Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Blaðsíða 14
Bæjarbragur
í Reykjavík
um 1870
Framhald af bls. 12.
ir Öskjuhlíð, þar sem hún er
bröttust. Frá henni var eng-
inn reglulegur vegur, heldur
aðeins ruddur vegur. Lá hann
í austur, norðan fram með Bú-
staðatúninu, og þaðan niður að
ánum og yfir þær. Vaðið yfir
eystri ána var rétt fyrir neð-
an og sunnan Ártún og var
slæmt. Fyrsta áningin var í svo
nefndu „Reiðskarði", rétt áður
en farið er upp á Árbæjarmela,
©g þar var líka síðasti áfang-
Inn á kvöldin. Þar hafa verið
drukknar legiónir af flöskum.
A vetrum var Tjörnin aðal
skemmti- og samkomustaður
bæjarmanna, æðri sem lægri,
eldri sem yngri. Voru þá marg-
ir ágætir skautamenn og voru
þó skautarnir fremur léiegir,
einfaldir tréskautar með snær-
um og ef bezt lét ólum. Járn-
skautar þekktust þá alls ekki,
komu fyrst um 1880. 1 góðu
veðri og góðu skautafæri var
Tjörnin full af fólki og var
bærinn þó tífalt minni en hann
er nú. Nú sézt varla nokkur
maður á henni, nema helzt
krakkar, og þó er hún mokuð,
ef snjó ieggur á hana, sem ekki
tiðkaðist þá. Á þessari ung-
mennafélaganna og „sports“-
öld virðast skautahiaup alveg
ætia að ieggjast niður.
Af öðrum aimennum skemmt
unum má nefna brennur. Þær
voru haldnar á gamlárskvöid
eða þrettándanum, þar sem
heizt bar á þeim t. a. m. á Hóia-
veili, við Skólavörðuna eða við
Batteríið. Var lítið skemmtilegt
við þær, þar var alltaí mikið
fylliri, og þvi oft ryskingar og
áflog, en slíkt var reyndar al-
gengt þá. En um þetta ieyti
tók að tíðkast álfadans í sam-
bandi við brennuna. Voru það
stúdentar og skólapiltar, er
bjuggu sig út eins og álfar,
stigu dans á Tjörninni og
sungu ýmisleg kvæði. Þá kom
upp kvæðið „Máninn hátt á
himni skín,“ sem náði almennri
hylli. —
Á sjónleiki og dansleiki verð
ur að minnast lítilsháttar. Það
voru gömlu dansarnir, polka,
vais, marzurka og galoppaði,
sem dansaðir voru eftir har-
moníku, en um 1880 kom pianó-
spil. I hverjum dans voru 2—3
túrar, eftir þvi sem sá er færði
dansinn upp, ákvað; i túrnum
voru margar tilbreytingar, og
margt skrýtilegt gat komið fyr
ir í þeim. Þes-sir göml-u dansar
eru nú alveg að hverfa úr sög-
unni; nýju dansarnir eru létt-
ari og geta verið fallegir, ef
þeir eru vei dansaðir, en það
virðist eins og hver dansi
Tango, eða hvað þeir nú kalia
það, eins og honum fellur bezt.
Lanciers varð algengur á þess-
um árum hjá heldra fóikinu,
en Francaise var aldrei dans-
aður, hann hefur aldrei náð
neinni hylli á Islandi, og jafn-
vel á Islendingaböllum í Höfn
var hann örsjaldan dansaður.
Almennt menntunarástand
hér í bænum mun yfirleitt hafa
verið iikt og annars staðar,
hvorki betra né lakara. Gamla
fólkið kunni mikið af sálmum,
og kenndi börnunum þá, og ytf-
irleitt var mikið um gamla
tízku og gamlar venjur. Börn-
in voru látin signa sig, þegar
þau fóru í hreina skyrtu, þeg-
ar þau komu undir bert loft á
morgnana, og lesa morgunbæn.
Kvöldbæn, sálmavers og sign-
ing undir nóttina var sjálfsögð.
En samfara þessu var þá lika
enn megn draugatrú ríkjandi.
Irafellsmóri gekk þá enn um
ljósum logum, að því er strák-
arnir sögðu, og höfðu margir
trú á því, að hann gerði ýms
spellvirki undan komu þeirra
Kortsfrænda í hús og híbýli.
Draugar og vofur þóttu vera
viða á ferli. Enkum þótti reimt
í pakkhúsum Havsteensverzl-
unar og í Grófinni.
Áður en ég lýk þessum lin-
um vii ég minnast lítið eitt á
kirkjugöngur. Kirkjusókn var
þá svona upp og niður; kirkj-
an troðfull á stórhátíðum, eink-
um við kvöldsöngva á aðfanga-
dagskvöld og gamlárskvöld.
Þá var tónuð kvöldbæn latínu
skólans af einhverjum stúdent
eða skólapilti og stóð hann við
skírnarfontinn meðan hann
tónaði bænina. Almenna sunnu
daga var fremur lítil aðsókn.
