Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Side 11
SWMYND
EILEEN FORD
EILEEN Ford, eigandi
stærsta módel-fyrirtækis í
heiminum, sækir helming-
inn af stúlkum sínum til
Evrópu. Hún er ekki eitt
andartak í vafa, þegar hún
innan um hundruð stúlkna í
París, Stokkhólmi eða Kaup
mannahöfn sér þá, sem er
einmitt þeim kostum búin,
er gera hana milljónavirði
fyrir Eileen. Á hinn bóginn
er hún fyrirsætum sínum
eins og móðir — og á við
öll vandamál móðurinnar að
stríða.
Eileen Ford er án afláts á
höttunum eftir stúlkum. Hún
leitar þær uppi frá Múnehen
til Melbourne, frá Kaupmanna-
höfn til Rómaborgar. Hún
kennir þeim, hvernig þær eiga
að klæðast, farða andlit si'tt og
handleika hníf og gaffal. Síð-
an kemur hún þeim um borð i
þotu til Nevv York— og leigir
þær út.
Hún er einn liður í því iðn-
aðarheimsveldi, sem selur þeim
stúlkum föt, snyrtivörur og ilm
vötn, er dreymir um að vinna
kraftaverk á útliti sínu. Því að
það er sama, hve ófríð stúlk-
an er, hún sóar ekki pening-
um í töfralyf fyrr en hún hef-
ur fengið sannanir fyrir því
að það hafi áhrif.
Fyrirsætuskrifstofa Eileen
Ford innheimtir árlega rúm-
lega hálfan milljarð króna með
þvi að birta sönnunina í blaða-
og sjónvarpsauglýsingum.
Sönnunin er fegurstu, glæsi-
legustu og bezt snyrtu konur
í heimi.
En það er ekki auðvelt að
hafa upp á þeim. Rúmlega
heimingur af fyrirsætum Ford-
hússins er frá Bandarikjunum.
Hinar verður að finna erlend-
is. Þess vegna fer Eileen til
Evrópu fjórum sinnum á ári og
kembir álfuna þvera og endi-
langa. Af þeim hundruðum
stúlkna, sem hún sér og talar
við eru örfáar sendar til fram-
haldsmenntunar í Milano,
Munchen, London, París eða
New York.
Það eru ekki eingöngu þaul-
vanar atvinnufyrirsætur, sem
Eileen sækist eftir. Hún er að
leita að st.iörnimni, hinni
óreyndu sextán ára stúlku,
sem án þess að vita af þvi, hef-
ur einmitt það til að bera, sem
'tízkuritstjórar, ljósmyndarar
og tízkuteiknarar þrá. Skjóti
slík stúlka upp koliinum, er
hún umsvifalaust send til New
York, þar sem hún býr á heim-
ili Eileen Ford sjálfrar og hef
ur fæði, föt og herbergi með
dætrum hennar. Eileen kennir
henni, Eileen gætir hennar,
hirðir um hana og vakir yfir
henni og næstu tíu-tólf ár ævi
sinnar vinnur hún fyrir jafn
mörgum tugum milljóna króna.
Á sama tíma verður kostnaður
fyrirtækisins af henni litið
brot af þeirri upphæð. Eileen
gerir sér ekki ferð til Evrópu
af tómri hjartagæzku. Hún fer
til að finna stúlkuna, sem gef-
ur henni sjálfri milljónir í aðra
hönd.
Hvernig hún fer að því?
