Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 8
Langt framnndan reis fyrsta takmark ferðarinnar, sjálft Snæfeilið, slegið öræfabirtu. í Tröllakrókum. Gegnum sumar strýturnar eru göt, en holur í aðrar, likastar augnatóftum í trölli. Snæfell er í baksýn. Það var upphaf þessarar ferð ar, að hinn miikli ferðagarpur Pétur Guðjónsson kom til mín, itil að kanna undirtektir minar við íyrirhu.gaðri gönguferð hans úr Fljótsdalshéraði yfir í Lónsöræfi, en Lónsöræfi sagði þann vera mjög hrífandi og stórkostlegan hluta lands- 'ins, sem vert væri að skoða. Þá hafði ég iitið um Lónsöræfi heyrt getið og grunaði sízt, hversu stórfenglegt ævintýri ég átti í vændum. Mér leizt vel á hugmyndina, en stakk upp á því, að við ræddum við kunn- tngja minn, Eií.s Guðnason, kaupmann á Eskifirði, sem ég vissi mjög kunnugan aðstæðuim öllum eystra og komum við all- ir þrír saman, næst þegar Elís var í Reýkjavík, og ræddum iflyrirhugað ferðalag. Varð end- anlega ákveðið að við skyldum fara þrír, en á hestum í stað þess að fara flótgangandli, þvi að Elís er hestamaður mikiil og á gæðinga. Þá var ferðaáætlun inni breytt allverulega; í stað þess að fara beint úr Fijóts dalnum innst, yfir í Lónsör- æfi, var ákveðið að fara upp Héraðið allt að Snæfellii, kltífa það, og halda siðan áfram yfir Jökulsá yfir á Eyjabakka, ríða síðan með norðausturhorni Vatnajökuls og koma niður efst við árgljúfur Jökulsár í Lóni, halda meðfram því svo yfir Koliumúla til Víðidals, en úr Víðidalnum, sem við notuðum sem bæfcistöð, til baka, yfir Kollumúlann, yfir í árgljúfrin og skoða þau, og Tröllakrók- ana alveg sérstaklega.. Halda siðan aftur þá leið, sem venju- legt er að fara úr Víðidal um hraunið norður á Fljóts- dalshérað. Þá var einnig fastákveðið að hefja ferð- ina 1. ágúst hvað sem á gengi, búa okíkur út fyrir öll veður, þvi að okkur fannst sam kvæmt reynziu, að ef ferðatím- inn væri ekki fastákveðinn, en ætti að vera háður mati okkar á veðri á hverjum tíima, yrði ferð þessi aldrei farin. Á tilsettum tima mættuim við í sumarbústað Eiisar við Lagar fljót, rétt hjá þeim stað, sem Grimsá kemur í það, en þaðan skyldi lagt upp. Höfðu þá bætzt i hópinn, kona Elísar Erna Nielsen og sonur þeirra hjóna, Ásvaldur, ásamt tveim- ur sonum Péturs Guðjónssonar, þeiim Sigurjóni og Guðjóni. Hjá góðkunningjum var Eiís búinn að fá að láni nokkra hesta auk sinna eigin, svo við höfðum 15 hesta alls til fararinnar. Við hófuimst handa snemma morguns og bj'Ugiguimst tiil ferð- ar. Elis fræddi ofckur um, að það væri út af fyrir sig mikið Ayrirtæiki að komast af stað og færi jafna.n fyrsti dagurinn í það öitt. Elís reyndist hér hafa á réttu að standa, þv'í að það tðk drjúgan tíma að ná hestunum saman úr girðingu, deila byrðum jafnt niður á trússhestana tvo, og binda uipp á þá, velja beizli og hnakka við hsafi hvers og eins, stytta eða lengja í istöðum eftir þörf- um ojs.lh'v. FALL ER FARARHEILL Loks riður hópurinn úr hlaði en ekki líður á löngu áður en fyrsta öhappið skellur á. Við erum komin nokkuð út á engj- arnar milli Ketilstaða og Vaila ness, þegar ég, sem ríð fremst- ur, veit ekfki fyrr en ég heyri einhvern þyt flýrfir aftan mig og I sömu svifuim þýtur rauða mer in Rella, sem Pétur hafði set- ið, fram hjá mér sem kó’jfi væri skotið, með hnakkinn aftan i taglinu, hangandi á reiðanuim. Sem betur fer losnar hnakkur- inn skjótlega úr hestinum. Ástæðan flyrir þessu var sú, að nokkru áður hafði hnakkgjörð in, sem var orðin fúin og göm- ul, slitnað, og Pétur óltið af bakii. Þarna á engjunum er mjúkt undir og sakaði Pétur því ekki. Ég næ hestinum fljótlega og sefa hann, en Elís kemur með nýja varaól, og leggjum við af stað á ný. Við riðurn ekki lengi fyrr en Gletta, brúnt fjögurra vetra tryppi, llitt eða ekfci tam- ið, sem við ætlum að venja und ir trúss, tekur upp á því að ausa og prjöna og linnir ekfci látum fyrr en hún hefir slitið báðar gjarðirnar af klyfberan- um og losað sig við allar byrð- ar. Gert er við kliíberann eft- ir föngum og sett upp á Glettu aftur, en allt fer á sömu leið. Kliyfjiunum er þá komið upp á ljósan flák, Svan frá Ketils- stöðum, sem reyndar er ætlað- ur til reiðar, en er svo viljug- ur að lítt verður við hann ráð- ið af óvönum. Sýnist okkur gæðingurinn verða allfúll í skapi við þetta nýja hlutskipti og þykja virðingu sinni misboð ið freklega. Gletta er dæmd úr leik og farið með hana að Eyj- ólfsstöðum til geyimslu. Hún er eklki skírð til einskis .merin sú. I stað hennar fær Erna að láni annan hest, Stjarna, sem er mesti ljúflingur og verður hann reiðskjóti Guðjóns Péturs sonar mestalla leiðina. Svanur er með hnakk og þarf að spretta af honum og leggja á hann klifsöðul. En þá er enginn hestur lengur tiltækur hnakklaus, því að lausahestarnir eru ekki með í förinni enn sem komið er. Er þvi tekið það ráð að festa hnáklkinn til bráðabirgða ofan á hnakk Flugu frá Stóra-Sand- felli. Við riðum nú fram að Grtmsá. Þar sem við komum að hagar svo til að áin rennur, okkar megin meðfram bröttum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.