Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Side 10
Höll Landshöfðingjans konungdæminu og Lækjarbotna ættin hefði stofnað lýðveldi. Geir Öfeigsson í Næfurholti væri forseti og Sverrir í Sel- sundi forsætisráðherra. Sverr- ir tilkynnti mér siðan, að nann sem róttækur maður ætlaði að Xáta skera alla kónga, krata og annað pakk og benti mér á ljós- hærðan pilt, Brynjólf Teitsson frá Flagbjarnarholti, sem hann sagði vera böðul lýðveldistns. Ég heimtaði frændsemisgrið og eftir að hafa útskýrt landbún- aðarstefnu Gylfa á hjartnæm- an hátt og sungið Marseillais- inn á þýzku og International- inn á íslenzku hafði ég komið ár minni svo vel fyrir borð, að ég fékk meira að segja embætti og var dubbaður til fyrrver- andi listamanns á eftirlaunum með titlinum kratafífl. — Sic transit gloria mundi. Kóngamir komu nú i dyra- gættina og sögðu að veðrið væri að batna. Fóru menn nú að tygja sig og mun byltingin hafa reynst með friðsamari sinmar tegundar. Ég var sendur í svokallaða Hnausa og Eskihlíð með Sig- urði kóngi, Sigvarði og Sig- birni frá Skarði. Ekkert mark- vert gerðist, nema Sigbirni dvaldist nokkuð lengi uppá Eskihlíðinni. Hann birtist þó um siðir og tilkynnti okkur fok vondur, að hundurinn sinn hefði svikið hann og væri sá síðarnefndi hvergi finnanlegur. Hundurinn, sem reyndar var stáipaður hvolpur frá Skarði og nefndist Kátur, kom þó fram um síðir, en hann hafði reyndar verið að týnast af og til i allri fjallferðinni, og kenndu vísir menn hvolpaviti. Höfðum við stigvaxandi samúð með Kát, eftir því sem nær dró byggð og Sigbjörn vLst Iika. Daginn eftir var komið ágæt is veður og var ég sendur með Pálma á Læk, að smala Sauð- leysumar. og Hrafnabjörg. Við fundum margt fé og sagði Pálmi mér, að koma því fyrir rekstur . inn, en sjálfur ætlaði hann yfir hraun eitt mikið og síðan í Vala fellið. Ég hitti reksturinn við svokallað Nýjahraun og voru þau Ester. á Hólum, Vilhjálmur Þórarinsson i Litlu-Tungn, Indiiði Kristmundsson í Holts- múla og Olgeir Engilbertsson í Nefsholti að- reka. Ég bjóst einnig við að sjá Ævar Pálma Eyjólfsson frá Hvammi með rekstrinum, en það kom á dag- inn, að einn hestanna, sem reka átti fram, neitaði skyndilega öllu slíku og tók strikið til baka beint inn í Landananna- heHi. Varð Ævar Pálmi að þeysa á eftir honum og teyma hann siðan niðureftir. Tafði þetta að sjálfsögðu reksturinn mikið auk annars, sivo það ráð var tekið, að Olgeir, sem var með trússabílinn, bað um hjálp úr byggð. Kom Sigurjón Páls- son á Galtalæk með þrjú barna sinna og vinnumann frá Framh. á bls. 16 Siðprúðar konur... Framh. af bls. 7 Já, hvers vegna? Ég hafci ekki reyint að ským neitt, en á þessu var skýring, og hún gnð. Þegar ég heyrði orðdð Spánn, sá ég ekíki fyrir mér konunga og presta, né heldur málara og höfðingja, né Mad- rid og Sevilla, heldur viðáttur tómieikans, afskekkt hálendi, þar sem einmana f járhirðar búa, hina harðbýlu jörð Spán- ar, sem teygir sig um óendan- tega fjarlægð, þar sem tekið hafa sér bólifestu veðurbarðir tmenn, sem aldrei haifa sett á sig hálsbindi né setið hest með skrauttyigjnm. 