Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Qupperneq 1
ff\ 1*. tbl. 23. maí 1971, 46. árg.
VIÐ sjáum þau í flóttamannabúðunum, þessum neyðar-
stöðvum á leiðinni til rótfastrar tilveru í öðru landi. Slík-
ur brottflutningur getur verið grimmilegur á rökkurstund
lífsins — mér er í fersku minni gömul kona, sem ég sá í
þess konar búðum. Háöldruð, skjögrandi í gangi kom hún
út úr matgjafahúsinu í sjóðheitan sandinn, með mjöl-
skammtinn sinn í pokaskjatta yfir öxlina og rytjulega
plastskó bundna á fæturna. —
Við sjáum þau á nýjum bústaðasvæðum, flóttamanna-
nýlendum, þar sem vonin er tekin að gróa, viðkvæm en
þó lifandi. Sá fyrsti sem varð fyrir mér sem afmarkaður
einstaklingur í svörtu mannhafi í einni slíkri nýlendu, var
lítill feiminn drengur, sem sat og lék sér að klunnaleg-
um leikfangabíl, gerðum úr bambusstykkjum eða ein-
hverju með hjól úr lokum af gosdrykkjaflöskum — lítill
drengur með hlut, sem hann hafði gert sjálfur og þótti
vænt um — þá fer að komast skipulag á lífið. —
f Afríku eru uni það bil ein
miil.jón flóttamanna, sem reknir
eru yfir landaniæri af liarð-
stjórn eða ótta við komandi
harðstjórn innan ranuna flók-
inna pólitískra atburða <>k liern
aðarlegra liermdarverka. Þeir
liafa verið að koma um árarað-
ir, þeir koma enn, oft eins og
fætur toga. I»að er á einlivern
undarlegan liátt eins og þetta
sé eðlileg umferð, stundum í
báðar áttir á milli liinna afr-
ísku ríkja, Súdans, Eþiópíu,
Uganda, Kongó, Ituanda, Lýð-
veldis Mið-Afríku, Tanzaníu,
Angola, Mozambiqiie.
Straiiniur nýrra flótta-
manna hefur aukizt npp á síð-
kastið frá Súdan og Eþíópíu.
Að Súdan og súdönskum flótta-
mönnum verður vikið síðar.
Sem stendur er Eþíópía i
brennidepli svartletraðra blaða-
dálka um ofbeldisaðgerðir
stjórnarhersins gegn frelsis-
sveitunum norður í Eritreu. . .
Fólk flýr — gamla konan í
])Iastskónum — sem verður að
sætta sig við að bera beinin
Barbro Alvin
EIN MILLJÓN
HRJÁÐRA
EINSTAKLINGA
á flótta undan herjum, pólitísku ofstæki og
harðstjórn, úr einu Afríkuríkinu í annað.
langt frá heimkynnum sínum
— er gamall Eritreubúi.
Sem þversögn ætla ég sanit í
uppbafi að tilfæra nokkur orð
úr viðtali um flóttamannavanda
máiið við keisarann Haile Se-
lassie.
Hann veitir okkur móttöku
— fámennum, norrænum hópi
— í höllinni í Addis Abeba.
Rétt við innganginn (smávegis
umhverfislýsing; maður fer hér
ekki um daglega) inni á hallar
svæðinu, á tröppupalli utan við
opið búr, liggur hið fræga varð-
ljón, heldur svipþungt og
drembilegt karldýr, sem virðir
fyrir sér gestina og hallarþjón
inn með hvítan sólhjálm án
áhuga. 1 biðsal keisarans er
áberandi mikið af bókum af
mjög fjölbreyttu tagi, samtíma
pólitískt rit, bækur um afríska
náttúru og aðsteðjandi hættur,
uppsláttarbækur, bækur um
trúarleg efni; fyrir ofan skáp
einn er stækkuð ljósmynd af
keisaranum og Churehill.
Nokkrir þjónar í hvítum jökk-
um með svartar húfur flögra
um; tveir hirðmenn i dökkum
búningum spyrja kurteislega
um álit okkar á Eþíópíu. Við
höldum okkur af gildum ástæð
um við veðurfarið og fegurð
landslagsins.
Þá er lagt af stað til viðtöku
salarins. Hann er mjög stór og
þar eru rauð gluggatjöld lögð
í hátíðlegar fellingar og gólfið
alþakið dásamlegum austur-
lenzkum og afriskum ábreiðum.
Allt er fullt af gersemum,
sennilega ríkisgjafir, í einu
horninu er vegleg gólfklukka,
i öðru spjót frá Kína, andspæn
is mér á borði stendur fork-
unnarfagurt gullskrín; annars
eru húsgögnin heldur þung-
lamaleg, skápar ofhlaðnir
skrauti, stífir brúnir stólar
með kórónu á bakinu. Þarna er
einnig upphleypt landakort úr
gulli, raunar fjöldi af landa-
kortum, sömuleiðis málverk af
keisaranum ungum með litinn
prins í fanginu.
Hann tekur á móti okkur
standandi, einkennisklæddur,
við borð sem hlaðið er bókum.
Síðan tekur hann sér sæti í við
hafnarstól krýndum ljónskór-
4
9
*