Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Side 13
Margir hafa án efa tekið eftir l>essu gamla húsi við Lindargötuna. Það er komíð talsvert til ára
sinna, enda birtist i því sérstakt afbrigði af báru járnsliiisasiílnum, sem nú er fágætt orðið. Frá
sama tíma eru nokkur iuis með líku lagri austur á Eyrarbakka, og ef til vill i fleiri sjávarþorp-
uin. I þessu byggingarlagi er augljós þokki, sem sjaldan verður vart í nýrri byggingum, hvernig
sem á því stendur.
GAMALT OG NYTT
ÚR BÆNUM
í; -
Ílllfll
llllIÉ
Stundum klæddist bárujárns-
stillinn viðhafnarbúningi eins
og sjá má á Landshöfðingja-
húsinu eða „Næpunni“ við
Skálholtsstíg. Ennþá er reynt
að byggja hús nieð viðhöfn og
íburði. Eu úrangurinn er sá, að
erlendir áhugamenn um hygg-
ingarlist geta varla orða bund-
izt og undrast livað við byggj-
um Ijót hús. Vonandi fær
„Næpan“ að standa lengi, svo
liægt sé að finna eitthvað, sem
gleður augað.
Ílllill
Ef eitthvað er á þessari mynd, sem fullkomlega sver sig í ætt við samtímann, þá eru það stutt-
buxurnar á ungfrúnni. Óneitanlega fer þessi tízka vel á ungum og grönnum stúlkum og guði
sé lof að þær fundu eitthvað annað en maxikápur og siðpils, sem gerðu það að verknm á tíma-
bili, að bærinn varð fullur af lithim kerlingum. Hins vegar er dálítið kyndugt að sjá einn veg-
faranda svo léttklæddan til fótanna og alla aðra dúðaða likt og nm hávetur.
Er nokkuð merkilegt við það að fólk standi undir sturtu? Eigin-
lega ekki; auk þess er fólkið óþekkt og ekki hægt að segja neitt
frá þvi. Hins vegar er myndin tekin í gömlu sundlaugunnm og
þá fara sjálfsagt margir að kannast við sturtuna. Iteykvíkingar
tóku ástfóstri við gömlu sundlaugarnar og aldrei heyrðist það
gagnrýnt þótt umgerðin væri orðin lirörleg, fúaspýtur og báru-
járn. Einn víðföriill íslendingur taldi, að gömhi laugarnar væru
það, sem hann saknaði mest á ferðum sinum erlendis. En það er
óþarft að gráta; vonandi taka nýju laugarnar hinum fram að
öllu leyti.
23. maí 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13