Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Síða 8
Ekki er unnt að fjalla iengi um líf og list Albrechts Dfir- ers svo ekki skjóti sífellt upp nafni Wiliibald Pirckheimers hins mikla húmanista og heims manns, eins hinna lýsandi anda tímanna. Hann var áhrifavald- ur til úrslita í iífi Dúrers, hafði mikil og djúptæk áhrif á mót- un heimsmyndar hans, áhrif sem naumast er hægt að full- meta. Það var hann sem fram- ar öðrum opnaði honum sýn til menntunarheima fornaldar- innar og ítalskrar iistar. Þegar á miðri fjórtándu öld höfðu Pirckheimarnir hazlað sér völl sem virðulegir káupa- héðnar i Feneyjum. Thomas Pirckheimer afafrændi Willi- balds hafði numið við fræg- ustu menntastofnanir Italiu og var þegar árið 1443 rektor í Perugia. Einnig var Hans, afi Willibaids, í fremstu röð húm- anista og var náinn vinur ým- issa mestu andans manna þeirra tíma, sem höfðu mikil áhrif á þróunina i lok miðalda, — svo sem heimspekingsins Silvius Piccolomini og hins mikla þýzka lærdómsmanns kardínálans Nicolaus von BU.ÍBA.U3I PIRKEVMHERI (rt>'Í01Esd Ú'aJ&to®’111 i(» ' ■}: AiynyauKOFvto-c.KrrERA'.vvORTJi.! ERVKT fj. •V U XX IV I Pirckheimer. Teikning eftir Diirer. Kues. Hér kemur einnig fram listfagurkerinn og arkitektinn Leon Battista Aiberti, en frá honum varð einnig Leonardo da Vinci fyrir miklum beinum áhrifum. Pirckheimer miðlaði Dúrer örugglega þeim hug- myndurn sem í gerjun voi'u, og einmitt i sjáifsmynd hans í Múnchen (i Kristlíki) virðist hugmyndin um hinn mikla hugsuð koma fram. Wiliibald hafði þegar á tiunda aldursári fylgt föður sínum í sendiherra- för hans til Ítaiíu, og snemma komst hann i snertingu við hirð Sforza í Mílanó. Varla kominn af barnsaldri lagði hann stund ár hermennzku og var um tíma að hugsa um að gera hana að lífsstarfi sínu. Hann barð- ,ist við hlið keisarans í hinu misheppnaða striði við Sviss og var oft í forustu herdeilda Núrnbergs. Seinna, sem með- limur borgaraðalsins, var hann yfirmaður alis sem að hemaði laut. Átján ára var Pirckheimer kominn tii Padúa, þar sem hann nam við háskól- ann. Vegna náinnar vináttu við ungan fursta, Giovanni Pico della Mirandola að nafni, komst hann undlr áhrif plat- ónískra andans manna á mið- Italíu. Cosimo I af Medici hafði 1459 ásamt heimspekingn- um Marsilio Ficino stofn- að platónísku Akademíuna í Flórenz, sem við lok aldar- innar hafði með mikilli lifandi starfsemi náð heimsfrægð. Fað- ir Willibalds fól syni sínum að kaupa rit heimspekingsins Ficino og senda til Núrnberg. Að Dúrer hafi einnig komist í kynni við rit þessi má ráða af því að hann taldi sig vera í snertingu við hinar dýpri hug- myndir í skrifum Platons, og í bók sinni „Speis der Maler- kiiaben“ studdist hann náið við kenningar Ficinos í ritverki hans „Bók heilbrigðra lifnað- arhátta". Pirckheimer yfirgaf Padúa eftir þriggja ára dvöi þar, til að nema við háskólann í Pavia, sem kenndur var við hertogana í Mílanó. Þar vor.u kynni hans við afburðamenn" á sviði lista og tækni við hirð Lodovico Sforza sennilegá öllu þyngri í metum en sjálft háskólanámið. Leonardo da Vinci, sem árin 1489- '99 dyaldi við hirð Sforza, var þannig samtíma Pirckheimer. Þarna eignað- ist Pii’ckheimer mikilsvirta vini, og það var einkum vegna óvenjulegra tónlistarhæfileika sinna sem hann hófst til vegs í þessum félagshópi. Allt þetta er mikilvægt að vita til að skilja hinn menntunarlega bak grunn persónunnar Albrecht Dúrer. Og til að víkka sýn les- andans yfir sögusviðið mætti víkja að því að Dúrer var 19 árum yngri en Leonardo, nokkrum árum eldri en Tizian, 4 árum eldri en Michaelangelo, 8 árum eldri en Rafael, 50 ár- um eidri en Pieter Breughel og heilum 135 árum eldri en Rem- brandt. Fáir og sennilega engir lista- menn þeirra tíma hafa jafnoft gert sjálfsmyndir af sér og Dúrer, þótt margur málaði sig iðulega inn í myndir sinar í gerfi einhvers einstaklings, svo sem múnks, riddara, alm. borg- ara eða einhvers heilagleika á altaristöflu, ekki ósvipað og sumir kvikmyndaíeikstjórar nútímans láta sér bregða fyrir einhvers staðar i atburðarás myndarinnar. Dúrer var svo persónulegur í list sinni, að naumast er hægt að tala um þýzkan realisma og þá öllu frekar list Dúrer-tímabilsins. Það var svo margt sem hann lagði út í að gera algjörlega, sem menn höðfu rétt fiktað við áður, en sjálfsagt var út- færsla myndanna í anda og stíl tæknibragöa þeirra tíma. Likt og hjá Leonardo vakti fyrii- Dúrer að hafa fullt vald á hinu raunverulega. Það er líkast þvi sem maður verði var 37ið anda Leonardos, þegar Dúrer skrifar eitt sinn: „að mæling jarðarinnar, hafs og stjarna sé gerð skiljanleg í verkum listamanna. — Hlut- verk listarinnar sé að varð- veita mynd mannsins frá hinni endalausu nótt fáfræðinnar. Dúrer var síteiknandi á verkstæði föður síns í æsku og var t.d. til í eigu kjörfusta Bæjaralands sjálfsmynd, er hann teiknaði 8 ára gamall, en myndin varð eldi að bráð er höll furstans brann. Ekki mun ALBRECHT DURER Einn af stórsnillingum myndlistarsögunnar Eftir Braga Ásgeirsson — Síðari hluti Dúrer var vanur að ganga út á markaðstorgið í Núrnberg og þar gerði hann SÍiiar atlmganir á vegfarenduni. Á þessu torgi falbauð kona Dúrers myndir hans meðan hann lifði og eftir að hann dó. Hér er sama torg- ið, en nokkrar persónur Dúrers, sem settar vorn inn í myndina, sýna að fólkið hefur breytzt. Húsið þar sem Dúrer bjó. vera til nein sambærileg sjálfs- mynd í allri Þýzkri list þessara tima, við þá spegilmynd er hinn 13 ára unglingur teiknaði. Og þrátt fyrir að benda megi á áhrif frá gotík í myndinni virð i.st þessi unglingur standa á þröskuldi nýrri tima. Háttur- inn sem hann bendir með á sjálfan sig í speglinum vísar bæði á barnalegan einfaldleika og sterka sjálfsvitund. Andlit- ið virðist vera fullt undrunar yfir hinum nýuppgötvaða heimi, og um leið opinberar hún eitthvað af hinum ótak- markaða krafti, sem í þessari persónu bjó. I hinum fagurlega mótuðu lokkum kemur þegar fram hin Dúrerska lína. Mynd in er ákaflega lifandi og nálæg 8 fÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.