Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Page 13
Hér er mikil mynstiirffleði rikjandi og- mynsturáhrifin þanin á yztu nöf eða kannski lengra, en bað verður að sjálfsögðu alltaf smekksatriði. Sterkast er mynstrið í gólfteppinu, en aftur á móti afar fínlegt, röndótt áklæði á sófasettinu. Brúnt, mynstrað vegg- fóður er á veggjunum og gluggatjöld þar að auki köflótt. Sterk- asta atriðið þarna er þó augljóslega abstraktmálverkið, en ein- faldleiki þess og stærð formanna mynda sterka andstæðu við sináleitt mynstrið. Flestum mun þó finnast, að í þessu tilviki ftefði farið betur á að hafa einlit giuggatjöld, eða fínröndótt á sama liátt og áklæðið. Pað sem einkennir þessa stofu er annars vegar Iíf og fjör, en hins vegar virðuleg rósemi. Það er leitt að geta ekki birt þessa mynd í lit, því það er einmitt liturinn, sem ræður úrslitimi um þetta. Hér er gólfteppið með óvenjulega sterku mynstri og um leið eru í því sterkir litatónar frá gulu og næsturn hvitu og út i dökkbrúnt. Sófasettið er látið mynda ákveðna andstæðu með alveg einlitu áklæði, en litirnir úr gólfteppinu endurteknir. I»á er komið að hinni hlið málsins: Kósemin fæst með því, að vegg- irnir eru málaðir dökkbrúnir og kemur sami litartónn fyrir i gólfteppinu, en loftið hvítt. INNAN tíðar skellur fermingatíniabilið á með öllum þeim œrslum, sem sjálfsagt þykir nú orðið að fylgi þar með. Þó nokk- ur áróður hefur verið uppi hafður öðru hverfu á síðustu árum, þar sem reynt hef- ur verið að leiða fólki fyrir sjónir, hversu skefjalaus eyðsla og neyzla fylgir þeim gagnmerka atburði, er unglingar ganga að altari í guðshúsi og staðfesta sitt skírnar- heit. En þessi áróður hefur borið harla lít- inn árangur og fengið ákaflega takmark- aðan hljómgrunn, þó svo að allir séu reiðu- búnir til að viðurkenna í aðra röndina, að óhófið er fyrir löngu komið út í öfgar. Eitthvað er orðið bogið við þetta, þegar ekki er hœgt að ferma barn nema kosta til tugum þúsunda króna; fermingarbarn- ið þarf að sjálfsögðu að fá nýjar flíkur og að mínum dómi er það ekki nema eðlilegt og ágætt; helzt þarf gullarmbandsúr að koma frá foreldrunum líka, kannski smá- utanlandsferð á komandi sumri og síðast en ekki sízt er svo fermingarveizlan fyrir fjörutíu-fimmtíu manns. Þá er ekki verið að skera veitingar við nögl sér, kalt borð með mörgum réttum er bráðnauðsynlegt á hverju heimili, kransakaka, desert, kon- fekt og ís. Það má ekkert minna heita. Kostnaður er orðinn býsna hár, þegar hér er komið sögu og hefur þá ekkert verið vikiö að allri þeirri undirbúningsvinnu, sem heimilisfólkið hefur innt af hendi, áð- ur en dýrðardagurinn rennur upp. Heimil- ið þarf að taka í gegn í hólf og gólf og helzt þarf að fá nýtt áklœði á nokkra gamla stóla, glœsilegast væri nú að mála stofuna og kannski að fá nýjan bleðil á gólfið. Og svo mætti lengi telja. Auðvitað þarf líka að baka stafla af hnallþórum og brauðtertum og myndarlegasta húsmóöirin útbýr kannski sína kransaköku sjálf. En auðvitað er bót í máli að fyrst er nú verið að þessu á antiað borð, vœri ekki úr vegi að bjóða dálítið fleiri gestum en œtl- að hafði verið í fyrstu; nokkrum systkina- börnum og þeirra mökum, og fáeinum