Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Page 15
Beck hef ur náð sér HINN ágæti, brezki gítarleikari Jeff Beck hefur lengi ver- ið meðal beztu gítarleikara í Bretlandi. Þegar hann var 19 ára sló hann í gegn með hljómsveitinni Yardbirds, en í þeirri hljómsveit var þá einnig hin stórgóði gitaríeikari Jimmy Page, sem nú stendur fyrir Led Zeppelin. Þess má einnig geta hér, að Eric Clapton var á sínum tima i Yard- birds. Þetta er nú löngu liðin tíð, og margt hefur drifið á daga Jefís síðan, og mun ég nú rekja feril hans i stórum dráttum. Eftir Yardbirds-ævintýrið fór Jeff að brjótast áfram á eigin spýtur, og hefur gengið á ýmsu hjá honum. Aliir muna sjálfsagt eftir hinu gullfallega lagi „Love is blue“, sem náði geysilegum vinsældum í flutningi Becks (og Kristínar Ólafsdóttur). En gæfan var ekki lengi hliðholl Jeff i þetta sinn, því nú fór að ganga illa hjá honum. Tíðar mannabreytingar voru í hljómsveit hans og plötur hans seldust ekki sem skyldi. Þá gerast þau tíðindi að hann fær Ronnie Wood og Micky Waller til liðs við sig, og ör- stuttu seinna bættist svo Rod Steward i hópinn. Svona skipuð lék hljómsveitin' nokkurn tima og gekk sæmilega, m.a. koma tvær ágætar LP plötur frá þeim. Þá skeði það, að trommuleikarinn Micky Waller hætti og með honum hrundi hljómsveitin. Ronnie Wood fór í hljómsveit með félögum sínum úr Small Faces sem þeir skirðu einfaldlega Faces, og eins og allir vita, dróst Rod Steward seinna inn í þann félagsskap og er þar enn. Eftir þetta lék Jeff með jasshljómsveit nokkurn tíma, en veiktist og var frá hljóðfæraleik á annað ár. Nú hefur Jeff náð sér á ný eftir veikindin, og er nú með nýtt „Jeff Beck’s Band“. Þessa hljómsveit skipa auk Jeffs, Rob Tench söngvari, Cozy Powell trommuleikari,' Clive Chaman bassaleikari og Max Middleton sem leikur á gitar þegar Jeff spitar á píánó. Hljómsveitin er þegar búin að senda frá sér plötu og er með aðra i undirbúningi. Og éf marka má skrif brezkra blaða er hér þrælgóð rokkhljóm- sveit í uppsiglingu, sem Jeff bindur miklar vonir við. gö. CAT STEVENS Hann syngur gjarnan um framfarir og breytingar Flestir sem fylgjast eittlivað með popptónlist kannast við Cat Stevens. Honum skaut upp á stjörnuliimininn 1967 með lag inu „Matthew and Son“ og á eftir fylgdu nokkur ágæt lög, t.d. „School is out“ og „I love my Dog“, ásamt tveini eða þrem stórum plötum sem litl- um vinsældum náðu. Cat féll fljótlega í gleymsku og flestir voru búnir að afskrifa hann. Hann átti í striði við sjúkdóma ásamt öðru og hætti plötuút- gáfu um skeið. Hann var þó ekki búinn að syngja sitt síð- asta og gaf sumarið ’70 út Lp. plötu sem bar yfirskriftina „Mona Bona Jakon“. Sú náði engum vinsælduni að undan- skildu laginu „Lady D’Arban- ville“. Cat gafst þó ekki upp, lieldur sendi aðra á markaðinn uni það bil ári síöar og heitir hún „Tea for the Tilierman". Þessi plata er mjög góð. „Fath er and Son“ lýsir skoðanamis- muni feðga; „Where do the Children play“ er spurning um hvað eigi að verða um mann- skepnuna sjálfa í þjóðfélaginu okkar, þar sem aliir eru að byggja eitthvað. 1 „Wild World“ er hann að kveðja fyrr verandi ástmey og óskar henni alls góðs, en varar hana við veröldinni sem tekur við fyrir utan þann ástarheim sem þau liafa búið í. Svona mætti lengi telja. Fyrir síðustu jól koni svo út „Teaser and the Firecat“ sem hefur verið feikilega vinsæl hér sem annars staðar og er það engin furða, því platan er stórkostleg. Á henni er hvergi að finna veikan punkt, lögin eru hvert öðru betra og vel flutt, textarnir eru mun að- gengiiegri og ekki eins pers- ónulegir og á þeim fyrrnefndu, en á „Mona Bona Jakon“ eru t.d. margir meira í ætt við kvæði en söngtexta. Blærinn er líka allt annar á „Teaser and tlie Firecat", auðvclt er að setja sig inn í hlutina sem hann syngur uin og upplifa at- burðina (i hiiganum'auðvitað). í liinu ágæta lagi „Ruby- love“ syngur Cat eiiin kaflann á grísku og má rekja það til þess áð liann er grískur í föð- urætt, faðir hans rekur