Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Page 14
ílugvéla hjá De Havillaind:
I)HC-7, sem verður íjögurra-
hreyfla hljóðlát skrúfuþota, og
AWC, sem verður tveggja-
hreyfla þota. DHC-7 er ætluð
til flutninga á stuttum leiðum.
Hún hefur fjóra PT6A-50
mótora, sem hver er 1.035 öhö.
(öxulhestöfl). Skrúfurnar
verða með mjög löngum blöð-
um, sem lítið lætur í, m.a. af
þvi, að gírhlutfaliið verð-
ur mjög hátt. Hjólin verður
hægt að draga upp, flugvélin
hefur T-stél, vængurinn er há-
settur með um 30 metra haf.
DHC-7 verður afar sterkbyggð
með sem einföldustum, en áreið
anlegustum útbúnaði, innbyggð
um tröppum og jafnþrýstingi í
stjórn- og farþegarýmum. Að
stærð og hreyflum frátöldum
eru flest ofantalin atriði sam-
eiginleg þessum nýja flokki
flugvéla.
AWC-þotan frá De Hav-
illand er búin nýstárlegum, en
að sögn mjög góðum útbúnaði í
vængjum til að auka lyfti
þeirra. Er hann í stuttu máli
þannig, að í fiugtaki og lend-
ingu er lofti frá hreyflunum
blásið út i vængina og út um
raufar framan við og á milli
tvöfaldra flappa. Hafa tilraun
ir sýnt, að þetta blásturskerfi
verkar vel, og það er auk þess
einfalt eftir því sem gerist um
lyftisaukningarútbúnað á flug-
vélum. Canadair-verksmiðjurn-
ar hafa gert teikningar af bratt
fleygri þotu, sem í fljótu bragði
sýnist byggð á DHC Buffakr
Þessi þota, Canadair Cl-246, á
að vera fyrir 70 farþega, og
vegur hún þá rúm 30 tonn.
Boeing-verksmiðjurnar í
samvinnu við ítalska fyrirtæk-
ið Aerita'lia hafa sent frá sér
drög að nýrri flugvól. Er það
fjögurra hreyfla brattfleyg
þota, sem á að geta flutt 100—
150 farþega. Er hugsanlegt, að
hún gæti orðið tilbúin til sölu
árið 1975, og, ef flugfélög sýna
nægan áhuga, tilbúin til
afhendingar um fjórum árum
síðar. Þessi stóra flugvél á að
geta komizt af með 600 metra
langar brautir. Hún er hljóð-
lát, stöðug á flugi og hefur
svipaðan lyftisaukabúnað og
DHC-7, þ.e. hluta af loftinu,
sem fara á í gegnum mótorana,
er b'ásið framhjá og út í væng-
ina á flappana.
í Evrópu hafa Frakkar smíð-
að þá stóru brattfleygu flug-
vél, sem sennilega mest reyinsla
hefur fengizt af. Það er
Bréguet 941 (Sjá: Fiugstöðvar
í miðborgum á næsta leiti,
Lesbók Mbl. 29. sept. 1968),
sem hefur komizt á loft og lent
á 100 metra langri braut.
Bréguet 941 hefur verið reynd
í farþegaflugi í Bandaríkjun-
um með góðum árangri (und-
ir heitinu McDonnel Douglas
188).
Aerospatiale í Frakklandi
bjóða nú upp á nýja bratt-
fleyga fjögra hreyfla þotu,
A-904. Á hún að hafa sæti fyr-
ir 130 farþega. Mesta þyngd er
51.000 kg og flughraðinn er
850 km/t. Þessi flugvél á að
vera mjög hentug á fiugleið-
um innan við 500 km.
Önnur flugvél vii'ðist vera
ný útgáfa af Bréguet 941. Er
það AMD-188, fjögurra hreyfla
skrúfuþota fyrir 67 farþega,
um 26 tonn að þyngd íulihlað-
in. Svo er það Bertin Aiadin
2A, 4-hreyfla þota fyrir 100
farþega. Hún hefur fjóra
Snecma þrýstiloftsmótora og
flýgur með rúmiega 500 km/t
hraða.
í Hollandi hafa Fokker-
verksmiðjurnar unnið að
brattfleygri útgáfu af hinni
kunnu Friendship. Flugvél
þessi nefnist Fokker-VFW P
301. Hún á að hafa fjóra
PT6A-50 túrbinumótora (þá
sömu og DHC-7) og á að fljúga
með um 460 km/t hraða. Stærð
flugvélarinnar er því sem næst
hin sama og Friendship,
og sætafjöldinn er sá sami
(48—56). P 301 á að geta full-
hlaðin (19.522 kg) hafið sig til
flugs af 533 metra langri braut
og lent á 348 m langri braut.