kunningjum, vinnufélögum og svo náttúr- lega 'saumaklúbbnum. Um annað er ekki að ræða „fyrst maður er að þessu á annað borð, sko“. Og fleiri gestir þýða sem bet- ur fer og blessunarlega fleiri fermingar- gjafir. Foreldrar og fermingarbarn geta gengið út frá því sem nokkurn veginn gefnu, að það fái allan viðleguútbúnað, Ijósmyndavélar, sérsmíðaða skartgripi, nokkur ritsöfn, sem er gott að eiga upp á seinni tímann, og ótal margt fleira. Þetta er huggun í sjálfu sér, þegar víxilafborg- animar hefjast fyrir alvöru eftir veizlu- gleðina. Og þrátt fyrir allan þennan kostnað, íburðinn, eyðsluna og fyrirhöfnina er það mál manna, sem lenda í þeim raunum sem fermingarveizlur eru, að leiðinlegri samkundur fyrirfinnist naumast. Og ófáir eru þeir, sem fara í fermingarveizlur, með þá tilfinningu efst i huga, að þeir séu að- eins að kvitta fyrir matinn, sem innbyrt- ur verður um kvöldið. Ég sagði í upphafi, að áróðurinn fyrir að draga úr fermingaríburði hefði lítinn árangur borið. Á sínum tima náðist þó merkur áfangi er fermingarkyrtlar voru teknir upp og var það vissulega skref í rétta átt. Nokkur bið ætlar að verða á því að fólk treysti sér almennt til að brjóta blað i fermingarsögunni og taka upp fá- brotnari og ódýrari háttu. Hins vegar hef ég þá trú, að börn þau og unglingar, sem nú eru að vaxa úr grasi, hirði ekki jafn mikið um íburð og veizluglaum og gjafir og kynslóðm á undan. Og þá verða það vœntanlega unglingarnir sjálfir, sem berja i borðið og biðja um vœgð og hlífð við þessum ósköpum. Og fœri betur að það yrði fyrr en síðar. Jóhanna Kristjónsdóttir. imi og uppá síðkastið hefur nokkuð aukizt notkun á mynstruðu veggfóðri úr vinyl. Mikil litahræðsla er yfirleitt rikjundi og stafar hún sumpart af öryggisleysi í meðferð lita, en sumpart af ótta við að skera sig úr. Á sama hátt er rikjandi ótti við sterk mynstur og lík- lega við mynsturnotkun yfir- leitt. Til að ganga úr skugga um það þarf ekki annað en að virða fyrir sér nokkrar blokk- ir, eða raunar hvernig liús sem vera skal, í hinum nýrri hverf- um Beykjavíkiir. I.angoftast eru það einlit gluggatjöld, sem auganu mæta. Þó er aðeins gott eitt um það að segja; einlit gluggatjöld mynda hreina og klára litfleti, sem eiga að vera partiir af heildarútliti liússins. I»að cr vitaskuld víða lia-gt að hafa mynstur, þótt gluggatjöld in séu einlit. En venjulega hef- ur verið með öllu sneitt lijá þessum þætti. I»að er einlitt liér og einlitt þar og einlitt allsstaðar. Við skulum lika minnast þess að hér á landi er til göniul mynsturliefð. I»að hefði þótt þuiuuir þrettándi að hafa einlit rúmteppi í íslenzkri baðstofu. Ástæða er til að fagna því, að islenzki salún- vefnaðurinn hefur verið endur vakinn eins og allir þekkja. Ber ekki á öðru en að hann fari vel með nútíma arkitektúr og mætti í þvi sambandi minna á, að salúnofið áklæði er á stól unum í hinni nýju Bústaða- kirkju. I islenzkum handiðum var mjög rikjandi mynsturhefð; menn brugðu naumast gjörð án mynsturs. I>a-r greinar iðnaðar ins, seni framleiða liúsbúnað i einliverri mynd, ættu að huga að þessari hefð meira en gert hefur verið. 12. marz 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.