veit- ingahús í London. Þetta lag hans fjallar eins og mörg önn- ur um ástina. Það gengur á ýmsu, hann er stundum að kveðja fyrrverandi ástvinur, stundum segir hann frá sambúð sinni og liinnar einu (l það skiptið!) og stundum er hann í stökustu vandræðum að ná sam- handi við þær. „How can I tell You“ er hugsun feimins, ást- fangins pilts, sem veit eklti livernig liann á að tjá ástina; „Bitterblue“ er ákall til þelrr- ar sem er að yfirgefa hann og það syngur hann af svo mikilli tilfinningu og örvæntingu, að ég trúi ekki öðru en liún iiafi komið tU hans aftur. Mörg lög hans fjalla um framfarir og breytingar. Hann er þó ekki að krefjast fram- fara til að fá breytingar, seg- ist ekki trúa á það, heldur viU hann framfarir svo fólk fái meira frelsi og þar með vald yfir sjálfu sér. Þrátt fyrir allt annað gott efni á plötunni, þá ber samt „Morning has Brok- en“ af. Textinn (sem er reynd ar sá eini sem ekki er frumsam inn) við þetta fallega lag er óður til náttúrunnar og fegurð arinnar aUt i kringum okkur. Cat liefur nokkra hljóðfæra- leikara sér til aðstoðar á þess- um plötum, en hann leikur sjálfur á píanó, orgel og gít- ar. Þessir sömu náungar að- stoða hann einnig á hljómleik- um, en hann þykir ekki síður góður þar en á plötunum. Við- búið er að vinsældir hans eigi enn eftir að aukast ef svona heldur áfram og er það vel, því Cat verðskuldar það. Eina ráð ið sem ég get gefið þeim er iiafa áhuga á góðri tónlist (reyndar lausri við alla „raf- magnseffekta“ og slíkt) og skemmtilegum textum, fluttum af innlifun og næmri tilfinn- ingu, er að fara og kaupa ein- tak af „Teaser and the Fire- cat.“ Sú plata svíkur engan. ój. Hvar á 16-19 ára fólk að skemmta sér? Eftir liinn títtnef nda og liryggilega Glaumbæjarbriina, spratt upp lireyfing er nefn- ist „Glaumbæjarhreyfingin“. Hreyfing þessi er með endur- reisn Glaumbæjar sem skemmti staðar á stefnuskrá sinni. Ef atliugað er, hvaða fólk sótti Glaumbæ kemur í ljós, að það er allt uin og yfir tvítugt. Þetta er aðeins vegna þess að yngra fólk fékk ekki inngöngu, þar eð staðurinn var vínveit- ingastaður. Lítum næst á Tónabæ og það fólk sem þangað sækir. Þetta eru allt unglingar á aldrinum 12—15 ára. Staðurinn er sá eini hér í bæ fyrir þetta fólk, og gegnir sínu lilutverki vel ef marka má aðsókn að staðnum. Á. liann þakkir skildar. En hvar getur þá fólk á aldrinum 16—18,19 ára skemmt sér? Því er fljótt svarað. Hvergi. Enginn viðunandi stað- ur er til liér í bæ fyrir þcssa aklursflokka. Að vísu eru eitt eða tvö miður geðsleg dansliús liér sem fólk þetta getur sótt, en sem betur fer er flest ungt fólk gætt það mikilli sómatil- finningu, að það lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Hverjar eru svo afleiðingar af „skenmitistaðavandamáli“ þessara aldurshópa? Getur ekki verið að vinsældir „Bakk- usar“ standi í einhverju sam- bandi við þetta? Er þetta ástæða fyrir siauknum utan- landsferðum ungs fólks, sem endar oft á Iiinni svellliálu og hryggilegu braut eiturlyfj- anna? Vonandi taka væntanleg ir félagsfræðingar okkar jietta vandamál tii rækilegrar athilg unar. Gladdist ég mjög yfir að heyra, að Dóra Bjarnason fé- lagsfræðingur, skuli vera að rannsaka livað ungt fólk gerir í fristundum sinum, og verður vonandi fljótlega liægt að hefja framkvæmdir á byggingu félagslieimilis I samræmi við væntanlegar niðurstöður henu- ar. Hvað getimi við unga fólkið gent? Jú, við getum vakið at- hygli á þörifiniii fyrir góðan skemmtistað, og lialdið ráða- mönnum \<dgwm, þangað til við fáum málinu fs-amgengt. Félags fræðingur verður að vera með í hönnun bygginga, sem eiga að konia að notum í þessu sam- bandi, þær eiga ekki bara að vera til þess að svala teikni- fýsn aa-kStekta. Gaman væri að fá línur frá lesendum sem álmga hefðu á þessu þarfa verki, og þá liug- myndir um skemmtistað fyrir aldurshópana 16—19 ára. Utanáskrift okkar er: Glugginn, Morgimblaðinu, Aðalstræti 6, Reykjavík. erö 12. marz 1972 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.