Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Blaðsíða 13
að skrlfa þaS á rerknlng með- hjálpara hans. Ef Hitler ympr- aði á einhverju, var þaS sama sem beinar fyrirskipanir í þeirra augum. Speer varð brátt umkringdur verkefnum, en eitt sinn leyfði hann sér þann munað, að aka til Suður- Frakklands. En franska lög- reglan fylgdist með ferðinni og gat á hverju andartaki sagt hjálparmönnum Hitlers, hvar arkitektinn væri niður kom- inn. Svo var það eitt sinn, að Speer og fjölskylda hans sátu á gamalli, franskri krá og nutu rauðvínsins, að Speer var kallaður I símann. Það var einn af aðstoðarmönnum Hitlers, Bruekner. Hann sagði: „Þér eigið að vera hjá foringj- anum á morgun kl. 12.“ Speer svaraði, að það tæki hálfan dag að aka heim. „Foringinn krefst, að þér séuð á fundin- um,“ sagði aðstoðarmaðurinn. Það var þýðingarlaust að reyna að mótmæla. Með tveim flugvélum tókst Speer að kom- ast til Breehtesgaden á tilsett- um tíma. Hitler sagði: „Mér þykir það leitt herra Speer, en ég frestaði fundinum. Ég ætlaði að heyra hvað þér segð- uð um hengibrú við Hamborg." Tilgangurinn með brúnni var einkum sá, að hún gæti orðið stærri en Golden Gate-brúin við San Fransisco. Svipað átti sér stað siðar, þegar Speer reyndi ásamt konu sinni að bregða sér á skíði og eiga örstutta hvíldar- stund í Zugspitze, stað, þar sem enginn átti í rauninni að vita, hvar hann var niður kom- inn. En hann var ekki fyrr kominn en síminn hringdi: „Þér eigið að mæta til morgunverð- ar með foringjanum i fyrramál- ið í Osteria." „Ég mótmæli," segir Speer, en þá var sagt: „Nei, það er áríðandi." Þegar til Osteria kom, sagði Hitler: „Gaman að sjá yður við morg- unverðarborðið. Hvað segið þér, var yður skipað? — Ég spurði bara í gær: Hvar ætli Speer sé eiginlega? En í raun- inni hafið þér bara gott af þessu. Hvað hafið þér eigin- lega að gera við að fara á skíði ?“ Fyrir kom, að háttsettir leið- togar neituðu skipunum um að koma þegar í stað, eða báru við áriðandi störfum. Væru þeir ákveðnir, gaf Hitler að vlsu eftir, en hann var þá í slæmu skapi á eftir og gleymdi þessu ekki og hefndi sín þegar tækifæri gafst til. Niðurlag í næsta blaði. S j álf sæ visaga forseta Framh. af bls. 9 lokið, en það vissi de Valera ekki um og njósn aí tíðindum barst honum ekki fyrr en á sunnudag. Þann dag og allt fram á þriðjudag var þeim haldið í hertoví. Þá fyrst voru þeir fluttir til setuiiðsbúðanna í Richmondlherskálunurn. Um það bil sem de Valera og fangakiefafélagar hans Sir Plunkett, Sean O’Kelly, Larry O’Neill og John O’Mahony voru teknir til vörzlu byrjuðu aftökur fyrstu fanganna. De Valera var dæmdur aí brezík- um herrétti 8. maí til dauða, seinna breytt í lífsbiðar fang- elsi sökum amerísks þegnrétt- ar vegna faðemis. Nú hófst hin langa og stranga fangelsisvist de Valera víðs vegar í Bretlandi í Mount- joy, Dartmoor, Maidstone, Lewis og víðar. Meðfangar hans tóku ttl að líta til hans sem elzta foringja í flokknum, sem sloppið hefði úr greipum heljar og þannig atvikaðist það að Dev varð sjáifkjörinn foringi 1916-mannanna. Við fyrstu þingkosningar sem Sinn Flein-flokkurinn bauð fram, aukakosningarinnar í Roscommom 1917 hafði de Valera andúð á starfsaðferð- um Sinn Fein, en athygli hans var vakin og enn þá betur nokkru