Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Side 6
Jón Gíslason
Er höfundur Njálu
af ætt Oddaverja?
7. grein
Staðfræði
Njálu
og kristin
áhrif
28.
1 síðustu grein rakti ég að
nokkru áhrifin, er höfundur
Njálu varð fyrir af skaft-
fellsku landslagi og langri
dvöl í sveitunum fyrir austan
Sand, og þá sennilega í Kirkju
bæ á Síðu. Listaverkið mikla,
Njála, ber glögg einkenni af
skaftfellsku umhverfi og kunn
ugleik í skaftfellskum byggð-
um eins og brátt verður betur
greint.
En í mótun höfundarins á
efni sögunnar og skipun þess í
listrænt form, ber einnig til
fleira, er skilgreint verður að-
ein3 með sjónarmiði miðalda-
fræða, er mótuð var af mið-
aldaguðfræðinni. Einkenni mið
aldaguðfræði eru skýr í Njálu,
og ber hún oft höfundinn af
leið rökrænna vega, jafnt í frá
sögn og annari skipan efnis.
Tízka líðandi stundar var háð
guðfræðinni, og voru slík
áhrif á seinni hluta 13. aldar
oft á tíðum blandin öðrum
kenndum, rökrænum eða órök-
rænum eins og brátt mun verða
rakið hér í stuttu máli.
Guðfræði miðalda var enn í
nokkurri sköpun í list og raun
á dögum höfundar Njálu. Sjón-
armið hennar voru lítt i festu.
Á stundum brotnuðu öldur
nýrra kenninga í harðri mót-
stöðu þjóðfélagsafla, er voru
andstæð henni. En í róti slíku
verða oft endurköst eins og við
sendna strönd Suðurlands, þeg
ar hafaldan brotnar þar —
hnígur og myndar útsog. Fyll-
ing þess afls, er bar hana að
ströndinni, verður nýtt í
breyttri mynd, lætur eftir sig í
frákastinu endurkast og fall-
valtleik og hrif augnabliksins.
Leiftur hrifandi frásagnar
verða á stundum í öldum, en
samt háð orsakalögmálum og
raun þess er eitt getur átt sér
stað í mannlegu lífi. Lista-
mannsins er að móta efnið, gera
það hrifandi — og um leið
fullt anda þess, er hann vill að
sé fylling þess í list og l’ífi.
Höfundur Njálu er sérstak-
lega vel að sér í margvíslegum
fræðum miðalda. Á stundum
eru leiðir hans torfamar og
langt af vegi þeirra, er síðar
rituðu sögu á Islandi. Þetta
varð til þess, að menn skildu
ekki verk hans. Af þeim sök-
um varð Njála allt annað verk
í augum kynslóðanna, en hún
raunverulega var. Nú skal vik
ið að nokkrum þáttum þessar-
ar skilgreiningar, eins og hún
kemur mér fyrir sjónir. Enginn
skal taka orð min svo, að ég
álíti listaverkið mikla, Njálu,
vera skáldverk. Þvert á móti
álít ég það vera sannfræði-
legt verk eins og bezt var á
kosið að rita sögu löngu liðna.
En hins vegar álít ég, að höf-
undurinn hafi farið frjálsum
höndum um mótun verksins,
mótað það af anda og skiln-
ingi lifshugsjónar innar og
lifsskoðunar. Vegna þess er
það þrungið sjónarmiðum 13.
aldar manns, ríkt í minnum
kirkjuvaldsmanna eins og þeir
litu á lifið á dögum Árna
biskups Þorlákssonar.
29.
Staðfræðin í Njálu hefur oft
þótt mjög frábrugðin þvi, að
höfundur sögunnar hafi verið
kunnugur og Ilfað I Kangár-
þingi. Sjónarmið þeirra manna,
er um þetta hafa ritað, eru
mjög mótuð af þvi er síðar
varð og mótað er á líðandi
stund. En annað er hér að
verki eftir þvi sem niðurstöð-
ur minar hafa leitt í ljós. Skal
nú að þvi vikið.
Það kemur greinilega í ljós,
þegar staðfræði Rangárþings
er athugað í Njálu, að þar eru
margar og meinlegar skekkjur.
En hvað veldur þessu, sé það
rétt, að höfundur Njálu sé
Rangæingur? Þessari spurn-
ingu mun ég nú leitast við að
svara, eftir þeirri skilgrein-
ingu, sem ég legg á verkið.
