Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Blaðsíða 7
Til vinstri: Trevino á forsíðn vikuritsins
Newsweek í sumar, er hann liafði unnið
|>rjár stórlcepnnir í riið. Að neðan:
Trevino ásamt Claudiu konu sinni.
1969 og heldur ekki árið 1970,
byrjuðu marg-ir að efast. Var
Trevinó líkt og loftsteinn, sem
Ijómar skært meðan hann
brennur upp? En hann átti eft-
ir að sýna þeirn í tvo heimana.
I>að gerðist á s.l. sumri.
Fram á síðasta sumar hafði
Trevinó verið einn nokkuð
margra framúrskarandi at-
vinnumanna i golfíþróttinni,
sem alltaf voru framarlega á
stórmótum og gátu unnið, ef
heppnin var með. En það er
verulegur munur á þvi að vera
góður atvinnugolfleikari og að
vera stjörnuleikari, eða það
sem nefnt er á ensku „super-
star“. Því marki náði Trevinó
í sumar með þrem sigrum á
ótrúlega skömmum tíma.
I opnu bandarísku keppn-
inni (US Open) varð hann
jafn Jack Nicklaus í efsta sæti
og urðu þeir að leika til úr-
slita. Ekki var honum þó gefið
að vera alvarlegur í bragði
og tók að sprella á teignum
nieð snák, sem raunar reynd-
ist vera úr plasti. Og Nicklaus
varð að láta í minni pokann.
Litlu síðar varð Trevinó jafn
öðrum í efsta sæti í opnu kaná-
disku keppninni (Canadian
Open) og sigraði aftur í auka-
keppni.
Þriðja stórkeppnin, sem
Trevinó sigraði í, er um Ieið
sú, seni ef til vill þykir mest-
ur fengur og mestur heiður að
vinna. Það er opna brezka
kcppnin (British Open, leikin
í Royal Birkdale). Að aflok-
inni þeirri keppni, nam verð-
latinaíe Trevinós frá sumrinu
18 milljónum ísl. króna og var
þá þegar á miðju siimri orðið
meira en nokkur atvinnugolf-
leikari hafði áður náð á hcilu
ári. Hörðustu keppinautar
Trevinós í brezku keppninni
voru Tony Jacklin, einn al-
fremsti golfleikari Breta
(Ilann vann US Open í fyrra)
og tiltölulega óþekktur Forni-
ósu-Kínverji, Liang Huan-Lu.
Eins og í öllum meiri háttar
mótum, stendur keppnin yfir í
fjóra daga, samtals 72 hoi-
ur. Þegar kapparnir liófu leik
síðasta daginn, leidili Trevinó
en þó aðeins með einu höggi.
Það þykir miklu erfiðara að
leiða og mega ekkert missa nið
ur heldur en að hafa engu að
tapa og geta leikið djarflegt
sóknargolf. En Trevinó Iét það
ekki á sig fá. Strax í upphafi
var hann óvenju vel upp lagð-
ur og einpúttaði á fyrstu sex
flötunum. Hann var þá þegar
kominn fjóra undir par. Það
var meira en keppinautarnir
gátu svarað. En svo var eins
og allt ætlaði að hrynja á síð-
ustu niu holunum. Trevinó
byrjaði að mistakast og það má
vitaskuld ekki, þvi hart er
fylgt á eftir. Á seytjándu holu
var því líkast að titillinn væri
glataður. Trevino lenti í sjö,
sem er mikið slys fyrir annan
eins meistara. Hann hafði ver-
ið kominn með fjögurra liögga
forustu, en nú átti hann að-
eins eitt. En á þeirri síðustu
hélt hann jöfnu við Formósu-
manninn og hafði þarmeð
unnið keppnina með einu
höggi og þriðja stórmótið
á f jórum vikum.
Líklega hefur álagið á taug-
ar Trevinós verið orðið fiill
mikið, þótt ekki gerði hann sér
það ljóst. Ekki var liann fyrr
kominn vestur en liann skráði
sig til þátttöku i stórmóti þar
vestra (Wechester Classic) og
datt hreinlega út áður en í að-
alkcppnina kom.
