Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 8
Madrid 1970. Ósköp venju- legt herbergi í ósköp venju- legu húsi, nema gluggarnir eru myrkvaðir svo að mjög rokkið er í herberginu. Eir.a týran lif- ir á lampa úti i horni; hún lýsir upp geðslegt andlit ungs manns, sem taiar hljómfagurri, skýrri spænsku yfir nemendun- um, sem sitja frammi fyrir hon- um. — Það er skylda ykkar að vera verkfæri. Bragð hins myrkvaða herbergis er fornt: líkamlaus röddin er áhrifamikið afl, sem tekur hug- ann, knýr til einbeitingar. Sam koma þessi stendur aðeins yfir i eina klukkustund, en alls tek ur menntunin og þjálfunin fyr- ir hina leyndardómsfullu en óumdeilanlega voldugu ka- þólsku leikmannareglú: Hin prestlegu samtök hins heilaga kross, sem betur er þekkt und ir nafninu Opus Dei, sjö ár. Opus Dei hefur verið nefnt ýmsum nöfnum: „hin rómversk- kaþólska Mafia," „fimmta her- 4eild guðs." Leiðtogar samtak- anna frábiðja sér ákveðið slíka stimpla. Þeir halda því statt og stöðugt fram, að þátttaka í Op- ur Dei sé algérlega andlegs eðl is. Sannleikurinn í málinu er líkast til miðja vegu miili þess- ara staðhæfinga. Áhrifum Opus Dei verður ekki neitað. Þau ná tii næstum allra sviða daglegs lífs á Spáni. Félagar Opus Dei koma úr öli- um stéttum. Þetta er vitað. Ann ars verður ekki sagt, að stað- reyndir um Opus Dei liggi á lausu. Félagaskrá er engin til opinber, utan örstuttur listi yfir leiðtoga reglunnar. Enn- fremur liggur ekkert frammi sem gefur til kynna, hvað fé- lagar reglunnar geri í raun og veru. Það er þessi þögn, „orð- varni,“ eins og Opus Dei kýs að nefna það, sem hefur leitt til þeirra ásakana á hendur reglunni, að hú.n sé í raun og veru leynisamtök, svo öflug og mikil um sig, að hún haldi i raun réttri st jórnartaumum Spánar í hendi sér. Opus Dei starfar nú að menntun, uppfræðslu og góð- gerðum í sextíu Iöndum og ræð ur fyrir nokkrum hundruðum háskóla, stofnana og menning- armiðstöðva af öllu tagi. Spænskir félagar þess telja ein tuttugu þúsund og það hefur yfir að ráða geysilegu fé. Samtökin eru rúmt fertug að árum. Lengi framan af sýndust þau lítt líkleg til stórræða, hópur fáeinna stúdenta í Mad- rid. Létu samtökin i rauninni fátt markvert frá sér fara allt fram að borgarastyrjöldinni spænsku, nema merkilegan ieiðarvísi stofnanda reglunnar, Josémaria Eseriva de Balaguer; bælclingur þessi heitir E1 Can- ino Vegurinn. Félegar regl- unnar taka leiðbeiningar bæld ings þessa jafnvel fram yfir leiðbeiningar Biblíunnar. Orðið breiddist út þótt hægt færi, og hinn litli flokkur Es- crivas væri sífellt á hrakhól- um og flakki, illa séðui' af mörgum og litinn grunsemdar- augum. En smám saman tóku honum að safnast félagar; kenningar hans og reglur höfð uðu til ungra kaþólikka þessa tíma, sem trúðu þvi að gagn- ger og einlæg andleg endur- nýjung ein gæti lagt grunninn að þjóðlegri viðreisn. Sem fyrr er sagt jókst félaga talan hægt; var það m.a. því að kenna hversu háar kröfur voru gerðar til vitrænna hæfileika félaga. Árið 1944 færðust út kvíarnar, er þrír ungir verk- fræðingar gengu í samtökin. Þeir urðu fyrstir hinna svo- nefndu ókirkjulegu presta eða leikpresta. Opinber viðurkenn ing barst reglunni 1947 frá Pí- usi páfa