seinna í kosningunum í Longford þar sem Sinn Fein vann með yfirburðum. Fimm- tánda júní 1917 tilkynnti Bon- ar Law, að öllum írskum föng- um yrði sleppt úr haldi. Svo að segja á fangatröppunum í Pentonville, en þangað hafði hann verið fluttur, fékk de Valera símskeyti um að hann yrði i kjöri í aukakosningum til þings í Austur-Clare kjör- dæmi. Föngunum var fagnað eins og frelsishetjum og de Valera í raun réttri óþekktur maður 1916 var á hvers manns vöf- um sem foringi uppreisnar- manna. Hann kastaði sér þegar út í kosningahríðina í Austur- Clare. Það voru hrein átök á milli gömlu þingflokkanna og nýju Sinn Fein mannanna. Hér tókust á kóngsins sakamenn og kóngsins valdsmenn (Ath. haft í huga, að kosningarnar voru tii enska þingsins þó Sinn Feinar höfnuðu jafnan þingsetu.) De Valera sigraði með yfirgnæfandi meirihluta. Á flokksþinginu i október 1917 var de Valera kosinn að uppástungu Arthurs Griffiths forseti Sinn Feina, sem unnu stöðugt á, ekki hvað sízt fyrir lögþvingaða herskyldu í Ir- landi, örvætingarráðs Breta í marz 1918 er á leið heimsófrið- inn. I maí sátu þeir saman á palli de Valera og John Dillon til að andmæla herskyldu í Ros- eommon i Ballaghadereen, en nökkrum vikum siðar var de Valera enn tekinn fastur á heimili sínu i Greystone, sak- aður fáránlega um „þýzkt sam- særi“ og afhentur flota- yfirvöldunum til gæzlu í Lin- ooln fangelsi. Við þingkosningarnar sem fóru í hönd var de Valera i kjöri í fjórum kjördæmum en foriög írska þingflokksins voru ráðin með yfirburðasigri de Valera yfir Johin Dillon í Austur Mayo. Kosningin hafði engin áhrif á fangelsisvist de Valera og flokksstjórnin með Harry Boland og Michael Coll- ins fremsta samsærismanna gekkst i það að leysa hann úr haldi hvað sem tautaði. Sam- særið tökst og flóttinn vakti heimsathygii, enda einn fræg- asti enskírskur árekstur sem orðið hefur. FRELSINU FEGINN Yfir i Dublin hafði fyrsti fundur Dail (svo nefna Irar alþingi sitt) komið saman seint í janúar 1919 og 20. janúar náði de Valera fundi félaga sinna. Hann tók til óspilltra málanna enda var skömmu seinna öðr- um írskum föngum sleppt úr haldi og de Valera var frjáls ferða sinna. Þegar Dail var kvatt til setu ' 1. apríl dró Cathal Brugha sig í hlé fyrir de Valera sem forseta en að öðru léyti var stjórnin skip- uð þessum mönnum: Brugha, varnarmál, Griffith, innanríkis mál, Michael Collins, fjármál, Cosgrave, sveitarstjórnir, Sir Plunkett, utanrikismál, greifa- frú Markiewicz, verkalýðsmál. Eftir að friðarfundirnir hóf- ust í Versölum, tök það ekki langan tima fyrir de Valera að ganga úr skugga um það, að Irar fengu dauflegar undir- tektir og fengu ekki sín mál fram sem þeir vildu nema Ameríkumenn yrðu hliðhollir og honum var þegar ljós fjár- þörf Ira en til rikra var að venda, frænda og vina í vestri. 