Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Qupperneq 5
Hngmynd nni borg, sem byggð væri undir tjaldliiinni í þröngum fjalladölum. Netið yrði strengt upp í hlíðar fjallanna. Hætt er við að snjóþyngsli nnmdu verða sérstakt vandamál á tjaldhimn- um af þessu tagi. - ' Sama liugmynd við ólikar aðstæður. Blómasýningarskáli í Iíol- landi hefur verið gerður á þann hátt, að þimn hinvna úr gervi- efni kemiir innan á stálstrengjanet. Hvolfþakið er síðan spennt út með loftþrýstingi innan frá. en tve:r km. Þar að auki er gert ráð fyrir rennistígum í stað gangstiga; þ.e. eins konar færiböndum. Er þá næsta aug- ijóst, að bíla er ekki þörf inn- anbæjar. Mundu þeir þar að auki valda loftmengun í þvi bllðalogni, sem alltaf verður undir plasthimninum. En þótt þeir séu ekki þar á ferðinni, verður sa.mt að gera sérstaikar ráðstafanir til loftræstingar. Er í því augnamiði gert ráð fyr ir sérstökum turni, sem nær upp úr plasthimninum. Fer þar fram inntaka á fersku heim- skautalofti og um lelð úthlást- ur á óhreinu lofti. Sérstakt samgöngukerfi verður i borg- inni fyrir flutninga og ýmiss konar þjónustu, en það mun fara fra.m i sérstöku rými u;nd- ir grunnplöt'unni og á ekki að slafa nein mengun af því. Ger- ir það að verkum, að allir þungaflutningar og sá hávaði, sem af þeim stafar, færist neð anjarðar og á sjálf umiferðin á götum borgarinnar að verða mjög hljóð’.aus. Rafmagn á að fást frá kjarnorkuknúinni afl- stöð, en við slíkar aflstöðvar þarf m'kið magn af kælivatni. Ætlunin er að nota kælivatn- :ð, þegar það er orðið heitt, til að koma í veg fyrir ismynd- un á höfhinni og eins til að hita upp heimsikautaloítið, þar sem það verður tekið inn í tum- inn i 300 metra hæð. Þrátt fyr- :'r allt munu verða einhverjar breytingar á hitastigi eftir veð urfari á svæð'nu, breytingar verða e.'nnig á rakastigi lofts- ins, en gert er ráð fyrir, að aldrei verði undir frostmarki niðri við jörð. 1 borg af þess- ari stærð eiga að geta bú'ð 15 og jafnvel allt upp í 45 þús- und marms. Það er meira en íbúatala þriggja stærstu kaup- staða tslands utan ReykjaVik- Gervisól á himni Þeir félagar hafa einnig fundið ráð gegn skammdegis- myrkrinu, annað en það að kveikja rafljós í hverju skúma skoti. Uppi á tjaldhimininn verður lögð sérstök braut og þar komið fyrir feiknarlega sterkri rafsól. Færist hún sjálf krafa eftir brautinni og fylg- ir gangi sólar, að minnsta kositi þann tíma, sem sólar nýt- ur alls ekki við. En á sumrum, þegar okkar venjulega, gamla sól er hátt á lofti allan sólar- hringinn, gera höfundarnir ráð fyrir, að sólskinið geti jafnvel orðið þreytandi. Þess vegna er á sama hátt komið fyr- ir annarri braut með fjölda sér- stakra skerma til hilfðar, þar sem sólin verður áleitnust. Að öðru leyti er borgin skipulögð eins og venjuleg, ný- tíaku borg, sem byggð er frá grunni. Allri stjömun verður komið fyrir á tilteknu svæði, atvinnulif er annars staðar og íbúðabyggingar sér. Allar venjulegar stofnanir eru þar; hótel, kirkjur, verzlanamið- stöðvar, skólar, leikhús og íþróttamannvirki. „Markmið skipulagningarinnar“, segir i greinargerðinni, „er ekiki að- eins það að gera lífið í borg- inni þolanlegt, heldur öllu fremur verulega hrífand'." Og