Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Qupperneq 15
\
§J l»l Bf/S
ÆVINTÝRIÐ
UM
TILVERU
OG
NÁTTÚRU
SVANFRÍÐAR
Sá þyfeir nú e'kiki orðið mað-
ur með mönnum sem ekki hef-
ur séð og heyrt í Svanfriði.
HJjómsveiitin var stofiniuð fljót
lega eftir siðustu áraimó.t og
hóf þá strax að koma fram
opinberlega. Ef svo einkenni-
lega skyldi bera við að ein-
hver þekkti ekki meðlimi hljóm
sveitarinnar, þá eru þeir: Pét-
ur Kristjánsson, áðiur í Nátt-
úru, syngur og spilar á gaidra
tækið „Moog,“ Gunnar Her-
HUGSJONA-
MENN
Eftir að Bítlarnir skildu og fóru að láta að
sér kveða hver í sínu lagi (með sínu lagi) hafa
þeir tekið ýmiss konar hugsjónir upp á sina
arma, léð þeim stuðning og útvegað fjármagn
um leið. Stuðningur Harrisons við sjálfstæðis-
baráttu Bangla Desh varð kunnur á sínum tíma
og nú hefur Paul McCartney bætzt í hóp
hugsjónamannanna og standa honum hjarta
næst frændur vorir Irar.
marmsson, áður í TLlvaru, spil
ar á bassa og svo sjá Ævlntýra
kallarnir fyrrverandi, Birg-
ir Hrafnsson og Sig-
urður Garðarsson um gítar
og tromimur. Gæði þeirra og
vinsældir hafa aukizt með
hverjwm degi og er það ekki
að undra. Þeir hafa einbeitt
sér að tónlist sem kemur fólki
i stuð og fær það ti'l að rasa út,
þar af leiðir að þeir eru mjög
skemm'tiieg ballhljómsveit, nú
svo er nóg pláss fyrir „knpró-
visasjónir" eða það sem marg-
ir kalla „breik" í efninu og
þannitg eru þeir alltaf að
. reyina eitthvað nýtt og betra.
; Seint i apríl heyrði ég í
Sivanfríði. á tónkvöldi í HM.
Þeir fkittu þar hér um bil
kliukkustundarprógraimm sem
var gniðar skemimti'legt áheyrn
ar. Meðal laganna var eitt
frumsamið sem þeir kalia
„Dope Freak“. 1 því nota þeir
klassiskt st-ef sem undirstöðu
. og flétta svo símum köflum inn
í það með anzi góðuim árangri.
Þrátt fyrir að öll lögin hjá
þe'im væru mjög góð, þá voru •
þó tvö sem báru af. Það voi'U
„House on the Hiii“, sem er
ættað af samnefndri LP-þlötu
hljómsveitarinnar „Audienee"
og „Rope Ladder to the Moon“,
en það gef«ur að finna á „Söngs
for a Taylor“, LP-plötu frá
Jaok Bruoe. Flutningiur Svan-
fníðar á þessum tveim löguim
var frábær. Þunginn ofsalegur,
■gítar, bassi og trommur hand-
leikin af snilld, svo söng Pét-
ur eins og herforingi og krydd
aði allt með stórskemmtilegum
„Moög“ leik.
Sivanfrifiiur er fjandi, góð.
Nú er ekkert fyrir þá annað
að gera en halda áfram á söm-u
braut, v-erða enn betri ef það
er hægt, auka fjölbreytni tón-
listarinnar, t.d. fá eitthvað ró-
legra og fágaðra með, og sva
síðast en ekki sizt: Meira f<rum
samið efni. Þó „Dope Freak“
sé ekkert meistaraverk þá er
það gott og sýnir að þeir hafa
hæifileika til að semja góða tón
liist. Áfram með stuðið Fr*iða!
ój.
ROOF TOPS
ROOF TOPS er ein elzta popphljómsveit okkar i dag. Ah-
an þann tíma sem hljómsveitin hefur starfað, hefur hún
verið meðal þeirra beztu, en þó aldrei á toppnum. Kannski
er það einmitt ástæðan fyrir stöðugum vinsældum hljóm-
sveitarinnar, þvi þá tekur fólk ekki eins mikið eftir þvi þó að
eitthvað fari ekki eins og það á að fara í leik hljómsveit-
arinnar, eins og t.d. ef Trúbrot dalar eitthvað, þá snýr fólk
samstundis baki við henni.
Siðastliðið haust gafst mér tækifæri til að hlusta á Roof
Tops á dansleik austur á Reyðarfirði. Ekki varð ég nú
beint heillaður af leik þeirra en fannst þeir ágætis ball-
í hljómsveit. 17. marz heyrði ég svo aftur í Roof Tops
og aðrar eins framfarir eru afar sjaldgæfar i íslenzku
popplifi. 1 dag eru Roof Tops vafalítið ein bezta danshljóm-
sveit hérlendis ef ekki sú albezta. Hjá þeim fer saman ofsa
fjör og góður flutningur, og er það meira en hægt er að
segja um margar aðrar hljómsveitir. Hljómsveitin er með
mjög gott dansleikjaprógramm og miðar lagaval siitt við
það sem bezt er að flytja á dansleikjum, en ekki eins og
margar aðrar, sem reyna að troða upp með tónleika-
prógramm á dansleikjum. Slíkt er mjög hæpið til að skapa
langvarandi vinsældir, því yfirleitt kemur fólk með allt
öðru hugar-fari á dansleiki en á tónleika og það hafa fé-
lagarnir í Roof Tops greinilega skilið.
Ekki verður sagt um þá félaga að þeir séu skapandi
listamenn, því ekki ber mikið á frumsömdu efni í leik
þeirra. Þetta er það eina sem hægt er að setja út á þá
og trúi ég því tæplega að þeir geti ekki barið saman meira
efni en raun ber vitni.
1 Roof Tops er enginn einn sem ber af öðrum, nema ef
vera skyldi Vignir. Sá ágæti gítarieikai’i er í stöðugri fram-
för og er nú einhver sá snjallasti á því sviði hérlendis.
Guðmundur Haukur er alltaf sjálfum sér lákur og er söngv-
ari af beztu tegund. Ara hefur farið stórlega fram, bæði
sem söngvai'a og trommuleikara. Það er ólíkt meiri kraft-
ur í þeim karli nú en áður (t.d. á „Ömatimabilinu“). Það
var nefnilega dálítið einkennandi fyrir Roof Tops hinn
máttlausi trommuleikur. Jón Pétur hefur alltaf verið með
skemmtilegri bassaleikurum hér og er það enn þrátt íyr-
ir litlar framfarir. Gunnari hefur farið mikið fram og
rnátti hann svo sannarlega við þvi.
Roof Tops hefur alltaf verið mikil stuðhljómsveit og er
það enn. Hljómsveitin er mjög sterk og hefur aldrei ver-
ið betri en nú. Mikill kraftur en þó létt tónlist er mjög
einkennandi fyrir hana. Þykir mér ótrúlegt ef hljómsveit-
in á ekki eftir að láta mikið til sín taka í framtíðinni, því
hún hefur allt til þess að bera. Er það von mín að fleiri
hljómsveitir fari að dæmi Roof Tops og flytji dansefni á
dansleikjum, en rausnist til að halda tónleika og í’lytja þar
þyngri og vandaðri tónlist, i stað þess að neyða slíkri tón
list upp á fólk á dansleikjum sem kemur til að dansa en
ekki nema að litlu leyti til að hlusta.
ffö.
14. mai 1972
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15