1 þessum tvöfalda tilgangi að ávinna sér traust ameriskra stjórnmálamanna og færa sér i nyt vestur-irska frændsemi og fjárráð, tók de Valera sér fyr- ir hendur för til Bandaríkj- anna sem stóð alit fram í des- ember 1920 með fundahöldum um öll Norðurríki Bandarikj- anna, vestur á ströndum Cali- forníu og Arizona og Austur- strandrJkin. Hann lagði af stað 1. júní 1919 og kom aftur á Þorlákis- messu 1920. Hann varð þess áskynja að sitt hvað hafði dreg ið sundur með ráðuneytismönn um, einkum hafði sundur- þykkja risið með þeim Brugha og Collins einkum um skilning á ti'iitéknum má'lum svo sem yf- irráð þeirra í hervarnarmálum. Hann fékk nóg að gera að sinna þessum málum og við það bættist að hafnar voru friðarumræður við Lloyd George, sem Clune erkibiskup frá Perth hafði komið á. Niðurlag í næsta blaði. Borgríki eða þjóðríki Framh. af bls. 7 vörp á Aiþingi í tuga og hundraðatali, en þeim góðu mönmum mörgum hiverjum, gleymdist það þv.i miður oft og stunduim alveg, að það þarf fjármagn, fyrsit og fremst, og aiborku til þess, að framfaramál in nái fram að ganga. Þegar maður hlustar á þingfréttir, greinargierðir og allar þessar margvíslegu tillögur, þá læðist að manni sá grunur, að þeir aumingja menn, sem að ölLum málatilbúnaði standa, haldi að nóg sé, að tala um, flytja tillögur og rétta upp hendur þeim til samþykktar, þá muni þær af sjáifu sér kcwna til framkvæmda, hvort sem fé er fyrir hendi til þess að fram- kvæma þær eða ekki. Eða er al'lur þessi tililöguffliutnmgur samfara öllu þvi þrautleiðin- lega málæði, siem honum fylgir, kannski bara einber skrípa- leikur, til þess eins leikinn, að afla sér afkvæða i kosningum til Alþingis? Hér til viðbótar koma svo allar hinar óteljandi samþykktir og kröfur um alla skapaða hluti, sem ailskonar fundir og félagasamtök gera á hendur hinu opinbera. Það er sannariega kominn tími til þess, að bæði Alþing- ismenn og leiðtogar lands- sambanda, félagasamtaka og allur almenningur i landinu, fari nú að gera sér ljóst, að það er alls ekki nóg, að gera kröfur og samþykktir um framfaramál á öllum sviðum. Mönnum ætti ekki að vera of- ætlun, að skiija það, að undir- staða alilra framfara, hverju nafni sem nefnast, er það að aflað sé fjármagns og haft til- tælkt, tiil þess, að framfarirnar geti orðið að veruleika. Og tit þess að afla nauðsynlegs fjár í þes9u skyni verðum við, að hagnýta allar auðlindir lands- ins í stórum stil. Þetba hljóta allir meðaligreindir menn að geta skilið. En hvað ger- ist? Ég sé ekki betur en all- álitlegur hluti kröfugerðar- manna sé hreint og beint mót- fal'linn hagnýtingu þeirra auð- linda i landinu, sem líklegast- ar eru til að gefa af sér þann hagnað, sem nauðsynlegur er till þess, að hægt sé að verða við kröifum þeim, sem þeir hafa sett fram. Málið er of alvar- legt til þess, að hægf sé að hiæja að þessum aum- ingja mönnum. En að gráta yf- ir þeim? Það eiga þeir alls ekki skilið. En eitt er víst, við höfurn ails ekki efni á því lengur að láta stórár Jandsins belja fram óbeizlaðar til sjávar, eins og þær hafa gert þau 1100 ár, sem við höÆum byggt þetta land, en.gum til gagns. Þessar mitolu ár fLytja árlega út í hina botn- lausu hít sjávarins orku, sem að verðmæti nemur á hverju ári tugum mi'lljarða króna. Og þessi orka faUvatnanna hefir þann ómetanlega kost, að hún gengur aldrei til þurrðar, því ámar renna ár og síð og alla tíð, og það er meira en sagt verði með sanni um flestar aðrar orkulindir, að þvi við- bættu, að hér er um lireina orku að ræða, sem veld- ur ekfki mengun, sem kol, olía og kjarnorka valda í stórum sbíl. Þá er það jarðhitimn. Þar er einnig um mjög mikia en mimna rannsákaða orkulind að ræða. En um landgrunnið er það að segja, að náttúruauðæfi