Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Side 9
Skal hér stiklað á fvi helzta,
sem lesa má greinilega gegnum
þær.
Ekki verður sótt um inn-
göngu í Opus Dei: reglan leit-
ar væntanlega félaga uppi.
Þegai' inn er komið ríkir þar
ströng stéttaskipting. Fyrstir
koma Numerarii. Þeir eru vigð-
ir Opus Dei og starfi þess. Til
þeirra eru gerðar afar strang-
ar vitrænar kröfur. Þeir sverja
eiða að ævilangri fátækt,
hreinlifi og hlýðni. Þeir nema
siðfræði í ein tvö ár og guð-
fræði í fjögur. Þeir búa sér í
sérlegum „Opus Deihúsum".
Aðeins sumir þeirra hljóta
vígslu, hinir eru áfram „leik-
prestar". Næst neðar þessu úr-
vali standa Oblati. Af þeim er
a.m.k. krafizt háskólaprófs.
Frami úr lægri s-tétt í æðri er
næstum óheyrt fyrirbæri.
Dýrkun reglunnar á mjög lærð-
um mönnum er næstum sjúk-
leg. Þó er andleg afburða-
mennska ekki trygging fyrir
því, að félagi sé útnefndur
Numerarius. Sé hann fatiaður
á einhvern hátt eða haldinn
sjúkdómi, eru honum lokaðar
dyrnar að félagsskap Num-
erariis. Numerarius verður að
vera „gallaJlaus"; að likindum
til þess að eiga greiðari að-
gang, auðveldara með að telja
fólk á sitt mál, heilia fólk.
Oblatus ferðast á öðru farrými.
Numerarius á fyrsta! Ann-
að er eftir því. En þótt að-
greiningin sé svona skörp og
ströng verða báðir að leggja af
mörkum sömu hollustuna. Eið-
arnir, námsárin, uppgjöfin, ailt
gengur jafnt yfir báða.
Þriðji hópurinn, Super-
numeraii hefur frjálsari hend-
ur. Eiðar þeirra eru ekki eins
bindandi. Þeir mega t.d. kvæn-
ast. Loks koma svo samverka-
mennirnir. Þessir féiagar hafa
enga raunverulega stöðu.
Þetta eru. leigubilstjórar, kaup
menn, þjónar o s.frv. Þeir eru
fjölmargir og dreifðir um Spán
allan.
Hlýðum á Miguel, ungan lög-
fræðing frá Madrid, sem regl-
an falaði til fyLgis við sig:
„Það var nær lokum iögfræði-
náms míns, að mér var boðið
til „menningarráðstefnu", sem
Opus Dei héit í Madrid. Ég fór
til fundarins, mest fyrir for-
vitni sakir. Ég hitti að máli
nokkra deiidaformenn Opus
Dei. Þeir voru ákaflega vin-
gjarnlegir. Ég skuldbatt mig
ekki til neins, en tók boði um
að koma til fundar áður en
langt iiði og taka þátt í „and-
legum æfingum“ nokkrum. En
þegar ég fékk' bréflegt fundar-
boð, þar sem ég var þegar
nefndur „samverkamaður" regl
unnar, setti ég hnefann í borð-
ið og ritaði þeim svar þess efn-
is, að ég hefði ekki lengur
áhuga á málinu. Ég léti ekki
neyða mig til neins. En hrædd-
ur er ég um að þeir séu fæst-
ir, sem bregðast svo við. Mörg-
um þætti siíkt boð sem þetta
mikili heiður, viðurkenning á
andlegum hæfileikum þeirra.
Ég hjó eftir aðferðinni. Slík
samtök eru vön að segja sem
svo: „Þetta eru Samtökin,
þannig fer starfsemi okkar
fram, hefur þú áhuga á mál-
inu?“ Opus Dei snýr þessu
hins vegar við: „Við höfum
áhuga á yður, fylgið okk-
ur, yður mun ekki iðra þess“.“
„Andlegar æringar" þessar
hafa sumir þeir sem reynt hafa
kallað hreinræktaðan heila-
þvott. Þrýst er á frá öllum hlið-
um, huglegum og tilfinninga-
legum, reynt að endurvekja
með fólki tilfinninguna um
syind og sekt, og telja það á að
notfæra sér trú s;na, Margir
þoldu ekki álagið, hinar sí-
felldu siðaprédikanir og róðu-
krosskrossastand. Aðfir lét'u
sannfærast og til leiðast og
gáfust reglunni. Tilfinningin
um algera skuidbindingu getur
haft i för með sér aðra tilfinn-
ingu - um persónulegt, eigið
mikilvægi. Þú ert aldrei i vafa,
þú getur ekki breytt nema á
einn veg, þú hefur alltaf rétt
fyrir þér. „Það er þaðan, sem
þeir fá styrkinn," sagði einn
nemendanna. „Afar ruglandi.