tólfta. Þvi skammrifi fyllgdi þó sá böggull, að í dags- ljós komu hin miklu ítök Opus Dei í röðum menntamanna og uppalenda spænskra. Svo og kom í ljós, að samtökin höfðu gagnger ítök i Consejo Supéri- or de fuvestigaciones Cientifi- cas, samtök ætluð yfirumsjón og rekstri vísindalegra rann- sókna í þágu iðnaðar. Á þess- um árum komu fram fyrstu tæknikratarnir. Það átti fyrir þeim að liggja að ná stjórn á Spáni fyri' en tveir áratugir voru liðnir. Hin mikla útþensla Opus Dei á fjórða og fimmta tugi aldar- innar er að miklu hulin þagn- armúr reglunnar sjálfrar og liðnum tíma. Vera má að út- þensla þessi hafi ekki verið með ráðum gerð; engu að síður átti hún sér stað. Hin andlega úr- valsstefna reglunnar öðlaðist þá þann grundvallarsess og þýðingu, sem haldizt hefur æ síðan. Opus Dei-félagar tóku að skjóta upp kollin- um bak við valdatjöldin. Ár- ið 1954 var grunurinn um áhrif Opus Dei orðinn svo sterk- ur og útbreiddur að franskur jesúíti, faðir Hayen, sem fyrr hafði borið lof á Opus Dei fyr- ir hin „þöglu andlegheit" þess, lét frá sér fara á opinberum vettvangi þessi varnaöarorð: „Hættan af Opus Dei er sú, að þeir taki sér kommúnista til fyrirmyndar, undir yfirskini fráhvarfs, komi sér upp sellum innan stjórnmálanna, í þeirri hyggju að yfirtaka vogarsteng ur ríkisstjórnarinnar og áhrifa- stöður . . . Þetta verður ekki nýting nútíma meðala eða að- ferða, eins og þeir halda fram, heldur spilling þeirra." Árið 1954 hafði innri niður- skipan Opus Dei einnig tekið á sig fast form. Forsprakkar sam takanna svara þeirri staðhæf- ingu með brosi á vör þeim orð- um að Opus Dei sé algerlega „óskipulögð sarntök". En fregn- ir hafa borizt af burtreknum félögum, lekið hefur með saum- um hér og þar og benda þær fregnir eindregið til þess, að leiðtogarnir fari með alrangt mál. Samtökin eru undir sterkri klerkastjórn og ekkert er svo smálegt, að fari fram hjá hinum vísu feðrum. Tilnefning af hendi yfirboðara er eina Fimmta súla guðs leynifélagið sem hefur töglin og hagldirnar í stjórn- málum og atvinnu- lífi Spánverja framaleiðin innan samtakanna. Og margt er að varast. Ósam- mennska eða sundurmennska, hið minnsta merki sjálfstæðis- hyggju, samningavilji og hneigð ti'l þess að mæta öðrum á miðri leið, koma til móts, allt eru þetta visir vegir til brott- rekstrar úr reglunni og geta jafnvel haft í för með sér hreina og beina útlegð frá Spáni. Raimondo Paniker var meðal fyrstu félaga samtak- anna og e.t.v. einn af sköpuð- um þeirra. Hann neyddist til að hverfa úr reglunni fyrir fá- um árum fyrir þá sök að vera of „frjálslegur og óþvingaður" í dómum sínum. Þessi „glæpur" vó meira á metaskálum regl- unnar en öll sambönd og vin- áttutengsl Panikers, sem þó voru mjög sterk. Paniker hefur búið utan Spánar allt frá brott rekstri sínum úr reglunni. Úthverfa samtakanna er all- skýr og ekki falin almenningi. Æðstir koma forsetinn, ritar- inn, þá saksóknari og ráðgjaf- ar. Þessir menn eru ábyrgir gagnvart miðráðinu. Síðan koma foi'menn deilda á hverj- um stað. Svo er tjaldið dreg- ið fyrir og brosið sett upp. En í tjöldum geta leynzt rifur. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. maí 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.