þess eru enn órannsölkuð. Þá er að lokum þessa spjalls á eitt enn að lita. Hinir hefð- bundnu atvinnuvegir lands- manna, sem þjóðdm hefir stumd- að nær því eingöngu í 1000 ár, níl. landbúnaður og fiskveiðar, eru mjög háðir veðurlagi, sem hér á landi er þannig, að það hæfir þeim ekki vel, svo fastar sé ekki að orði komizt. Þeir eru vissulega mikilvægir og í góðu árferði gefa þeir þjóðimni mikinn arð og gott lífsviðurværi, en í slæmu árferði eiga þeir jafn- an örðugt uppdráttar, eins og dæmin sanna. Við þetta hefur þjóðin lengst af mátt una, en við getum það bara ekfci leng- ur. Við krefjumst varanlegrar efnahag'slegrar veliferðar. Til þess að öðlast hana verðum vér óumflýjanlega að efna í stór- um stíl í landinu til atvinnu- vega, sem þurfa að vera að mestu leyti óháðir hinu óstöð- uga og kaldranalega veður- fari iands vors. Til þess er að- eins, eins og á stendur, ein leið, þ.e. stóriðja, sem kaupir orku fallvatnanna og jarðhitans, skapar stórfelld úit- flutndngsverðmæti, verður ör- uggur grundvölilur margskonar iðnaðaruppbyggingar og kem ur á, nærri sjálfkrafa, ef rétt er að farið, því jafnvægi í byggð landsins, sem svo mikii þörf er á til þess, að ísland geti haldið áfram að vera þjóð- ríki, svo sem það hefir verið i 1100 ár. Gunnlaugur Jónasson. Smásagan Framh. af bls. 4 — Hvað gerðirðu í gær — spurði hann svo skyndilega að hjartað yfirgaf sinn vanalega stað og súnkaði niður í skó, jafnvel lengra. — Ég, hrópaði ég skelfingu lostinn, mér fannst ég vera yfir þyrmandi sek, þó vissi ég ekki á mig nokkra sök, ég var sak- laus eins og ungabarn í reif- um. — Ekkert, svaraði ég svo þegar ég var nokkurn veginn búin að ná mér: Jú, annars ég fór í bíó. — Jæja, sagði hann með himneskri ró þess, sem liggur i rúminu framundir hádegi og er alveg skítsama. — Var gaman? — Gaman? Endurtók ég í for- undran. — Já, var gaman í bíó? — Já, já það var ágætt. — Gaman, öskraði æran mín eins og óð mannæta, sem komið hefur auga á óvenju feit an kristniboða. Gaman, það er allt og sumt. Það er nú allur áhuginn, hann bara má ekki vatni halda maðurinn eða hitt þó heldur. Þetta er nú all- ur áhuginn, gaman. Ég tók allt í einu eftir því að ég var farin að gnísta tönn- um. — Er þér kalt? spurði hann. — Já, svaraði ég vesældar lega. — Ertu búinn að lesa Mogg- ann, spurði hann skyndilega. — Ha, nei, jú, svaraði ég í einhverju fáti. — Lastu þetta? Svo kom öll klaustan ásamt geispum, stun um og einhverju furðuhljóði, sem líklega hefur skapast af því að maðurinn hefur verið að klóra sér. Allt í einu fann ég þessa mögnuðu reiði steypast yfir mig aftur, ég svitnaði, í brjósti mér brairnn réttlát reiði gaign- vart þessu letidýri, sem ekki hafði nokkurn minnsta áhuga á því, hvernig minni háæruverð- ugu persónu liði. Mig langaði alveg ómótstæðilega til að reka upp reiðilegt indiánaösk- ur, skella á, henda simanum út um gluggann og stiga síð- an villtan striðsdans. En ég bara sat og horfði á tærnar á skónum minum. Æra mín skaut upp kryppu og urraði. — Ætlarðu ekkert að gera, bara sitja þarna og glápa út í loftið eins og álfur út úr hól. Ég sá mitt ráð vænst og reyndi að sýna örlítið af öll- um þessum tilfinningum sem ólguðu í brjósti mér, svo ég 18. apríl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.