Lendingarhraðinn er 110 km/t.
Það, sem gerir P 301 fært að
fljúga bratt, eru einkum ný og
endurbætt flappakerfi. Flug
vélin verður afar hávaðalítil,
litlu háværari en bíll.
1 Englandi er British Air-
craft Corporation nýbúið að
senda frá sér upplýsingar um
nýja brattfleyga þotu, sem fé-
lagið hyggst smíða. Þetta er
15AC QSTOL með sæti handa
108—140 farþegum. Þessi flug
vél á að hafa fjóra Rolls Royce
eða Snecma þrýstiloftshreyfla,
og er mikil áherzla lögð á,
hversu hávaðalítil þotan verð-
ur. Þetta er vel trúanlegt, því
að náðst hefur mikill árangur
við að minnka hávaðann í flug
véiahreyflum. Væri vel, ef bif-
reiðaframleiðendur stæðu sig
eins vel. Varðandi reyk frá
flugvélahreyflum má geta þess,
að nú hefur tekizt, m.a. með því
að breyíta lögun brennsluhólf-
anna, að framleiða þotu-
hreyfla, sem engan reyk legg-
ur frá.
BAC QSTOL hefur um 35 m
vænghaf, og hún verður um 34
m löng. Hún á að geta notað
610 m langar brautir. Aðrar
upplýsingar um þessa þotu,
sem er afar lík hinni frönsku
Aerospatiale A-904 — eða öf-
ugt — liggja ekki fyrir enn.
BAC segist geta haft þotuna til
búna til farþegaflugs 1977—8.
Fyrir utan hinar góðkunnu
og þrautreyndu brattfleygu
flugvélar frá þýzku Dornier-
verksmiðjunum (DO-27 til 31),
skulu að lokum nefndar
nokkrar flugvéiar í þessum
flokki:
Fiat á Ítalíu er að hefja
framleiðslu á brattfleygri
flutningaflugvél Fiat G 222,
sem á að geta fliutt 9 tonn í
ferð með 450 km/t hraða. Hún
er tveggja hreyfla skrúfuþota,
um 23 m löng. Hún getur iíka
flutt 44 hermenn með alvæpni.
1 Tékkóslóvakiu er fram-
leiðsia að hefjast á Let Nar-
odni Podnik L 410. Þetta er lit-
il (lengd 13,61 m) tveggja
hreyfla skrúfuþota með sætum
fyrir 9—17 farþega. Hún veg-
ur fullhlaðin 5.100 kg og flug-
hraðinn er 330 km/t.
I ísrael er nú að hefjast
framleiðsla á flugvél, sem bæði
er ætluð til hernaðar- og borg-
aralegra þarfa. Þetta er IAI
101 Arava, 13 m löng tveggja-
hreyfla (PT6A-27) skrúfuþota
með eiginleika brattfleygra
flugvéla. Hún getur flutt 20
manns í sæti (eða 1 bil) og
og vegur fullhlaðin 5.670 kg.
Flughraðinn er 330 km/t.
Arava vakti talsverða eftir-
tekt á flugsýningunni miklu I
Paris nú i sumar. Því má
skjóta hér inn í, að risaflug-
vélin Galaxy C-5A vakti mikla
athygli á þessari sömu sýningu
fyrir hversu bratt hún
gat flogið. Eins og kunnugt er,
er C-5A stærsta flugvél, sem
nú flýgur.
Brattfleygar flugvélar hafa
hæfileikann til að fljúga með
litlum hraða, og aðflugshraði
þeirra til lendingar er afar lít-
ill miðað við venjulegar flug-
vélar af sömu stærð. Eins og
kunnugt er, verða flest flug-
óhöpp við flugtak og lendingu,
þ.e.a.s. þegar flughraðinn er til
tölulega lítill og þeim fatast
frekar flugið. Brattfleygu
fílugvélarnar komast líka
af með miklu styttri flugbraut-
ir en venjulegar flugvélar, og
því ætti svo til engin hætta að
vera á framafbruni.
Það má telja fullvíst, að flest
ar, ef ekki allar, þeirra flug-
véla, sem hér hafa verið
nefndar, muni verða smiðaðar.
Þangað til, eða um 1980, mun-
um við halda áfram að sjá end-
urbættar gerðir þeirra flug-
véla, sem nú ber mest á. Enn-
fremur mun koma fram í dags-
ljósið fjöldinn allur af „furðu-
fuglum", sem nú þegar eru á
teikniborðunum. Af nýjunga-
legum flugvélum, sem nú eru á
líkanastigi, má nefna Dornier
Do-231, Hawker-Siddeley HS-
141 og VFW-Fokker VC-400.