Allt fádæma alvöruþrungið.
Langir fyririestrar í rökkvuð-
um herbergjum, endalausar
bænastundir i kapellum. Sum-
um leið hál'f illa undir þessu,
öðrum leiddist bara. Oft hlóg-
um við að þessu öllu saman.
Smámunasemi mikil rikti. Ekki
mátti tala yfir borðum. Bækur
með grunsamlegum kápumynd-
um gerðar upptækar. Og áhugi
þeirra á okkur var fullnáinn.
Þeir voru sífellt að draga okk-
ur afsiðis og segja okkur sem
svo: „Þetta eru þau vandamál,
sem þú átt við að stríða; þetta
er það, sem þú verður að gera.“
Þessari „menntun“ er haldið
áfram iinnulítið í ár, en eftir
það endurtekin með regiuiegu
milhbili, það sem' eftir ér' ævi
nemandans, gerist hann félagi.
Hver némi hefur sinn „sam-
vizkuvörð“. Hann má ekkert
aðhafast nema ráðgast við hirði
sinn. Og megi ekkert að-
hafast, nema ráðgast við hirði
þenna, hvað þá um þá fullyrð-
ingu reglunnar, að félagar
hennar lifi veraldlegu lifi sínu
algerlega sjálfstæðir og óháðir
reglunni ?
Og ekki er alit búið. 1 viku
hverri verður hver félagi að
krjúpa á kné með öðrum félaga
og rekja fyrir honum hverja
sina gjörð þá vikuna, smáa sem
stóra. Þessa „hreinsun samvizk
unnar“, sem Opus Deimenn
nefna svo, kalla leiksálfræðing-
ar ,,sannleiksleikinn“, „the
truth game“. Atvinnusálfræð-
ingur einn, hefur þetta um
,,leikinn“ að segja: „Tii þess að
komast frá slíkri raun sem þess
ari án skaðlegrar sjálfsauð-
mýkingar verður sjáifstraust
og álit að vera á svo háu stigi
að jaðri við ofstæki.“ Orð
Jesúitaprests nokkurs: . . .
„kerfi þetta er nokkurs konar
súperskriftir fyrir súpermenn;
það er lika það, sem þeir
halda, að þeir séu; þeir eru
fullvissir þess, að þeir séu
það.“
Opus Deifélaginn, eða „týp-
an“. Hann er maður (Opus Dei
hefur bæði karla- og kvenna-
deildir) ríkur, gáfaður, mynd-
arlegur, hefur góð sambönd, er
kraftmikill, raunsær án þess
að efast nokkurn tima, og ekki
haldinn neinum „skaðsamleg-
um“ hugmyndum, eins og viss-
ir kaþólskir leikmenn og prest-
ar nú á dögum. Hann styðst
við hinn einkar merkilega leið-
arvísi Escrivas og sækir þang-
að ráð um smátt sem stórt.
„Mundu að þú ert borinn til
forystu.“ „Heilög óbilgirni er
ekkl kreddufesta.“ Og: „Gefðu
daglegu verki þínu yfimátt-
úrulegan tilgang og þú hefur
helgað það.“ Kenningum þess-
um er misjafnlega tekið. Sumir
hlæja að þeim. Öðrum finnst
þær heimskulegar. Enn aðrir
taka. undir þessi orð: „Kaflinn
(„Hvernig komast skal áfram í
lífinu") er uppskrift að samfé-
lagslegri og efnalegri vel-
gengni og réttlætingu og helg-
un hennar. Mér hzt þannig á,
að bókin gæti orðið ákaflega
hættuleg væri hún tekin fylli-
lega alvarlega. Sá maður, sem
færi bókstaflega eftir leiðbein-
ingum hennar, yrði drembilát-
ur, framgjarn, afmennskur, ger
samlega undirgefinn klerk-
valdinu, óumburðarlyndur —
sannkallaður skítaklepri."
Þeim, sem biða yfirlýsingar
um Opus Dei frá Róm, er tek-
in að leiðast biðin. Vatíkaninu
líkar ekki leikprestakerfi Opus
Dei og ýmsir aðrir starfshætt-
ir. Það er mjög andvigt þögn
og leynd reglunnar, eða „orð-
varni", eins og Opus Deimenn
nefna það. Ennfremur fjár-
glæfrastarfsemi reglunnar ým-
iss konar. Hins vegar hefur
góðgerðástarfsemi reglunnar í
útlöndum og velferðarstarf
náð að séfa nokkuð reiði páfa
og hirðar hans.