1 stuttu máli, þegciir ég hugsaði um Spán, hugsaði ég fjrrst og fremst: um Extremadura, hið grimma land í vestri, en þar er Badajoz helzta borgin. Eítt öruggasta tákn þess, að þetta sé Spánn er það, hve •margar ungar giftar konur leyfa sér að verða feitar. Fyrsta kvöldið, sem ég var í Badájoz, gizfcaði ég á að spánskar konur þrjátiu ára og eidri væru um það bil tuttuigu punduim þyngri en aimerisíkar og franskar konur á sama aldri og úr sömiu stétt. Ég minntist á þetta við Spánverja nokkurn, sem lét í Ijós sam- þykiki sitt og sagði, „Það er eitt af þvd fegursta, sem sést á Spáni. Að sitja á torginu í ljósasikiptunum og horfa á feit- ar giftiar konur vaigga firamhjá ásamt eigiramanni og bömium. Það er falíegt veg'na þess, að þegar kona á Spáni er einu sirani gift, þamf hún aldrei 'framar að óttast matborðið. Hún á mstnn sinn og ekkert á jörðu getur tekið hann firá henini, svo henni stendur hjairt- anlega á sama hve feit hún verður. Á Spámi eru engir skilnaðir og bömin og heimilið er ekki hægt að taka frá henni heldiur. Hún er öru.gg. Að vísu tekur eiginmaður heranar sér að líkindum hj'ákonu. Þrír fjórðu hinna ágætu spánsku herra- manna, sem þér hafiB haft svo mikla ánægju atf að hitta, hafa hjáfconur. En þeir mundu haifa þær hvort sem koniur þeirra væru grannar eða feitar. Þess vegna borða konumar okkar, elska börnin Sín, fara d bíó og slúöra og setja traust sitt á kirkjuna, tid fjandans með ail- an megrunarkúr, og hvergi í heiminum finnast ánægðari konur.“ 8. Dag nokkum, er ég sat á torginu, birtist mér brot af sveitalífinu á óvæntan hátt. Áður hafði ég tekið eftir vöru- bíl útbúinn sætum, sem virtist ætlað að rúma óvenjulegan fjölda farþega, en ég hafði ekki veitt þessu frekari at- hygli. Nú ók þessi sami vöru- bíll upp að torginu og skilaði af sér fjórtán manneskjum, sveitafólki í sparifötunum, þar á meðal brúði og brúðguma. Það var engin kátína í hópn- um þótt brúðkaupið væri aug- sýnilega nýafstaðið, og ég gerði ráð fyrir, að brúðkaups- gestir væru á leiðinni í ein- hvers konar veizlu, en þetta var mjög fátækt fólk, bláfá- tækt, og þegar það gekk fram- hjá, tók ég eftir því, að brúð- guminn var sólbrenndur, hæg- látur, breiðleitur bóndi um fer- tugt, og brúður hans var sér- lega ófrið piparmey um það bil fimm árum eidri. Ég minnist þess ekki að hafa séð konu svo ólíka brúði og sem kunni jafn illa við sig í brúðarskartinu. Þegar hún gekk framhjá borð- inu mínu, brosti ég, og mér mætti augnaráð þess, sem unn- ið hafði baki brotnu og ekki var kominn til hátiðahalda, heldur til eins dags hvíldar áð- ur en stritið hæfist á ný. Þau voru ekki á leið i veizlu held- ur í issöluturn, þar sem brúð- guminn stóð við hliðina á af- greiðslumanninum, útbýtti rjómaísnum og taldi gestí sína, eirtn í eínu, og hver þeirra fékk rjómaíssamloku, sem kosc- aði fjórar krónur. Þetta gerði fjórtán sinnum fjórar eða fimmtlu og sex krónur fyrir brúðkaupsveizluna. Sveitafólk ið stóð í sóiskininu og borðaði rjómaísinn og klifraði síðan upp á vörubílinn. „Hvaðan er- uð þið?“ spurði ég einn karl- mannanna. „Medellin", svaraði hann, „við komum hingað til að halda veizluna." Síðan hélt hann áfram ótilkvaddur: „Hann kom heim frá Þýzka- landi til að kvænast henni.