Þekking eða skilgreining
Njáluhöfundar á staðfræði
Rangárþings, greinist um
ákveðið skaut. Mörk þess eru
Markarfljót inn fyrir Eyvindar
holt að austan. Fyrir austan
fljótið virðist höfundur mjög
vel kunnugur og skjátlast
hvergi, en fyrir utan það, er
hann oft með ranga skilgrein-
ingu á vel þek'ktum og kunn-
ugum stöðum. 1 Skaftafells-
þingi er Njáluhöfundur einnig
mjög vel að sér, og kann góð
skil á allri staðfræði. Hann
þekkir vel alþingisleiðina um
Rangár- og Árnesþing. Þar fei’l
ar honum hv-srgi. 1 ofanverðu
Árnesþingi er hann einnig vel
kunnugur. Einnig er hann
merkilega kunnugur annars
staðar á landinu, bæði á Vest-
urlandi og á Austuriandi. En
merkilegust af öllu er hin
mikla þekking hans á Þingvöll
um. Njála er bezta heimildin
um Þingvöll til forna áscimt lög
bókunum.
Áttatáknanir Njálu eru ör-
ugglega sunnlenzkar. Þær eru
sunnlenzkari en í nokkru riti
öðru frá fyrri öldum. Þessar
miðanir sýna betur en nokkuð
annað, að höfundurinn er sunn
lenzkur, sunnlenzkur að upp-
eldi, sunnlenzkur að mótun —
og Sunnlendingur að lífsstarfi.
En hvað veldur þá hinu ?
Eins og þegar hefur verið
greint frá, voru SkaftfeUingar
undir forustu Þykkvabæjar-
manna í Veri, klausturmann-
anna þar, búnir að ná fuMkomn
ari og fyllri sigri yfir jarðeig-
endum I vesturhluta Skafta-
fellsþings, en kirkjuvalds-
mönnum auðnaðist nokkum
tíma að ná á fslandi. Umboðs-
menn kirkjunnar réðu þar og
kirkjan áttu tekjumestu eign-
irnar. Afleiðingin varð sú, að
kirkjuvaldsmenn stóðu þar fast
ari fótum og höfðu alger tök
á valdi héraðsins. Þetta kom
greinilegast fram á 13. öld, þeg
ar Jónsbók var lögtekin á al-
þingi árið 1281. Skaftfellskir
umboðsmenn kirkjueigna
ásamt þremur úr Rangárþingi,
stóðu þá fastan vörð um veldi
kirkjunnar, gegn hagsmunum
bænda á Suðurlandi. En þeir
síðarnefndu byggðu rétt sinn á
festu jarðeigna í þjóðfélaginu,
eignarhaldi bændanna á jörð
unum, eins og verið hafði allt
frá öndverðri lagasetningu i
landinu.
Eignaréttur jarða í Skafta-
fellsþingi á 13. öld, varð þar
af leiðandi áhrifaríkur í stjórn
málum á 13. öld, enda var hug-
sjón kirkjunnar á þeim árum
mjög tengdur lögum og laga-
setningu. Andstaða Árnesinga
og Rangæinga gegn kirkju-
valdsmönnum kemur greinilega
fram við lögtöku Jónsbókar,
undir forustu Haukdælans,
Jóns Einarssonar lögmanns.
Árni biskup Þorláksson beitti
fyrir sig umboðsmönnum sín-
um, kirkjulegum umboðsmönn-
um, er voru að lögum réttum
dómsmenn. En honum brást
bogalistin í mótstöðunni gegn
Jónsbók, enda var þá orðin
uppi önnur stefna í landsmál-
um en verið hafði, þegar hann
fékk sampykktan kristnirétt
sinn. Ósigur biskups á Alþingi
árið 1281 hefur örugglega ver
ið álitinn mjög ókristilegur af
fylgismönnum hans, kirkju-
valdsmönnum. En mest er í
máli, að kirkjuvaldsmenn voru
algjörlega stöðvaðir á Suður-
landi með lögtöku Jónsbókar,
að minnsta kosti til stórátaka.
Ríki Oddavejar í Rangár-
þingi náði ekki til fullra áhrifa
nema austur að Markarfljóti.
Eyjafjöllin voru á valdi
tveggja ætta, er þar réðu á
þjóðveldisöld óslitið, Holts-
manna og Skógverja. Þessar
ættir báðar voru furðu sjálf-
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. mai 1971