Það er nú orðinn fastur
brandari franskra, þýzki’a og
ítalskra tímarita að birta
klausu neðanmáls i hvert sinn,
sem þau prenta grein um starf-
semi reglunnar, sem lítur út
eins og opinber yfirlýsing frá
reglunni sjálfri; svona rétt
eins og til að spara reglunni
tima og ómak: „Ekki kemur til
mála, að ætla nokkurt sam-
band milli þeirrar staðreyiidar,
að vissir félagar reglunnar
sitja i ábyrgðarstöðum, og hins
sanna tilgangs Opus. Dei,
sem er algerlega óháðúr ver-
aldiegu starfi félaga reglúnn-
ar.“ Þetta þykir Opús Dei-
mönnum ekkert fyndið. Þeir
senda ævinlega mótmæli gegn
greininni — næstum nákvæm-
lega eins orðuð og hér á und-
an! Meira fæst ekki upp úr
þeim.
Reglunni mun tæpast verða
fjár vant í náinni framtíð. Auð-
ugir félagar greiða stórfé í
sjóði hennar. „Maður gefur
reglunni eins mikinn tima og
eins mikið fé og maður getur
af séð,“ sagði einn félaganna
mér, þótt ekki fáist þeir til að
nefna neinar upphæðir. Þrátt
fyrir þéssar greiðslur halda fé-
lagar þessir sig eins og hverj-
ir aðrir auðkýfingar; sigla
snekkjum milli gleðistaða
o.s.frv. o.s.frv. Eykur þetta
háttalag ekki elsku spænsks
almennings á þeim. Aimenning-
ur telur regluna allsráðandi á
Spáni. Þeir haldi um stjórn-
málataumana, þeir stjórni
bönkunum, fjármagninu. Stöðu
veitingum, lánveitingum. Hið
eina, sem þeir hugsi um sé pen-
ingar og meiri peningar. Þeir
hafi langtum of mikil vöid
þvi miður sé bara ekkert í mál-
inu að gera, enginn geti rönd
við þeim reist.
Smá dæmi: Hjúkrunarmaður
nokkur í Madrid var Super-
numerarius í Opus Dei. Árum
saman greiddi hann reglunni
það sem „henni bar“ og hún
krafðist þriöjungs allra tekna
hans. í fyrra lézt einn sjúkl-
inga hans og lét honum eftir
allmikla fjárupphæð. Ekki
voru liðnir þrir dagar, er hon-
um bárust þau boð frá regl-
unni, að hún vildi fá sinn skerf
og það hið snarasta. Hann svar
aði þvi til, að honum virtist
þeir enga heimtingu eiga, þar
sem um væri að ræða gjöf, en
ekki launatekjur. Ekki voru
liðnir þrir dagar aðrir, er hon
um var sagt upp starfi. Allmarg
ar tilraunir og umleitanir hans
til þess að verða sér úti um
annað starf, mistókust. Hann
varð að hverfa úr landi,
til þess að hafa í sig og á.
„Það má vera að slík neitun
beri vott um hugrekki, en hún
er hættuleg. Bráðhættuleg.
Margir þora ekki að taka þá
áhættu.“
I stjórnmálunum fór Opus
Dei ekki að láta til sín taka
fyrr en upp úr miðjum sjötta
tugi aldarinnar. Þeir hófust
handa með því að hreiðra um
sig á bak við tjöldin og áttu
þar fremur auðveldan leik inn-
an um allmarga fumandi og
áhrifalitla flokka, flokksbrot
og hreyfingar. Þegar stjórn-
málakreppan skall á 1957
komu svo menntamennirnir og
tæknikratarnir fram i dagsljós-
ið og tóku sér sæti á valdastól-
unum. Af ríkisstjórn þeirri,
sem við tók 1957, voru' þeir
Cirilo Canovas, landbúnaðar-
málaráðherra, Jorgé Vilon, at-
vinnumálaráðherra, Mario
Navarro Rubio, fjármálaráð-
herra og Alberto Uliastres, við
skiptamálaráðherra, annað
tveggja, viðurkenndir Opus
Deimenn, eða stóðu reglunni
mjög nær. Sú staðreynd virtist
ekki skipta svo miklu máli um
þær mundir. Spánverjar voru i
slæmri klípu og enda þótt hin-
ir nýju ráðherrar væru ný-
græðingar í stjórnmálum, þá
voru þeir vel heima í efnahags
legri uppbyggingu iðnaðar.
Navarro og Ullastres stóðu að
hinni mikilvægu verðfestingar-
áætlun i júlí 1959, sem að lik-
indum hefur forðað Spáni við
efnahagshruni.
Hæfileikinn til þess að fara
með miklar fjárupphæðir er
einkenni Opus Dei-tæknikrat-
ans. Saman með þeim hæfileika
fór að sjálfsögðu skipuiögð her
taka mikilvægra staðna:
stjórna banka, verksmiðja,
iðn- og verzlunarfyrirtækja, og
Opus Dei ólíktist æ meir þeirri
mynd, sem reglan hafði opin-
berlega dregið upp af sjálfri
sér; góðgerðarstofnun við bág-
stadda.
ui
23. maí 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9