„Það er alltaf að finna visst
sjáifstraust hjá þeim rétttu,"
segir hún. „Þær hafa eittlivað
við sig, ég veit ekki hvað það
er, en ég veit undireins, að þær
verða góðar. Það er hvernig
þær tala, hvernig þær hreyfa
sig. Ég rekst á stúlkufj sem ég
veit að verða stjörnur á fáein-
um vikum. Og það rætist allt-
af.“
Eileen Ford opnaði skrif-
stofu sína fyrir 24 árum, þeg-
ar hún var sjálf tvítug og
barnshafandi. Til þess að
vinna sér inn aukaskilding og
til að hafa eitthvað fyrir stafni,
tók hún að sér að vera einka-
ritari nokkurra vinkvenna
sinna sem voru fyrirsælur. Nú
hefur hún 180 fyrirsætur á sín-
um snærum, fyrirtæki hennar
er hið stærsta — og virtasta —
sinnar tegundar í heiminum.
Hún er hörð i horn að taka í
viðskiptum, kröfuhörð, óþreyt-
andi og einbeitt eins og eigin-
maður hennar Jerry, sem einn-
ig er fjörutíu og fjögurra ára
og sér um reikningshald fyr-
irtækisins og karlkyns fyrirsæt
urnar.
Evrópuhringferðir Eileen
hefjast ávallt i París, oft með
hanastélsveizlu hjá umboðs-
manni á staðnum. Gestirnir
eru nær allir stúlkur, sem
komnar eru til skoðunar hja
Eileen Ford. Eitt orð af henn-
ar vörum og þær eru komn-
ar upp í þotu á leið til New
York, auðs og frægðar og eig-
inmanns úr hópi milljóneranna.
Slikit er ekki einsdæmi.
Falleg stúlka situr á stól og
starir tómlega á hinar. Maður
spyr eina fyrirsætuna hvað
ania kunni að stúlkunni. Fyr-
irsætan lítur snöggt á hana og
svarar: ,,í dag hefur her ljós-
myndara stagazt á því við
hana, að annaðhvort séu eyr-
un á henni of sitór eða þá að
nefið sé of þunnt. Ef það er
ekki þetta þá er það eitthvað
annað. Fyrirsætur geta aldrei
verið öruggar. Þær hafa óör-
uggasta starf í veröldinni.
Þessa stundina finnst henni
hún vera ljótasta kvikindi á
jörðunni. Hún er viss um að
Eileen virðir hana ekki viðlits.
Hún verður farin eftir nokkr-
ar mínútur."
Daginn eftir er Eileen i
Gautaborg. Hún veitir stúlkun-
um móttöku klukkan níu á gisti
húsi sínu. Stúlkurnar sitja og
bíða í svefnberberginu og
ganga inn í stofuna ein í einu,
rétta fram höndina og setjast
og brosa vandræðalega. Þetta
er slæmur morgunn. Engin
stúlknanna er nothæf. Eileen
á erfitt. „Það er mikil raun að
þurfa að segja stúlku að hún
sé ekki nógu lagleg til að verða
fyrirsæta. Særi maður hana, á
maður á hættu að valda henni
ævilöngu tjóni.“
,,Þú eri of lítil til að verða
fyrirsæta," segir hún við eina
fimmtán ára, „en þú hefur fal-
legus'.u tennur í allri Svíþjóð."
Stúlkan er gráti næst. „Það
er ekki eina hamingjan í heim-
inum að vera fyrirsæta," seg-
ir Eileen, ,,og þegar öllu er á
botninn hvolft, er betra að vita
sannleikann strax, i stað þess
að láta nýta sig og verða að
engu, er það ekki?“ Stúlkan
ris á fætur, brosir, þakkar fyr-
ir sig og fer.
Eileen heldur för sinni áfram
til Kaupmannahafnar, þar sem
hún m.a. snæðir miðdegisverð
með finnskum blaðaútgefanda
Áatos Erkko, og konu hans.
Hann minnist á ákafa Eileen
við að umbreyta tilveru ungra
stúlkna. „Manstu eftir Mary?“
spyr kona hans. „Eileen hafði
komið til Helsingfors til að
vera dómari í einni fegurðar-
samkeppni Aatos. Mörg hundr
uð stúlkur höfðu sent mynd af
sér og á blaðinu var svörun-
um skipt í fjóra flokka. í bezta
31. október 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11