Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Qupperneq 6
Atvinnu-
íþróttamenn
LEE
TREVINO
Fátæki Mexikaniim, sem nú er
oröinn einn af tveimur eða
þremur beztu golfleikurum
heimsins og einn litríkasti
persónuleiki meðal afreks-
nianna í íþróttum
Trevino í kepimi: „Nú megið l»ið kalla mig Spánverja.“
Síðan atvinnnniennska i
Iþrótttun koni til skjalanna, lief
ur einnig mátt sjá nýja teg-
und íiiróttanianna; menn sein
ganga að íþrótt sinni eins og
hverju öðru verki, vandasönm
og grafalvarlegu verki, þar
sem mistök eru ævinlega mæld
í peningum og ekki iiðru. Þess-
ir menn kunna tæknileg atriði
út i hörgul og vita nákvæm-
lega, Iiverníg- eitt leiðir annað
af sér; hvenær og livernig rétt-
ir vöðvar eiga að taka á til
að mynda rétta röð hreyfinga,
seni þá leiðir af sér læztan
hugsanlegan árangur. Þetta er
allt saman mjög vísindalegt og
oftast með alvarlegu yfir-
bragði; sjálfur leikurinn, sem
fæddi af sér íþróttina, er
tæpast til lengur, eða verð-
ur að minnsta kosti ekki séð-
ur á yfirborðinu. Þetta gildir
jafnt um atvinnumennsku í fót
bolta sem tennis, í golfi eins
og kappakstri og hnefaleikum.
Atvinnumennska i íþrótt-
um útheimtir auðug þjóðfélög,
þar sem nokkurn veginn hefur
verið séð fyrir uppbyggingu
og naiiðþurftum og miklir pen
ingar eru í umferð. Það er þess
vegna engin tilviljun, að at-
vinnumennska í íþróttum hef-
ur þróazt mjiig langt í Banda-
rikjunum og fáir standast
bandarískiim atvinnumönnum
snúning.
Langflestir ánetjast i at-
vinnumennsku stra.v að af-
Ioknu skólanámi; einkum og
sér í lagi vegna þess að fram-
úrskarandi íþróttahæfileikar
eru beinlínis sigtaðir úr skól-
unum með gylliboðum, sem erf-
itt er að standast. Hinir uúgu
kappar hljóta allt að því vís-
indalegt uppeldi og þjálf-
un, sem öll miðar að því að
höndla sem mestar dollarafúlg-
ur á sem skemmstum tíma og
draga sig síðan i hlé nokkuð
fyrir miðjan aldur. Ef vel hef-
ur gengið, þurfa l»éir að
minnsta kosti ekki að hafa
áhyggjur af peningum það sem
eftir er ævinnar.
En þess eru dæmi, að nienn
komi eftir öðrum leiðum, vinni
sig upp með hnúum og hnef-
um, eða „the hard way“ eins
og þar er sagt. Það er leiö fá-
tæka niannsins, l»ess er aldrei
nær þeim áfanga, að komast í
háskóialið. Einn slíkur er Lee
Trevino, rúmlega þrítugur
Mevíkani frá Texas og uppá
síðkastið einn snjallasti golf-
leikari lieimsins. En hann er
ekki aðeins frábærlega fær
íþróttamaðiir í sinni grein,
heldur þjóðsagnapersóna i lif-
anda lífi, frægur af hnittniun
tilsvörum og óbeizluðum gáska
ásamt gnægð af sjálfstrausti.
Mexíkanar i Bandaríkjununi
hafa ásamt fólki frá Puerto
Kico og öðrum l»eldökkum, ver
ið annars flokks borgarar og
fjölskylda Trevinos var þar
engin undantekning. Enginn
veit raunar hver faðir hans er
en útlitið leynir ekki upprun-
anum: hárið hrafnsvart og
stritt og sanibland af andlits-
dráttum Indíána og Eskimóa
svo sem tít-t er hjá Mexikön-
um. Trevinó er ekki bár, en
mjög þrekinn og kraftalegur.
Juanita móðir hans kom ásamt
tveim systrum Trevinós og afa
þeirra frá Mexíkó og settust
þau að í skúr, sem stóð nálægt
kirkjugarði í Texas. Afinn sá
að einhyerju leyti fyrir þörf-
um fjölskyldunnar með því að
taka grafir i kirkjugarðinum,
Juanita tók að sér húsverk og
Trevinó hinn ungi varð að
hætta þegar eftir barnaskóla
til þess að vinna. Þarna í ná-
grenninu var fínn klúbbur
lieldra fólks ásamt tillieyrandi
golfvelli. Þar byrjaði Trevinó
að vinna sér inn skildinga með
því að draga fyrir golfleikara,
slá flatir og annað þvíumlíkt.
En Iíkt og þiisundir drengja
hafa gert i svipaðri aðstöðu,
fór Trevinó einnig að æfa sig.
Hann fann gamla og ryðgaða
golfkylfu og stunduni fann
hann kúlur, sem liafnað höfðu
úti í skógi og týnzt. Það dugði
honum til að byrja með og
óvenjuleg hittni kom brátt i
ljós. Um leið notaði hann tæki-
færið til að næla sér í dollar
hér og dollar þar. Hann fékk
menn til að leggja dollara und-
ir í uppáskota- og púttkeppni.
