Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Síða 1
Allt frá því blöðin fyrst
urðu til, hafa þau gert þjóð-
höfðingjum. og stjórnmála-
mönnum gramt í geði. Blöðin
voru þyrnir í augum valdhaf-
anna og skipti þá engu máli,
hverjir þeir voru eða hvar þeir
riktu. Aðeins einum þjóðhöfð-
ingja hugkvæmdist að unnt
væri að nota blöðin valdhöf-
unum til framdráttar — það
var Friðrik mikli Prússakon-
ungur, en hann smyglaði áróð-
ursgreinum inn í hollenzku
dagblöðin
Enginn þjóðhöfðingi eða
stjórnmálamaður hafði þó gert
sér möguleika dagblaðanna
ljósa fyrr en Napoleon fékk
áhuga á þeim Hann kallaði
blöðin eitt sinn stórveldi og
kom fram við þau eins og önn-
ur veldi í Evrópu; hann var
reiðubúinn að gera banda-
lag við þau, ef þau vildu vera
hans auðmjúku þjónar, að öðr-
um kosti beizlaði hann þau eða
braut á bak aftur.
Napoleon var mikill bók-
menntaunnandi. Ungur að
árum las hann Rousseau og grét
höfugum tárum yfir Ossian.
Hann sendi inn svör við heim-
spekispurningum blaðanna,
skrifaði sögu Korsíku og mærð
arfulla skáldsögu um ást sina
til Désirée, sem hafnaði honum
og valdi Bernadotte. En
Napoleon þjáðist ekki af
neinni bókmenntalegri minni-
máttarkennd. Kardínálinn
mikli krafðist þess, að Corn-
eille lagfærði litilssiglda sorg-
arleiki hans og Friðrik annar
heimtaði, að Voltaire færði
skáldskap hans í betri stíl.
Napoleon var of vel gefinn til
að gera sér háar hugmyndir
um skáldskap sinn. Þegar Tall-
eyrand einhverju sinni fann í
skjalasafni eitt af svörum
Napoleons til blaðanna og af-
henti keisaranum það með
nokkrum ismeygilegum orðum,
kastaði Napoleon handritinu á
eldinn.
Napoleon vildi ekki láta líta
á sig sem skáld. Aftur á móti
krafðist hann ákveðinn réttar
síns til að nefnast blaðamaður.
Og hann hefði þess vegna get-
að kallað sig alhliða blaða-
mann, þvi ekki voru það marg-
ar hliðar blaðamennskunnar,
sem hann ekki hafði einlægan
áhuga á og starfaði að. Á St.
Helena ræddi hann dag einn
við hinn hrausta en ekki að
sama skapi vel gefna Monthol-
on um, hvað halda myndi nafni
sínu lengst á lofti og fullyrti
þá, að það myndu blaðaskrif-
in gera. Montholon spurði ei-
iítið undrandi: Herra. Hvar
má finna skrif yðar? Leyfist
mér að spyrja, hvað þér hafið
skrifað svo vér fáum dæmt þar
um?
Hakon Stangerup
APÓLEON
OG
BLÖÐIN
Keisarinn svaraði: Lesið
yfirlýsingar mínar og grein-
arnar i Le Moniteur.
Um yfirlýsingar sínar sagði
hann öðru sinni, að þær væru
samdar af skriffinni, „sem vill
ræna valdið hljómi þess og
samræmi." Yfirlýsingarnar, eða
Les Bulletins de la grande
Armée, eins og þær síðar voru
kallaðar, eru framúrskar-
andi blaðamennska og góð bók
menntaverk. Eftir hvern sigur,
hverja orrustu gaf keisarinn
sér góðan tima til að semja þær
og þá tók hann nákvæmlega
með í reikninginn áróðursgildi
þeirra og lagði ríka áherzlu á,
að þær birtust um allt ríki
hans. Þær eru skrifaðar í upp-
skrúfuðum stíl, sem er bland-
inn mælsku klassisku aldanna
og hinum rómverska anda;
persónukennd blanda Galla-
stríða Cesars og predikaná
Rousseau. Áhrifa þeirra gætir
enn í frönskum þjóðernisstíl,
m.a. i endurminningum de
Gaulles.
Frægasta yfirlýsingin er ef
til vill sú hin 29., sem birt var
í Le Moniteur 17. desember
1812. Hún lýsir ósigrinum í
Rússlandi og er i senn áhrifa-
mikil og nöturleg. Að lokinni
lýsingu á hruni hersins lýkur
yfirlýsingunni með þessum
fleygu orðum: — Heilsufar
hans hátignar hefur aldrei ver-
ið betra. Hér sameinast snilld-
arlegur áróður og hnitmiðaður
framsagnarmáti.
Napoleon notaði sér blöðin
allt frá þvi hann komst til
valda og þar til völdin gengu
honum úr greipum. Hann varð
fyrstur til að flytja pi’ent-
smiðju með sér á vígvöllinn.
Þegar hann sem ungur hers-
höfðingi tók við yfirstjórn
italska hersins, vár eitt hans
fyrsta verk, að koma á fót
tveimur blöðum; annað flutti
herforingjum og óbreyttum þá
vitneskju, sem hershöfðingjan-
um fannst þeir þurfa, hitt
flutti Frökkum fréttir um sig-
ursæld hershöfðingjans. Með-
an egypzka ævintýrið varði,
stofnaði Bonaparte og til
tveggja blaða; annað var á
frönsku, hitt á arabísku. Þegar
hann svo kom heim til Parísar
og pólitíska baktjaldamakkið
hófst fyrir alvöru, stofnaði
hann blaðið Le Bulletin de
Paris og reit sjálfur leiðara
þess, jafnfi’amt þvi sem bræð-
ur hans mútuðu öðrum blöðum
til að hylla hann.
Þegar Napoleon hafði tryggt
sig i valdasessi, voru blöðin
það fyrsta, sem hugur hans
beindist að. I stjórnarskránni
frá 1800 er ekki stafki’ókur um
blaðaútgáfu. Blaðaútgáfa
heyrði undir embætti lögreglu
stjói’ans og blöðum var nú
fækkað úr 72 í 13 svö auðveld-
ara væri að fylgjast með þeim.
Þá kom aðalræðismaðurinn á
fót nefnd, sem skyldi kanna
frelsi blaðánna. Þetta var i
sannleik göfugmannlega gert
—- en nefnd þessi kom bara
aldrei saman.
Napoleon byggði upp eitt-
hvert harðsnúnasta ritskoðun-
arkerfi, sem heimurinn hefur
nokki'u sinni þekkt. Rætur
þess stóðu í París en þegar yf-
ir lauk náði það um hálfa
Evrópu. Aðalræðismaðurinn
dró enga dul á tilgang sinn:
— Ef ég slakaði á við blöðin,
myndi ég >ekki halda völdum í
þrjá mánuði til viðbótar, sagði
hann. Og öðru sinni: —•
Bók upp á tvö hundruð síður,
sem kostar einn franka, hefur
enga hættu í för með sér, en
boðskapui' blaðsins bergmálar í
fólkinu. Hann hélt fast við
nauðsyn ritskoðunar allt til
sins skapadægui’s. Svo seint
sem 1813, kvöldið fyrir orrust-
una við Lutzen og Bautzen,
sagði hann við greifann af
Beugot, sem var einn hirðemb-
ættismanna hans og hafði leyft