Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Blaðsíða 3
Myndskreyting: Alfreð Flóki.
Erik Lindegren
EINE KLEINE
NACHTMUSIK
Og þeir hengdu hörpur sínar í pílviðartrén
og þyt vindsins . . .
og um hátíðina, þegar sjálfu
vorinu var blótað, voru þeir hengdir
eða þeir hengdu sig sjálfir í pílviðartrjánum
og þyti vindsins . . .
(og sumir voru þar að auki slitnir sundur
fyrir að neita að syngja)
og vindurinn fyllti að lokum maga þeirra
og stillti þarma þeirra con amore,
og vindurinn blés í lungu þeirra
eins og trompet
og söng í strjúpum þeirra,
flautaði í nösum þeirra
og dillaði í hryggjarliðum þeirra,
og um stormanætur slógust
hjörtu við nýru eins og skálabumbur,
og þegar við bættist léttur trumbuleikur
hrafnsins og hörpusláttur gammsins
þóttust miargir hlýða á hljómmikla
og unaðslega hljómsveit.
Jóhann Hjálmarsson þýddi.
í úttekt kirkjunnar 1797 segir
frá stórum koparhring, „sem
hafi verið í kirkjuhurðinni, úr
hvörjum sprungið er töluvert
stykki og að auk vottar til
sprungu, hvort tveggja auðsjá
anlega skeð af því, að járn
sem hefir verið innan í öllum
hringnum, hefir með rúst
orsakað þessa galla.“
Árið 1838 þegar staðurinn
er tekinn út eftir Guðmund
prófast Jónsson i hendur séra
Péturs Péturssonar síðar bisk-
ups, er hringurinn ekki nefnd-
ur á nafn, enda var hann þá
glataður. Þegar Mackenzie
var að ferðast hér um land
1810, kom hann við á Staða-
stað og sá hringinn og fékk
ágirnd á honum. Hringurinn
var þá ekki lengur í kirkju-
hurðinni. Hann hafði verið tek
inn úr henni um 1790
og „geymdur" og enginn hefir
treyst sér til að gera við hann.
Ef til viil mun Guðmundur
prófastur hafa talið, að ekki
væri mikil eign í þessum grip,
og gaf hann því Mackenzie
hringinn. Þar fór sá góði grip-
ur til útlanda, eins og svo
margir aðrir gripir, sem út-
lendum ferðamönnum voru
„gefnir".
Einn af þeim merku klenk-
um, sem Staðastað hafa setið,
var Sigurður Sigurðsson próf-
asts í Stafholti, Oddssonar bisk-
ups Einarssonar í Skálholti.
Séra Sigurður var fæddur um
1646. „Fór utan 1668, skráður í
stúdentatölu í háskólanum i
Kaupmannahöfn 21. sept s.á„
varð attestatus, kom til lands-
ins 1670, fór síðan aftur utan
og í 3. sinn 1679, fékk 24. nóv.
1679 hirðstjóraveiting fyrir
Staðastað (konungsstaðfesting
20. marz 1680), vígðist 12. sept.
1680 og hélt til æviloka. Var
talinn vel lærður og fékk gott
orð, var stórauðugur“. (Isl.
æviskrár.)
Þetta sama sumar (1680)
kvongaðist séra Sigurður og
gekk að eiga Sigriði Hákon-
ardóttur í Bræðratungu, Gisla-
sonar lögmanns Hákonarsonar.
Var hún talin einhver hdnn
bezti kvenkostur hér á landi,
talin stórlynd, en kvenskör-
ungur hinn mesti. Hún var og
auðug mjög eins og maður
hennar. Þessi hjón urðu for-
eldrar atkvæðamesta manns 18.
aldar hér á landi, Odds lög-
manns. Hann missti föður sinn
ungur, séra Sigurður andaðist
1690. Ólst Oddur síðan upp
hjá móður sinni við mikið ást-
ríki og eftirlæti. Enginn getur
nú sagt hver hefði orðið ævi
Odds, ef hann hefði notið
handleiðslu föður sins, en
sannast þótti á honum, að sitt
er hvað gæfa og gjörvuleiki.
Jón Aðiis sagnfræðingur ritaði
bók um Odd og skýrði svo
þverbrestina i skapgerð hans:
„Á þeim tímum var alþýða
manna hér á landi miklu þræi-
lyndari og ósjálfstæðari en nú
á dögum. Allir lutu auðnum,
metorðunum og ættgöfgínni,.
smjaðrið kvað stöðugt við í eyr
um þeirra, sem áttu eitthvað
undir sér, og alþýðan þorði
ekki annað en sitja og standa
eins og þeir vildu. Þá var lika
miklu meiri munur á efnahag
manna en síðar varð. Fáeinir
menn á landinu voru stórauð-
ugir, áttu jarðir svo tugum
skipti og lausafé að því skapi,
en allur þorri manna bjó við
fátækt og vesöld. Oddur mátti
því snemma veita því eftir-
tekt, að allflestir út í frá lutu
móður hans, en móðir hans og
allt heimilisfóikið laut honum.
Það var þvi engin furða, þótt
sjálfsálitið og drottnunargirn-
in kviknuðu snemma hjá hon-
um. Þessir eiginleikar voru arf
gengir í báðar ættir hans. Móð-
ir hans gerði sér heldur ekki
mikið far um að kæfa þá nið-
ur, þó hún yrði vör við þá.
Hún kannaðist við þá úr ætt-
inni, og taldi henni þá heldur
til gildis en hitt. Hún áleit
syni sínum alia vegi færa, bæði
sökum auðs og ætternis."
Af þessu stafaði hin lánlitla
stórmennska Odds, en stór-
menni hefir hann verið að
uppiagi og gáfum og þrátt fyr-
ir allt átti hann engan
sinn iika. Ot í það skal svo
ekki iengra farið. Hans er að-
eins minnzt hér vegna foreldra
sinna og af vissu tilefni.
Framh. á bls. 14
Myndirnar sýna skreytingar í hornum legsteinsins
31. október 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3