Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Qupperneq 9
Geir Ófeigsson í Næf urliolfi að beizla
eftir Oddi og sá þá þrjár kind-
ur til viðbótar. Við eltum þær
fram að sandvaðinu, en þá seg-
ist Oddur ekki þora annað, en
fara áftur til baka og fyrir
fjallið á móti þeim, ef þær færu
ekki á vaðið. Og það var eins
og við manninn mælt, um leið
ag Oddur var horfinn, þá tóku
þær strikið beint upp i íjallið
í algjöru virðingarleysi við
hróp min og handapat, sem áttu
að beina þeim út á vaðið. Siðan
plötuðu þær Odd með þvi að
vera fyrir ofan hann þegar
hann kom á móti þeim og er
ekki að orðlengja það, að þær
gáfu sig ekki fyrr en við höfð-
um klifið fjallið upp á hæsta
hól. Þá lölluðu þær sér ósköp
meinleysislega yfir vaðið, eins
og þetta hefði nú alitaf staðið
til hjá þeim, hvort sem var.
Um kvöldið upphófst mikill
söngur og gleðskapur og var
þar fremstur í flokki Haraldur
á Hólum. Kynntust nú fljótt
þeir, sem voru ókunnugir og
tókst svo vel til með mig, að
flestir reyndust undir lokin
vera frændur míhir í móðurætt.
Var mér nú tekið eins og týnda
sauðinum og siðan sungum við
Ijóð skálds allra Rangæinga,
Þorsteins Erlingssonar, fram
undir morgun.
Daginn eftir átti að smala Jök
ulgilið, en það nær frá Land-
mannalaugum að Torfajökli og
Kaldaklofi. Er tveggja tíma reið
þangað, sem ieiðir skiljast og
skipt er í leitir, en talið er, að
átján sinnum þurfi að fara yfir
Jökulkvislina á ieiðinni innúr.
Á leiðinni er hella nokkur með
gati á og fylgir henni viss
kvöð fyrir nýliða, sem mér
tókst þó að losna við. Aftur á
möti tók ég mjög virðulega ofan
fyrir hatti þeim hinum mikla,
sem er innst í Jökulgilinu. Er
það að ég held blágrýtishamar,
sem hvilir á mó- og leirhellu
og skagar útaf, svo minnir
einna helzt á hatt.
Mér var skipað i leit með Ás-
geiri kóngi, Oddi og pilti nokkr
uim Sigvarði Haraldssyni frá
Heiðarbrún, upp á milli Hamra
gilja, sem kallað er. Eru þar
mörg hengiflug ægileg mjög,
þvi árnar hafa grafið niður
mjúkan leirsteininn svo skipt-
ir mörg hundruð metrum, en i
slökkum og á heiðum uppi er
ágætt beitiiand fyrir kindur.
Fjórar kindur stáum við hand-
an við Stóra-Hamragilið og
tókst okkur að hóa þeim þann-
ig, að þær runnu áfram að Jök-
ulgilinu, þar sem menn og hund
ar náðu þeim svo seinna. Kóng
urinn og Oddur höfðu nógan
starfa að passa Sigvarð, en
hann fór sem fuglinn fljúgandi
um svæðið. Mig þurfti enginn
að passa, því ég skreið á mín-
um f jórum megnið af leiðinni.
Á leiðinni framúr Jökulgil
inu ræddu menn mjög hvort
Landmenn eða Holtamenn ættu
sauði nokkra, sem voru með i
hópnum. Ég taldi mig geta nokk
uð til málanna lagt, þótt ekkert
þekkti ég markið, því Húnvetn
ingar stæðu að mér í hinni ætt-
inni. Eftir það var ég jafnan
kallaður sauðaþjófurinn. —
Honi soit qui mad y pense.
Daginn eftir var komið hríð-
arfjúk, þegar við vöknuðum og
menn nokkuð óhressir til fóta-
ferða af þeim sökum. Oddur
var að víau byrjaður að hita
kaffi í mannskapinn kl. 6 eins
og hann var vanur og Pálmi
Sigfússon á Læk, hafði litlu
siðar súpu tilbúna handa hverj
um sem hafa vildi, lika eins og
hann var vairur. Menn drógust
þó í vatnsgallana, náðu í hest-
ana og skipað var í leitir. Ég
lenti ásamt fleirum með Sigurði
kóngi og áttum við að smaia
Norðurnáminn, Tjörfafellið og
síðan það sem við sæjum fram
að Landmannahelli, því nú var
kominn tími til að skipta um
náttstað. Strax við Laugarnar
fundum við tvær kindur og
töfðumst töluvert að koma þeim
í gerði, sem er þarna, því flug-
hált var orðið í fjallshlíðunum
vegna snjókomunnar.
Þegar við komumst að Norð-
umáminum var kominn frost-
bylur og ógerningur að greina
nokkra kind og því siður að
reyna að eltast við þær. Nokkr
ir þóttust heyra jarmur uppi
hhðinni, en ókleift var að gæta
að þvi. Við snérum því við, rið-
um að Frostastaðavatni og æ<l-
uðum að hitta þar nokkra Ifeit-
armenn í bíl, en urðum þeirra
ekki varir. Kóngur skipaði
okkur nú að halda aftur í Laug
arnar i skjól og var veðurhæð-
in og hríðin þá orðin slik, að
ég hélit helzt að ég fyki af tölt-
aranum mínum á Frostastaða-
hálisi.
Eftir nokkra klukkutíma bið
í skálanum var veðrið aðeins
að ganga niður og við lögðum
af stað aftur. Fundust nú strax
5 kindur þar sem jarmið hafði
heyrzt og 9 annars staðar, þar
sem við höfðum þó riðið um.
Um miðnætti komumst við til
Heilisins og urðu margir fegn-
ir endurfundunum þar, því sum
ir höfðu verið gangandi upp á
f jöllum megnið af deginum. Féð
bar þó heldur litla virðingu
fyrir mannraunum okkar, því
það gerði ítrekaðar tilraunir að
sleppa í náttmyrkrinu. Ein
komst þó að þvi fullkeyptu,
því við Helgi Haraldsson á
Efri-Rauðalæk eltum hana nið-
ur í djúpt gil á Dómadalshálsi,
en ekki gaf hún sig fyrr en
hún lá öfug í gilsánni. Þá var
eftir að ná henni uppúr, sem
var þyngri þrautin, því nú neit
aði hún alveg að ganga. End-
aði þetta með þvi að Helgi tók
hana á herðarnar og bar hana
uppúr gilinu. Þar urðum við
þó að skilja hana eftir því nú
var lambið týnt. Þau komu þó
bæði í leitirnar daginn eftir.
Á þriðjudagsmorguninn var
enn hriðarfjúk og talað var um
að fresta þyrfti Iieitum. Otvarp
ið sagði okkur frá fjársköðum
í öðrum landshlutum vegna veð
ursins. Um tíuleitið ranglaði ég
út úr Höllinni, sem nú hafði
komið að góðum notum í kuld-
anum og hélt að gamla leitar-
húsinu. Þar var mér kippt inn
fyrir dyrnar, Kristján Gislason
I Vindási bauð mér síðustu mál
tíðina og fyrirbæn, því nú
hefði verið gerð uppreisn i
31. októþer 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 9