Venjulega leggja atvinnu-
menn í íþróttum mikla áherzlu
á hvíld og afslöppun fyrir
meiri háttar átök eða einbeit-
ingu. En einnig þar er Trevinó
undantekning. Að keppni lok-
inni er Trevinó óðar kom-
inn með bjórkollu í hönd og
er þá hrókur alls fagnaðar og
alltal' er eitthvað til að halda
uppá og fagna. Kannski var
það sigur, eða einstaka góð
skot eða bara gleði yfir því að
vera til. Eitt sinn var Trevinó
jafn öðrum i efsta sæti í stóru
móti í Florida og úr-
slitakcppni skyldi fara fram
þegar að morgni. Andstæðing-
urinn fór beint heim að sofa,
en Trevinó skemmti sér að
vanda og lenti í liópi góðra
vina á næturklúbbi og gat rétt
fengið sér fuglsblund undir
morguninn. Hann mætti rauð-
eygður til leiks og sagði, þeg-
ar hann sá vel út sofinn and-
stæðing sinn: „Andskota korn-
ið, — það er nú líka hægt að
hvíla sig of mikið“. Hvort sem
það liafði áhrif eða ekki, þá
vann Trevinó úrslitakcppnina.
Hann dregur enga dul á
uppruna sinn; er miklu fremur
stoltur af þvi að vera Mexí-
kani. En eftir að hann liafði
unnið fyrstu fjárfúlgu sína í
golfi, sneri hann sér að við-
stöddum og sagði: „Nú getið
þið kallað mig Spánverja. —
Hver hefur heyrt um ríkan
Mexíkana?“ Claudia kona hans
sér um að ávaxta dollaraflóð-
ið, sem Trevinó lætur streyma
inn. Sjálfur vill hann ekki
nærri peningum koma, nema
þá að eyða þeim. Og einnig í
því er hann enginn meðalmað-
ur. Hann myndar fullkomna
andstæðu við marga unga at-
vinnugolfleikara, sem eru í við-
skiptum upp fyrir haus og komn
ir með svarta skjalatösku uin
leið og þeir eru búnir að
sleppa golfkylfimum. Hann er
í þessu sporti tU að skemmta
sér, segir hann óg það liefur
einnig reynzt smitandi, hvað
hann nýtur þess innUega.
Stærri hópur áhorfenda fyigir
honum en nokkurri annarri
golfstjörnu og er slík hylli
óþekkt siðan Arnold Palmer
var uppá sitt bezta á árunum
kringum og uppúr 1960. Sumir
áhorfendur fylgja Trevinó til
þess að sjá framúrskarandi vel
útfært golf, en aðrir vegna
þess að hann er sifeUt að
skemmta áhorfendum með
hnyttnum athugasemdum og
furðulegum uppátækjum. Þeir
sem þekkja Lee Trevinó bezt,
segja að aUur þessi bægsla-
gangur sé til að létta á innri
speimu. Og svo mikið er víst,
að Trevinó brotnar ekki, þótt
eitthvað bjáti á. Það þurfti stál
taugar til að vinna British Op-
en eftir að hafa lent í slysi á
Framhald á bls. 11.
Þau eru orðin því vön að fólk snúi sér við á götu og líti undrandi
á eftir j>eim.
Danskur málsháttur segir, að
lík Inirn leiki sér bezt, eða með
öðrum orðum, að þeim komi
betur saman, sem likir eru. Is-
Ienzkur málsháttur segir nokk-
urn veginn það sama: Hvað
elskar sér likt. Frá þessu vilja
verða þó nokkrar undantekn-
ingar. Varla mun þó auðgert að
finna dæmi um róttækara frá-
vik en þau Héléne Theron frá
Marceilies í Frakklandi og
Franz Drago, ættaðan af Sik-
iley. Hvort þau eru ólík í sér
skal ósagt látið, en munurinn
felst einkiim í likamsútliti.
Franz er nefnilega dvergur og
nær eiginkonu sinni aðeins í
mitti. En hann ber sig vel og
segir: „Mér finnst ég vera risi
við hlið hennar.“ Héléne er Ijós-
hærð og grannvaxin og virðist
leiða barn, þar sem þau fara
saman. Hún er 18 ára og ná-
kvæmlega helmingi yngri en
Franz. Faðir hennar er antik-
kaupmaður í Marceilles og þau
HÆÐIN
SKIPTIR
EKKI
MÁLI
hjónin voru mjög á móti þess-
um einkennUega ráðahag. Hél-
éne á nú von á barni, en brúð-
hjónin hófu búskap ekki alls
fyrir löngu á bökkum Garda-
vatns á Norður-Italíu. Þau eru
orðin vön því að fólk horfi
undrandi á eftir þeim og
Héléne er hæstánægð með hinn
mjög svo lágvaxna eiginmann
og segir: „Franz er fuUkominn
maður á allan hátt.“
mmmm^mmmmm^^m^^—^^mmmmmmmmmmmmm^i
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7
12. marz 1972