“ Ég skildi ekki fyrr en seinna hvað þessi athugasemd táknaði. 9. Þeir fylgdu mér til kirkj- unnar þar sem særði maðurinn hafði fallið ofan úr turninum, og á óhefluðum eíkardyrum kirkjunnar las ég tilkynningu þar sem einhver umdæmisbisk- upinn hafði fyrir löngu síðan sett fram lífsreglur þær, er íbúar staðarins skyldu fara eftir: 1. Konur skulu ekki sýna sig á götum þessa þorps í kjólum, sem eru of þröngir á þeim stötí- nm, sem vekja illar ástríð- ur Iijá karlmönnum. 2. í>ær mega aldrei vera I kjólum, sem eni of stuttir. 3. Fær verða að gæta þess sérstaklega að klæðast ekfci kjólism, sem eru flegnir að framan. 4. Það er svívírðilegt af kon- um að ganga um göturnar með stuttar ermar. 5. Sérhver kona, sem sýnir sig á götu, á að vera í sokkum. 6. Konur mega ekki klæðast gagnsæju efni eða netefni á þeim hlutum líkamans, sem vel sæmi krefst að séu huldir. 7. Við tólf ára aldur verða stiilkur að byrja að klæðast kjólum, sem ná niður á hné, og alltaf sokkum. 8. Litlir drengir mega ekkl láta sjá sig á götunni með ber læri. 9. Stúlkur mega aldrei ganga um fáfama staði, því það er bæði siðlaust og hættulegt. 10. Engin siðprúð kona eða stúlka lætur nokkurn tíma sjá sig á reiðh jóli. 11. Engin siðprúð kona læt- nr nokkum tíma sjá sig i bux- um. 12. Þa5, sem í borgunum er kallað „nýju dansarnir“, er stranglega bannað. 11. júlí 1013. 10. Atferli ferðamanna er und- arlegt, og eitt sinn siðla dags, er ég sat á Plaza Mayor, heyrði ég nokkra Frakka tæta Ameríku í sundur. Fyrstu gagnrýnishriðinni gat ég ekki mótmælt með rökum: Amerí- kanar voru óheflaðir, þá skorti sögulegan skilning, hugsuðu aðeins um viðskipti, voru tilfinningalausir og ættu að halda sig heima. Mig lang- aði til að gripa fram í fyrir næstu gusu ásakana, því þar virtist mér skotið nokkuð hátt yfir markið: Ameríkanar voru aliir hávaðasamir, kunnu enga mannasiði, höfðu enga mennt- un, enga dómgreind, og voru hneykslanlega grófir í klæða- burði, tali, borðsiðum og al- mennri hegðun, en ég stillti mig vegna þess, að þetta var við nánari íhugun sama þulan, sem heyrðist um alla Evrópu, að- eins í gagnorðari framsetn- ingu hér en annars staðar. En þegar Frakkar þessir bættu við þriðju árásinni, neyddist ég til íhlutunar: Ameríkanar ógna heiminum vegna þess, að þeir neita að horfast í augu við raunveruleikann. Svo vildi til, að á þessari stundu hélt ég á korti í hend- inni, sem var opinberlega dreift af frönsku stjórninni til heiðurs tuttugu ára afmæli landgöngu Bandamanna í Nor- mandí 6. júni 1944. Kortið var vel hannað, eins og slíkir hlut- ir jafnan eru i Frakklandi, og sýndi hetjulega mynd af de Gaulle hershöfðingja í fylk- ingarbrjósti fransks herflokks, heilsað af ofurhugum and- spyrnuhreyfingarinnar, sem þegar höfðu borið sigurorð af þýzka hernámsl'ðinu í Frakk- landi. Langt í fjarska, rekandi lestina, var einn amerískur fót- gönguliði og einn enskur liðs- foringi. Ég rétti einum Frakk- anna við borðið kortið og spurði, „Er þetta raunveru- leiki?“ Framh. í næsta bJaði. I Landman nalaugum 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.