Að sjálfsögðu eiga allar
þessar flugvélar ekki erindi í
þjónustu íslenzkra flugfélaga,
en það er nauðsynlegt að
fylgjast vel með þróuninni, því
að fyrr eða síðar kemur að því,
að við munum þurfa á einhverri
eða einhverjum þeirra að
halda.
Merkilegur
legsteinn
á Staðastað
Framh. af bls. 3
Sú arfsögn hefir gengið um
Staðarsveit fram á þennan
dag, að séra Sigurður
hafi sjáifur látið gera legstein
á leiði sitt, nokkru áður en
hann dó. Fékk hann danskan
listamann til þess að höggva
steininn og var hann síðan
sendur hingað til lands með
Búðaskipi og fluttur á iand á
Búðuim. Þar var hann svo
geymdur fram á vetur, en þá
var hann dreginn á ísum inn til
kirkjustaðarins, Staðastaðar,
því að hann var svo þungur og
fyrirferðarmikili, að hann varð
eigi fluttur þangað á annan
hátt.
Séra Sigurður andaðist 17.
nóvember 1690. Hann hafði
kosið sér legstað innan kirkju
á Staðastað, í kórnum. Þar var
hann grafinn og hellan mikla
lögð á gröf hans. Séra Sigurð-
ur var ekki nema 44 ára er
hann andaðist, hafði þjónað
Staðastað um 10 ár og verið
prófastur og talinn með heiztu
prestum í Skálholtsstifti.
Sigriður ekkja hans lifði
lengi eftir þetta og giftist ekki.
Hún andaðist 25. marz 1733 og
getur séra Jón Halldórsson í
Hítardal þess svo í annál sLn-
um: „SSgríður Hákonardótt-
ir, seinast á Syðra Rauðamel,
85 ára gömul, dó sætlega á
sjálfa Maríumessu á langa-
föstu um dagmál, grafin virðu-
lega þann 10. apríl í Staða-
staðarkór hjá sinum eksta-
manni, prófastinum séra Sig-
urði Sigurðssyni, var ekkja 43
ár, ein hin helzta höfðings-
kvinna hér á landi á hennar
dögum."
Árið eftir að Sigríður and-
aðist, þá um haustið, fluttist
Oddur lögmaður að Leirá
í Leirársveit. Bjó hann þar
við auðlegð og húsaði allan
staðinn vel og vandlega.
Hann varð bráðkvaddur að-
fararnótt 5. ágúst 1747 og hvílir
í Leirárkirkjugarði. Með hon-
um varð þessi ættleggur al-
dauða.
Það er furðulega vítt bygg-
ingarsvæði á Staðastað. Þegar
komið er þangað liggur heim-
reiðin nú fyrst framhjá kirkj-
unni og nokkurn spöl fyrir
norðan hana stendur prestsetr
ið. Þar fyrir norðan koma svo
útihús og norðan við þau mjög
stór kirkjugarður. En fyrir
norðan hann er stór og hár
grasi vaxinn hóil. Á þessum
hóli hefir fyrsti bærinn á
Staðastað verið reistur og þar
mun Ari fróði hafa búið, Þor-
gils prestur sonur hans og Ari
hinn sterki sonur Þorigils. Síð-
an bjuggu þar Stunlungar,
Þórður Sturluson og Böðvar
sonur hans.
Þarna hafa bæjarhúsin verið
um margar aldir, bærinn byggð
ur upp hvað eftir annað, og
þess vegna er hóllinn svo hár,
að þarna er hver bæjarrústin
ofan á annari. Mundu þær rúst
ir geta miðlað mikium fróðleik,
Einhvern tíma á seinni öld-
um hefir bærinn verið færður
suður fyrir kirkjugarðinn. Ég
hefi ekki fundið neinar upp-
lýsingar um hvenær þetta var
gert, né af hvaða ástæðu það
var gert. En þarna fyrir sunn-
an kirkjugarðinn stóð bærinn
alllengi, rismikill og stór torf-
bær.
Árið 1901 kom nýr prestur
að Staðastað, séra Vilhjálmur
Briem, og settist að í torfbæn-
um, því að hann var prests-
setrið. Fjórum árum seinna
brann bærinn og segir svo frá
því í „Þjóðólfi":
„Hinn 19. júní (1905) brann
bærinn á Stað á Ölduhrygg ná-
lega til kaldra kola. Af innan-
stokksmunum varð eigi nærri
öllu bjargað, því eldsins varð
eigi vart fyrr en þekjurnar
voru nær alelda. Presturinn,
séra Vilhjálmur Briem, var eigi
heima, en þó á næsta bæ. Voru
því eigi aðrir menn til björg-
unar en vinnumaður prests og
daglaunamaður einn. Eldsvoð-
inn stafaði frá pípu, er lá frá
eldavél upp um baðstofuþekj-
una en þekjur bæjarhúsanna
voru aliar, utan yfir torfi,
huldar tjörupappa og því eld-
fimar rnjög."
