Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Blaðsíða 3
Vietnfímsk mófíir flýr með liiirnin sín. stað var sjálfstæðið á fallanda íæti. Afleiðingin var mögnun freisishreyfingar með vopnuð- um herstyrk. 1 kjölfarið komu harkalegri aðgerðir stjórnar- hersins, einkum gegn óbreytt- ’im borgurum. — O — Hún er líttl og smágerð, klædd ólýsanleguni, mtiskugrá- um kjólgopa — en hún vex og veröur að táknmynd itins afriska ltarmleiks þar sem hún stcndur bögtil og ráðvillt i aug tint og vefur ung hörnin sín þétt aö sér. Hún er ný í búðumim. I»etta er í Onigo, Uganda, einu hinna stærri bústaðasvæða fyrir flóttnmenn frá Súdan. Þarna liafa um 6000 manns verið um langa liríð og virðast ætla að setjast að — en nýir bætast við. í eitt eða tvö ár var ró- legt en nú koma nýir, í smá- lækjum, sem verða að stríðum stranmi, síðasta talan var yf- ir 600. Þetta Jiýðir að „gleymda stríðiö“ í Suður-Súdan hefur nú blossað iipp að nýju, nú brenna aftur bæir. .. Við bíðum í hitanum á tröðk uðum jarðbala með fáeinum kof um; flóttakonan kemur eftir stíg einum gegnum nær mann- hæðarháan hitabeltisgróður, sem er eins og bylgjandi grænn veggur. Joan Solomona — en það heitir hún -— er sett inn i miðjan hópinn, og þar svarar hún spurningum okkar hlýðin og alvörugefin, það er ytfir henni einhver varnarleysis blær, hið snauða mannlíf í allri I»au híöa, en framtíðin er <>11 ein óvissa. sinni nekt. Á handleggnum hef ur hún kornabarn, tvö stærri standa í röð fyrir framan hana klædd tötrum, grafalvarleg á svip; annað hefur hrokkið hár snyrtilega skipt í miðju, ef til vill er það stúlka. — Hvenær komstu hingað? spyrjum við (ungur flóttamað- ur i grænni treyju túlkar fyr- ir okkur með miklum bægsla- gangi) „í fyrradag." „Hversu lengi varstu á gangi með börn- in?“ „1 fimm sólarhringa." „Hvar sváfuð þið á nóttunni?" „I frumskóginum.“ „Hvernig fenguð þið mat?“ „Betluðum hann af fólki i frumskóginum.“ (fólki, sem „bjargazt" hefur undan striðinu inn í leynd frumskógaþorp, þar sem hung- ur, mýrakalda og mengað vatn sér um sitt). „Hvar býrðu hérna i byggðinni?" „1 kofa hjá kunningjum." (þau eiga oft ast ættingja, sem flutzt hafa á undan. í nærfellt hverjum kofa i þessum hluta er mikil þröng af heimilislausum gestum; i ein um eru 12 aukaíbúar). „Færðu nógan mat hérna?" „Nei, ég fékk tveggja daga skammt I gær en það nægir ekki.“ (búð irnar eru sjálfum sér nægar með vistir, en matvæli og ábreiður handa hinum mikia straumi nýrra flóttamanna eru á þrotum). „Áttu fleiri börn en þessi þrjú?“ „Já, einn dreng eldri, hann er að tina sprek, sem hann ætlar að reyna að selja." Nú komum við beint að efn- inu. Okkur liður illa enda þótt við brosum í sífellu við börn- unum. „Hvar er maðurinn þinn?“ „Hann var drepinn fyr- ir nokkrum dögum, það kom þyrla og henti sprengjum yfir þorpið." Hún segir sprengjur. Það segja þau alltaf þegar dauðann hefur borið að úr lofti, enda þótt um skothríð ein hvers konar geti verið að ræða. „Hvað varð af hinum ibú- unum?“ „Sumir dóu, aðrir hurfu út í buskann, ég sá ekki svo mikið, ég lagði af stað.“. . . „Hvað ætlastu nú fyrir? Hvað um framtíðina?" Hér verð ur hún ringluð og klumsa. Ger ir brjóstumkennanlega til- raun til að svara — hún veit ekki, veit ekki hvernig neitt fer, þetta hefur borið svo brátt að, hún veit aðeins að eig inmaðurinn er horfinn. Við látum hana í friði. Við vi'ldum gefa nærri hvað sem væri til að fjarlægja þennan ráðvillta ringlunarsvip af and liti hennar. Konur og böm á flótta, konur og börn. . . Það eru aðallega þau, sem koma og gamlir menn; það er alitaf sá veikburða, lítilmagninn, sem það bitnar á. Joan er fórnarlamb frá Suð- ur-Súdan. En í norðurhluta Súdan eru aði’ir flóttamenn. Þeir koma frá Eritreu, þeim hluta Eþíópíu, sem liggur að Súdan í austri og suðri. Þar berjast einnig skæruliðar þjóð ernissinna við stjórnvöldin. Þar brenna einnig bæir. . . Konnr og börn — í þessn liiigtaki má lesa siigu frelsis- striðsins. I fyrra koni flótta- mannahópur frá Eritren liingað til Tokar, sem er |iorp nærri Port; Sndan við Rauðahafið. Þetta voru milli 15 og 17 þús- Framliald á bls. 15. ■ ■ .. ■ TVÖ LJÓÐ EFTIR ROBERT FROST Þóroddur Guðmundsson þýddi. * Aning (Stopping by Woods on a Snowy Evetning). Ef skilst mér rétt, hver skóginn á, hans skýli stendur þorpi hjá; hann sér mig ekki æja hér né allan skóg sinn fyllast snjá. Minn ungi hestur undrast fer, að áð sé fjarri bænum, hér við skóg og frosið laxalón, fyrst ljósbrún dagsins horfin er. Þá hristir bjöllu hófaljón, sem hafi ég drýgt yfirsjón. Og élja dynur fer um frón. Ég fyrirbrigðið hrifinn lít. Ég aldrei lífsins boðorð brýt, en loforð mitt ég halda hlýt: að sveima langt unz svefns ég nýt, að sveima langt unz svefns ég nýt. Silkitjaldið (The Silken Tent) Hún er á sumardegi silkitjald, þá sólin gyllir bæði laut og mó, er þurrkað hefur daggir vindsins vald og vaggar því í tígulegri ró, þess bugðast sedrusviðar súla vönd, að settum lögum teygist himni mót og táknar vissu þá, sem á sér önd, en engum þræði virðist bundin hót, er satt að mæla frjálst, en fjötrað samt með fjöld af silkiþráðum kærleikans og jarðar eðli öllu bundið rammt, þótt aðeins tengi lítill strengja krans, í kenjum veðurfarsins finnur vet sem frelsis töpum hverja skúr og él. * 23. maí 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.