Skólapiltar voru þá skyldir til
að fara í kirkju annan hvern
sunnudag og áttu sæti á
fremstu bekkjunum uppi; urðu
þeir sem setztir voru að víkja
fyrir þeim, og gekk það ekki
alltaf orðalaust af. Piltar sátu
þar eftir röð, efsti piiturinn i
skóla innst við biskupssætið,
og svo hver eftir öðrum; næst-
ur þeim, sem sat við orgelið að
sunnanverðu, settist næst
landshöfðingjasætlnu, og svo
hver af öðrum. Það var altal-
að að betur væri sótt kirkja á
þeim sunnudögum, sem piltar
sóttu kirkju, en annars, eink-
um af ungfrúm bæjarins. Við
eina kirkjulega athöfn var þó
alltaf troðfylli, og það var við
giftingar. Þær fóru venjulega
fram á haustin i október og
nóvember, og það var segin
saga, að hvort sem það voru
æðri eða iægri, sem i hlut áttu,
þá var kirkjan alltaf svo fuil,
að oft urðu hrindingar og jafn-
vel meiðsli.
Klemens Jónsson.
Opus Dei
Framhald af bls. 10.
ar stjórnmálaspilin voru
stokkuð upp á nýtt í október,
var m.a. vikið frá fjármálaráð-
herranum, Juan José Espinosa
og viðskiptamálaráðherranum,
Faustino Garcia Monco, en
ráðuneytum þessara manna
tveggja átti Matesa fyrst og
fremst að þakka velgengni
sína. Yfirleitt var búizt við því,
að með þessum ráðstöfunum
væri málinu lokið. Hin nýja
ríkisstjórn vék sér létti-
lega undan spjótalögum stjórn
arandstöðunnar.
En svo var það í mailok, að
MatesEimálið kom upp á nýjan
leik. Franco sjálfur hafði, að
því er virðist, ákveðið að mál-
ið skyldi rannsakað niður í
kjölinn, hver svo sem biða
kynni tjón af þeirri rannsókn
— og þá ekki undanskildir hin
ir nýju og marglofuðu ráðherr-
ar hans. Og þannig fór það.
Angel Cueves, varaiðnaðarráð-
herra var dreginn fyrir hæsta-
rétt ákærður um „glæpsamlega
vanrækslu". Þetta var mikils-
háttar skref. Skv. stjórnarskrá
Francos getur aðeins saman
kominn og fullskipaður hæsti-
réttur, kallaður saman með yf-
irlýsingu, rannsakað mál ráð-
herra og fyrrverandi ráðherra
og dæmt þá. Þetta er í fyrsta
sinn í manna minnum, að hann
er kallaður saman til slíks.
Mörgum til undrunar veitti
rikisstjórnin forseta hæstarétt-
ar leyfi sitt til yfirheyrslu
vitna í málinu snemma siðast
liðið sumar. Siðan hefur fátt
frétzt af málinu, nema einstaka
atriði, sem varla skiptir
nokkru. En verði máiinu
fylgt eftir með réttarhöldum,
getur niðurstaða þeirra varla
orðið á annan veg en að varpa
rýrð á stjórnina, og stofna i
hættu núverandi ráðherrum og
tæknikrataflokknum öllum.
Tvær meiriháttar stjórnar-
breytingar á einu ári væru
sannarlega merkileg svipbreyt-
ing á spænskum stjórnmál-
um. Nær Franco tökunum
á ný? Hvaða stefnu tekur
Juan prins Carlos, þegar hans
tími kemur? Hver stendur í
raun og veru að baki Matesa-
málaferlunum? Sem stendur er
á fárra færi að reyna við þess-
ar spurningar. En verði rikis-
stjórninni vikið frá — og svo
lítur helzt út fyrir að verði, —
þá munu óvinir Opus Dei ekki
verða höndum seinni að færa
sér í nyt fall tæknikratanna.
Höfundur Njálu
Framhald af bls. 7.
Hvolhrepps og Rangárvaila.
Þverár er hvergi getið í Njálu,
en er samt til skilnings i efni
sögunnar, en ber nafriið Rangá
eins og Eystri Rangá. Lækir
Hlíðarinnar verða að á neðar á
láglendinu. Dul og draumsýn
er yifir slíkri staðfræði.
Landeyjar verða í sögumót-
un Njáluhöfundar, rómantísk
sveit, huldar mistri hiilinga
eins og eftir sóiskinsdag heima
í Odda. Hvollinn hjá Berg-
þórshvoii verður í mynd sög-
unnar langtum mestur, hylj-
andi flokk manna. Fleira er
þar á sömu lund.
Enginn skal ætla að höfund-
ur Njálu hafi gert þetta í þeim
tilgangi að rita skáldverk,
heldur hitt, hann er fylgjandi
stefnu, ríkjandi stefnu í sagna
gerð á miðöldum, samtíð sinni.