Þeir máttu nota járnin sín, —
sjálfur bauðst hann til að nota
flösku. Auðvitað vildu menn
ekki trúa þvi, að liann gæti
unnið þá með svo furðulegu
værkfæri. En það virtist ekki
skipta máli; Iianii liafði tilfinn-
inguna í fingrunum og vann
oftast.
Seytján ára gamall gekk
Trevinó í landgöngulið flotans
og þar gafst gott tækifæri til
að æfa og þar komu hæfileik-
ar hans í ljós fyrir alvöru, jafn
framt því sem liann vann sig
upp til lidþjálfa. Eftir fjögurra
ára herþjónustu ákvað Trev-
inó að reyna við einhv'ers kon-
ar atvinnumennsku í golfi. Sá
ferill byrjaði með því, að hann
varð golfkennari við golfvöll
nálægt Dallas i Texas, en
hann var eftir sem áður fáta'ki
drengurinn með nokkrar kylf-
ur í strigapoka og liin fáu
klæði, sem hann bar, voru
snjáð í meira lagi. Golfskó átti
hann enga, en lék golf ber-
Boltarnir fljúga beint, en brand-
ararnir fljúga í allar áttir.
Hann þagnar ekki einu sinni
nieðan hann slær.
Þótt Trevino sé heljarmenni í
höndunum, er hann ekki með
högglengstu mönnum i golfi.
Hann er enn skæðari, þegar
kemur að nákvæmnishöggun-
iim.
í grafalvarlegri úrslitakeppni
við Jack Nicklaus. Trevino
bregður sér snöggvast í lihit-
verk trúðsins.
fættur. Það þótti víst ekki
mjög fint og suinir litu það
liornaugá, en Trevinó stóð á
sama um slikt; ef einhver
fékkst til að leggja nokkra
dollara undir og einhver von
var um að vinna, þá geislaði
hann af hamingju. Aftur á möti
var honuni illa við moskítóflug
urnar, sein bitu hann stundum
í fæturna, en hann kunni ráð
við þvi: Lækur rann eftir vell-
inum og þar var leir. Trevinó
kom þar við og ataði leir á fæt-
ur sér til að verjast fliigunum.
Þótt útbúnaðiirinn væri í
lakara lagi, þá varð ekki sama
sagt um golfsveifluna. Þar til-
einkaði Trevinó sér aðferð,
sem bandarísku atvinnumenn-
irnir í golfi nota nú allir með
örlitlum frávikuin. Sveiflan er
frekar flöt því inaðiirinn er
ekki hár vexti. Hann notar
opna fótastöðu og vinnur frá-
bærlega vel með fótuin, skrokk
og höndum. Teigskot hans éru
að jafnaði 243 metrar og oftar
lág en há. Ein af sérgreinum
hans er uni 80 metra innáskot
með niujárni, sem aldrei fer
hærra en hálfan annan metra
frá jörðu og snarstoppar. Það
hefur oft reynzt hoiiuni hald-
gott vopn í slæmu veðri. En
uppá siðkastið hefur Trevinó
orðið frægastur fyrir að pútta
með meiri nákvæmni en liörð-
ustu andstæðingar lians, enda
eru þeir oft svo jafnir í löngu
liöggununi, að úrslitin ráðast af
nákvæmni í púttunum. Venju-
lega eru menn þöglir og alvar
legir eins og við jarðarför,
þegar keppni — og mikil pen-
ingafúlga — getur uiinizt með
því að koina niður löngu pútti.
En ekki Trevinó. Hann skemmt
ir sér ávallt, lætur brandarana
fjúka og sumir segja, að hann
geti ekki þagnað meðan hann
á annað borð vakir. Hann kjaft
ar uin leið og teigskotin ríða
af og þagnar heldur ekki yfir
hinuin allra þýðingarmestu
púttum. Hann var eitt sinn jafn
öðrum, l»egar kom á síðustu
flöt og undir lágu 40 þús. doll-
arar, eða 3,0 milljónir ísl.
króna. Þögn sló á áhorfendur,
þegar Trevinó gekk að kál-
unni, sem var í 40 feta fjar-
Iægð frá liolu. Hann var sá
eini, sem ekki þagnaði og sagði
um leið og hann sló: „Með
milljón-dollara-sveiflu eins og
ég lief, er ekki ha-gt annað en
að hitta.“ Hann gerði það lika
og hirti fúlguna.
Það var 1007 að Trevinö
ákv'að að stíga skrefið til fulls
méð þátttöku í keppnum at-
vinnumanua viðs vegar um
Bandaríkin. Fimmta sæti í
stórri, opinni keppni í Dallas
færði lioniim 0 þústind dollara
(540 þús. ísl. kr.) upp i liend-
urnar. Aldrei liafði Mexíkan-
inn séð annað eins fé. Hann
sendi það allt til Claudíu konu
sinnar og iiélt áfram að keppa.
Stórsigur og lieimsfrægð var á
næsta leiti: Árið eftir vann
hann US Open keppnina, en
hún er ein þeirra fjögurra golf
keppna í heiminuni, sem stór-
meistarar einsetja sér að vinna
svo sem einu sinni á ferli sín-
um.
Þessi miki! sigur hafði kom-
ið óvenjulega snemma og hlotn
azt manni sem í rauninni hafði
ekki mikla keppnisreynslu.
Þegar Trevinó auðnaðist ekki
að fylgja sigrinum eftir með
neiiium meiri háttar sigrttiti
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. marz 1972