Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Síða 1
I
I
James Abraham Garfield
NOKKRIR Bandaríkjaforsetar hafa skilið eftir sig spor í
sögunni, en margir hafa einnig horfið í gleymskunnar
djúp. Einn hinna síðartöldu er James Garfield, 20. forseti
Bandaríkjanna. Nafn hans varðveitist aðeins af því að
hann er einn þeirra fjögurra bandarískra forseta, sem
fallið hafa fyrir hendi launmorðingja. Hinir þrír eru
Abraham Lincoln, William McKinley og John F. Kennedy.
James Abraham Garfield
fæddist árið 1831 í Ohio og var
bóndasonur. Hann missti ungur
föður sinn, en tókst engu að
síður að afla sér menmtunar.
samtimis þvi að hansn starfaði
sem lögfræðingur tók hann að
gefa sig að stjórnmálum. 1 borg
arastyrjöldinni hlaut hann her
foringjatign.' Hann var kjörinn
á þing, meðan stríðið stóð sem
hæst og sat á þingi fyrir Ohio-
ríki á árunum 1863—1880. Gar
field var repúblikani eins og
Lincoln og fylgjandi afnámi
þrælahalds.
Þegar kom að því árið 1880,
■að repúblikanar tilnefndu for-
setaefni flokksins voru þeir
þar efstir á blaði Ulysses
Grant, fyrrverandi forseti og
Hames Blaine. Grant hafði get
ið sér mikið orð fyrir hetju-
lega framgöngu í átríðinu og
hann var eins og Garfield i
hópi þeirra, sem vildu afnám
þrælahalds og hvers kyns þjóð-
félagslegar umbætur. Engu að
síður hafði forsetatíð hans á
árunum 1869—’77 einkennzt af
ólgu og hvers konar spillirigu.
Hins vegar naut Grant óskor-
aðs stuðnings þess manns, sem
raunverulega stýrði kosninga
maskínu repúblikana, Roscoe
Conklings, öldungardeildar-
þingmanns. Hann varð þó að
sætta sig við að James Gar-
field kom skyndilega fram á
sjónarsviðið á flokksþinginu og
varð brátt ljóst, að hann átti
þar miklu fylgi að fagna.
Hann varð þvi forsetaefni
flokksins, öllum á óvörum, en
í forsetakosningunum sjálfum
var svo mjótt á mununum milli
frambjóðenda demókrata Hamk
ock og Garfields, að það kom í
hlut kjörmannanna að skera úr
um, að Garfield yrði forseti.
Gleði repúblikana var engan
vegimn óskipt; Garfield var um
margt heiðarlegri forseti og
sjálfstæðari forseti en ýmsir
höfðu búizt við.
Garfield tók við embættinu
þann 4. marz 1881. Conkling
fylltist óstjórnlegri bræði, þeg
ar Garfield gerði siðan Blaine,
sem var leiðtogi hins íhaldssam
ari arms republikana, að utan
ríkisráðherra sínum. Conkling
sagði af sér þingsæti sínu í mót
mælaskymi og reyndi á allan
hátt að gera Garfield erfiðara
fyrir og naumast leikur vafi á
þvi að hann kynnti mjög undir
óánægju innan repúblikana
flokksins. Aldrei hefur flokkur
Abrahams Lincolns verið jafn
sundraður og hann var þetta
ár, 1881, þegar James Garfield
varð Bandaríkjaforseti.
FORSETAMORÐJNGINN
1 Freeport í Illionis bjó
bankagjaldkerinn Luther Guit
eau, ofsatrúarmaður mikill.
Hann leit svo á að heimurinn
væri linnulaus vettvangur bar-
áttu milli guðs og djöfulsins.
Með illu skal illt út reka var
hans kjörorð í lifinu. Sonur
hans Charles Julius Guiteau
fæddist árið 1841, hann var al-
iinn upp við mikinn guðsótta og
faðir hans sýndi honum enga
linkind, heldur beygði hann
miskunnarlaust undir sinn
vilja. En kenning’ar föður hans
voru þó ekki eins einfaldar og
ætla mætti, hann tilheyrði trú-
flokki eða „kommúnu" guð
fræðingsins og ofsatrúarmanns
ins Noyes, „Oneida", sem haföi
aðsetur í New York og hafði
bréflegt samband við meðlimi
sina víðs vegar um Bandarik-
in. Móðir Charles Julius Guit-
eau lézt, þegar hann var sjö
ára gamall. Honum er svo lýst,
BANDA-
RÍSKT
FORSETA-
MORÐ
Á ÖLDINNI SEM LEIÐ