Honum var lagt efnið upp í
hendur af verki i þjónustu
kirkjunnar, þar sem hann
þurfti og varð að kynna sér
rækilega söguleg rök, sögu,
sem heillaði hann svo, að hann
gerði hana að listrænu verki,
mótaða jafnt af munnlegri
geymd og ritun höfðingja á
ættaróðalinu í Odda á Rangár-
völlum. Staðfræðin var honum
vegur valdsins. Þar sem kirkj
an þurfti á að halda að hafa
hana rétta, var hún rétt í sög-
unni annars staðar skipti hún
ekki máli. Þar var hún mótuð
af þörf atburðanna eins og
tizkan var almennust á mið-
öldum.
31.
Ég hef áður leitt rök að því,
að Grímur prestur Hólmsteins-
son hafi kynnzt rangæskri
sögu óvenju vel með könnun
sögulegra raka fyrir eignum
Oddastaðar við úttektina
miklu 1270. Með könnun til-
orðningar hlunninda, ítaka og
kvaða, er Oddastaður átti,
hlaut hann að kynnast sögu
héraðsins betur en nokkur ann
ar hafði gert. Jafnframt þess-
ari mik'lu þekkingu á rang-
æskri sögu, fékk hann til nota
bezta bókasafn landsins í Odda
meðan hann v«r staðarhaldari
þar, en einmitt á þeim árum
álít ég, að hann hafi ritað
Njálu.
Eitt af höfuðeinkennum
Njálu, eru þau, að hún virðist
vera mótuð að nokkru af rit-
uðum heimildum meðal annara
af Landnámu, einmitt þeirri
gerð bókarinnar, er ég tel vera
tengda Oddaverjum, það er
Hauksbókargerðinni, en
Haukur lögmaður Erlendsson
var kvæntur konu af Odda-
verjaætt, og gegnum þær tengd
ir tel ég, að hann hafi komizt
yfir gerð Oddaverja af Land-
námu. Sé þessi skoðun rétt, ber
þar að einum og sama brunni,
það er að höfundur Njálu er af
ætt Oddaverja, og hefur dval-
ið langdvölum í Odda og kom-
izt þar í snertingu við hin
fornu fræði ættarinnar, notað
þar rit og bækur og samræmt
þekkingu sinni, er hann fékk
við ritun máldagans.
Hin klerklega gerð og ritun
leynir sér ekki í Njálu. Þetta
kemur viðar fram en i staðfræð
inni. Listaverkið mikla, Njála,
BRIDGE
Það er ávallt mjög þýðingarmikið að
varnarspilarar vinni saman. Stundum
kemur fyrir, að annar varnarspilararana
hefur betri aðstöðu til að dæma um
hvernig bezt er að haga vörainiraj og
verður hann þá að taka ráðin af félaga
sínum til þess að geta beint vörninni á
rétta braut. Eftirfarandi spil er gott
dæmi um þetta:
Norður
A Á-K-D-9
V 9-7-4-3
♦ G-5-2
♦ 8-4
Vestur Austur
A 8-6-5-2 A 7-4
V — V Á-6
♦ K-D-8-3 ♦ Á-10-9-7-4
Jf. D-10-9-6-3 A K-G-5-2
Suður
A G-10-3
V K-D-G-10-8-5-2
♦ 6
A Á-7
Sagnir gengu þanraig:
Norðiir — Austur — Suður — Vestur
Pass 1 Tígull 2 Hjörtu 3 Tíglar
3 Hjörtu 4 Tíglar 4 Hjörtu 5 Tíglar
5 Hjörtu Pass Pass Pass
Þegar spil þetta var spilað var úr-
spilinu hagað þannig: Vestur lét. út
tígul kóng, Austur lét tígul 7 og Vestur
lét næst út tígul drottningu. Sagnhafi
trompaði, lét út hjarta, Austur drap með
ási og lét út lauf. Sagnhafi drap með
ási, tók trompin af andstæðingunum,
lét síðan út spaða og i fjórða spaðanra
í borði kastaði hanm laufi heima og
varan þar með spilið.
Austur getur auðveldlega komið í veg
íyrir að spilið vinnist. Hann á strax
að gera sér grein fyrir, að félagi hans
(Vestur) hlýtur að eiga 4 tígla, þar
sem haran segix fyrst 3 tígla og síðan
5 tígla. Þar sem 2 tíglar eru í borði
getur sagnhafi ekki átt nerraa einra tigul.
Austur á því að taka Stjómina í sínar
hendur. Hann drepur tígul kónginn með
ásnum og lætur út lauf. Þetta er eina
vonin til að fá þriðja slaginra. Eigi sagn-
hafi ás og drottningu í laufi þá hefur
ekkert gerzt, en eigi Vestur t. d. drottn-
inguna, þá eru iíkindi til að A.—V. fái
siag á lauf, þegar Austur kemst inn á
hjarta ás.
Geri Austur þetta þá tapast spilið og
sést á þessu hve mikilvægt er, að varn-
arspilarar virani saman. Vestur hlýddi
félaga sínum, þegar hanra „kallaði"
með tígul 7 og lét aftur út tígul, era
Austur átti að hafa vit fyrir þeim og
haga vörninni eins og fyrr segir.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. maí 1971