Hafizt var þegar handa að
reisa nýtt prestssetur. Var það
ekki reist á bæjarrústunum
heldur nokkru sunnar. Þetta
var mjög gott hús úr timbri,
ein hæð og ris, en undir hlað-
inn kjallari. S!óð þetla hús til
ársins 1939, en þá var reist úr
steinsteypu prestssetrið sem
nú er á staðnum og stendur
talsvert sunnar en hit.t húsið
var. Síðan var hafin smíð nýrr
ar kirkju árið 1942, góðan spðl
fyrir sunnan prestssetrið,
alveg suður á sjálfum Öldu-
hryggnum. Kirkja þessi var
fullsmíðuð og vígð vorið 1944
og er reisulegt hús með háum
turni og blasir við um alla
sveit. Er drjúgur spölur milli
hennar og kirkjugarðsins, sem
er í hvarfi við aðrar bygging-
ar.
Þá er að minnast á kirkju-
garðinn.
Hann mun vera með stærstu
kirkjugörðum 1 sveit, enda hef-
ir hann verið færður út hvað
eftir annað. Eftir að bærinn
brann, var kirkjugarðurinn
stækkaður suður á við og
hurfu þá bæjarrústirnar inn í
hann. Auk þess hefir ver-
ið bætt við hann drjúgri
spildu að austan. 1 þess-
um garöi eru enn undirstöður
tveggja kirkna, sem þar hafa
staðið og hefir sóknarnefnd lát
ið sér umhugað um að þær
týndust ekki.
Svo sem fyrr er getið mun
ekki vitað hvenær fyrsta
kirkjan var reist á Staðastað,
en torfkirkja hefir það verið.
Fyrsti kirkjugarðurinn hefir
líklega verið ferhyrndur
og kirkjan staðið í miðjum
garðinum og má enn gera sér
nokkra grein fyrir hvemig
garðurinn hefir verið. Norður-
veggur hans hefir verið
skammt frá bænum, sem þá
stóð á sínum upphaflega stað,
og sennilega hefir þessi vegj-
ur verið jafnlangur framhlið
bæjarins, sem líklega hefir ver
ið skáli ásamt fleiri húsum. Og
vegna þess, að kirkjustæðið er
enn þekkt, má sjá hve stór
hinn fyrsti kirkjugarður hefir
verið, sé gert ráð íyrir
að kirkjan hafi staðið í honum
miðjum. Þarna stóð svo torf-
kirkja öld fram af öid, að visu
endurbyggð nokkrum sinnum.
Þetta var Maríukirkja og er
þess getið að 1279 hafi verið
þar 2 prestar og djákni, en
þetta hefir breytzt með siða-
skiptunum og ef til vill fyrr.
Þessi torfkirkja stóð enn á
Staðastað þegar séra Sigurður
Sigurðsson var þar prestur, og
í kór þeirrar kirkju var hann
grafinn og hellan lögð á Ieiði
hans. Og enn stóð þessi kirkja,
er Sigríður Hákonardóltir var
grafin þar undir heliunni 1733.
Gísli Magnússon tók við
Staðastaðarpres:akalii 1746
og hélt það til 1755, er hann
gerðist biskup á Hólum. Hann
var hinn mesti framkvæmda-
maður og skörungur og mun
honum hafa litizt gamla torf-
kirkjan á Staðastað ósamboð-
in staðnum. Hann hóf því fljót
lega að reisa þar nýja kirkju
og var hún fullsmíðuð 1749.
Þetta var timburkirkja 9 staf-
góif að stærð og hið virðuleg-
asta guðshús. En hún stóð ekki
þar sem gamla kirkjan var,
heidur nokkru sunnar í garð-
inum, og jafnframt var garður-
inn þá stækkaður til suðurs og
gerðir að honum voldugir
veggir allt um kring. Á vest-
urvegg miðjum var klukkna-
port úr timbri, vandað og vel
frá gengið og í því 3 klukkur.
Er auðséð á öliu, að prestur
hefur viljað vanda allan frá-
gang þarna sem bezt. Maðal
annars iét hann gera grunn
undir nýju kirkjuna úr s*ór-
grýti, sem flutt mun hafa ver-
ið ofan úr fjalli. Þessi grur.n-
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. október 1971