útreikningamir hafa sýnt, að framkvæmdin er ekiki aðeins möguleg, heldur er hún bein- línis hagkvæm fjárhagslega. Það er til dæmis að nokkru leyti vegna þess, að ekki er gert ráð fyrir að landrými und- ir slika borg á norðurhjaran- um kosti svo mikið sem túskild ing. Er það ólíku saman að jafna, þegar landverð i þétt- býlislöndum er ha.ft í huga og Frainh. á bls. 14 Það var í desember 1967, að ég var kallaður út til að þjón- usta gamla konu. Ég hafði heyrt hennar getið fyrr. Þetta var Guðrún gamla á Bakka. Hennar hafði ég heyrt getið áður en ég kom á Eskifförð sem duglegasta starfskrafts Eskifjarðarkirkju. Nú var hún orðin gömul og veik og lá að því er virtist fyrir dauðanum. Nú var ég kallaður til hennar til að veita henni heilagt sakramenti, ef þaö mœtti verða henni til hugarhœgðar. Þegar ég kom inn til henn- ar var hún með óráði; hún lifði upp aftur hina gömlu daga. Hugur hennar var á þeim stöðum, sem henni stóðu næst hjarta, í blómagarðinum, úti í Vaðlavík og hjá Guði, því að sí og œ voru bœnavers á vörum hennar. Henni var sagt, að prestur- inn væri kominn. Presturinn! — og hún greip í hönd mér og hélt he7ini fast, eins og nú væri gamall vinur genginn í bœinn. Hún horfði á mig meö fögnuði í augum. Nú átti hún að fá að ganga til heilagrar kvöldmáltíðar. Engan hefi ég séð taka við sakramentinu af meiri innlifun. Þetta var lífsreynsla, sem ég er þakklátur fyrir. Ég hefi oft hugsað um þetta síðan. Ég stóð þarna, nýgræðingur í starfi og tók konu til áltaris, sem starfað hafði með sex fyrirennurum mínum. Ég var sá sjöundi. Síðastliöin sextíu ár hafði Eskifjarðarkirkja ekki átt betri starfskraft með- al leikmanna. í mínum aug- um var þetta stór stund. Hver var svo Guðrún á Bakka? Og hvað hafði hún gert? Hún fæddr.st 7. apríl 1883 að Birnufelli í Fellum á GUÐRÚN Á BAKKA Fljótsdalshéraði. Foreldrar hennar voru Sigurður Háll- dórsson og Ingibjörg Nikó- demusdóttir. Hún flutti á barnsáldri til Eskifjarðar með foreldrum sínum og átti þar heima œ síðan. Að barna- skólanámi loknu vann hún á ýmsum góðum heimilum í kauptúninu og hlaut þar mót- un, sem hún bjó aö alla tíð. Hún var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Halldór Sveins- son, ættaður úr Álftafirði. Hann missti hún eftir fárra ára sambúð. Með Halldóri eignaðist hún tvö börn, Lór- entz og Aðalheiði. Seinni maður hennar var Guðni Sveinsson, bróðir Halldórs. Með honum eignaðist hún líka tvö börn, Halldóru og Eirík. Guðrún átti áldrei við auö- sæld að búa, heldur miklu fremur kröpp kjör fjárhags- lega. Þess vegna er þaö manni undrunarefni, hversu miklu hún fékk áorkað í félagsmál- um um dagana. Þar kemur örugglega til viljafesta henn- ar og mótun æskuáranna. Guðrún dó eftir langa sjúk- dómslegu í Fjórðungssjúkra- húsinu á Norðfirði þann 1. marz 1971. Þetta er í stuttu máli ramminn um ævi Guðrúnar á Bakka. En það er félagsstarf hennar sem lengst mun halda nafni hennar á loft. í meira en 'sextíu ár var Guðrún á Bakka ein sterkasta stoðin í safnaðarlifi Eskifjarð- Framh. á bls. 14 Guðrún á Bakka við hliðina á Dóru Þórhallsdótt nr, forsetafrú, á tröppum kirkjunnar á Eskifirð Sr. Kolbeinn Þorleifsson Eskifirði 19. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.