyrr en seint á kvöld-
in, að þau hurfu saman til
svefns.
Á árunum 1934—1936, dvald
ist Hitler oft í Obersalzberg og
þá var farið í langa göngutúra
eftir skógarstígum en gestim-
ir fylgdu með og lífverðir bæði
á undan og eftir. Eva Braun
fékk að ganga með á þessum
ferðum. Hitler gekk sjálfur
á undan og einhver einn naut
þeirrar náðar í einu, að vera
kallaður til að ganga við hlið
foringjans. En samtölin við
hann þóttu ganga svona og
svona.
Svo var það skömmu eftir að
Hindenburg dó, að Hitler til-
kynnti meðhjálpara sinum
Bormann, að Albert Speer
skyldi í framtiðinni ganga í
einkennisbúningi flokksins.
Þeir gerðu það allir nú orðið,
mennirnir, sem höfðu daglegt
samneyti við Hitler: læknirinn,
ljósmyndarinn, og jafnvel for-
stjórinn fyrir Daimler-Benz;
allir höfðu fengið einkennis-
búning. Það var þó einungis
opinberlega og á ferðalögum,
að einkennisbúningamir voru
notaðir.
Á flokksþingunum í Niim-
berg hélt Hitler alltaf sérstak-
ar „kúltúrræður", sem hann
nefndi svo og Aibert Speer
minnist á, hversu mjög hann
dáðist að þessum menningarræð
um Hitlers, einkum vegna þess,
hve þær voru á háu plani og
þrauthugsaðar. Hann kveðst
hafa lesið þessar ræður löngu
síðar í fangelsinu og þá virt-
ust þessar sömu ræður inni-
haldslausar, flatar og geldar.
Þá skildi hann ekki lengur,
hvað það hafði verið, sem
hafði svo sterk áhrif. Annars
telur Speer, að ef eitthvað var
til, sem nazistabroddarnir
höfðu verulega lítinn áhuga á,
þá voru það listræn málefni.
En Hitler liafði mikinn
áhuga á byggingarlist og batt
miklar vonir við Speer. Hann
sagði eitt sinn við konu hans:
„Maðtirinn yðar á eftir að
teikna byggingar, sem ekki
eiga sinn lika og munu standa
iim áraþúsundir.“ Og síðar á
góðri stund við Speer: „Við
nmniim skapa stórt ríki. Það
nuin spanna allar germanskar
þjóðir. Það á að byrja í Noregi
og teygjast allt suður á Norð-
iir-ítalíu. Ég verð sjálfur að
koma þessu í kring. Bara að
ég haldi áfram að vera liraust-
ur.“ Síðar þegar kom til uni-
ræðu, að íþróttaleikvangurinn
í Berlín liafði eltki liin réttu,
olympísku mál, svaraði Hitler
eins og um sjálfsagðan hlut
væri að ræða: „Það skiptir
engu máli. 1940 eiga Olympíu-
leikarnir að vísu að verða í
Tókíó, en þar á eftir verða þeir
um alla framtíð í Þýzkalandi,
á þessum leikvangi. Og þá
ákveðum við, livaða mál
íþróttavöllurinn eigi að hafa.“
Tillitsleysi Hitlers var frægt,
en að nokkru leyti er þó hægt
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. apríi 1971